Morgunblaðið - 06.03.1996, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 25
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VARASAMT DAÐ-
UR VIÐ OFSATRÚ
FRAMKVÆMD Dayton-samkomulagsins um frið í fyrrver-
andi Júgóslavíu gengur að mörgu leyti vonum framar.
Blóðsúthellingunum hefur linnt, Sarajevo er ekki lengur umset-
in borg og líf stríðshijáðra íbúa í Bosníu er hægt og hægt að
færast í eðlilegri skorður samhliða því sem enduruppbygging
landsins er að hefjast.
Vonandi verður friðurinn varanlegur. Margar vísbendingar
má þó sjá um að friðurinn gæti reynst brothættur og jafnvel
skammvinnur.
Þannig virðist ekki ætla að takast að sameina þjóðir Bosníu
á ný. Serbar hafa flúið hverfi sín í Sarajevo og svo virðist sem
landið sé að skiptast upp í einingar er byggjast á hinum ólíku
þjóðarbrotum. Það eykur hættuna á endanlegum klofningi
Bosníu og átökum samfara því.
Ekki síður uggvekjandi eru fregnir af samvinnu Bosníustjórn-
ar og klerkastjórnarinnar í íran. Framan af átökunum var í
gangi þrálátur orðrómur um að sveitir heittrúaðra mujaheddin-
skæruliða berðust með bosnískum múslimum. Þær hafa nú
verið staðfestar og sveitir Atlantshafsbandalagsins í Bosníu
meðal annars afhjúpað hryðjuverkahreiður, þar sem hermenn
voru þjálfaðir í hermdarverkum gegn óbreyttum borgurum.
Um helgina greindi svo bandaríska dagblaðið The New York
Times frá því að hundruð bosnískra hermanna hefðu verið send
til þjálfunar í íran.
011 trúarbrögð geta tekið á sig misfagrar myndir og mörg
af helstu grimmdarverkum mannkynssögunnar má rekja til
trúarofstækis af einhverju tagi. Ofsafengið afbrigði af múham-
eðstrú hefur á síðustu árum verið að ryðja sér til rúms í Norð-
ur-Afríku og Mið-Austurlöndum. Tugir þúsunda hafa látið lífið
í borgarastyijöld í Alsír og klerkastjórnin í íran hefur ekki
einungis kúgað þegna sína heldur sömuleiðis ýtt undir heittrúar-
menn og hryðjuverkahópa í öðrum ríkjum.
Bosnískir múslimar hafa ávallt státað sig af því að vera
frjálslyndir og lausir við öfgar. Að vissu leyti er skiljanlegt að
þeir hafi þegið alla þá hernaðarlegu aðstoð er þeim bauðst
meðan allar aðrar bjargir voru bannaðar. Daður við ofsatrú
getur hins vegar reynst afdrifaríkt. Blóðvöllur á borð við Bosn-
íu síðustu ára er kjörin gróðrarstía fyrir öfgastefnur er nærast
á hatri og heift. Nái íslömsk ofsatrú að valda brúarsporð í
Evrópu gæti það reynst hættulegt til lengri tíma litið.
SPÆNSKT LÝÐRÆÐI
AF NIÐURSTÖÐU kosninganna á Spáni, sem fram fóru um
seinustu helgi, má draga ýmsa lærdóma um þær miklu
breytingar, sem hafa orðið á Spáni á þeim tveimur áratugum,
sem liðnir eru frá andláti Francos einræðisherra.
Í fyrsta lagi eru úrslitin athyglisverð fyrir þær sakir að þetta
er í fyrsta sinn frá því að línur tóku að skýrast í spænskum
stjórnmálum eftir ringulreiðina, sem ríkti eftir fall Francos,
að'hægrimenn vinna sigur í þingkosningum á Spáni. Þjóðar-
flokknum, sem á meðal annars rætur á meðal gamalla stuðn-
ingsmanna Francos, hefur tekizt að standa undir nafni og vinna
hylli almennings.
