Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Fjórða valdið? Á UNDANFÖRNUM vikum hef- ur allmikil umræða átt sér stað um það réttarfar sem við búum við hér á landi. Mikið hefur verið rætt um svokölluð Guðmundar- og Geir- finnsmál og stöndum við nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort saklaust fólk hafi virki- lega verið dæmt og látið sitja í fangelsum svo árum skipti. Við vitum þegar, að fj'órir menn sátu saklausir mánuðum saman í gæsluvarðhaldi án þess einu sinni að fá viðunandi réttargæslu. Áhrifamikið var að hlusta á viðtal Jónasar Jónassonar við einn þessara manna nú ný- verið þar sem hann lýsti þeim skelfilegu áhrifum sem atburð- irnir höfðu haft á líf hans og fjöl- skyldu. Þá hefur biskup landsins verið borinn þungum sökum um refsivert athæfi og hafa fjölmiðlar fjallað ítarlega um ásakanir á hend- ur honum og í sumum þeirra er krafist afsagnar biskupsins. Ekki hefur þó verið lögð fram kæra á hendur honum enda munu meint brot vera fyrnd og ríkissaksóknari hefur hafnað beiðni hans um opin- bera rannsókn, sem út af fyrir sig er áfellisdómur yfir réttarfari okk- ar. Þessir atburðir hljóta að vekja fólk til umhugsunar um hvort við búum í því réttarríki sem við oft viljum vera láta eða hvort við búum við löggjöf sem tekur alls ekki mið af því þjóðfélagi sem við lifum í. 1 Mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögleiddur hefur verið hér á landi, eru skýr ákvæði til verndar ein- staklingnum sem m.a. kveða á um réttláta málsmeðferð til handa þeim sem sakaðir eru um refsivert at- hæfi. Ljóst er að sáttmálanum er fyrst og fremst ætlað að vernda einstaklinginn gegn ríkisvaldinu en ekki gegn öðrum einstaklingum eða stofnunum. Þetta er ekki óeðlilegt þegar horft er til þeirra þjóðfélags- aðstæðna sem ríktu við setningu hans skömmu eftir síðari heims- styrjöldina. Þá höfðu milljónir manna mátt þola ólýsanlegar hörm- ungar af hálfu ríkisvaldsins og því var ærin ástæða til að vernda einstaklinga gegn yfirgangi þess og setja skýrar reglur þar um. Enda þótt vissulega sé nauðsynlegt að vernda einstaklingana gegn ríkisvaldinu svo sem málsmeðferðin í Geirfinnsmálinu sýnir okkur er ekki síður þörf verndar gegn „fjórða valdinu", þ.e. því valdi sem getur tek- ið menn opinberlega „af lífi" ef því sýnist Brynhildur svo, fjölmiðlum í þess G. Flóvenz orðs víðustu merkingu. Við höfum margsinnis orðið vitni að því að einstaklingar hafi verið sakaðir um refsivert at- hæfi í fjölmiðlum, með réttu eða röngu. Gallinn er bara sá, að hér gilda engar málsmeðferðarreglur Þörf er verndar gegn „fjórða valdinu", segir Brynhildur G. Fló^~ venz, því valdi sem get- ur tekið menn opinber- lega„af lífi". heldur er það komið undir mann- gerð þeirra sem fjölmiðlum ráða hvernig á málum er tekið og þar eins og annars staðar er misjafn sauður í mörgu fé. Nú eru rúmir tveir áratugir liðn- ir síðan „rannsóknarblaðamennsk- an" hélt innreið sína hér á landi. Oft hefur hátt verið reitt til höggs á þessum tíma, stundum hafa högg- in hitt á þau mein sem þeim var ætlað að höggva burt en stundum hafa þau geigað og valdið óbætan- legum skaða. Og eitt er víst að slík lögmál frumskógarins sem ýmsir sjálfskipaðir saksóknarar og dóm- arar beita eru ekki í þágu þess fjölda kvenna sem