Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞAÐ fór ekki milli mála að Sinfóníu- hljómsveitin „kom, sá og sigraði" á tónleikunum í Carnegie Hall þriðju- dagskvöldið 27. febrúar 1996, og raunar má segja að Bandaríkjaferðin öll hafi verið sigurför, eins og vikið var að í ritstjórnar- grein í Morgunblaðinu 2. þ.m. En í Carnegie Hall náði hljómsveitin hátindi ferils síns til þessa, og það með miklum glæsibrag. Það afrek sem þar var unnið er með viss- um hætti árangur af starfi margra manna og kvenna á 46 árum. Eins og fram kom í gagnrýni Alex Ross í New York Times, má undrum sæta að tekist hafi að byggja hér upp „fyrsta flokks" hljómsveit á svo skömm- um tíma. Þakkirnar fyrir þann árangur sem hér kom fram ber að sjálfsögðu fyrst og fremst að færa þeim ágætu hljóðfæraleikurum sem nú bera hita og þunga dagsins í hljómsveitar- starfinu og hljómsveitarstjóranum. En að baki liggur fórnfúst starf heillar kynslóðar eldri hljóðfæraleikara sem flestir, þó ekki alveg allir, eru horfnir úr röðum hljóm- sveitarmanna og margir af þessum heimi. í stað þeirra hefur smám saman komið einvalalið ungra, vel menntaðra og metn- aðarfullra listamanna sem hvaða hljómsveit sem er mætti telja sig fullsæmda af. Það ber að þakka óhvikula listræna forystu kon- sertmeistaranna, fyrst Björns Ólafssonar og nú lengj Guðnýjar Guðmundsdóttur. Einnig ber að þakka þeim mörgu stjórnendum, sem byggt hafa upp hljómsveitarstarfið og starf- sandann í áranna rás, allt frá því að sveitin var að miklu leyti skipuð áhugamönnum. Ekki má heldur gleyma öðru starfsfólki sveitarinnar, þótt ekki sé það í sviðsljósinu aðjafnaði og verði jafnvel stundum að vinna vanþakklát störf. Eg tek heils hugar undir það mikla lof sem gagnrýnandi New York Times ber á núverandi aðalstjórnanda hljómsveitarinnar, Osmo Vánská. Hann er frábær hljómsveitarstjóri og hefur unnið hér mikið og gott starf á undanförnum þremur árum. Það er mjög fjarri mér að gera lítið úr því á nokkum hátt, þótt ég hafi stundum verið honum ósammála um einstök atriði, einkum um íslenskt verkefnaval. Hinu megum við þó ekki gleyma, sem til þekkjum, að frami hljómsveitarinnar erlend- is, allt þar til nú að Bandaríkjaferðin var farin, byggðist fýrst og fremst á þeim afrek- um sem fyrri stjórnandi hennar, Petri Sak- ari, vann og geisladiskar hljómsveitarinnar með Chandos-merkinu, átta talsins, eru til vitnis um. Það er alveg víst að Bandaríkja- ferðin hefði ekki verið farin á þessum tíma, nema af því að hljómsveitin hafði vakið at- BANDARIKJAFERÐ SIIMFONIUHLJOMSVEITAR ISLAIMDS Eftirþankar um tónleik- ana í Camegie Hall Það afrek sem þar var unnið er með vissum hætti árang- ur af starfí margra manna og kvenna á 46 árum, skrif- ar Jón Þórarinsson tónskáld um tónleika Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Camegie Hall í New York. Passion by Way oflcelan And the Idiosyncratic By ALEX ROSS The lonely mldeou of Iceland had exccllent balance overall '. I never seen a symphony orchestra The orchestra sounded no less ac. when the Icelandlc composer Jon compllthed in Sibelius s Second Lelís conducted the Hamburg Phll- Symphony, but by thc end of thc flrst ; harmonlc on tour In 192«. The lsland movement It became evident that . natlon had no full-líme orchestra un- ihe true bero of the evenlng was Mr. » tll the founding of the Iceland Sym- Vanska Thls 43-year-old Flrm, J phony In 1950. It rolght not seem h" «l«> grtat things wlth tha ' posslble for such a remote place to provlnclal LahU Symphony in Pl£ , have cuhlvated a first-clasi orches- lan<1. I* on cxpert interprcter of Sltfr. , tra tn so llttle tíme. but the Iceland l»us. as he has proved In variouá. i Symphony, under ihe direction oí rccordlngsforBis.Onthcstrcngthof ) Osmo Vonska, dcflcd cxpcctatlons thl* concert, I would say he u some- with a sensational Carnegie Hall de- thlng more: a real master of orches,- ' but oo Tuesday njght lral drama who produced one of the«; Part of the fascmaiton of the pro- flnest Slbellus periormances I have éj gram came from the presence of encounlered. . '[ Leífs’s own bixaxre, beguiling music. Mr. Vanska dellvers an exccpuðn- ’ He was born ln 1899 and spent hl9 ally clear, decislve beat, but he altn(•* carly career kn Germany, but hls Impoacs contlnual gradatlons of tcofji, works drcw on lcclandlc fofk muslc po, ha/king back almost to a Wagn^jfi from the «art Wlth tu organumllke rlan style of conducting. Hls resUeáE/ basshnes m parallel flfths and grind- tndications for dynamlcs produce tng íntervals of the trlione, the natíve unending fiow of crescendo and qWC Idtom supplicd a stark. austere vo- minuenda At the same ilme, his cabulary. Lelfs add^ýus own^^^^^ellus Is abaolutely unscntlmenid& hygli erlendis með þessum hljóðritunum og hlotið viðurkenningu erlendra gagnrýnenda sem mark er tekið á. Aður en hljómsveitin kom til New York hélt hún tónleika í Worcester, . Massachusetts, fyrir troðfullu tón- leikahúsi, gömlu, virðulegu og ágætu, sem þar er að finna. A þeim slóðum er einnig útvarpsstöð sem einkum mun helga sig flutn- ingi sigildrar tónlistar. Einn áheyrenda á tónleikunum gaf sig á tal við framkvæmda- stjóra hljómsveitarinnar, Runólf Birgi Leifs- son, og tjáði honum að hann væri áður tals- vert kunnugur Sinfóníuhljómsveit íslands, því að hann hefði oft heyrt til hennar í fyrr- nefndri útvarpsstöð. Það liði vart vika svo að ekki væri þar leikið eitthvað af Chandos- diskunum, oftast verk eftir Grieg. Þetta seg- ir nokkra sögu og er vert umhugsunar. Tónleikarnir í Carnegie Halj voru mikill sig- ur fyrir Sinfóníuhljómsveit íslands og núver- andi aðalstjórnanda hennar, Osmo Vánská. Þeir hljóta að marka þáttaskil í starfi hljóm- sveitarinnar. En þeir voru enginn lokaá- fangi, miklu fremur upphaf starfs hennar sem fullþroska sinfóníuhljómsveitar. Sú staðreynd hlýtur að vekja til umhugsunar um framhaldið, hvaða kröfur verða gerðar til hljómsveitarinnar í framtíðinni og hvaða kröfur hún getur með rétti gert til þess sam- félags sem hún þjónar. Ef til vill verður síð- ar vikið að nokkrum hugmyndum um þau efni í enn einni grein af tilefni Bandaríkja- ferðarinnar. Ástríðan kemur um ísland - og sérviskan Eftirfarandi er dómur eftir gagnrýn- andann Alex Ross um leik Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Carnegie Hall. „Einangraðir íbúar íslands höfðu aldrei séð sinfóníuhljómsveit þegar íslenska tón- skáldið Jón Leifs stjórnaði Fílharmóníu- hljómsveitinni frá Hamborg í tónleikaferð þangað 1926. Eyþjóðin átti enga atvinnu- hljómsveit fyrr en Sinfóníuhljómsveit íslands var stofnuð 1950. Það mætti virðast óger- legt á svo afskekktum stað að ala upp fyrsta flokks hljómsveit á svo skömmum tíma, en Sinfóníuhljómsveit íslands, undir stjórn Osmos Vánská, stóðst allar væntingar og fyrstu tónleikar hennar í Carnegie Hall á þriðjudagskvöld voru stórfenglegir. Eitt af því sem vakti áhuga á efnis- skránni var verk eftir Jón Leifs sjálfan, afk- áralegt ogtælandi í senn. Hann fæddist > 1899 og starfaði í Þýskalandi fram eftir