í öðru lagi bera viðbrögð í öðrum vestrænum ríkjum því vitni
að Felipe Gonzalez, fráfarandi forsætisráðherra, nýtur mikillar
virðingar á alþjóðavettvangi. Undir stjórn Gonzalez hefur Spánn
fest rætur í samfélagi vestrænna lýðræðisríkja og gerzt aðildar-
ríki bæði Evrópusambandsins og NATO. Á síðari hluta sein-
asta árs stýrðu Spánveijar ESB með góðum árangri og Spán-
verji situr nú í stóli framkvæmdastjóra NATO. Enginn efast
lengur um að Spánn eigi heima í hópi hinna fijálslyndu lýðræð-
isríkja.
Þó eru ekki öll vandamál S.pánar leyst. Ekki hefur til að
mynda verið bundinn endi á þjóðernisátökin innan spænska
ríkisins. Reynslan sýnir að hefðbundin lýðræðisþróun slær ekki
á þjóðernistilfinningar, þar verður meira að koma til. Sjálf-
stjórn minnihlutaþjóðanna þriggja á Spáni, Katalóna, Baska
og Galisíumanna, sem var staðfest með stjórnarskránni 1978,
hefur farið vaxandi með árunum en þessar þjóðir telja þó ekki
nóg að gert. Margir hafa talið hættu á að þróuninni í átt til
spænsks sambandsríkis yrði snúið við, kæmist Þjóðarflokkurinn
til valda. Hugsanlegt stjórnarsamstarf Þjóðarflokksins og flokks
katalónskra þjóðernissinna, sem á margt sameiginiegt með þjóð-
arflokksmönnum í efnahagsmálum, getur orðið til mótvægis
við tilhneigingar Þjóðarflokksins til að viðhalda kastilískri mið-
stýringu á Spáni.
Nýrrar ríkisstjórnar á Spáni bíða mörg erfið verkefni, til
dæmis niðurskurður í ríkisfjármálum, sem er óhjákvæmilegur
til þess að uppfylla skilyrði Maastricht-sáttmálans fyrir þátt-
töku í myntbandalagi Evrópuríkja. Sennilegt er að næstu ár
einkennist af tíðum samningaviðræðum og málamiðlunum milli
stjórnmálaflokkanna og óvíst er hversu lengi ný ríkisstjórn
getur stjórnað við þær aðstæður.
Kjósendur í Astralíu víkja Verkamannaflokknum frá eftir 13 ára valdasetu
Norrænu ráðherrarnir kynna stefnu fyrir ríkjaráðstefnu ESB
K
’ OSNINGABANDALAG
hægri flokkanna vann
stórsigur í kosningunum í
Ástralíu á laugardag og
sagði eitt ástralskt dagblað að hér
væri um „söguleg úrslit" að ræða.
Verkamannaflokkurinn hefur verið
hrakinn frá eftir 13 ára setu við völd
og má búast við að hann verði minnst
sex ár í stjórnarandstöðu. Hægri
flokkarnir tveir, Frjálslyndí flokkur-
inn og Þjóðarflokkurinn, hafa dijúg-
an meirihluta í fulltrúadeild þingsins,
en þeir náðu ekki meirihluta í öld-
ungadeildinni og verða að fara var-
lega í að framfylgja stefnu sinni í
vinnumarkaðsmálum því að stéttar-
félög eru í vígahug.
Howard hyggst leggja mikla
áherslu á fyrstu hundrað dagana í
embætti. Fyrir honum vakir að bæta
samskipti í iðnaði,
draga úr atvinnu-
leysi ungs fólks og
minnka skriffinnsku,
sem ríkið leggur á
lítil fyrirtæki, um
helming. Búist er við
að hann muni auka
markaðsfrelsi, draga
úr höftum á erlend-
um Ijárfestingum,
endurskoða lög um
eign á ijölmiðlum og
bönkum og einka-
væða ríkisfyrirtæki
af krafti.
Efnahagur á
uppleið
Howard mun
njóta góðs af því að
efnahagurinn er á
uppleið, þjóðarfram-
leiðsla eykst um
rúma þijá af hundr-
aði á ársvísu og at-
vinnuleysi er að
minnka.
