Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 21 LISTIR KVIKMYNDIR Bíöhöllin HÁÐFUGLARNIR „Funny Bones“ ★ ★ ★ Leikstjóri: Peter Chelsom. Aðalhlutverk: OIi- ver Platt, Lee Evans, Jerry Lewis, Leslie Car- on, Ian McNeice,"Richard Griffiths og Oliver Reed. Buena Vista. 1995. Vaka- Helgafell stofnar tónlistar- klúbb UTGAFUFYRIRTÆKIÐ Vaka- Helgafell, sem undanfarin ár hefur rekið klúbba, er boðið hafa félögum bækur og tímarit, hyggst nú hasla sér völl á nýju sviði með stofnun tónlistarklúbbs. Þar verður í fyrstu boðið safn geisladiska sem hlotið hefur heitið „Meistarar sígildrar tón- listar“. Félagar í Tónlistarklúbbi Vöku- Helgafells fá sendan heim í mánuði hveijum geisladisk með verkum tón- skálda sem sagan hefur skipað í fremstu röð og má þar nefna Moz- art, Bach, Beethoven, Vivaldi, Bizet og Schubert. Hveijum geisladiski fylgja upplýsingar á íslensku um verkin og höfunda þeirra. I kynningy segir: „Kannanir sýna að áhugi á verkum gömlu meistar- anna er mikill hér á landi, og virðist hann hafa farið vaxandi á liðnum árum. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun Hagvangs segjast 70% þjóð- arinar hafa áhuga á sígildri tónlist. Tónlistarklúbbi Vöku-Helgafells er ætlað að mæta þessum auknu vin- sældum klassískrar tónlistar með því að senda félögum heim í mánuði hveijum geisladisk með tónverkum sem sætt hafa tíðindum í tónlistar- sögunni og notið hafa mikillar hylli í tímans rás. Vaka-Helgafell hefur um nokk- urra missera skeið leitað að geisla- plötum með vönduðum upptökum á lágu verði til að setja á stofn klúbb af þessu tagi ;svo heimur sígildrar tónlistar yrði íslendingum sem að- gengilegastur. Fyrir skömmu tókust samningar við bresk-svissneska fyr- irtækið Masterton'e Multimeda um að Vaka-Helgafell fengi söluumboð fyrir geisladiska fyrirtækisins hér á landi en þeir verða grunnur þeirrar tónlistar sem boðin verður í Tónlist- arklúbbi Vöku-Helgafells. Sígilda tónlistin hefur verið tekin upp á veg- um dótturfyrirtækis Mastertone í Sviss, Point Classics, víðs vegar í Evrópu. Um er að ræða DDD upp- tökur (stafræn upptaka, stafræn hljóðblöndun og stafræn afspilun). Tónlistin er flutt af tónlistarmönnum víðs vegar að úr Evrópu og má þar nefna Royal Philharmonic Orc- hestra, The London Festival Orc- hestra, Vienna Volksoper Orchestra og Mozart Festival Orchestra. Meðal hljómsveitarstjóra er Austurríkis- maðurinn Alfred Scholz en hann hefur stjórnað hljómsveitum víða um heim, þar á meðal The London Phil- harmonic Orchestra. Engar kvaðir eru lagðar á félags- menn í Tónlistarklúbbi Vöku-Helga- fells sem hyggjast safna „Meisturum sígildrar tónlistar“ og þurfa þeir því ekki að kaupa fleiri geislaplötur en þeir vilja og geta sagt sig úr klúbbn- um þegar þeir óska.“ Brandarakarlar í Blackpool EIN kyndugasta og um leið skemmtilegasta myndin á kvikmyndahátíðinni í Sambíóunum er Háðfuglarnir eftir Peter Chelsom („Hear My Song“). Hún fjallar um skrautlegt sirkuslið í bresku sumarleyfisparadísinni Blackpool og amerískan skemmtikraft sem ætlar að kaupa af því hugmyndir fyrir sína eigin skemmtidag- skrá. Annars fer sagan út um hvippinn og hvappinn og kynnir hið skrautlegasta safn af persónum í furðulegustu erindagjörðum. Ameríkaninn finnur hálfbróður sinn, sem sjálfur er óborganlegur skemmtikraftur en með morð á samviskunni; franskir duggarar flækjast á land og hafa viðbjóð á öllu því sem breskt er og við sögu koma spilltar breskar löggur sem hafa viðbjóð á öllu frönsku. „Þetta er allt að verða heldur franskt, og ég kann ekki við það“ er ein af bestu setningum myndarinnar og kemur á