Morgunblaðið - 06.03.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 15
FRÉTTIR:EVRÓPA
ERLEIMT
Hver verða
áhrif spænsku
kosninganna?
Reuter
MEÐ Felipe Gonzalez hverfur enn einn
þeirra stjórnmálamanna af sviði evrópskra
stjórnmála, sem verið hafa hvað mest áber-
andi síðustu árin.
Brussel. Reuter.
ÚRSLIT kosning-
anna á Spáni þýða
að mati margra að
enn einn baráttu-
maðurinn fyrir aukn-
um Evrópusamruna
sé horfinn af sjónar-
sviðinu. Felipe Gonz-
alez, sem verið hefur
forsætisráðherra
Spánar frá árinu
1982, beið ósigur fyr-
ir Þjóðarflokki José
Maria Aznars í kosn-
ingum á sunnudag.
Evrópskir stjórn-
arerindrekar og
embættismenn hjá
Evrópusambandinu
benda á að Gonzalez
hafi gegnt lykilhlut-
verki í samrunaferli síðasta ára-
tugar, meðal annars varðandi
áformin um peningalegan sam-
runa. Auk hans hafi einnig horfið
af vettvangi síðustu misserin þeir
Francois Mitterrand, fyrrverandi
Frakklandsforseti, og Jaeques Del-
ors, fyrrum forseti framkvæmda-
stjórnarinnar.
Evrópustefna Aznars liggur ekki
alveg ljós fyrir og því enn óvist
hversu mikla breytingu í Evrópu-
málum valdaskiptin munu hafa í för
með sér þegar upp er staðið.
Sumir spá því að stefnan muni
í raun ekki breytast mikið og nefna
tvennt í því sambandi. Spánveijar
hafí reynt að tengjast ESB sem
sterkustum böndum til að treysta
lýðræði í landinu eftir fráfall Franc-
iscos Francos einræðisherra. Þá séu
stórir hlutar landsins mjög háðir
framlögum úr byggðasjóðum sam-
bandsins.
„Spánveijar verða að vera áfram
í innsta kjarna hins evrópska sam-
runa. Þeir hafa ekki efni á því að
fara út í hugmyndafræðilegan
slag,“ sagði diplómat frá ESB.
Annar benti á að Aznar yrði að
treysta á stuðning svæðisbundinna
flokka frá héruðum er ættu mikið
undir ESB-stuðningi
Ekki jafnáhrifamikill og
Gonzalez
Flestir eru hins vegar sammála
um að Aznar muni ekki gegna jafn-
mikilvægu hlutverki og Gonzalez
gerði. „Það er alltaf rætt um fransk-
þýska bandalagið. Það kom hins
vegar einnig þriðji aðilinn þar við
sögu,“ sagði embættismaður hjá
framkvæmdastjórninni.
Talið er að þann góða árangur
er náðist á leiðtogafundinum í
Madrid í fyrra megi ekki síst rekja
til þess hversu vel þeir Kohl og
Gonzalez náðu saman við lausn erf-
iðra ágreiningsmála.
Það veldur þeim elnnig áhyggj-
um, sem eru mjög áfram um frek-
ari samruna, að þegar helstu bar-
áttumenn Evrópusambandsins hafa
látið af völdum hafa tekið við ann-
aðhvort efasemdamenn eða kraft-
minni leiðtogar. Þannig má nefna
að Jacques Chirac tók við af Mitt-
errand, Jacques Santer af Delors
og nú Aznar af Gonzalez.
EMU-ummæli
Clarkes vekja reiði
London. Reuter.
KENNETH Clarke, fjármálaráð-
herra Bretlands, olli miklu upp-
námi á Bretlandi á mánudag er
hann lýsti því yfir stuðningi við
áform Evrópusambandsins um
efnahagslegan og peningalegan
samruna Evrópuríkja, EMU. Er
mikil andstæða við EMU innan
íhaldsflokksins.
í viðtali við The Daily Telegraph
sagðist Clarke vera jákvæður í
garð EMU og yrði af hinum pen-
ingalega samruna myndi það
skipta miklu máli fyrir Breta hvort
að þeir tækju þátt eða ekki.
„Ég held að þetta mál muni
halda áfram að koma á dagskrá
innan Evrópusambandsins og að
Bretar ættu að fylgja straumnum
í evrópskum stjórnmálum,“ sagði
Clarke, sem tók þó ekki skrefið
til fulls í viðtalinu með því að lýsa
því yfir að hann teldi Breta eiga
að sækjast eftir aðild.
Bill Cash, einn þeirra átta þing-
manna íhaldsflokksins, sem var
tímabundið vísað úr flokknum í
fyrra vegna Evrópuandstöðu sinn-
ar, sagði að Clarke ætti að „íhuga
stöðu sína sem fjármálaráðherra".
John Redwood, sem bauð sig
fram sem flokksleiðtogi gegn John
Major í fyrra, sagði í viðtali við
BBC að sameiginlegur gjaldmiðill
myndi veikja breskt efnahagslíf
og vera pólitískt mjög skaðlegur.
Gordon Brown, talsmaður
Verkamannaflokksins í efnahags-
málum, sagði við SAy-sjónvarps-
stöðina að Ihaldsflokkurinn væri
klofinn enda á mili í Evrópumál-
um. Major væri farinn að gefa í
skyn áð hann vildi hugsanlega
þjóðaratkvæðagreiðslu um sam-
eiginlegan gjaldmiðil en Clarke
væri andvígur þeirri hugmynd.
