Morgunblaðið - 06.03.1996, Side 13

Morgunblaðið - 06.03.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAPdDIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 13 Morgunblaðið/Egill Egilsson Þ AÐ var mikill áhugi á námskeiðinu i gerð steindra glugga. Námskeið í gerð steindra glugga í Brynjubæ Garðyrkju verði tryggð bætt rekstrarskilyrði Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra, Sveinbjörn Eyj- ólfsson og Ólafur Friðriksson frá landbúnaðarráðuneyti. ísólfur Gylfi Pálmason og Guðjón Guðmundsson alþingismenn kynna skýrslu starfsskilyrðanefndar garðyrkju. Flateyri - Dagana 21.-24. febrúar var haldið námskeið í hönnun og gerð steindra glugga á vegum Sigríðar Ásgeirsdóttur myndlist- armanns. Námskeiðið var haldið í Brynjubæ, handverksmiðstöð Flateyringa. Þegar fréttaritari leit inn voru bæði menn og konur á fullu við að koma hugmyndum sinum í mótanlegt form undir leiðsögn Sigríðar. Áhuginn var slíkur að menn vissu varla af fréttaritara. I stuttu spjalli við Sigríði kom fram að hún kennir ekki að stað- aldri, hún sinnir eingöngu list sinni. Hvað varðar námskeiðið hafi sig langað til að kenna hér fyrir vestan sökum fólksins og umhverfisins. Hún hafi gaman af því að koma á staði eins og Flateyri og víðar, því þar eigi hin eiginlega menning sér stað. Þar sé fólk á kafi í leiklist, mynd- list, ritlist og margt fleira. Hér skapi fólk sjálft sína menningu og geri það með tilþrifum. I Reykjavík eigi sér stað alltof mikil einangruð list, þar sem menn eru neytendur en ekki þeir sem skapa listina. Að lokum má geta þess að verk eftir Sigríði prýða kapellu Sjúkrahússins á Isafirði. Hveragerði - Starfsskilyrðanefnd um garðyrkju kynnti lokaskýrslu um störf sín á fundi sem haldinn var í Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi síðastliðinn fimmtudag. í nóvember síðastliðnum skipaði landbúnaðarráðherra nefnd sem skyldi hafa það hlutverk að kanna starfsumhverfi og samkeppnisstöðu garðyrkju í landinu. Nefndina skipa Sveinbjörn Eyjólfsson og Ólafur Friðriksson frá landbúnaðarráðu- neyti, ísólfur Gylfi Pálmason og Guðjón Guðmundsson alþingismenn og Kjartan Ólafsson og Sigurður Þráinsson garðyrkjubændur. Á fundinum að Reykjum fjallaði Guðmundur Bjarnason landbún- aðarráðherra ýtarlega um skýrsl- una og kynnti einstaka efnisþætti hennar. Ennfremur sátu nefndar- menn fyrir svörum og kynntu sjón- armið sín. í skýrslu nefndarinnar kemur fram að garðyrkjan sé sú grein ís- lensks landbúnaðar sem notið hefur einna minnstrar verndar stjórn- valda. Greinin nýtur engra beinna styrkja eða niðurgreiðslna og verð- myndun afurða ræðst af framboði og eftirspurn. Innflutningur á garð- Ný verslun á Reykhólum Miðhúsum - Nýir eigendur opnuðu nýja sælgætis- og al- hliða verslun á Reykhólum sl. sunnudag. Eigendur eru hjón- in Bergljót Bjarnadóttir, Jónas Samúelsson, Steingerður Hilmarsdóttir og Bjarni P. Magnússon. Verslunin verður með 4 til 5 vöruflokka á sama verði og Bónus í Reykjavík og stefnt er að því að lækka verð vöru- flokka. Einnig er þar bensín- og olíusala og áformað er að brydda upp á nýjungum í við- skiptum. Verslunin verður op- in alla daga vikunnar. yrkjuafurðum hefur verið heimilað- ur allt árið um kring en hins