Morgunblaðið - 06.03.1996, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KROSSFESTUM hann, krossfestum hann. . .
Sýknaður af ákæru
um fiskveiðibrot
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
eystra hefur sýknað skipstjóra og
útgerðarmann tveggja vélbáta á
Raufarhöfn af ákæru ríkissaksókn-
ara um fiskveiðibrot. Maðurinn var
sakaður um að hafa á um hálfs
mánaðar tímabili sumarið 1993, sem
skipstjóri vélbátanna Brimrúnar ÞH
og Sigrúnar ÞH við netaveiðar frá
Raufarhöfn, lagt með sömu þriggja
manna áhöfn samtals 120 net í sjó
eða 66 net umfram leyfilegan neta-
fjölda. Einnig fyrir að vanrækja að
merkja belgi og netabaujur bátanna
greinilega.
Ákærði bar fyrir dómi að hann
hafi byijað netaveiðar á Sigrúnu ÞH
í kringum 20. febrúar 1993 en vegna
bilana .á þeim báti hafi hann farið
nokkrum sinnum á Brimrúnu ÞH og
vitjað um netin. í maímánuði bilaði
vél Sigrúnar ÞH og þá hafi hann
farið að róa á Brimrúnu ÞH og skipt-
um flögg á baujum. 22. maí hefði
aftur verið farið að róa á Sigrúnu
ÞH og flögg hennar þá aftur verið
sett á baujumar.
Með 108 net í sjó
Um þetta leyti var ákærði farinn
að íhuga að fjölga netum og leggja
út leyfilegan netafjölda fyrir báða
bátana og róa þeim á víxl. Kvaðst
ákærði fyrir dómi telja að það hafí
verið gert um 5. og 6. júní. Hefði
hann því haft 108 net í sjó, 54 net
fyrir hvom bát, þegar veiðieftirlits-
menn komu. Hann neitaði því að
hafa verið með fleiri trossur en níu
fyrir hvorn bát, sex net í hverri
trossu. Ákærði kvaðst ekki hafa van-
rækt að merkja belgi og netabaujur
greinilega og tók fram að hann hefði
lítið verið með belgi heldur frekar
verið með korka í stað þeirra. Hann
kvaðst ekki hafa sinnt því nægilega
vel að hafa tölusett flögg með núm-
eri netatrossu en þess í stað verið
með lituð flögg til að tákna saman
endabaujur á trossum.
Tveir veiðieftirlitsmenn Fiskistofu
komu tii Raufarhafnar 7. júní til að
athuga með netaíjölda í sjó vegna
kvartana sem borist höfðu. Fyrir
dómi sagði annar þeirra að þeir hefðu
farið á sjó sama dag með kunnugum
manni og talið á tiltölulega litlum
bletti 20 trossur merktar á víxl Sig-
rúnu eða Brimrúnu. Stundum hefði
jafnvel annar endinn verið merktur
Sigrúnu en hinn Brimrúnu, eðajafn-
vel ekkert merkt.
Allar merkingar
í skötulíki
Engar merkingar hefðu verið á
belgjum og lélegar á baujum og sagði
vitnið allar merkingar hafa verið í
skötulíki. Nánar aðspurt um talning-
una sagði vitnið að þeir hefðu ekki
talið 40 baujur en talið alveg pott-
þétt 20 trossur og þar á staðnum
hefðu verið skrifaðar niður staðsetn-
ingar á 20 baujum sem voru við
grunnenda trossanna.
í dóminum kemur einnig fram, að
í punktum sem lagðir voru fram í
þinghaidinu, þess efnis að veiðieft-
irlitsmenn töldu 8 trossur fyrir
Brimrúnu ÞH og 12 trossur fyrir
Sigrúnu ÞH, þykir verða að taka tii-
lit til þess að eftirlitsmennirnir hafa
borið að merkingar hafi verið mjög
erfiðar og iillæsilegar. Samkvæmt
framburði skipstjórans sem fór með
þeim umrædda ferð til talningar,
áttu eftirlitsmennirnir í nokkrum erf-
iðleikum með að lesa úr merkingum
og voru stundum 5 vafa um hvort
þeir væru að tvítelja trossu. Með
þetta í huga, segir í dóminum, verð-
ur að meta vafa um þetta ákærða í
hag og verður ekki á því byggt gegn
neitun hans að lfann hafi verið með
fleiri en 108 net í sjó þegar umrædd
talning fór fram.
Ákærði ekki brotið
nein ákvæði
í dóminum segir m.a. að veijandi
ákærða hafí haldið því fram að
ákærði hafi ekki brotið nein ákvæði
með því að halda báðum bátum sín-
um til netaveiða. Ákærði hafi haft
veiðileyfi og aflaheimildir fyrir báða.