orðið hefur og mun verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. í dag þarf þjóðin, sem fyrir tutt- ugu árum krafðist refsinga yfir meintum brotamönnum í Guðmund- ar- og Geirfinnsmálunum, eftir að saklausir menn höfðu setið í gæslu- varðhaldi svo mánuðum skipti, að takast á við þá skelfilegu og áleitnu spurningu hvort saklausir menn hafi verið dæmdir. I hvaða sporum vill þessi sama þjóð standa eftir Níðsterkar og hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margar og stillan- legar stærðir. Hentar allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBOÐS- 00 HEILDVEfíSLUN SMIDJUVECI 70, KÓP. • SlMI 564 4711 • FAX 564 4725 tuttugu ár? Höfundur er lögfræðingur.' Viðblöndum litinn... DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? 'DUPONTlakk áúðabrúsaer • meðfærilegt ög endingargott. Faxafeni 12. Sími 553 8000 Samstaða skiptir máli ÞAÐ ER mat fróðra manna að sumar þjóðir eigi ekki lengur val þegar ofbeldi, afbrot og vímuefná- neysla er annars vegar. Við íslend- ingar eigum aftur á móti enn góða möguleika. En það verður ekki síst undir okkur - fólkinu í landinu - komið hvort áhrifín verða neikvæð eða jákvæð hér á landi á næstu árum. Samstaða almennings er áhrifaríkasta vopnið í baráttunni gegn hverri þeirri vá sem að steðjar á hverjum tíma. Ástæða er til að minna fólk á að haida jafnan vöku sinni, fylgjast með því sem er að gerast og bregðast við ef á þarf að halda. Reynslan hefur sýnt að oft má lítið út af bera svo ástand mála geti breyst skyndilega til hins verra. Þegar á slíkt reynir skiptir máli hverjar máttarstoðirn- ar, þ.e. fyrirmyhdirnar, eru og hvernig landsf- eðurnir hafa hlúð að þeim og fjölskyldum þeirra. Eftir því sem ástand mála er almennt betra í þjóðfélaginu og fólk er ánægðara með hlutskipti sitt - því minni líkur eru á að óæskileg- ir hlutir þrífist á meðal þess. Ástand- ið frá einum tíma til annars mótast ekki síst af viðhorfi, aðbúnaði og viðbrögðum fólksins sjálfs með góðri eftirbreytni og dyggum stuðningi stjórnvalda sem og annarra sem áhrif geta haft í þeim efnum. Þar verður heilbrigt afþreyingarstarf aldrei ofmetið. En þegar eitthvað fer úrskeiðis þurfa að vera fyrir hendi bæði skjótvirk úrræði og nægir möguleikar svo hægt sé að aðstoða þá sem aðstoðar þurfa við. Þó hallað hafi á verri veg í sumu hér á landi síðustu árin er hallinn í þeim efnum þó enn umtalsvert minni hér en víðast hvar annars staðar í heiminum. Fólk hefur víða gefist upp og það hefur ekki lengur trú á að hægt sé að snúa hinni neikvæðu þróun til betri vegar. Möguleikar okkaj eru hins vegar enn miklir. Við íslendingar erum ein, samhent og fámenn þjóð í litlu, tiltölulega einangruðu landi, við eigum merkan sameiginlegan menningararf, tengj- umst meira og minna skyldleika- böndum og tölum eitt og hið sama tungumál. Hvaða aðstæður er hægt að hugsa sér betri til að hafa jákvæð áhrif á gang og þróun eigin mála, hverju nafni sem þau nefnast? íslenskt samfélag hefur tekið miklurn breytingum á skömmum tíma, viðhorf og gildismat fólksins hefur breyst að sama skapi og kröf- ur þess eru aðrar og meiri en fyrir aðeins nokkrum áratugum. Nú er sjónvarp á svo til hverju heimili. Þar er að finna mikið framboð af óraun- veruleikaefni fyrir yngri sem eldri. Hægt