Enn er ekki komið
í ljós hversu mikið
svigrúm hin nýja
stjórn, sem þarf að
skila sínum fyrstu
ijárlögum í ágúst,
mun hafa í fjármál-
um. Fráfarandi
stjórn hélt því fram
í kosningabaráttunni
að það yrði 3,4 millj-
arða ástralskra doll-
ara (um 170 millj-
arða íslenskra
króna) afgangur á
fjárlögum þessa árs,
en hagfræðingar
halda því fram að hin
nýja stjórn muni
þurfa að glíma við
milli þriggja og sex
milljarða dollara (milli 150 og 300
milljarða íslenskra króna) halla.
Howard er þeirrar hyggju að hrindi
hann stefnu sinni í framkvæmd með
hraði muni kjósendur sýna gagnger-
um umbótum meira umburðarlyndi
en ella.
Howard birti á mánudag grein
undir fyrirsögninni „Framtíðarsýn
fyrir Ástralíu" og sagði þar að aðal
hinnar nýju stjórnar yrði að ráðast
á „raunveruleg vandamál landsins
og setja skýr markmið, sem hægt
verður að nota til að meta frammi-
stöðu stjórnarinnar eftir þijú ár“.
„Áhrifaríkt umboð“
Þótt Howard hafi lagt áherslu á
að hann myndi hafa hraðar hendur
eftir að hann tæki við var greinilegt
á sigurræðu hans á laug- ---------
ardagskvöld að hann
hyggst gefa gaum að því
með hvaða hætti stefnu
hans verður framfylgt.
Hann sagði að hægri
flokkarnir hefðu fengið
„áhrifaríkt umboð“ og —■
bætti við: „Þótt ég muni ætíð leita
eftir einingu og málamiðlun höfum
við ekki verið kosnir til að vera að-
eins daufur endurómur af stjórninni,
sem við leysum af hólmi.“
Stjóm Verkamannaflokksins gerði
sáttmála við forystu stéttarfélaga um
að þau myndu sætta sig við aðhald
í launamálum og stuðla að stöð-
ugleika á vinnumarkaði. Margir
gagnrýndu þetta á þeirri forsendu
Röðin er komin
að hægrimönmim
Bandalag tveggja hægri flokka undir forystu John Howards vann
------------^;----------------~-
stórsigur í kosningunum í Astralíu um helgina. Karl Blöndal greinir
frá því hvað hin nýja stjóm hyggst fyrir og hverjar eru framtíðarhorf-
ur Verkamannaflokksins, sem hafði verið við völd í 13 ár.
JOHN Howard, verðandi forsætisráðherra Ástralíu, greinir frá stefnu sinni á fyrsta blaðamannafundi sínum eftir sigur bandalags
Frjálslynda flokksins og Þjóðarflokksins í kosningunum, sem haldnar voru á laugardag.
Verkamanna-
flokkurinn
minnst tvö
kjörtímabil frá
völdum
að stéttarfélög, sem aðeins höfðu
helming vinnuafls á sínum snærum
þegar Verkamannaflokkurinn komst
til valda og þriðjung nú, skyldu fá
slík völd.
Sáttmáli ekki framlengdur
Howard hyggst ekki reyna að
framlengja sáttmálann, en hann hef-
ur lýst yfir því að hann muni hafa
samráð við stéttarfélögin og sagt að
forystumenn þeirra verði að starfa
með þeim, sem haldi um valdataum-
ana. Honum er mjög í mun að sýna
forystumönnum stéttarfélaga fram á
að það gæti steypt efnahagslífi þjóð-
arinnar í voða að segja nú skilið við
hefð hófsemi. Það er hins vegar ekki
útlit fyrir að stéttarfélögin verði
Howard leiðitöm.
--------- Einn helsti leiðtogi
þeirra, Bill Kelty, sagði á
mánudag af sér sæti í
stjórn Seðlabanka Ástralíu
á þeirri forsendu að vaxta-
stefna hinnar nýju stjórnar
myndi ekki samræmast
“ þeirri ábyrgð, sem hann
hefði axlað í forystu verkamanna.
Stjómmálaskýrendur sögðu að afsögn
Keltys bæri því vitni að stéttarfélögin
hygðust ekki aðeins beita sér gegn
umbótum Howards, heldur einnig
hefja baráttu fyrir hærri launum þeg-
ar sáttmálinn er allur.