Ekki skattalækkanir
í viðtalinu við Daily Telegraph
vísaði Clarke því á bug að til
greina kæmi að kynna skatta-
lækkanir í fjárlagafrumvarpi
haustsins til að auðvelda íhalds-
mönnum kosningabaráttuna á
næsta ári. „Það að reyna að múta
með skattalækkunum væri móðg-
un við dómgreind kjósenda," sagði
fjármálaráðherrann.
Margir íhaldsmenn eru þeirrar
skoðunar að skattalækkanir séu
eina leiðin fyrir flokkinn til að
halda áfram völdum. Ihaldsmenn
hafa verið í stjórn frá árinu 1979
og eru nú 30 prósentustigum á
eftir Verkamannaflokknum í skoð-
anakönnunum.
Ný bók um ævi Howard Hughes
Geðveiki sögð
stafa af sárasótt
New York. Reuter.
BANDARISKI auðkýfingurinn
Howard Hughes var í raun alvarlega
geðveikur og rætur geðveiki hans
má að öllu líkindum rekja til sára-
sóttar er aldrei tókst að lækna og
réðst að lokum á heila og miðtauga-
kerfi. Kemur þetta fram í grein í
tímaritinu Vanity Fair á mánudag.
Tímaritið birtir kafla úr nýrri bók
um ævi Howard Hughes, sem ber
titilinn „Sagan sem ekki hefur verið
sögð“ (Howard Hughes: The Untold
Story).
Hughes þótti einstaklega sérvitur
maður og eru í bókinni færð rök
fyrir því að það megi skýra með
sárasóttarsýkingunni. Sérviska hans
lýsti sér meðal annars í því að hann
lét annað fólk ávallt standa í ákveð-
inni fjarlægð frá sér af ótta við bakt-
eríur. Þá þjáðist hann af ofsóknar-
æði á árunum 1957 og 1958.
Ótti við bakteríur
Þegar Hughes var 41 árs að aldri
hætti hann að tala við vini sína og
samstarfsmenn í símS af ótta við
að bakteríur gætu borist um síma-
leiðslur, að sögn bókarhöfundanna
Peter Harry Brown og Pat Broeske.
Hann krafðist þess einnig af
starfsfólki sínu að það klæddist hvít-
um hönskum er það ritaði minnisblöð
fyrir hann og hann lét gera áætlanir
um hvemig hægt væri að byggja upp
bakteríulaust umhverfi. Einnig skrif-
aði hann leiðbeiningar um það hvem-
ig færa ætti honum fatnað þannig
að engin hætta væri á að bakteríur
kæmust á „hans hreinu föt“.
Pússaði síma
Hughes lét hlera síma þeirra
kvenna er hann átti í ástarsambandi
við og lét veita þeim eftirför. Er
hann giftist leikkonunni Jean Peters
árið 1957 lét hann tvo nánustu sam-
starfsmenn sína klæðast búningum
andaveiðimanna. Á þessum tíma bjó
hann í myrkvuðu einbýlishúsi sem
átti að vera laust við bakteríur.
Eftir ellefu mánaða hjónaband
segja höfundamir að Hughes hafi
fengið taugaáfall og hafðist fyrir í
kvikmyndasýningasal í fimm mán-
uði. Þar var hans gætt allan sólar-
hringinn af vörðum á meðan hann
pússaði síma með rykþurrkum.
Ritsafn
Gaddafis
á útsölu
Kaíró. Reuter.
EGYPTAR eiga nú kost á að
kaupa allt ritsafn Muammars
Gaddafis, leiðtoga Líbýu, fyr-
ir jafnvirði 18 króna. I kaup-
bæti fá þeir veggspjald með
áritun leiðtogans.
Meira en 100.000 eintök
af ritum Gaddafis hafa verið
send á bókastefnuna í Kaíró
og bækurnar rennu út eins
og heitar lummur, að sögn
egypskra embættismanna.
Boðar afturhvarf
til náttúrunnar
Meðal ritanna er smá-
sagnasafn Gaddafis, „Þorpið,
þorpið, jörðin, jörðin og sjálfs-
morð geimfarans". Egypskir
og líbýskir ritdómarar hafa
lofað sögurnar í hástert og
nokkrir þeirra segja að lífsýn
Gaddafis minni á franska
heimspekinginn Jean-Jacques
Rousseau. I verkunum dregur
Gaddafi upp dökka mynd af
borgum nútímans og vill aft-
urhvarf til náttúrunnar og
sveitalífsins.
SUZUKI~ afl o g öryggi
Þægindi, öryggi og kraftur
Einstaklega vandaður
og vel búinn fjölskyldubíll
Aflmikil 16 ventla vél/86 hestöfl • vökvastýri •
veltistýri • samlæsingar • rafdrifnar rúðuvindur •
rafstýrðir útispeglar • rúmgóð farangursgeymsla
• einstaklega rúmgott og hljóðlátt farþegarými •
útvarp/segulband 4 hátalarar • upphituð framsæti
Öryggisbúnaður í sérflokki
2 öryggisloftpúðar (airbags) • hliðarárekstrarvörn «
hæðarstilling á öryggisbeltum • krumpsvæði framan
og aftan • rafstýrð hæðarstilling á framljósum
$ SUZUKI
-----------------
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17 - 108 Reykjavík - sími: 568 5100