Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MAGNEA HJÁLMARSDÓTTIR + Magnea Hjálm- arsdóttir kenn- ari var fædd í Syðra-Seli í Hruna- mannahreppi 29.desember 1908. Hún lést á Drop- laugarstöðum 25.febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- rún Guðjónsdóttir frá Reykjanesi í Grímsnesi, f. ð.júlí 1883, d. 9.septemb- er 1916, og Hjálm- ar Jónsson bóndi í Syðra-Seli, f. 25.maí 1878, d. 2.janúar 1915. Magnea átti einn bróður, Jón. Hann dó á öðru ári. Hinn 26. maí 1929 giftist Magnea Helga Tryggvasyni kennara, f. lO.mars 1903. Þau skildu. Kjördóttir þeirra var Hellen Helgadóttir, f. ll.sept- ember 1937, d. 12.október 1953. Magnea giftist öðru sinni 29.desember 1966 Friðriki KÆR vinkona er kvödd eftir rúmrar hálfrar aldar kynni og vináttu sem aldrei hefur skugga á borið. Minningarnar hrannast upp. Enga mannesku hef égþekkt sem var greiðugri og hjálpfúsari en Magnea. Hún mátti ekkert aumt sjá án þess að reyna að bæta þar úr. Hún var fyrirmyndar húsmóðir, tiguleg í framgöngu og stórvel gefin til munns og handa. Hún var mikil trúkona og bæn- heit. Þá var hún afbragðs kenn- ari en kennsla var ævistarf henn- ar. Ekki var þó líf hennar ævinlega dans á rósum. Sjö ára gömul hafði hún misst báða foreldra sína og bróður. Hún mátti horfa á æsku- heimili sitt tætt í sundur og eigur foreldra sinna seldar á uppboði. Sjálf fór hún til vandalausra og saknaði sárt foreldraástúðar og umhyggju. Hún hafði misst allt sem hún unni. - Löngu seinna eignuðust þau hjónin Magnea og Helgi Tryggvason kjördótturina Hellen. Hún var yndislegt barn og naut mikils ástríkis beggja foreldra sinna. Skömmu eftir að þau hjónin skildu fórst Hellen í umferðarslysi. Öðru sinni hafði Magnea misst allt sem henni var kærast. - En sólin missir ekki birtu sína þótt skýin hylji hana um sinn. Magnea varð mjög ham- ingjusöm í síðara hjónabandi sínu og töldu þau hjónín, Magnea og Friðrik, að bestu ár ævi þeirra. hefðu verið er þau bjuggu í Sigt- úninu. Eftir að heilsu Magneu tók að hraka fluttu þau í minna hús- næði. Friðrik annaðist konu sina af stakri nærfærni og umhyggju- semi svo lengi sem hún gat dval- ið í heimahúsum. Að því kom þó 1 Erfidrykkjur Glæsilegkaffi-hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FWGLBIÐIR DÍTELLdFUEIIIR Jónassyni kennara, f. að Breiðavaði á Fljótsdalshéraði 23.JÚH 1907. Magnea lauk kennaraprófi 1929 og stundaði fram- haldsnám í Eng- landi og við Edin- borgarháskóla. Hún var stunda- kennari á Reykjum í Hrútafirði 1932-33, Miðbæjar- skóla Reykjavíkur 1933-36 og barna- skólanum á Skild- inganesi 1936-46. Hún var kennari við Melaskólann frá 1946-78 og kenndi handavinnu á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 1962-84. Hún vann átta sumur hjá Styrktarfélagí lam- aðra og fatlaðra, þar af var hún forstöðukona heimilisins í Reykjadal í sex sumur. Utför Magneu fer fram frá Dómkirkjunni í dag, og hefst athðfnin klukkan 13.30. að hún varð að flytja á Öldrunar- lækningadeild í Hátúni 10B og nú síðustu vikuna dvaldi hún á Droplaugarstöðum. Friðrik heim- sótti hana daglega og gerði fyrir hana það sem hann gat. Hann sat hjá henni þegar hún kvaddi þenn- an heim. Ég og Magnea, dóttir mín, kveðjum hina látnu með þakklæti fyrir áratuga vináttu og biðjum henni blessunar Guðs. Friðriki, vini mínum, vottum við dýpstu samúð. ÓlöfH.Pétursdóttir. Magnea Hjálmarsdóttir var augasteinn foreldra sinn, en dreng höfðu þau misst ungan. Magnea missti foreldra sína sjö ára gömul og ólst hún upp hjá vandalausum þar til hún fór í Kennaraskólann. Magnea varð fyrir þeirri hugraun að missa einkadóttur sína, Hel- lenu, í hörmuiegu slysi. Líf hennar var