Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Grandi hf. jók hagnað í fyrra Bætt afkoma vegna lægri fjár- magnskostnaðar REKSTRARHAGNAÐUR Granda hf. áður en tekið hefur verið tillit til fjármagnsliða varð um 123 millj- ónum króna minni á síðasta ári en árið á undan. Þar á móti kom hins vegar um 180 milljóna lækkun á fj'ár- magnskostnaði sem skilaði sér í því að endanlegur hagnaður varð 223 milljónir eða 70 milljónum hærri en árið á undan. Þetta sést nánar í meðfylgjandi töflu. Þessa hagstæðu útkomu fjár- magnsliða má m.a. rekja til þess að félagið tók lán í japönskum jenum á síðasta ári hjá Norræna fjárfesting- arbankanum í Finnlandi. Gengi jens- ins hefur farið lækkandi allar götur síðan og því skapast umtalsverður gengishagnaður. Skýrir það að ein- hverju leyti lægri fjármagnskostnað. Rekstrartekjur félagsins í fyrra námu 3.512 milljónum og er það 3% samdráttur frá árinu áður. I fyrra var dróst heildaraflinn saman um 16% eða úr um 37.148 tonnum í 31.083 tonni sem stafar m.a. af minni aflaheimildum og sjómanna- verkfallinu. Var veiði togara félags- ins á úthafskarfa um fimm þúsund tonnum minni en áætlað hafði verið vegna verkfallsins. Hlutafé félagsins nam alls um 1.195 milljónum í árslok og hefur hækkað um 100 milljónir vegna sölu nýrra hluta. Hlúthafar voru 793 um áramót og hafði fjölgað um 93 á milli ára. Eigið fé var alls 1.961 milljónir. Arðsemi eigin fjár var 14% saman- borið við 10% árið áður. GRANDI ¦mÉk^L Úrreikningu Rekstrarreikningur Miiijónir krðna I 1995 Rekstrartekjur Rekstrargjölti Rekstrarhagnaður Hreinn tjármagnskostnaður Hagnaður af reglulegri starfsemi Aðrar tekjur og gjöld__________ Hagnaður ársins Efnahagsreikningur 31.DES. I Eignir:~\ Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir samtals VSkuldir og eigið té: Skámmtímaskuldir Langtímaskuldir Eigið fé Skuldir og eigið fé samta Milljónir króha Milljónir króna Kennitölur Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall Veltufé frá rekstri Milljónirkróna Kaiserféll frá tilboði íAlumax Houston. KAISER Aluminium er hætt við til- raun sína til að komast yfír Alum- axálfyrirtækið og hefur dregið til baka 2.2 milljarða dollara tilboð, sem Alumax hafnaði í febrúar. í staðinn mun Kaiser reyna að afla eigna og stofna til fyrirtækja- samvinnu annars staðar að sögn George Haymakers forstjóra, en önnur sameignarfyrirtæki verða ekki eins umsvifamikil og það sem stofnað hefði verið ef Alumax hefði verið keypt. Kaiser, sem er undir stjórn Maxx- am Inc, féll frá tilboði upp á 30-45 dollara á hlutabréf og sagði 2. marz að fyrirtækið mundi ekki reyna að ná yfirhöndinni í stjórn Alumax. Slík barátta hefði getað dregizt á lang- inn, þar sem aðeins verður kosið um þrjá af tíu framkvæmdastjórum Al- umax á þessu ári. Árlegur hluthafafundur Alumax verður haidinn í maí og frestur til að skila tillögum til umræðu á fund- inum rann út á laugardag. Kaiser reyndi að komast yfír Al- umax, þótt Alumax sé stærrra og arðbærara álfyrirtæki. Ef félögin hefðu sameinazt hefði sala hins sam- einaða fyrirtækis numið rúmlega 5 milljörðum dollara. Þar með hefði það orðið fjórða stærsta álfyrirtæki Bandaríkjanna, næst á eftir Alumi- nium Co. of America, Alcan Alumi- nium Ltd. og Reynolds Metals Co. „Að sjálfsögðu teljum við að hér hafí mikilvægt tækifæri farið for- görðum," sagði Haymaker. ? ? ? Morgunverðar- fundur um SH FÉLAG viðskipta- og hagfræðinga efnir til morgunverðarfundar í dag kl. 8-9.30 um markaðsstarfsemi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Fundurinn verður haldinn samtímis á Hótel Sögu og í SH-húsinu á Akur- eyri og verða fundarstaðirnir tengdir gegnum ljósleiðara. Frummæiendur verða þeir Friðrik Pálsson, forstjóri SH, og Gylfi Þór Magnússon, framkvæmdastjóri markaðsmála og forstöðurnaður á skrifstofu SH á Akureyri. Á fund- inum verður m.a. fjallað um sölunet SH, ólíka markaði og