er að fá ofbeldismyndbönd svo til allan sólarhringinn og kvik- myndahúsin fara ekki varhluta af sýningu þess konar efnis. Varla líður sá dagur eða sú kvöldstund að konu er ekki nauðgað eða einhver drep- inn, limlestur eða niðurlægður fyrir augum fólks. Ofbeldið er fært í fag- urfræðilegar umbúðir og það gert Ómar Smári Armannsson að bæði eftirsóknarverðum valkosti og sjálfsögðum samskiptamáta. Sumum finnst ofbeldið jafnvel vera orðið að órjúfanlegum hluta af til- veru þess, líka þegar afleiðingarnar birtast í öllum sínum ljótleika í fréttatímum sjónvarps eða á forsíð- um dagblaðanna. Fjöldi annars kon- ar afþreyingarefnis stendur fólki til boða, skemmtanabransinn hefur tekið stakkaskiptum, fíkniefni hafa verið markaðssett með skipulégum hætti, ný efni séð dagsins ljós o.s.frv. Allt hefur þetta óneitanlega áhrif - sér- staklega á unga fólkið. Alit sem það sér, heyrir og skynjar í uppvext- inum hefur áhrif til lengri tíma. Því verður varla neitað. Við - hin eldri - skynjum ekki breytinguna frá degi til dags. Hún verður nú samt sem áður. Hér áður fyrr var unga fólkið alið" upp með hliðsjón af hinum góðu gildum - nú tekur það lengri tíma fyrir það að upp- götva hver þessi gildi eru í raun og veru. Á þeim tíma getur ýmislegt gerst sem jafnvel verður ekki aftur tekið. Aukið frelsi þarf ekki alltaf að fela í sér aukið frjálsræði. Það getur ekki síður leitt til aukins hömluleysis, eins og reynslan hefur sýnt og sannað. Mótvægi við þessa neikvæðu þró- un er vaxandi samtakamáttur for- eldra og skilningur þeirra t.d. á nauðsyn þess að virða reglur og gæta hagsmuna barna sinna. Vegna þessa aukna samtakamáttar for- eldra víða um land hefur undanfarin misseri, þrátt fyrir allt, náðst árang- ur í málum barna og unglinga. Hlut- fallslega færri börn og unglingar koma við sögu afbrota og þrátt fyr- ir aukið framboð vímuefna hefur nú á síðari árum dregið úr líkum á að unglingar neyti vímuefna eftir að foreldrar urðu meðvitaðri um hlut- verk sitt, ábyrgð og skyldur í kjölfar upplýsinga og markvissrar vinnu foreldrasamtaka, félagsmálayfir- valda, áhugafélaga, fagfólks og ann- arra, sem að þeim málum hafa unn- ið. Foreldrar virðast almennt hafa nýtt sér hagnýtar upplýsingar og orðið við hvatningu um nauðsyn þess að standa saman um þau mál er varða börn þeirra, s.s. varðandi vímuefnaneyslu, góðar fyrirmyndir, útivistartíma, heimapartí, annað samkomuhald o.fl. og það virðist almennt hafa skilað sér í mun betra ástandi hvað þennan aldurshóp und- ir 16 ára aldri varðar. Árangurihn hefur verið sá að þar sem áhugasamtök, foreldrar, lög- regla, grunnskólar og félagsmálayfir- völd hafa tekið höndum saman og fylgt betur eftir ákvæðum laga og reglna hefur verið mun minna um afskipti af ungu fólki utandyra að kvöld- og næturlagi um helgar. Á svæðum þar sem hlutaðeigandi aðilar hafa verið samtaka í að taka á því er aflaga hafði farið hefur dregið úr ölvun og meiðingum á meðal þess og afbrotum hefur fækkað á meðal ungs fólks, minna er um skemmdar- LTSÖLUSTAÐiR Maria Galland Reykjavik: Ingólfsapótek Kringlunni, Ásýnd. Kópovogur: Snyrlislolan Rós. Hufnur f jbrður: Oisella, Miðbæ. Bolungarvik: Loufið. Hvammstongi: Mirra. Akureyrí: Vöruhús KEA. Neskaupsloður: Snyrtistofan Rakel. Hornaf jörður: Hórsnyrtistofo Ingibjorgor. Ilverugcrði: Snyrtistofo I iillu. MlRÓ EHF. • SÍMI 565 5633 verk og að sama skapi hefur dregið úr líkum á að ungt fólk verði fórn- arlömb misyndismanna. Greinilegt er að vitund foreldra hefur vaknað fyrir ábyrgð þeirra og skyldum og þeir eru mun betur með- vitaðir um hlutverk sitt en áður. M.a. þess vegna hefur lögreglan víða ver- ið að skynja breytingu til batnaðar á einstökum svæðum hvað varðar mál- efni barna og unglinga. Þar eiga samtök foreldrafélaga, þátttakendur í foreldraröltinu og aðrir þeir foreldr- ar, sem tekið hafa á þessum málum á undanförnum misserum, mikið hrós skilið. Ekki má gleyma unglingunum, Sumum finnst ofbeldið, segir Omar Smári Ar- mannsson, jafnvel vera orðið að órjúfanlegum hlutaaftilverunni. því án skilnings og"~samstarfs þeirra, hefði lítils árangurs verið að vænta. Þrátt fyrir almenna jákvæða þró- un hvað þessi mál varðar undanfarin misseri geta eftir sem áður komið upp einstök mál, sem fá ómælda athygli og taka þarf á. En reynslan hefur sýnt að þar sem foreldrar og fulltrúar stofnana eru meðvitaðir um hlutverk sitt, bera hag^sinna svæða fyrir brjósti og eru virkir þátttakend- ur í að byggja upp umhverfið í víð- tækum skilningi þess orðs, er ástand mála hvað best. Ef eitthvað miður æskilegt gerist á slíkum svæðum bregðast foreldrar undantekninga- laust vel við og eru samtaka um að laga það sem aflaga hefur farið. Árangurinn lætur ekki á sér standa. í ljósi þessa skiptir miklu máli að foreldrar haldi vöku sinni, viðhaldi og efli með sér samstöðu og sjái til þess að reglum verði fylgt. Þegar samstaða er með foreldrum og góð samvinna höfð við unglingana er öruggt að árangurs er að vænta. Allir njóta góðs af þegar upp er stað- ið. Velferð barna og fullorðinna framtíðarinnar kemur ekki einungis til með að byggjast á einstökum ákvörðunum og aðgerðum stjórn- valda og stofnana samfélagsins, heldur og ekki síður á afstöðu og ákvörðun hvers foreldris fyrri sig. Því fleiri sem taka skynsamlega af- stöðu í dag, því gæfulegri mun morgundagurinn verða. Það sem lýtur að yfirvöldum er fyrst og fremst það að þau styðji við bakið á foreldrunum og reyni að koma til móts við þarfir unga fólksins eftir því sem aðstæður gera kröfu til. Þá þurfa lögreglu- og fé- lagsmálayfirvöld að reyna að koma málum þannig fyrir að þau séu þess umkomin að geta tekið á málum ungra afbrotamanna með fjölbreytt- ari úrræðum en þekkjast í dag. Því fyrr sem afbrotaunglingar eru stöðv- aðir af, tekið er utan um þá og þeim markvisst sinnt með það að leiðar- ljósi að reyna að koma þeim inn á rétt spor aftur, því minni líkur á neikvæðri þróun mála síðar meir. Stór hluti allra afbrota og alls ofbeldis, sem lögreglan þarf að hafa afskipti af, tengist vímuefnaneyslu með einum eða öðrum hætti. Ef full- orðna fólkinu tekst að breyta við- horfi sínu til eigin vímuefnaneyslu er mjög líklegt að það hafi jákvæð áhrif á börnin. Aldursmörk þeirra unglinga sem neyta áfengis munu þá hækka aftur og afbrotum fólks á öllum' aldri á enn eftir að fækka. Þá kemur það af sjálfu sér að ýmis- legt annað er telja má óæskilegt í fari unga fólksins okkar í dag á eft- ir að færast til betri vegar þegar fram líða stundir. Höfundur er aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.