markað þungri sorg, en það var líka saga mikils starfs, því hún var kennari samfleytt í hartnær hálfa öld, alvörugefinn en sköru- legur kennari. Þeir eru ófáir nem- endurnir, sem hún studdi fyrstu sporin á menntabrautinni. Leiðir okkar Magneu lágu seint saman, vordag einn að Laugar- vatni, en með okkur tókst einlæg vinátta. Við mæðgur vorum að versla þar í Kaupfélaginu, þegar til okkar kemur þessi tígulega kona og heilsar okkur. Þær Magnea og Sigríður móðir mín voru systkinabörn. Magnea dvaid- ist gjarnan að Laugarvatni á sumr- in ásamt Friðriki eiginmanni sín- um, en þau hjón voru bæði miklir unnendur íslenskrar náttúru. Á heimleiðinni sagði mamma: „Þú hefðir átt að vera dóttir hennar Magneu, því þið eruð svo líkar. Þið eruð báðar kennarar með stórt nef." Við áttum skap saman. Magnea var glæsileg kona að vallarsýn. Hún var ekki smáfríð, en yfir svip hennar var klassísk heiðríkja. Hún bar aldurinn vel og fríkkaði eftir því sem árin liðu. Hún hlaut góðar gáfur í vöggugjöf og hún var samviskusöm og þraut- seig eins og margir af hennar kynslóð, sem drukku í sig ung- mennafélagshugsjónirnar um ræktun lands og lýðs. Magnea var mikil trúkona, í óhefðbundnum skilningi þó, því hún hneigðist að guðspeki og dulrænum fræðum. Hún var einkar farsæil sálusorgari o§ í hretviðrum lífsins var notalegt að koma á heimili hennar í Sigtún- inu og létta af hjarta sínu. Leit hún þá gjarnan í bolla eða lagði stjörnu. Og hvernig sem samhengi kaffibolla og spila og mannlegra örlaga er háttað, fóru gestir henn- ar stórum vonbetri og glaðari af hennar fundi en þeir komu, því Magnea átti og miðlaði því sem mestu máli skipti, mannskilningi og hlýju. - Þau Magnea og Friðrik bjuggu sér glæsilegt heimili í Sigtúninu og áttu margt gamalla og fagurra muna, sem þau höfðu gjarnan keypt á ferðum sínum erlendis. Magnea var hannyrðakona mikil, hafði unun af góðu handverki og stundaði postulínsmálun með ágætum. Þau hjón höfðu ánægju af ferðalögum og létu ekki aldur- inn aftra sér. Áttræð að aldri fóru þau í mikla reisu um söguslóðir fyrir botni Miðjarðarhafs. Nokkr- um árum seinna heimsóttu þau mig suður í Rínarlönd og var ánægjulegt að sýna þeim stað- hætti þar, því þau voru fróðleiksf- úsir og þakklátir gestir. Það var meira að segja gaman að fara með Magneu í fataverslanir, því hún var skartkona og henni fannst, að konur ættu að haida sér til svo lengi sem auðið væri. Magneu voru eilífðarmálin ofar- lega í huga og þráði hún að hitta ástvini sína, sem horfnir voru af þessum heimi. Ef líf er eftir þetta líf, þá á frænka mín góða heim- von, því hún var vönduð og væn kona. Hún hafði mætur á ljóðlínum Davíðs Stefánssonar, þar sem segir: þar bíða vinir í varpa, er von er á gesti. Með þessum orðum kveð ég Magneu og votta eftirlifandi eigin- manni hennar, Friðriki Jónassyni, samúð mína og bið honum allrar blessunar. Vilborg Auður ísleifsdóttir. Lítil hnáta var í pössun hjá Magneu og þeim samdi vel. Stúlk- an spurði hvort ekki væri hægt að komast að samkomulagi við hana, hún ætti engin börn og ömmubörn og sjálf ætti hún enga ömmu sem væri á lífi. „Getur þú ekki bara verið amma mín?" spurði telpan. Magnea /brást vel við þessari bón minni, þótti held ég vænt um hana og í liðlega þrjátíu ár hefur samkomulagið haldist, hún verið amma mín og ég ömmustelpan hennar. Amma fór oft ótroðnar slóðir og hún var t.d. á undan sinni samtíð þegar kom að heilsurækt og hollu mataræði. Hún kenndi mér að meta grænmeti fyrir meira en þrjátíu árum, lagði upp úr því að borða það með hverri einustu máltíð. Þegar ég sem lítil mót- mælti „grasátinu" setti hún á það smá sykur og leysti málið þann- ig. Hún var líka