Morgunblaðið - 06.03.1996, Page 1

Morgunblaðið - 06.03.1996, Page 1
64 SÍÐUR B/C/D 55. TBL. 84. ÁRG. s MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hamas býðst til að gera hlé á sprengjutilræðum Israelsstjórn segir tilboðið marklaust Jerúsalem. Reuter. HERNAÐARARMUR Hamas- samtaka Palestínumanna kvaðst í gær ætla að gera hlé á sjálfs- morðsárásunum í ísrael, sem hafa kostað 57 manns lífið á tíu dögum, ef stjórn landsins féllist á að ráð- ast ekki á liðsmenn samtakanna. Stjórn Shimons Peres, forsætis- ráðherra Israels, sagði að ekkert mark væri takandi á yfirlýsingu samtakanna, sem hefðu tvisvar áður boðist til að láta af sprengju- tilræðunum án þess að standa við það. Peres fór í gær að landamærun- um að Líbanon þar sem önnur hreyfing heittrúaðra múslima, Hizbollah, varð fjórum ísraelskum hermönnum að bana í fyrirsát á mánudag. Forsætisráðherrann kvaðst hafa farið þess á leit við Bandaríkjastjórn að hún krefðist þess að Sýrlendingar beittu áhrif- um sinum í Libanon tii að binda enda á árásirnar á ísrael. „Við efumst ekki um að við getum unnið þetta stríð,“ sagði Peres um árásir Hizbollah frá Líb- anon og sprengjutilræði Hamas og íslamsks Jihads í ísrael. „Ég tel eina af ástæðum þess, að þeir hafa hert á hryðjuverkastarfsem- inni, að þeir óttast nú allt einu að friðarsamningarnir haldi velli. Þeir vilja ekki frið. Þeir vilja stríð og morð og dráp hvað sem það kost- ar.“ „Ekkert nýtt“ Hernaðararmur Hamas, Izz el- Deen al-Qassam, gaf út yfirlýs- ingu þar sem fallist er á beiðni pólitískra leiðtoga samtakanna um að gera hlé á sprengjutilræðunum þar til í júlí. Tilræðunum yrði hins vegar haldið áfram ef ísraelar réð- ust á Hamas-liða eins og stjórn Peres hefur lofað. Hamas gaf út samskonar yfir- lýsingu á sunnudag eftir mann- skætt sprengjutilræðí í strætis- vagni í Jerúsalem á sunnudag en gerði samt aðra sprengjuárás í Tel Aviv daginn eftir. „Þetta er ekkert nýtt,“ sagði talsmaður ísraels- stjórnar um yfirlýsinguna í gær. „Eftir að þeir gera árás biðja þeir strax um vopnahlé í von um að komast hjá hefndaraðgerðum.“ Ágreiningur hefur blossað upp innan Hamas milli harðlínumanna og hófsamari afla sem vilja semja við Yasser Arafat, leiðtoga sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna. Heimildarmenn í her Israels sögð- ust ekki vita hvort forystumenn Hamas hefðu stjórn a öllum liðs- mönnum hernaðararmsins. Búist við árásum Búist er við að ísraelar geri árásir á Hamas-liða á sjálfstjórn- arsvæðum Palestínumanna á næstu dögum ef Arafat grípur ekki til tafarlausra aðgerða til að binda enda á hermdarverkin. Heimildir hermdu að ísraelsstjórn væri treg til að fyrirskipa allsheij- arinnrás á svæðin af ótta við að það græfi undan stjórn Arafats. Líklegra væri að gripið yrði til leynilegra og snarpra aðgerða. ■ Loka húsum og vegum/I6 Reuter PALESTÍNUMENN í Betlehem á Vesturbakkanum efndu til fjölmennrar göngu í gær til að mótmæla ofbeldi og hryðjuverk- um og því tilræði, sem þau eru við friðinn. Áberandi var hve mikið var af börnum í göngunni. Spenna á Tævan Erfitt að mynda meirihlutastiórn á Spáni Aznar fær litl- ar undirtektir Manuel Fraga, fyrrum ráðherra í stjórn Francos, mun stýra viðræðum Madrid. Reuter. Vilja ekki samvinnu við Island Kaupmannahöfn. Morgunblaðið ÞRÁTT fyrir að Norðmenn og ís- Iendingar eigi ýmissa sameiginlegra hagsmuna að gæta varðandi tengsl- in við ESB og séu saman í EES er enginn áhugi meðal Norðmanna á nánari