ævi en sótti efnivið í tónsmíðar sínar í ís- lensk þjóðlög frá upphafi. Bassalínur í sam- stígum fimmundum, sem minna á organum [miðalda], og nístandi tritonus bil [stækkað- ar ferundir] gera þetta þjóðlega tónamál ómilt og alvarlegt. Við bætist svo sérvisku- legt handbragð tónskáldsins, þar á meðal dökk, óhugnanleg hljóðfæraskipan og harðn- eskjuleg notkun sláttarhljóðfæra. Þó að for- leikurinn að „Galdra- Lofti“ sé æskuverk, er hann gott dæmi um ófagran, ómstríðan tónaheim höfundarins, en um frumleikann er ekki að villast. Síðan hallaði undan fæti á efnisskránni þegar kom að píanókonsert Griegs. Ilana Vered hespaði af einleikshlutverkið með gusugangi, meðferðin var óvönduð og ped- all ofnotaður. En nú fóru menn að taka eft- ir ágætum kostum hljómsveitarinnar: mjúk- um, fáguðum tóni strengjanna, skínandi, samstilltum tréblásurum og myndarlegum, háttprúðum málmblásurum. Jafnvægi heild- arinnar var frábært. Leikur hljómsveitarinnar var síst lakari í annarri sinfóníunni eftir Sibelius, en í lok fyrsta þáttarins varð ljóst að sönn hetja kvöldsins var hr. Vánská. Þessi Finni, 43 ára gamall, hefur einnig unnið afreksverk með smáborgarhljómsveit- inni í Lahti í Finnlandi, og hann er sérfræð: ingur í túlkun á verkum Sibeliusar, það hef- ur hann sannað með ýmsum upptökum fyrir Bis. Með vísun til þessara tónleika mundi ég segja meira: hann er sannur meistari hljómsveitar-dramans og mótaði einhvern ágætasta fiutning sem ég hef heyrt á verki eftir Sibelius. Taktslag hans er óvenjulega skýrt og ákveðið, en hann krefst einnig stöðugra smábreytinga á hraða, og leitar þannig til baka, nærri tii þess stíls í hljómsveitarstjórn sem á við verk Wagners. Sífelldar bendingar hans um styrkbreytingar leiða af sér sam- fellt flæði vaxandi og minnkandi styrkleika. Samt verður Sibelius í meðförum hans óróm- antískur og algerlega laus við ofurvið- kvæmni, átökin eru snörp og endingar bratt- ar. Þannig einkenndist flutningurinn af kaldri ástríðu, og var þrunginn spennu, al- vöru og mögnuðum tjáningarkrafti. Hann var stórkostlega góður. Ef til vill var þetta aðeins einstakt kvöld hjá hljómsveit sem er í fyrstu tónleikaför sinni til Norður-Ameríku. En ef hr. Vánská stjórnar reglulega slíkum tónleikaflutningi í Reykjavík, þá fara íslendingar einskis á mis í einangrun sinni.“ (Þýð. J. Þ.) Hetjukeppni á tónleik- um sem hófust tvisvar Það voru ekkert venjulegir tónleikar sem Þórunn Þórsdóttir sótti í Frakklandi um * síðustu helgi. Operan Fidelio eftir Ludwig van Beethoven var flutt á tónleikum í Lyon af úrvals söngvurum, sem hafa kannski sumir raskað ró meistarans. TEIKNING úr fyrstu frönsku uppfærslunni á Fidelo í Theatre Lyrique í París árið 1860. ÁSTARSAGAN slungna um Fidelio, sem í raun er Leonóra kona Florist- ans, gerist í fangelsi þar sem rimiam- ir svigna undan valdníðslu og ráða- bruggi. Þessi eina ópera Beethovens var þrisvar fmmsýnd í Vínarborg. Fyrst 1805, þá ári seinna í annarri útgáfu og loks 1814 í endanlegri mynd. Síðan hafa margar og misjafn- ar uppfærslur vakið til umhugsunar um innihaldið, pólitískan harmleik eða heimilislegar ástríður. Tónlistin stend- ur fyrir slnu og þarf svo sem enga umgjörð, það sást vel í tónleikaupp- færslu í ópemnni í Lyon fyrir fáum dögum. Gunnar Guðbjömsson var meðal sjö einsöngvara og það var fyrsta ástæða til að taka lest frá París í suðurátt. Svo kom fleira skemmtilegt á daginn. í fyrsta lagi hófust tónleikamir tvisvar og reyndust á ýmsan hátt óvenjulegir. í upphafi kom aðalstjóm- andi ópemnnar, Kent