Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Honda Accord ISi í hnotskurn Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar, 131 hestafl. Fimm mannna. Framdrifinn. Vökvastýri - veltistýri. Fjölstiilanlegt ökumannssæti. Líknarbelgir í stýri og fyrir framsætisfarþega. Hemlalæsivörn. Hemlalukt í afturglugga. Fjarstýrðar samlæsinga. Rafstýrðar rúðuvindur. Rafstillanlegir hliðarspeglar. Útvarp, 4 hátalarar, rafdrifið loftnet Lengd: 4,68 m. Breidd: 1,72 m. Hæð: 1,38 m. Hjólhaf: 2,72. Beygjuradius: 11 m. Þyngd: 1.330 kg. Stærð farangursrýmis: 410 1. Stærð bensíntanks: 65 1. Staðgreiðsluverð kr.: 2.185.000. Umboð: Gunnar Bemhard ehf., Reykjavík. M.BENZ 260E, árg. 1986, ek. 119 þús. km, gullsans. Einn með öllu. Verð kr. 1.790 þús. M. BENZ 230 TE, árg. 1987, hvítur, sjálfskiptur, topplúga, hleðslujafnari, spólvörn o.fl. Verð kr. 1.890 þús. M. BENZ 190E, árg. 1991, ek. 75 þús. km. Bornít. Verð kr. 2.150 þús. MMC L-200 D D.c., árg: 1992, langur pallur, grár, ek. 82 þús. km. Verð kr. 1.380 þús. MMC L-200 D Xcab, árg. 1989, rauður, ek. 92 þús. km. Verð kr. 580 þús. SUBARU LEGACY GLI ARCTIC 2.0, árg. 1993, grárek. 70 þús. km. Verð kr. 1.580 þús. ÚTVföUM 8ÍUIÁN VISA-RAOC5R£IÐStU6 RANGE ROVER árg. 1976. Allur upptekinn. Verð kr. 950 þús. FORD ECONOLINE 7.3 DIESEL árg.1989, blár, 4wd, loftlæsing o.fl. Verðkr. 1.850 þús. ipALBÍLASAUm * STOFNUÐ1955 15=? v/Míklubraut, s. 551 7171 M.BENZ 250 TD, árg. 1986, ek. 290 þús. km, blár, sjálfsk., rafm. I rúðum, topplúga, hleðslujafnari o.fl. Toppeintak. Verð kr. 1.650 þús. PEUGOT 405 GR 1900, árg. 1988, ek. 180 þús. km, gullsans. Verð kr. 490 þús. HONDA PRELUDE 2.0 EXI 4wst, árg. 1988, silfurgrár, ek. 124 þús km. M. BENZ 300D, árg. 1991, ek. 135 þús. km, grásanseraður. Einn með öllu. Verð kr. 3.250 þús. M.BENZ 190E, árg. 1988, ek. aðeins 70 þús. km, sjálfskiptur, topplúga, alger dekurbill. Verð kr. 1.080 þús. ACCORD er straumlínulagaður og laglegur bíll. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nýr og hljóölátur Honda A«ord meö ríkulegum búnaöi NÝR Honda Aecord var J3 kynntur hjá umboðinu, Gunn- |hb ari Bemhard ehf. um síðustu 1A helgi en Accord er meðalstór, rennilegur, fímm manna, framdrifinn fólksbíll, ágæt- lega hlaðinn búnaði og fáan- amM legur með tvær stærðir af JQ vélum. Honda hefur nú alla SS burði til að sækja í sig veðrið á íslenskum markaði enda talsvert breið lína orðin fáan- OB leg í Civic og Accord gerðun- um sem em bráðlaglegir bílar. Verðbilið er frá tæpum 1.200 þús- und krónum og uppí um 2,9 milljón- ir, gerðir, vélar og búnaður eftir smekk og óskum. Honda hefur staðið höllum fæti í verðsamkeppni við ýmsa aðra t.d. japanska bíla- kosti en það hefur lagast nokkuð að undanförnu en Honda bílar eru ágætlega úr garði gerðir, vel búnir og meðfærilegir. Við skoðum í dag Honda Accord LSi með sjálfskipt- ingu sem kostar hátt í 2,2 milljón- ir króna. Honda Accord er fyrst og fremst rennilegur og straumlínulagaður bíll. Hann er nokkuð stór, 4,68 metra langur, en virkar minni fyrir það hversu ávalur hann er að lögun og hann er ekki háreistur - er að- eins 1,38 m hár. Framendinn er stór og hallar skáhallt fram og línan undir hliðargluggunum er nokkuð rísandi aftur eftir bílnum og afturendinn hæstur. Rúður em stórar, nema aftari hliðarrúðan, framrúðan talsvert hallandi og aft- urrúðan ekki síður. Horn eru öll ávöl en hliðarnar sléttar og ótrufl- aðar af brotum en fínlegur listi nær milli hjóla. Luktirnar að framan og aftan era sæmilega stórar. Setið lágt Að innan er Honda Accord rúm- góður á flesta lund. Heldur sitja menn alltaf lágt í Honda bílunum en hæðarstilling á ökumannssæti bætir það að vísu talsvert upp og að viðbættum möguleikum velti- stýrisins getur ökumaður lagað sig býsna vel í sætinu eftir ósk sinni. Mælaborðið er fremur fínlegt út- lits. Beint fram af ökumanni eru hefðbundnir mælarnir snyrtilega afmarkaðir af bogadreginni hlíf og yst á henni rofar fyrir hita í aftur- rúðu og þokuljósin að aftan. Á miðjubrettinu sem er vel afmarkað