samvinnu þjóðanna eins og stendur. s í samtali við Morgunblaðið sagði Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, að auðlindastefna ESB væri ekki á dagskrá ríkjaráð- stefnunnar og þýddi ekki að reyna að taka þar upp önnur mál en þar væru á dagskrá. Hins vegar væru umhverfismálin á dagskrá og þar gætu íslendingar og Norðmenn komið sínum sjónarmiðum að. Þótt löndin ættu sameiginlegra hagsmuna að gæta á þessu sviði, hvað snerti umhverfismál sjávar, tók hún dræmt í að löndin ynnu saman á þessu sviði, heldur lagði áherslu, á að þau gætu komið sjónarmiðum sín- um á framfæri á vettvangi norrænn- ar samvinnu og innan ramma EES og ESB, eins og Svend Auken, um- hverfisráðherra Dana, hefði bent á. í gær sagði Torbjörn Jagland, formaður norska Verkamanna- flokksins, að eins og sambandi Nor- egs og íslands væri háttað nú gæti ekki verið um samvinnu þeirra að ræða. Brundtland vildi ekki taka svo sterkt til orða eða taka undir orð Jaglands og vildi heldur ekki tjá sig um samband landanna um þessar mundir. ■ Samvinna/10 og miðopnu LEIÐTOGAR repúblikana í full- trúadeild Bandaríkjaþings hvöttu til þess í gær, að Bandaríkin sner- ust Tævan til varnar ef Kínverjar réðust á landið. Gagnrýndu þeir jafnframt það, sem þeir kölluðu „tvískinnung" í stefnu Clinton- _ stjórnarinnar gagnvart Tævan. í fyrradag boðuðu Kínveijar til eld- flaugaæfinga rétt undan Tævan- ströndum frá 8. til 15. mars og hefur það valdið mikilli spennu á svæðinu. Forsetakosningar verða á Tævan 23. þessa mánaðar og hafa Kínveijar leynt og ljóst beitt sér gegn Lee Teng-hui forseta. Þetta kosningaspjald setti einn stuðn- ingsmanna hans upp og sýnir það Lee í gervi Ofurmennisins bægja burt kínverskum sprengjum. ■ Eldflaugatilraunir/17 JOSE Maria Aznar, leiðtogi Þjóð- arflokksins á Spáni, leitaði í gær óbeint eftir stuðningi Katalóníu- flokksins við myndun nýrrar stjórnar en hann er nú í oddaað- stöðu í spænskum stjórnmálum. Talsmenn hans tóku þó tilmælum Aznars heldur fálega og einn frammámanna Þjóðarflokksins kvaðst óttast, að næsta þing ein- kenndist af samningaþófi og hrossakaupum frá degi til dags. „Kjósendur hafa neytt Þjóðar- flokkinn til að leita samstarfs við aðra flokka og það sama gildir um þá,“ sagði Maríano Rajoy, varaformaður Þjóðarflokksins. Rodrigo Rato, sem flestir telja að verði efnahagsmálaráðherra í stjórn Þjóðarflokksins, sagði hins vegar í gær, að hann væri svart- sýnn á samninga við aðra flokka. „Þetta þing mun einkennast af stöðugu samningaþófi fram og aftur,“ sagði hann. Þrátt fyrir dræmar undirtektir er því spáð, að Katalóníuflokkur- inn verði tilbúinn til þess síðar að ræða stjórnarmyndun. Hefur Þjóð- arflokkurinn fengið Manuel Fraga, fyrrum ráðherra í stjórn Francisco Francos einræðisherra, til að stýra viðræðum við Katalóníuflokkinn. ------» » »---- Bob Dole á sigurbraut Washington. Reuter. BOB Dole bar sigur úr býtum í forkosningum repúblikana í Verm- ont og Georgiu og þótti líklegt, að hann hefði sigrað í öllum ríkjunum átta, sem voru með forkosningar í gær. Utgöngukannanir bentu alls staðar til þess, að Dole hefði sigrað og reynist það rétt hefur hann tek- ið afgerandi forystu í baráttunni fyrir að hljóta útnefningu sem for- setaefni repúblikana. Pat Buchan- an viðurkenndi það í gær og sagði, að útgöngukannanir bentu til, að Dole hefði átt góðan dag. Hann kvaðst þó mundu beijast allt fram til landsfundar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.