Nagano, frísk- legur með sitt síða svarta hár, inn á svið í hópi einsöngvara, einkennilega spenntra og brosleitra. Hann hefur aldeilis geflð mannskapnum sprautu, hugsaði ég, sagt eitthvað vemlega gott svona rétt fyrir slaginn. Hljóm- sveit og kór bíður, söngvaramir setj- ast, Nagano stekkur upp á sinn stall og mundar sprotann. Forleikur. Afar vel leikið, fallegt og komið að sögumanni sem áður hafði aðeins kynnt Fidelio. Hann situr við borð með bókastafla og leikur kæmlausa spekinginn, með lítil gleraugu, frá- Ben Cheryl Heppner Studer hneppt ! hálsinn og lausan trefil. Hefur lestur sinn aftur og ávarpar í lok bálksins hvítklædda stúlku hinum megin á sviðinu. Hún rýkur á fætur og segist hafa kosið Fidelio. Glæsilegt hjá henni, tilfinningin kraumar, svo gerist ekkert, stúlkan er sest á sinn stað. Nagano tekur ákvörðun, stikar af palli sínum til sögumanns og hvíslar í eyra hans um hríð. Stígur aftur upp á stallinn. Sögumaður segir dömum sínum og hermm að við vissan vanda sé að etja, einn söngvaranna sé ókom- inn í óperuna. Hvískur um smekk- fullt húsið, einstaka fúkyrði og köll. Bið þó nokkrar vandræðalegar mínút- ur þar til söngvarinn seinheppni mætir, þurrlegur maður kemur inn á svið og biðst afsökunar fyrir hans eða öllu heldur hennar hönd, samgöngu- vandræði frá hóteli hafi valdið töfinni. Og þá hefst forleikur að Fidelo í annað sinn. Sögumaður tekur að svo búnu upp þráðinn og hvítklædda stúlkan slær hvergi af dramatískri framsögn sinni. Svo heíja þau listavel sönginn, Gunnar í hlutverki varðarins Kaquino og söngkonan seina, Christ- iane Oelze, í hlutverki Marcellinu dótt- ur fangelsisstjórans. Hún hefur til allrar hamingju afar fíngerða sópran- rödd og fyrirgefst allt eftir nokkrar laglínur. Gunnar syngur eins og eng- ill frekar en fangavörður, röddin allt- af faileg og styrkurinn orðinn mikill. Síðan hefja söngvarar upp raustina einn af öðram, bassinn Comelius Hauptmann er ábúðarmikill yfir- fangavörður og baritonbassinn Chest- er Patton stórglæsilegur „gúvemör“. Af söngvumm í fyrri þætti kveður óneitanlega mest að bandarísku val- kyijunni Cheryl Studer í hlutverki Leonóm, sem dulbýr sig sem Fidelio til að bjarga manni sínum, Floristan, úr fangelsinu. Hún hefur blæbrigða- ríka og mikla sópranrödd sem heldur hlustendum föngnum og aflar aðdá- enda í hveiju sæti. Athyglin beinist mjög að Studer þar til undraverkið Ben Heppner birtist að loknu hléi. Þessum gildvaxna Kanadamanni má vel líkja við stóran og litríkan flugeld á ópemhimni, hetjutenór á uppleið. Nú upphefst mikill hetjuskapur af hálfu beggja þessara þekktu söngvara og hinna fjögurra vitanlega líka. Undir lokin kemur fram fimmti ein- söngvarinn, bassinn Frederic Canton, • sem er ráðherrann miskunnsami, Don Femando. Heppner virðist lifa sig inn í hlutverk Floristans þannig að hann sé vart með sjálfum sér og sú hugsun nálgast að hann sé kannski ekki að öllu leyti mennskur. Ógleymanlegt. Svo gaman á þessum tónleikum. Brátt taka þeir enda eins og allt gott, klapp og stapp langvarandi, Gunnar hlær, enda hættur að gæta fangans Heppners, sem hlær vegna þess að hann er hættur í svelti í prí- sundinni. í fagnaðarlátunum hlær Studer ennfremur af því keppnin við Heppn- er er úti og Oelze úr því hún er ekki lengur sein og allir hinir hlæja af sviðinu eða brosa út í annað af því þeir em búnir í vinnunni þennan dag- inn og vita með vissu að þetta var aðeins eitt af mörgum og spennandi stefnumótum við Beethoven.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.