Sigur Howards er áfall fyrir þá,
sem vilja skera á tengslin við bresku
krúnuna og taka þess í stað upp
embætti forseta. Paul Keating, frá-
farandi forsætisráðherra, lýsti yfir
því þegar hann kom úr opinberri
heimsókn til Bretlands árið 1993 að
hann hygðist gera Ástralíu að lýð-
veldi árið 2001 og hefði flokkur hans
sigraði hefði verið haldin þjóðarat-
kvæðagreiðsla um það hvort Ástralar
vildu forseta innan tólf mánaða.
Howard er drottningarsinni og vill
halda „þjóðarráðstefnu" til að kanna
vilja Ástrala til breytinga.
Afgerandi meirihluti í
fulltrúadeild
Howard verður með að minnsta
kosti 36 sæta og jafnvel rúmlega 40
sæta meirihluta í fulltrúadeild ástr-
alska þingsins eftir kosningarnar.
Flokkurinn hafði tryggt sér minnst
92 sæti af 148 í deildinni, en hafði
66 áður. Verkamannaflokkurinn get-
ur mest fengið 46 sæti, en hafði
áður 79. Fimm óháðir verða á þingi
og ekki er ljóst um fimm sæti.
Það er því ljóst að hægri flokkarn-
ir verða með tögl og hagldir í fulltrúa-
deildinni. Róðurinn verður hins vegar
þyngri í öldungadeildinni, sem getur
átt frumkvæði að, staðið í vegi fyrir
og hafnað lagasetningu. Þar er taln-
ingu ekki lokið, en búist er við að
kosningabandalagið fái 37 sæti í öld-
ungadeildinni, Verkamannaflokkur-
inn 29, flokkur ástralskra demókrata
sjö eða átta og aðrir tvö til þijú
sæti. Hægri flokkana vantar tvö
sæti til að ná hreinum meirihluta,
en 76 sæti eru í deildinni. Demó-
kratar yrðu því í oddastöðu og þeir
hafa til dæmis þegar lýst yfir því að
þeir muni leggjast gegn því að ástr-
alski síminn, Telstra Corp., verði
einkavæddur að hluta.
Þrautseigja Howards
Howard hefur reynst mjög lífseig-
ur í áströlskum stjórnmálum. Hann
hefur orðið fyrir mörgum áföllum,
en alltaf risið á ný. Hann er sagður
mjög þijóskur, en konu hans, Jan-
ette, er einnig eignaður heiður af
velgengni hans.
Howard er úr Fijálslynda flokkn-
um og varð leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar 1985. Hann var í forystu í
kosningabaráttunni gegn Verka-
mannaflokknum með Bob Hawke,
þáverandi forsætisráðherra, í broddi
fylkingar og tapaði. Flokkurinn
ákvað að láta Howard róa ---------
og hann féll í ónáð. Fijáls-
lyndir virtu hann ekki einu
sinni viðlits þegar útlitið
var hvað svartast. Þrauta-
göngu Howards lauk í jan-
úar árið 1995 þegar Alex-
ander Downer sagði af sér .
forystu í flokknum eftir að hafa að-
eins gegnt formennsku í átta mánuði
og hann tók við. Sagt er að kona
hans hafi hvatt hann til dáða og aldr-
ei misst sjónar á forsætisráðherrabú-
staðnum í Canberra.
Howard er nú að velja ráðherra.
Hann hefur ekki sagt mikið um vænt-
anlega ráðherra, utan hvað Tim
Fischer, leiðtogi Þjóðarflokksins,
verður aðstoðarforsætis- og við-
skiptaráðherra og Peter Costello,
varaformaður Fijálslynda flokksins,
fjármálaráðherra. Talið er að Alex-
ander Downer verði utanríkisráð-
herra. Ætlunin er að William Deane,
landstjóri og fulltrúi Elísabetar
Bretadrottningar, láti nýju stjórnina
sveija embættiseið á föstudag.