samkeppni á erlendum markaði. Þá verður því jafnframt lýst hvernig unnt sé að reka fyrirtækið þrátt fyrir miklar fjarlægðir milli starfsmanna. Samkeppnisráð úrskurðar um nafn Félags löggiltra fasteignasala Gengurgegn sam- keppnislögum FÉLAGSMÖNNUM Félags löggiltra fasteignasala er óheimilt að nota auðkennið „Félag löggiltra fast- eignasala" í atvinnustarfsemi sinni. Þetta er niðurstaða Samkeppnisráðs samkvæmt ákvörðunarorði þess, sem kveðið var upp fyrir skömmu. Merki félaganna voru hins vegar talin svo ólík,- að ekki yrði séð, að þau gæti valdið misskilningi. I desember sl. sendi Félag fast- eignasala Samkeppnisráði kvörtun yfir notkun á félagsheitinu Félag löggiltra fasteignasala og var hún rökstudd með því, að nafn og merki félagsins brytu í bága við ákvæði samkeppnislaga. í ákvörðun Samkeppnisráðs kem- ur m.a. fram að bæði þessi félög hafi hagsmuní fasteignasala að leið- arijósi. Félagsmenn beggja noti merki þeirra talsvert í starfsemi sinni og því sé hætta á því að villst verði á auðkennum félaganna í ljósi þess að sömu orð komi þar fyrir. „Einnig skiptir hér máli, að auðkenn- ið „Félag löggiltra fasteignasala" vísar til þess, að félagar séu einvörð- ungu Ipggiltir fasteignasalar. sbr. 1. gr. íaga nr. 34/1986. Gagnvart Félagi fasteignasala getur því auð- kennið „Félag löggiltra fasteigna- sala" valdið þeim misskilningi, að í Félagi löggiltra fasteignasala séu einungis löggiltir fasteignasalar en í Félagi fasteignasala séu fasteigna- salar, sem ekki eru löggiltir," segir í ákvörðun Samkeppnisráðs. I ljósi þessa er það mat Sam- keppnisráðs, að notkun félagsmanna Félags löggiltra fasteignasala á auð- kenninu „Félag iöggiltra fasteigna- sala" í atvinnustarfsemi fari gegn 25. gr. samkeppnislaga nr. 8/1933. og sé því óheimil. Engin afstaða verið tekin til framhaldsins Lovísa Kristjánsdóttir, formaður Félags löggiltra fasteignasala, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um hvert framhaldið yrði. Fundur var boðaður í félaginu í gærkveldi til þess að ræða þetta mál en niður- staða hans var ekki ljós þegar blað- ið fór í prentun. Lovísa sagði hins vegar Ijóst að félagið stæði frammi fyrir tveimur kostum, annars vegar að breyta nafni félagsins í samræmi við úr- skurð Samkeppnisráðs eða áfrýja honum. Hún sagðist annars undrast þessi hörðu viðbrögð sem stofnun félagsins hefði vakið. „Það var aldr- ei ætlunin að troða Félagi fasteigna- sala um tær á neinn hátt. Félag lögg- iltra fasteignasala var fyrst og fremst stofnað þar sem ekki stóð öllum til boða að komast inn í Félag* fasteignasala. Síðan veit ég til þess að þeir hafa rýmkað inntökureglur töluvert þannig að þó svo að þetta félag okkar verði ekki til neins ann- ars þá hefur það ekki til einskins verið, en við erum hins vegar alls ekki að leggja upp laupana." Lýsing hagnaðist um 37milljónir Hlutafé aukið um 50 milljónir EIGNARLEIGUFYRIRTÆKIÐ Lýsing hf. skilaði alls tæplega 37 milljóna króna hagnaði á síðasta árið borið saman við 33 milljóna hagnað árið áður. Umsvif féiagsins jukust verulega á árinu þar sem fjárhæð nýrra samninga nam um 1.758 milljónum en var 1.340 millj- ónir árið áður. Dreifðust þeir nokk- uð jafnt á einstaka vöruflokka og atvinnugreinar, en fyrirtækið skipt- ir eingöngu við atvinnulífíð í landi. Á árinu var samið um endurfjár- mögnun á hluta erlendra lána fyrir milligöngu The Royal Bank of Scot- land. Lánið var að fjárhæð 6 millj- ónir dollara og 11 milljónir þýskra marka. Jafnframt var tekið lán á innlendum markaði að fjárhæð 490 milljónir og greiddir -upp eldri skuldabréfaflokkar að fjárhæð 310 milljónir. Lýsing á 30% hlut í Steini hf. sern fjármagnaði húsnæði og innrétting- ar veitingastaðarins Hard Rock Café í Kringlunni á sínum tíma. Jafnframt á félagið 5% hlut í Lyng- hálsi hf. sem annaðist fjármögnun á myndlyklakerfi Islenska útvarps- félagsins hf. Lýsing er að bjóða