hárréttu augna- bliki. Heimsfrægum amerískum skemmti- krafti, sem stolið hefur sínu frægasta atriði í Blackpool, skolar þar á land aftur eftir mörg frægðarár og bláfátækir sirkusbræður, sem eru eins og klipptir út úr „Delicatess- en“, komast aftur í sviðsljósið. Háðfuglarnir er skondin naglasúpa, rík af bætiefnum og bragðgóð og því meira sem sett er út í hana því kræsilegri verður hún. Myndin er grátbroslegur óður til glataðra snillinga skemmtibransans í druslulegri „sumarleyfisparadís“ þar sem parísarhjólið snýst að eilífu og sirkusinn er opinn allan sólarhringinn og allir eru trúðar. Lífið sjálft er aðeins enn eitt sirkusatriðið og þú ert sí- fellt að fá framan í þig tertu. Chelsom nýtur krafta afbragðs leikhóps. Oliver Platt er ungi ameríski brandarakarlinn sem er eins og milljóneri í bláfátækri Blackpo- ol og hefur flúið þangað eftir að hafa „drep- ist“ á sviði í Las Vegas (það hló enginn að honum). Jerry Lewis er frábær í enn einu smáhlutverki föður hans, sem tekst alltaf að skyggja á son sinn. Leslie Caron er gömul sirkusdama og Oliver Reed og Richard Grif- fiths auka enn á gamanið. Fremstur allra er þó Lee Evans í hlutverki hálfbróðurins sem býr yfir mestu hæfileikunum og er hjartað og sálin í myndinni enda í hlutverki sorg- mædda trúðsins. í gegnum hann upplifum við galdur sirkussins því það besta við myndina er einmitt hvernig Chelsom, Evans og öllum hinum tekst að sameina lífíð og listina að skemmta. Hvernig sem allt velkist ertu hólp- inn ef þú færð fólk til að hlæja. Það er tak- mark sem þessi mynd nær. Arnaldur Indriðason Bókaðu þig á íjármálanámskeið Búnaðarbankans! Það er hægt að ná miklum árangri í að lækka útgjöldin án þess að neita sér um alla ánægjulega hluti, ef fólk lætur skynsemina ráða I fjármálunum. Búnaðarbankinn mun standa fyrir röð af námskeiðum um fjármál fyrir alla aldurshópa. Þátttakendur fá vandaðar fjár- málahandbækur sem hafa verið samdar sérstaklega fyrir hvern aldurshóp. Athugið að panta timanli því * ;eið ifa verið fullbókuð! =3® sjj; rí ■ -Mi -M-i «#;»*' MK «í«dtittSM « ÖX* Ít4**4 X*.* bfli ........ HKIMlUSLfNAN Fjármál heimilisins 4 fc fjAttMAlAHAXOIlO*: ÖÖBeNABABBANKINN -TtvtuJur Fjármál heimilisins Þar er fjallað um ýmis atriði sem tengj- ast heimilisrekstri. Hvernig spara má í útgjöldum, lánamöguleika, ávöxtunarleið- ir, heimilisbókhald, áætlanagerð, skatta- mál, húsnæðislán, kaup á íbúð o.fl. Verð 2000 kr. (3000 kr. fyrir hjón). Innifalin er vegleg fjármálahandbók og veitingar. Fjármál ungafólksins Nýtt námskeið sem er sérstaklega ætlað fólki á aldrinum 16 - 26 ára. Tekið er á flestum þáttum fjármála sem geta komið upp hjá ungu fólki í námi og starfi. Verð 1000 kr. Innifalin er Fjármálahandbók fyrir ungt fólk og veitingar. Fjármál unglinga Fjármálanámskeiðið er fyrir unglinga á aldrinum 12 -15 ára. Þar er leiðbeint um hvernig hægt er að láta peningana endast betur, hvað hlutirnir kosta og ýmislegt varðandi fjármál sem ungling- ar hafa áhuga á að vita. Þátttakendur fá vandaða fjármálahandbók. Ath! Ekkert þátttökugjald. Veitingar. Næstu námskeið: Fimmtudag 29. febrúar Þriöjudag 5. mars Fimmtudag 7. mars Fimmtudag 7. mars Þriðjudag 12. mars Fjármál heimilisins Fjármál heimilisins Fjármál unglinga Fjármál heimilisins kl.18 -22 Fullbókað kl. 18 - 22 kl. 15 -18 kl. 18 - 22 Fjármál unga fólksins kl. 18 - 22 Ath! Búnaðarbankinn í Hafnarfirði: Fimmtudag 14. mars Fjármál heimilisins kl. 18 - 22 Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráning eru í síma 525 6343. BÚNAÐARBANKINN -traustur banki!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.