Mesti ósigur Verkamanna-
flokksins frá stríði
Þetta er sagður mesti ósigur
Verkamannaflokksins frá lokum
heimsstyijaldarinnar síðari.
Verkamannaflokkurinn er hvergi
í stjórn í Ástralíu nema í Nýju Suður-
Wales og hefur hann ekki staðið verr
að vígi frá árinu 1970 þegar hann
var í stjórnarandstöðu á þingi og í
öllum ríkjum Ástralíu. Á síðasta ára-
tug virtist hins vegar fátt geta hrund-
ið veldi Verka-
mannaflokksins.
Flokkurinn komst
til valda í kjölfar
samdráttar í efna-
hagsmálum árin
1982-83 og kreppan
1991-92 varð hon-
um að falli. í Ástral-
íu velta menn nú
vöngum yfir því
hvort Verkamanna-
flokkurinn þurfi að
ganga í gegnum alls-
heijar endurhæf-
ingu, eða geti skrifað
tapið á reikning per-
.sónulegs stíls Keat-
ings í embætti.
Keating tók við
embætti forsætis-
ráðherra árið 1992
af Bob Hawke, en
hafði áhrif á allar
veigamiklar ákvarð-
anir, sem teknar
voru í 13 ára valda-
tíð flokksins. Keat-
ing hefur engar yfir-
lýsingar gefið um
það hvort hann
hyggist taka sæti á
þingi þegar það
kemur saman eftir
páska, en kunnugir
sögðu engan vafa
leika á því að hann
hygðist draga sig í
hlé.
Óviss framtíð
Stjórnmálaskýr-
endur telja nánast
fullvíst að Verka-
mannaflokkurinn
verði minnst tvö kjör-
tímabil frá völdum.
Hann hefur misst
nánast helming þing-
sæta og að minnsta kosti níu ráðherr-
ar féllu af þingi. Leitt hefur verið
getum að því að Kim Beazley, fráfar-
andi aðstoðarforsætisráðherra, verði
næsti leiðtogi flokksins, en enn er
ekki víst að hann hafi náð kjöri. Flokk-
urinn hefur verið þurrkaður út í sveit-
um landsins og talið er að hann muni
eiga mjög erfítt með að vinna aftur
mörg þeirra sæta, sem hann hefur
misst. Flokkurinn hefur til þessa get-
að bætt við meirihluta sinn með þing-
mönnum í einmenningskjördæmum,
sem hafa notið þar persónufylgis. Nú
hefur það dæmi snúist við og það er
segin saga að erfitt er að fella sitj-
andi þingmann.
Verkamannaflokkurinn hefur
marga hæfileikamenn á sínum snær
um, en spyija má hvort þeir þoli að
-------- vera í pólitískri útlegð
næstu kjörtímabil. Ef
margir eru kallaðir gæti
einnig komið til lýjandi
innbyrðis átaka um for-
ystu. Sú tilhugsun hlýtur
að vekja hroll hjá stuðn-
ingsmönnum Verka-
mannaflokksins því að valdabarátta
innan raða hægri manna átti snaran
þátt í að pólitísk útlegð þeirra stóð
í þrettán ár. Þeir skiptu tíu sinnum
um leiðtoga á árunum 1983 til 1993
og í hvert skipti tröllriðu vangaveltur
um klofning meðal þeirra pólitískri
umfjöllun fjölmiðla.
Heimildir: The International Herald Trib-
une, Reuter og The Sydney Morning
Herald.
Reuter
Vill skýran
mælikvarða
á frammi-
stöðu stjórn-
arinnar
Halldór
Ásgrímsson
Poul Nyrup
Rasmussen
Paavo
Lipponen
Ingvar
Carlsson
Gro Harlem
Brundtland
íslensk áhersla á
samstarf Evrópu
og Bandaríkjanna
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra lagði
meiri áherslu á tengsl Evrópu og Bandaríkj-
anna en forsætisráðherrar hinnar Norðurland-
anna í ákvarpi á Evrópuráðstefnu Norður-
landaráðs í Kaupmannahöfn í gær. Sigrún
Davíðsdóttir fylgist með ráðstefnunni.