vegar nýtur íslensk framleiðsla verndar með magntollum samkvæmt lögum. Framtíðin liggur í raflýsingu Aukin samkeppni kallar á ný- sköpun í garðyrkju og felst nýsköp- unin helst í aukinni raflýsingu í gróðurhúsum. Nefndin leggur áherslu á að greininni verði tryggð skilyrði til eðlilegrar samkeppni með hagstæðu raforkuverði. Garðyrkjubændur hafa lengi ver- ið óánægðir með þá þjónustu og það verð sem þeim er búið af raf- orkusölum og því ljóst að til að rafmagnsmál greinarinnar komist í viðunandi horf þurfa að koma til víðtækir samningar við raforkusala í landinu. Viðræðunefnd í skýrslu nefndarinnar kemur fram að stjórn Landsvirkjunnar tel- ur lagaheimild ekki vera fyrir hendi til að hægt sé að veita garðyrkj- unni sérkjör á raforku framyfir aðra raforkukaupendur. Nefndin leggur því til að sett verði á laggirn- ar viðræðu-/samninganefnd sem hafi það hlutverk að ganga frá lang- tímasamningum um raforkuverð og að auka skilning milli aðila. Rannsóknamiðstöð í garðyrkju að Reykjum Starfskilyrðanefnd vill efla menntun, rannsóknir og leiðbein- ingar í greininni. Til að tryggja slíkt leggur hún til að komið verði upp garðyrkjumiðstöð í tengslum við Garðyrkjuskólann að Reykjum og að ráðunautaþjónusta sú sem rekin hefur verið fyrir greinina á vegum Bændassamtakanna verði flutt þangað. Ennfremur að tilraunir í garðyrkju verði stórauknar að Reykjum. Nefndin telur eðlilegt að auknar rannsóknir verði íjármagn- aðar með þeim auknu tekjum sem til eru komnar vegna innflutnings landbúnaðarvara í kjölfar GATT- samningsins. Aðrir þættir skýrslunnar lúta að almennum starfsskilyrðum greinar- innar svo sem áhrifum breyttrar löggjafar í kjölfar GATT og mikil- vægi þess að greininni sé gert kleift að aðlagast opnara starfsumhverfi. Því er lögð rík áhersla á að ekki verði hreyft við þeirri vernd sem nú gildir og ennfremur að eftirlit með innflutningi garðyrkjuafurða verði bætt. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson FRÁ opna húsinu í Tónlistarskóla Seyðisfjarðar. Opið hús hjá Tónlistar- skóla Seyðisfjarðar Seyðisfirði - Dagur Tónlistarskól- anna var haldinn laugardaginn 24. febrúar. Á Seyðisfirði var ákveðið að hafa opið hús í Tónlistarskólan- um þennan dag. Straumur af fólki hélt út og inn um dyr Tónlistarskól- ans með hléum allan daginn, en aldrei stórir hópar í einu svo varla voru hljómleikar eða hvað? Margir skólar voru með tónleika. Hvers vegna ekki hér? Einar Bragi Bragason skóla- stjóri verður fyrir svörum: „Við ákváðum að sleppa tónleikum. Við búum á Austurlandi og loðnuvert- íðin er í fullum gangi. Það var ekki víst að fólk hefði tíma einmitt þegar tónleikarnir yrðu. Betra var að það gæti litið inn í kaffi þegar það er búið í vinnunni.“ Einar sagði að tilgangurinn væri að bjóða fólki að skoða skólann og hljóðfærin og jafnvel að prófa hljóðfærin. „Líka að fá fólk hingað sem sést sjaldan eða aldrei. Skólinn er í mjög merku gömlu húsi. Fólk þekkir húsið vel að utan en ekki hafa allir komið hingað inn. Þó er nemendafjöldinn að ég held með því besta sem ger- ist á landinu. Nú eru um 70 nem- endur í skólanum, eða rúmlega 8% íbúanna.