og viðarklætt sem mér finnst ekki endilega hæfa, eru miðstöðvarstill- ingar og útvarp sem ioka má af með viðarklæddu lokinu. Þar fyrir neðan öskubakki og endar stokkur- inn síðan milli framsætanna með stæði fyrir gírstöngina sem er ágæt á að taka. Aftursætin era þægileg, rétt MAZDA 323 F, árg. 1992, rauður, ek. 44 þús. km. Gullfallegur bíll. Verð kr. 990 þús. VEL er séð fyrir öllum þörfum og aðstöðu ökumanns. mátulegt höfuðrými og lágt til lofts þegar menn setjast jnn en fótarými er ágætt og yfirleitt er allt frekar jákvætt um aðbúnað að segja. Kostur er upp á útsýni afturábak að höfuðpúðar em hring- laga með opi en ekki heill púði. Hljóðlát vél Vélin er tveggja lítra, fjögurra strokka, 16 ventla og 131 hestafl. Þetta er ágætlega spræk vél, hljóðlát og gangþýð á alla vegu, jafnvel þótt henni sé komið á nokkuð harkalegan snúning í við- bragði. Reyndar er við- bragðið ekkert sérstakt og spurning hvort ekki fæst meira út úr þessari vél með handskipt- ingu. Vinnslan er hins vegar með ágætum en hámarkshraði er sagð- ur 200 km og hröðun úr kyrrstöðu í 100 km hraða tekur 12,1 sek- úndu. Bensíneyðsla í bæjarakstri er uppgefin 11,8 lítrar á 100 km en 7,1 1 á jöfnum 90 km hraða. Þá má nefna að meðal öryggisbún- aðar á Accord er að kveikjulykillinn er með sérstökum kóða sem lokar bæði gangsetningarrás og innsp- rautun eldsneytis sem er góð þjófa- vörn. í akstri og meðhöndlun er Honda Accord í senn lipur og þægilegur en strax finnst einnig að þetta er ágætlega stór og voldugur bíll. Ökumaður tekur hann strax í sátt, er fljótur að ná öllum áttum og koma sér vel fyrir enda segja for- ráðamenn Honda að mikið púður hafi verið iagt í að hanna frágang og búnað hið innra. Sætin veita góðan stuðning og útsýni er ágætt en eins er með Accord og suma af þessum stærri bílum með vel afr- únnuð framhorn að það tekur nokkra stund að öðlast örugga ná- kvæmni við athafnir í þrengsium. slaglöng og tekur mjög vel við verstu holum og þvottabrettum án þess að bíllinn skriki. Þá er hemlalæsivörnin góður kostur í hálkunni en vara má þó við að menn taki að treysta um of á hana sem öryggistæki og of- bjóði bílnum. Bíll með hemlalæsivörn getur mnnið jafnmikið í hálku og bíll án hennar en frek- ar má bjarga sér úr vandræðum með henni. Honda Accord er því ákjósanlegur ferðabíll því hann býður eingöngu þægindi í þjóðvega- akstri. Þar er eins með sjálfskiptinguna og í þéttbýlinu að góður kost- ur er að skipta milli 3. og 4. girs eftir brekkum og vinnsluþörf, skiptingin er nánast eins og stig- laus en munar mikið um aukna snúninginn fyrir vinnsluna sem fæst í þriðja gírnum. Eini gallinn við hann sem ferðabíll er að farang- ursrýmið er heldur grunnt og má segja að það sé eini snöggi blettur- inn sem á bílnum finnst. Áhugaverður Verðið er kr. 2.185.000 fyrir þennan sjálfskipta bíl með þessari öflugu vél. Væntanlegur er í næsta mánuði Accord með 1,8 lítra vél og handskiptingu og kostar sú út- gáfa kr. 1.734.000. Sá bíll er held- ur minna búinn en þessi sem reynd- ur var en dugi mönnum minni vél er áreiðanlega hægt að komast langt með hana með handskipt- ingu. Accord er því tvímælalaust áhugaverður bíll, vel búinn, lagleg- ur útlits og vandaður yst sem innst. Hann veitir öðrum bílum í sínum stæðar- og búnaðarflokki harða samkeppni í verði og þægindum og hefur alla burði til að standa þar vel að vígi. ■ Jóhannes Tómasson VÉLIN er rösk tveggja lítra og 131 hestafl. Staðal- búnaður Þýður Lipur Grunnt farangurs- rými Þýðurvel Þegar ekið er í þéttbýli njóta sín kostir sjálfskiptingarinnar og er þá skemmtilegast að aka í D3 eða næst hæsta gírnum - þannig fæst mun snarpara viðbragð en í efsta gír, D4. Accord leggur vel á og er eins og fyrr segir lipur í öllum snún- ingum og ekki of stór í bæjar-. þrengslum. Á þjóðvegi er blátt áfram skemmtilegast að aka á mölinni en örlítið tækifæri gafst á að taka bílinn til kostanna á malar- vegum í nágrenni höfuðborgar- svæðisins. Fjöðrunin er mjúk og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.