ÞAÐ KOM í hlut Halldórs
Ásgrímssonar utanríkis-
ráðherra að flytja íslenska
ávarpið, þegar norrænu
forsætisráðherrarnir ávörpuðu Evr-
ópuráðstefnu Norðurlandaráðs í
Kaupmannahöfn í gær, þar sem
Davíð Oddsson forsætisráðherra var
fjarverandi vegna veikinda. Halldóri
varð tíðrætt um öryggis- og varnar-
samstarf í Evrópu og lagði meiri
áherslu á tengsl Evrópu og Banda-
ríkjanna, en norrænu forsætiráð-
herrarnir gerðu.
í orði skortir ekki á að norrænu
forsætisráðherrarnir lofi norræna
samvinnu og gildi hennar. Á borði
hafa hins vegar norrænu aðildar-
löndin þijú valið að fara hvert sína
leið í undirbúningi fyrir ríkjaráð-
stefnu Evrópusambandsins, sem
hefst í lok mánaðarins. í krafti al-
menningsviðhorfsins í Finnlandi,
sem er mun jákvæðara í garð ESB
en í bæði Danmörku og Svíþjóð,
voru Finnar áberandi minnst hikandi
í afstöðu sinni til ESB, enda ganga
þeir lengst á viðkvæmum sviðum
eins og sameiginlegri utanríkis- og
varnarstefnu ESB.
Bandaríkjunum", einkum hvað varð-
aði stefnu í öryggismálum. Halldór
minnti á að Atlantshafsbandalagið
hefði tryggt frið í Evrópu í hálfa
öld og í skjóli tengsla yfir Atlants-
hafið hefði bandalagið sigrað í kalda
stríðinu. Til að viðhalda þessum
tengslum væri mikilvægt að sam-
band Vestur-Evrópusambandsins og
ESB drægi ekki úr áhrifum Banda-
ríkjanna á evrópska öryggisstefnu.
Nú þegar bæði Mið- og Austur-Evr-
ópulöndin stefndu á aðild að ESB
og Atlantshafsbandalaginu væri það
merki um áhuga þeirra á að styrkja
varnarkerfi Nató vestur um haf og
kerfið væri tryggt af öflugasta
Nató-landinu, Bandaríkjunum. í
ljósi þessa væri nauðsynlegt að
styrkja tengslin vestur um haf, ekki
aðeins vegna öryggissjónarmiða,
heldur einnig í ljósi sameiginlegra
hagsmuna á sviði fríverslunar, innra
öryggis og sameiginlegs menningar-
arfs.
Óp og þunglyndi
Stækkun ESB þýðir stækkun
innri markaðarins
Halldór hóf ræðu sína á að
hnykkja á mikilvægi ríkjaráðstefn-
unnar, því þar yrði tekin stefna, sem
ekki yrði auðvelt að hverfa frá síð-
ar. Hann minnti á umbyltingar í
Evrópu undanfarin ár og alþjóða-
væðingu, sem gæfi forsendu fyrir
áður óþekktum stöðugleika í Evrópu
og þar sem evrópskar -------------
stofnanir hefðu mikil-
vægu hlutverki að gegna.
Evrópusambandið væri
ein þeirra og ísland væri
bundið því með EES-
samningnum. Fyrir ríkjaráðstefn-
una væri stækkun ESB efst á blaði
og stækkunin hefði líka í för með
sér breytingar fyrir íslendinga, þar
sem þær fælu í sér stækkun innri
markaðarins, sem þeir væru aðilar
að með EES-samningnum.
Hvað öryggis- og varnarmál
snerti sagði Halldór að í Vestur-Evr-
ópu hefði sú skoðun löngum átt
hljómgrunn að hún ætti að öðlast
„svokallað sjálfstæði gagnvart
Poul Nyrup Rasmussen, forsætis-
ráðherra Dana, hélt hvatningarræðu
um mikilvægi ESB og hvemig Norð-
urlöndin gætu í sameiningu lagt sitt
af mörkum til að þoka þróun þess
í þá átt, sem þeim sýndist heppileg-
ust. Löndin gætu staðið saman um
að þrýsta á atvinnuskapandi aðgerð-
ir ESB, en einnig til að stuðla að
opnara og lýðræðislegra sambandi.