alveg fram á síðustu ár að brýna fyrir mér nauðsyn hreyfingar og sjálf stundaði hún sund og leikfimi fram á síðustu ár. Hún amma mín var skapmikil kona og ekki allra. En hún var með stórt hjarta og raungóð kona. Oft þegar ég kom í heimsókn var hún með heilu hópana hjá sér í bænastund eða var að reyna að elda fyrir einhverja sem hún vissi að þröngt var hjá í búi, alveg þangað til heilsunni fór að hraka. Þá reyndist eiginmaðurinn henni alveg sérstaklega vel og sinnti henni af einstakri natni og umhyggjusemi. Amma var trúuð kona og hún kveið ekki dauðanum, ekki nema því að þurfa að skilja við Friðrik. Hún talaði oft um hve sælir endurfundirnir yrðu þegar hún fengi loks að hitta löngu horfha ástvini hinum megin, foreldra sína, bróður og ekki síst dótturina Heljen. Ég bið góðan Guð að styrkja Friðrik, eða hann ía minn, í sorg- inni fullviss um það að hún amma tekur vel á móti honum þegar þar að kemur. Það er með söknuði sem ég kveð ömmu mína í dag. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Guðbjörg R. Guðmundsdóttir. Ég kynntist Magneu Hjálmars- dóttur fyrst þegar ég kom til henn- ar í ellefu og tólf ára bekk í Mela- skóla. Magnea var kennari af köllun og Guðs náð. Hún hafði mikinn metnað fyrir hönd sinna nemenda og kenndi þeim af alúð og krafti allar hinar almennu námsgreinar. En hún kenndi líka svo miklu meira en þær. Öll kennsla hennar var gegnsýrð af vitundinni um hin æðri rök tilverunnar og um guð- dóminn að baki hennar. Það voru biblíusögutímarnir sem mér eru minnisstæðastir. Þar kom Magnea fram sem kennimað- ur. Hún lagði enga yfirborðsmerk- ingu í biblíusögurnar en kafaði eftir þeirra dýpri merkingu og reyndi að koma henni áleiðis til okkar nemenda sinna. Ég sat oft sem í ieiðslu í þessum tímum hjá Magneu. Magnea reyndi mjög að miðla siðrænni merkingu biblíusagnanna til okkar nemenda sinna og ég minnist sérstaklega ræðu sem hún hélt um umburðariyndið sem hún taldi eina af grundvallardyggðum kristindómsins. Viðleitni Magneu til að vernda þá er hún taldi minna mega sín kom mjög fram í starfi hennar sem kennari. Hún hafði áhuga á nem- endum sínum langt út fyrir það sem sneri að náminu og fylgdist með þeim aila tíð. Sjálf hafði hún misst báða for- eldra sína og bróður á unga aldri og seinna missti hún einkadóttur sína í hörmulegu slysi. Segja mátti um ævi hennar: En í vetrarhríð vaxinnar ævi gefst ekki skjól nema Guð. (M. Joch.) Magnea átti þetta skjól. Þar var hún ætíð og skýldi öðrum. Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir. Mér er ljúft að minnast Magneu Hjálmarsdóttur, kennara míns, með fáeinum orðum. Hún kenndi börnum í Melaskólanum í Reykja- vík um 42 ára skeið, frá 1936 til 1978. Ég naut þeirrar gæfu ásamt bekkjarsystkinum mínum að vera nemandi Magneu öll barnaskólaárin, sex vetur sam- fleytt, frá 1957 til 1963. Samfelld leiðsögn hennar öll þessi ár var okkur mikils virði. Ég minnist þess alls með þakkarhug. Magnea Hjálmarsdóttir var mikill kennari. Alúð hennar við kennsltistarfið bar vitni um næm- an skilning á gildi góðrar kennslu og á ábyrgð kennarans gagnvart ungum nemendum. Það er enn sem fyrr afar brýnt að búa svo að skólum og skólastarfi, að hið hæfasta fólk laðist að kennslu. Skólar skipta máli. Þeir eru með- al mikilvægustu stofnana þjóðfé- lagsins, því að þar og á heimilun- um er lagður grunnurinn að giftu hvers manns. Ævistarf Magneu Hjálmarsdóttur er lifandi vottur þess, að hún virti og skildi þetta. Eftirlifandi eiginmanni Magneu, Friðriki Jónassyni kenn- ara, sendi ég hlýjar kveðjur og óskir. Þorvaldur Gylfason. Nú unna þér glaðir hins æðsta hróss þeir allir sem léstu hlýna og blóm er í