út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir króna um þessar mundir til að greiða niður eldri lán og mæta fyrirsjáanlegri aukningu. Hafa þegar selst um 80 milljónir af bréfunum. í árslok 1995 námu útlán og eignarleigusamningar félagsins tæplega 4 milljörðum króna og höfðu aukist úr liðlega 3,6 milljörð- um frá árinu á undan. Eigið fé var tæpar 368 milljónir og var arðsemi eiginfjár 10,9%. Á aðalfundi Lýsingar hf. á fimmtudag var samþykkt að auka hlutafé um 50 milljónir króna til að mæta auknum umsvifum. Jafn- framt var samþykkt að greiða 10% arð til hluthafa, þ.e. Landsbankans, Búnaðarbanka, Sjóvár-Almennra trygginga hf. og Vátryggingafélags íslands hf. í stjórn voru kjörnir þeir Sverrir Hermannsson, Brynjólfur Helga- son, Jón Adólf Guðjónsson, Sólon R. Sigurðsson, Einar Sveinsson og Ingi R. Helgason. Einar kemur í stað Sigurjóns Péturssonar sem lét af störfum hjá Sjóvá-Almennum á sl. ári. Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. Hagnaður um 167 milljónir HAGNAÐUR Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans hf. nam um 167 milljónum króna á síðasta ári sem er um 14 milljónum minni hagnaður en árið 1994, skv. frétt frá félaginu. Þessi afkoma skýrist að verulegu leyti af þeirri hækkun sem orðið hefur á gengi hlutabréfa í eigu fé- lagsins á árinu 1995. Þar vegur þyngst hækkun á gengi hlutabréfa í íslandsbanka en féiagið er þar stærsti hluthafinn með 12,5% hlut. Nemur bókfært verð bréfanna um 655 milljónum. Félagið á jafnframt hluti í 20 öðrum félögum sem eru bókfærðir á 305 miltjónir. Afkoma þessara félaga er almennt góð og hefur gengi þeirra bréfa sem skráð eru á hlutabréfamarkaði hækkað mjög. Eignarhaldsfélagið fjárfesti í 5 óskráðum félögum á síðasta ári fyr- ir 68,6 milljónir. Þannig voru keypt bréf í Landssmiðjunni, Máka hf. á Sauðárkróki, Softís hf., Taugagrein- ingu og Skinnaiðnaði hf. Eigið fé félagsins nam alls 1.153 milljónum í lok ársins og hlutafé 742 milljónum. Innra virði hluta- bréfa í félaginu hækkaði úr 1,37 í 1,55 á árinu og eiginfjárhlutfail fór úr 77% í 84%. Hluthafar í árslok voru 1.127 og fjölgaði um 147 á árinu. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 7% arður til hluthafa á árinu 1996 en það nemur um 4,5% af eigin fé í árslok. Aðalfund- ur verður haldinn í Setrinu á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 14. mars nk. kl. 17.00. ? ? ? Cunard skipafélag- ið til sölu London. Reuter. CUNARD skipafélagið, eigandi Queen Elizabeth II og fleiri glæsi- legra skemmtiferðaskipa, er til sölu, þar sem móðurfyrirtækið Trafalgar House hefur samþykkt að norski verkfræðirisinn Kvaerner taki við rekstri þess. Kvaerner segir að nokkrir aðilar hafi sýnt Cunard áhuga, þótt skip félagsins séu gömul og það hafi verið rekið með miklu tapi síðan jólasigling QEII til New York fór út-um þúfur 1994. Ferðin kostaði Cunard 7.5 milljóna punda skaða- bótagreiðslur, þar sem unnið var að miklum breytingum á QEIImeð- an á siglingunni stóð og farþegar urðu fyrir ýmsum óþægindum. Sumum farþegum var vísað frá í Southampton, þar sem endurbótum á klefum þeirra var ekki lokið. Metið á 219 mil^.punda Kvaerner, sem kaupir móðurfyr- irtækið Trafalgar House fyrir 904 milljónir punda, metur Cunard á 219 milljónir punda og kveðst bú- ast við að fá hærri upphæð fyrir félagið vegna mikiis áhuga á því. Jólasiglingin 1994 var dæmigerð fyrir hnignun Cunard-skipafélags- ins, sem var stofnað 1878 og gegndi lengi vel forystuhlutverki á sviði skemmtisiglinga. Nokkur glæsileg- ustu og hraðskreiðustu farþegaskip heims voru í eigu félagsins, þar á meðal Lusitania, sem þýzkur kaf- bátur sökkti 1915 með þeim afleið- ingum að 1200 létu lífið. Nú eru aðeins átta skemmti- ferðaskip í eigu Cunards og þau eru ekki talin uppfylla þá nútímakröfu til slíkra skipa að þau líkist sem mest fljótandi hótelum. \ t I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.