Paavo Lipponen, forsætisráð-
herra Finna, sagði að það færi ekki
fram hjá sér þegar hann kæmi til
Kaupmannahafnar að borgin væri
----------------- evrópskasta -----------
Stækkun ESB borg Norður-
hefur áhrif á landa, en hins
íslandi vegar hefðl ser
ISlanal þótt norrænn
tónn í nafni
Enginn nor-
rænn kjarni
gegn öðrum
strengjakvartettsins, sem spilaður
var við afhendingu tónlistar- og
bókmenntaverðlauna Norðurlahda-
ráðs, „Óp og þunglyndi“ eftir verð-
launahafann Bent Sörensen. Lipp-
onon sagðist geta tekið undir orð
Nyrups um Norðurlönd og norræna
samvinnu. Löndin hefðu svo lík sjón-
armið gagnvart ESB að dugað hefði
að halda eina ræðu við þetta tæki-
færi fyrir hönd forsætisráðherranna
fimm.
Lipponen fór hins vegar fljótt^-
yfir sögu, því staðreyndin er að
Finnar vilja ganga mun lengra til
að styrkja ESB og færa því aukið
yfirþjóðlegt vald en bæði Svíar og
Danir geta hugsað sér. Lipponen
undirstrikaði að nauðsynlegt væri
að sýna sveigjanleika, til dæmis
gagnvart þeim löndum, sem ekki
uppfylla forsendur aðildar að evr-
ópska myntsambandinu. Einnig
minnti hann á að ríkjaráðstefnan
væri mikilvægari en margir álitu,
því með henni yrði slegið föstu hvert
yrði valdahlutfall lítilla og stórra
aðildarlanda.
Ingvar Carlsson, forsætisráð-
herra Svía, lagði aðaláherslu á að
kynna tillögur Svía fyrir ríkjaráð-
stefnuna um atvinnusköpun, en það
er höfuðmál þeirra. Einnig hvatti
hann til að Norðurlöndin hefðu með
sér samráð fyrir ráðstefnuna, þar
sem fulltrúar íslands og Noregs
fylgdust með.
Gro Harlem Brundtland, forsætis-
ráðherra Norðmanna, varð tíðrætt
um varnarsamstarf Evrópusam-
bandsríkja, VES, rétt eins og Hall-
dóri, og sagði Norðmenn fylgjast
með framvindu VES af miklum
áhuga. Hún kvað Norðmenn styðja
þátttöku VES í friðargæslu og
skyldum aðgerðum. Nató-aðild
skipti Norðmenn sköpum og sömu-
leiðis samvinnan vestur um haf, en
um leið óskuðu Norðmenn eftir
öflugri Evrópu. Öflugra samstarf
um utanríkis- og öryggismál væri
því óhjákvæmilegt, ef Evrópa ætti
að geta axlað ábyrgð á friði og ör-
yggi álfunnar.
Engin norrænn kjarni gegn
öðrum evrópskum kjörnum
Þrátt fyrir yfirlýsingar undan-
farin ár um samvinnu Norðurlanda
innan ESB hafa löndin valið að
leggja fram hvert sínar tillögur fyrir
ríkjaráðstefnuna. Nyrup Rasmussen
svaraði spurningu Morgunblaðsins í
þessa veruna með því að löndin
hefðu haft nána samvinnu sín á
milli. Það breytir því þó ekki að
engin formleg samvinna
hefur verið. Meðal
danskra og sænskra
stjórnvalda virðist enginn
áhugi á einhveijum
norrænum kjárna innan
ESB. Hins vegar auglýsti Ole Norr-
back, norrænn samstarfsráð-herra
og Evrópuráðherra Finna, eftir
sterkari Evrópusamvinnu Norður-
landanna. Og Gro Harlem Brundt-
land sagðist ekkert sjá athugavert
við norrænan kjama, sem ýmsir
álitu varhugaverða, því Frakkland
og Þýskaland hefðu lagt fram sam-
eiginlegar tillögur fyrir ríkjaráð-
stefnuna og sama gerðu Benelux-.
löndin.