skugganum bíða ljóss þau bera þér kveðju sína. (Grétar Pells) Þegar árin færast yfir finnst manni tíminn líða óðfluga. Hann þeysist áfram veginn svo enginn fær rönd við reist en við fylgjumst með og fyrr en varir erum við orðin gömul. Á lífsvegi hvers og eins eru bæði vegamót og vörður sem eru okkur kærar og minnis- stæðar, það eru merkisatburðir í einkalífi bæði sárir og gleðilegir og ýmsir samferðamenn sem hafa á vissan hátt kryddað tilveruna, kannski af því að þeir eru ekki sporgöngumenn, heldúr fara sínar eigin leiðir og hafa ekki skeytt um hvort öðrum líkaði betur eða verr. En þeir verða okkur óneitanlega minnisstæðari en aðrir vegna stað- festu sinnar og yfirburða sem virk- ar svo sterkt á okkur að saman fer þakklætiskennd og virðing. Ein slík samferðakona, Magnea Hjálmarsdóttir, hvarf til hins eilífa austurs 25. febrúar sl. eftir nokk- uð harða baráttu við elli kerlingu. Kynni mín af Magneu eru orðin nokkuð löng eða 25 ár. Ég minn- ist enn í dag þeirrar stundar er hún tók fyrst í hönd mína. Það var traust handtak sem veitti mér styrk og hlýju sem ég hefi ætíð síðan verið aðnjótandi hjá henni. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Sam-frímúrarareglunni sem hún gekk í árið 1968 og starfaði hún þar meðan kraftar entust. Boð- skapur reglunnar var Magneu mjög hjartfólginn, störf sín þar vann hún af heilum huga og ein- stakri alvöru, og vandvirkni ein- kenndi öll hennar störf. Hún miðl- aði okkur systkinum sínum af reynslu sinni og þekkingu ef til hennar var leitað. Magnea var dulhyggjukona og mjög leitandi í andlegum málum auk þess að vera frímúrari, hafði hún í sannleiksleit sinni valið leið guðspekinnar. í Guðspekifélaginu vann hún einnig mikið og óeigin- gjarnt starf. Hún hafði hlotið dulræna hæfí- leika í vöggugjöf og skýrir það kannski áhuga á innri leit hennar. Þessa hæfileika notaði hún í hjálp- arstarfi sem hún sinnti í mörg ár. Hún gerði sér grein fyrir að því að aðeins er maðurinn verðmætur að hann láti gott af sér leiða og reynist góður samferðamaður. Margir sem áttu í erfiðleikum eða voru veikir leituðu til hennar og það var undursamlegt að verða vitni að því hvað Magnea gat oft veitt jafnvel dauðvona fólki mikinn kjark og styrk fram á síðustu stund. Fyrir þessa hjálp stöndum við aðstandendur viðkomandi sjúklinga í mikilli þakkarskuld. Sjálf var hún mikil reynslukona, hún missti bæði foreldra og einka- bróður þegar hún var á barnsaldri og ólst upp eftir lát þeirra hjá vandalausum. Einnig missti hún einkadóttur sína, Hellenu, unga að aldri í umferðarslysi. Ég hygg að sú mikla samúð sem hún átti með þeim er minna máttu sín hafi átt rætur að rekja til sárrar reynslu hennar sjálfrar. En lífið hefur einnig sínar björtu hliðar. Mesta lífslán Magneu var sambúð hennar með seinni manni hennar, öðlingnum Friðriki Jónassyni, sem reyndist henni sannur drengur í gegnum tíðina allt fram til hinstu stundar. Magnea var kennari að mennt og lífsstarf hennar var barna- kennsla. Á seinni árum kenndi hún handavinnu á Elliheimilinu Grund. Þar vann hún mjög gott starf. Hún var mjög natin, hlý og hjálpsöm við gamalt fólk líkt og hún var við börnin sem hún kenndi. Það má með sanni segja líkt og sagt var um Erling Skjálgsson að öllum kom hún „til nokkurs þroska". Ég læt hér staðar numið en á þó margt ósagt. í hjörtum vina, vandamanna og ekki síst okkar Ósírissystkina hefur hin látna reist óbrotgjarnan minnisvarða með lífi sínu og starfi. Ég kveð hana með virðingu og þökk og bið Guð að blessa vegferð hennar á nýjum leiðum. Friðriki og öðrum aðstandendum votta ég dýpstu samúð. Guðrún I. Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.