“ Allan tímann sem fréttaritari staldraði við mátti heyra tóna úr alls kyns hljóðfærum úr öllum her- bergjum hússins. Ný synfónía var að mótast sem ekki yrði endurtek- in. Hvernig stendur á þessum skrítnu frumsömdu lögum hér um allt hús? „Þetta er fólk sem er að prófa hljóðfæri skólans. Það sem vekur mest kátínu hjá yngra liðinu er, eins og þú heyrir, harmóníkan. Reyndar gaf Harmóníkufélag Seyðisfjarðar okkur harmóníku fyrir tveimur dögum. Menn hafa líka verið mikið að fikta í tólistar- tölvu skólans. Nemendurnir hafa greinilega gaman af því að koma í dag og fikta í öllu öðru en þvi sem þeir eru að gera í sínum venju- legum tímum. Þeir eru kannski búnir að horfa á eitthvert hljóð- færi uppi í hillu langa lengi og hafa langað að prófa." Að læra á hljóðfæri kostar níu þúsund á önn. Þá er innifalið tvisv- ar sinnum hálftími í einkatíma á viku og svo bóklegt fag. Við skól- ann er starfandi lúðrasveit og í bænum er starfandi barnakór. Að sjálfsögðu er kirkjukór og karlakór svona yfirleitt. Þannig að þeir sem eru í tónskólanum hafa úr ýmsu að moða. Þrír kennarar starfa við skólann. Auk Einars eru það Mar- ía Gaskell og Aðalheiður Borgþórs- dóttir. Skipting milli hljóðfæra er nokkuð jöfn og hefur píanónám heldur verið að aukast undanfarið. Einar Bragi segir frá: „Fyrir nokkrum árúm var píanónámið al- veg týnt héma í bænum. Fyrir tveimur árum þegar María Gaskell kom hingað átti ég í vandræðum með að finna nemendur í píanón- ám. En nú er orðið fullt á píanó, en María kennir reyndar á klari- nett einnig þótt hún sé fyrst og fremst píanókennari." . Um tónlistarlífíð í bænum segir Einar Bragi að lokum: „Margir héldu að það yrði ansi gott fall eftir afmælisárið, en svo hefur ekki verið. Tónleikar hafa verið vel sóttir í vetur, þótt þeir hefðu mátt vera fleiri. Það fækkar heldur ekk- ert í skólanum, enda styður bæjar- félagið vel við bakið á tónlistar- skólanum sínum. Mér fundust vera furðu fáar unglingahljómsveitir í fyrra, en þeim fer fjölgandi núna. Gítarinn hefur reyndar bætt á sig í vetur. Það eru margir litlir KKar og Bubbar á ferðinni þessa dag- anna. Og það er óvíða sem maður sér lúðrasveit spila fyrir utan búð- ir bæjarins í 15 stiga frosti.“ HÓTEL ÍSLAIMD KYIMIMIR EIIMA BESTU TÓIMLISTAROABSKRA ALLRA TÍMA: 60 '70 O 'EB KYIMSLOÐIIM SKEMMTIR SÉR BESTU LÓB ÁRATUBARIIMS í FRÁBÆRUM FLUTXIIMEI SÓIMBVARA. OAIMSARA OB W IHAIMIMA HLJÓMSVEITAR BUIMIMARS ÞÓRBARSOIMAR íhe Searchers Soiik> aiar: líjöifii in I lalldórsson l’alini Gimnarssnn Ari .liinssou lljarni \rasnn Siingsxslnr. I lansarar K> nnir: I>ni'fíiAr AsUiiTilsm>11 I lailllril. lillil nf>' IriL lijörn (i. Björnsson Opið í Ásbyrgi "’l kvöld. Næslu sýningar. Söngvarinn og mars: 9., 15., 23. og 30. hljóinborðslcikarinn apríl: 13., 20. og 27. Gabriel Garcia San Salvador Forréttun Kóngasveppasúpa Aðalréttur: EldsteiktuT lambavoóvi með gljáðu gTænmeti, ofnsteiktum jarðeplum og sólbcTjasósu. Eftirréttur: Ferskjuís i brauðkörfu með heitii . karamellusósu. < < BÍTLAVINAFÉLACIÐ Leikur fyrir dansi eltir sýiiinguna ATH: Enginn nðgangseyrir a dansleik! Verð krónur 4.800, Sýningarverð kr. 2J200,- HÓTETj jÁUAND Vinsamlegast hafið samband, sími: 568 7111 Sértilboð á hótelgistingu, sími 568 8999 Salir, með og án veitinga við öll tækifæri!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.