Á bátana hafi hvorki verið lieimilt
né skyit að iögskrá þar sem þeir séu
báðir undir 12 rúmlestum brúttó.
Alþekkt sé að útgerðarmenn hafi
jöfnum höndum kvótabáta svo og
krókaleyfisbáta og sé það látið átöiu-
laust. Sama rétt hafi ákærði til að
nota aflamarksbáta sína og sé það
alfarið hans mál að manna þá. Á
þessi sjónarmið féllst dómurinn.
Auk þess sem ákærði var sýknað-
ur af öllum kröfum ákæruvaldsins,
var ríkissjóður dæmdur til að greiða
allan sakarkostnað, svo og málsvarn-
arlaun skipaðs veijanda ákærða.
Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdóm-
ari kvað upp dóminn.
Norrænu fjárlögin 1997
Óverulegur niðurskurður
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Á FUNDI samstarfsráðherra Norð-
urlanda í Kaupmannahöfn í fyrradag
var ákveðið að norrænu fjárlögin
fyrir næsta ár næmu 687,4 millj-
ónum danskra króna, eða um sjö
milljörðum íslenskra króna.
Svíar höfðu farið fram á niður-
skurð sem næmi 50 milljónum
danskra króna, en niðurstaðan varð
að fjárlögin lækka um 20 milljónir
eða rúm tvö prósent. Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra undir-
strikaði að mikilvægur hluti af nor-
rænu samstarfi á grannsvæðunum
væri fjármagnaður á annan hátt en
með fjárlögunum. Einnig benti hann
á að þrátt fyrir niðurskurðinn væri
nú veitt fé til samstarfs á heim-
skautssvæðunum.
Þótt lögð sé áhersla á gildi og
mikilvægi norræns samstarfs voru
ráðherrarnir sammála um að krónu-
talan skipti ekki öllu máli, heldur að
samstarfíð væri virkt. Þeim bar sam-
an um að niðurskurðurinn hefði ekki
umtalsverð áhrif á norræna starf-
semi, því samhliða henni færi fram
endurskoðun og endurskipulagning.
Ekki væri um að ræða að eingöngu
væri skorið niður, heldur væri einnig
tekin upp ný starfsemi fyrir það sem
sparaðist með hagræðingu.
Endurmenntunarnámskeið
Örnefni, saga
o g bókmenntir
Þórhallur Vilmundarson
VEGUM Endur-
menntunarstofnunar
Háskóla íslands
heldur Þórhallur Vilmund-
arson prófessor, forstöðu-
maður Örnefnastofnunar
Ijóðminjasafns, námskeið
um örnefni, sögu og bók-
menntir íjögur mánudags-
kvöld frá 11. marz -1. apríl.
- Hvað ætlarðu að
kynna á námskeiðinu?
„Ég mun einkum kynna
örnefnarannsóknir, sem ég
hef unnið að á síðustu árum,
og gera grein fyrir aðferð-
um, sem beitt er við rann-
sóknirnar. Til skýringar
verða sýndar margar lit-
skyggnur, uppdrættir og
töflur.
— Um hvaða örnefni
verður helzt fjallað?
„Meðal annars einfalda nafnliði
eins og holt, hraun, lækur og
melur, en ég hef veitt því athygli,
að margir hafa ekki velt fyrir sér
uppruna og merkingu slíkra nafn-
liða. Einnig verður minnzt á forna
orðstofna í örnefnum eins og
Málmey og Tjörnes. Þá mun verða
drepið á innflutning nokkurra
þekktra erlendra örnefna að
fornu, eins og Björk, Sigtún, Upp-
salir og Þelamörk, og leitað svars
við spurningunni um, hvort þau
voru flutt inn án tillits til merking-
ar nafnanna, líkt og menn gerðu
á síðari öldum í Vesturheimi, þeg-
ar Englendingar nefndu bæ í
Nýja-Englandi Boston og íslend-
ingar smábæ á sléttum Kanada
Reykjavík. Þegar grafizt er fyrir
um merkingu nafnsins Þelamörk
á íslandi og í Noregi hygg ég, að
finna megi sameiginlega skýringu
á nafninu í báðum löndum.“
- Kemur náttúrunafnakenn-
ingin eitthvað við sögv?
„Hún verður víða á vegi. Síðan
ég varpaði þeirri leiðsögukenn-
ingu fram fyrir tæpum þremur
áratugum, að fjöldi örnefna, sem
talin hafa verið dregin af nöfnum
manna, goða og annarra persóna
eða af sögulegum atburðum, séu
i rauninni upphaflega dregin af
landslagi, þjóðháttum eða at-
vinnulífi, hef ég undrazt æ meir,
hve víða þessar skýringar virðast
eiga við. Ég mun sýna gömul og
ný dæmi af þessu tagi á námskeið-
inu.“
- Hvernig tengist saga og bók-
menntir þessum nafnskýringum?
„Niðurstöður þessara rann-
sókna eru að minni hyggju mikil-
vægar fyrir íslenzka sögu og ekki
sízt ísienzka bókmenntasögu. Til
örnefnanna sóttu fornir sagnarit-
arar augljóslega fjölmargar sögu-
persónur, og þeir lásu einnig at-
burði út úr örnefnum. I Landnámu
eru nöfn margra landnámsmanna
tengd örnefnum, sem að öllum lík-
indum eru ekki dregin af manna-
nöfnum. Ég nefni sem dæmi Sölva
á Sölvahamri í Breiðu-
vík á Snæfellsnesi og
Dýra í Dýrafirði. Og
höfundur Egils sögu,
einnar hinna elztu Is-
lendingasagna, vísaði
öðrum sagnahöfundum veginn,
þegar hann las nöfnin á fylgdarl-
iði Skalla-Gríms og öðrum auka-
persónum út úr borgfirzkum
bæjanöfnum, þ.á m. Kvíg á Kvígs-
stöðum og Hegg á Heggsstöðum.
Ég tel, að örnefni gegni svo mikil-
vægu hlutverki í sagnmyndun í
íslenzkum fornsögum, að miklu
meira tillit verði að taka til ör-
nefnarannsókna við útgáfu sagn-
anna í framtíðinni en almennt
hefur verið gert til þessa.
- Verður eitthvað fleira tekið
fyrir á námskeiðinu?
► Þórhallur Vilmundarson
prófessor hefur verið for-
stöðumaður Örnefnastofnun-
ar Þjóðminjasafns frá 1969.
Hann er cand.mag. í íslensk-
um fræðum frá Háskóla ís-
lands og hefur ritað margt um
íslensk örnefni, t.d. í Grímni,
riti Örnefnastofnunar, og Les-
bók Morgunblaðsins. Einnig
hefur hann flutt marga fyrir-
lestra um örnefni. Kona hans
er Ragnheiður Torfadóttir,
rektor Menntaskólans í
Reykjavík.
„Kirkjuieg örnefni eni athyglis-
vert viðfangsefni. íslendingar
voru rómversk-kaþólskrar trúar í
hálfa sjöttu öld. í öllum kaþólskum
löndum er urmull örnefna dreginn
af nöfnum dýrlinga, oftast með
Sankt, Saint, San o.s.frv. framan
við dýrlingsnafnið. Hér á landi var
sá nafnliður ekki notaður, en þeg-
ar að er gáð, kemur í ljós, að
dýrlingaörnefni eru miklu fleiri
hér en talið hefur verið. Þannig
eru á landinu þijú Pétursleiti við
þjóðleið, á Selvogsheiði, Hafna-
heiði og Þverárfjalli í Húnaþingi,
og frá þeim öllum sást til kirkju,
sem helguð var Pétri postula.
Mörg dæmi eru um örnefnið
Helguvík við sjó hér á landi, og
mun þar yfirleitt um að ræða
kirkjuítök. Víkin hefur þá í upp-
hafi heitið Helgavík „hin heilaga
vík“. Nefnifallið Helgavík hefur
síðan breytzt í Helguvík fyrir áhrif
frá aukaföllunum alveg eins og
Djúpavík varð Djúpuvík og Breiði-
fjörður varð Breiðafjörður.
Heill heimur opnast, þegar hug-
að er að þessum örnefnaflokki,
pg það er menningarheimur, sem
Islendingar ættu að sýna sóma,
nú þegar 1000 ára afmæli kristni-
tökunnar er í nánd. Þannig ætti
t.d. að merkja Pétursleitin og
bjarga þeim á þann hátt frá spjöll-
um og hlynna að Marteinslauginni
í Haukadal, sem kennd mun vera
við heilagan Martein
biskup frá Tours, þjóð-
ardýrling Frakka, sem
uppi var á 4. öld. Stað-
inn mætti prýða með
listaverki, þar sem efni
yrði sótt í altarisklæðið frá Grenj-
aðarstað, sem sýnir ævi heilags
Marteins, en klæðið er nú í Lo-
uvresafninu í París. Með þessum
hætti mætti ekki aðeins gleðja
hjörtu franskra ferðamanna, held-
ur væri þar með einnig minnzt
ágætismannsins Halls Teitssonar,
fóstra Ara fróða, en Hallur andað-
ist 94 ára á Marteinsmessu 11.
nóvember 1089, að því er Ari seg-
ir í íslendingabók. Þess vegna
hefur heilagur Marleinn orðið
verndardýrlingur kirkjunnar í
Haukadal.“
Helguvík hét
Helgavík, hin
heilaga vík