Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 31 + Björn Bjarnar- son fæddist á Sauðafelli í Dölum 14. maí 1918. Hann lést í Hjúkrunar- heimilinu Eir 25. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 5. mars. BJÖRN Bjarnarson lést á hjúkrunarheimil- inu Eir 25. febrúar eft- ir langvarandi veikindi. Mig langar að minnast þessa mæta manns og vinar með nokkrum orðum. Fyrstu kynni okk- ar urðu í fæðingarsveit okkar Mið- dölum í Dalasýslu, sem nú heitir Dalabyggð. Þar lékum við okkur stundum saman sem ungir drengir að Hamraendum hjá ömmu hans og afa. Ég man eftir atviki og orð- um lífsreyndrar konu, Önnu Guð- mundsdóttur, sem var þar til heimil- is, þegar hún eitt sinn þurfti að skerast í leikinn, „þið eigið nú eftir að eiga samleið síðar á ævinni“. Á góðum stundum minntumst við Björn oft orða þessarar góðu konu, sem reyndist svona forspá. Björn fæddist á Sauðafelli þar sem föðurforeldrar hans höfðu búið, Björn Bjarnarson sýslumaður og alþingismaður og kona hans Guðný Jónsdóttir. Foreldrar Björns fluttu að Svínhóli í Miðdölum 1919, en fluttust árið eftir til Reykjavíkur og bjuggu þá fyrst í Héðinshöfða eða Höfða eins og húsið er kallað í dag. Björn dvaldi á sumrin hjá móðurforeldrum sínum á Hamra- endum til 16 ára aldurs og voru þau honum afar kær og Hamra- endaheimilið æ síðan. Björn stundaði nám í Mennta- skólanum í Reykjavík, en þaðan lá leiðin í Bændaskólann á Hvanneyri 1936 og árið 1938 hóf hann nám við Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn, þaðan sem hann braut- skráðist sem búfræðikandidat 1941. Vegna heimsstyijaldarinnar varð hann að dvelja áfram í Dan- mörku og starfaði þar m.a. sem ráðunautur hjá Búnaðarsamband- inu í Ringsted, en kom heim til ís- lands 1946 ásamt eiginkonu sinni, Ritu, sem hann hafði kynnst í Dan- mörku, og var þá ráðinn til Búnað- arfélags íslands sem jarðræktar- ráðunautur. Eftir að Bjöm kom frá Danmörku höfðum við lítið hist, ég vissi þó að hann var giftur. En þá bar það til að við hittumst snemma vors 1955 af tilviljun í strætisvagni. Meðal annars sagði hann mér að hann væri búinn að fá lóð vestur á Högum með kunningja sínum, en jafnframt gæti verið að sá hætti við. Ég bjó þá í Eskihlíðinni og hafði hug_ á að stækka við mig. Ég sagði hon- um að ég væri til í að sækja um lóðina á móti honum ef hinn aðilinn hætti við. Og það fór þannig að hinn hætti við og ég sótti um lóðina og fékk hana. X þessu ári eru 40 ár liðin síðan við fluttum inn í hús- ið Hagamel 34 og hér hefur okkur' líkað vel að búa og aldrei borið skugga á sambýli okkar. Það er svo margt sem kemur í hugann þegar góður vinur og sam- ferðamaður er kvaddur. Ég og fjöl- skylda mín þökkum honum sam- fylgdina í gegnum árin og biðjum honum Guðsblessunar. Minningin lifir um góðan dreng. Innilegar samúðarkveðjur til Ritu og barnanna og fjölskyldna þeirra. Víglundur Sigurjónsson. Okkur langar með nokkrum orð- um að þakka afa fyrir samveru- stundimar sem við áttum með hon- um þegar við vorum yngri. Því mið- ur fækkaði þeim stundum eftir því sem við urðum eldri vegna veikinda afa, en kannski gerðum við okkur ekki grein fyrir því hve erfitt hann átti með að tjá sig og aldrei kvart- aði hann. Alltaf tók afi Björn vel á móti okkur er við komum í heimsókn og altaf átti hann eitthvert góðgæti handa okkur, og honum fannst gaman þegar við komum í hádegis- mat og vildi hann helst að við fengj- um allan besta matinn. Frá því við fæddumst bar afi allt- af hag okkar fyrir bijósti. í hvert sinn er barnabarn fæddist kom nýr sparibaukur upp á hilluna hjá afa og hann skipti smápeningum sínum bróðurlega á milli þeirra. Þegar við komumst til vits og ára eða höfðum náð tilhlýðilegum þroska að mati afa, fengum við bankabókina af- MIIMNINGAR henta með þeim formerkjum að ekki mætti eyða þessu „í neina vit- leysu“. En hann hafði hugsað sér að peningum þessum væri best var- ið til menntunar. Afí var alltaf mik- ill áhugamaður um frímerkjasöfnun og vorum við ung að árum þegar hann gaf okkur fyrstu frímerkja- bókina. Einnig var nú gaman þegar við systkinin, Davíð og Sara, laumuð- umst á þríhjólunum okkar í heim- sókn til afa á Hagamel. Alltaf feng- um við góðar viðtökur og eitthvert góðgæti og oftast tyggjó, sem eng- inn annar hafði vit á að gefa okk- ur. Síðan brunuðum við heim svo mamma færi ekki að undrast um okkur, en oftst kom tyggjóið upp um okkur. Ánægjulegustu stundir æskuár- anna voru að sjálfsögðu jólin hjá afa og ömmu á Hagamelnum þar sem fjölskyldan kom saman á að- fangadagskvöld. Þar var alltaf al- veg sérstakur hátíðleiki yfír borð- haldinu sem var á slaginu klukkan sex, allt var gert í réttri röð og biðin oft löng eftir pökkunum. Margt annað kemur upp í hugann á kveðjustund og minningarnar munu lifa með okkur. Elsku afí, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við munum sakna þín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Davíð Björn, Sara Margrét og Sunna Birna. Björn Bjamarson landsráðunaut- ur hóf feril sinn hjá Búnaðarfélagi íslands 17 ára gamall, sem aðstoð- armaður við landmælingar fjögur sumur árin 1935-38. Hann var gagnfræðingur og búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Björn vildi afla sér frekari mennt- unar í búvísindum og hélt til Dan- merkur, þangað sem íslendingar leituðu á þeim tíma til háskólanáms í búvísindum. Hann lauk kandídats- prófí við Búnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn árið 1941. Næstu ár vann hann þar í landi. Þegar Björn sneri heim, réðst hann þegar sem ráðunautur í jarðrækt til Búnaðar- BJORN BJARNARSON ft StyrKtarfélag KrabbamelnssiJíUu'a barna Minningarkort Styrktarfélags Krabbameinssjúkra barna fást hjá félaginu í síma 588 7555. Ennfremur í Garðsapóteki sími 568 0990 og Reykjavíkurapóteki sími 551 1760. Vönduð þjónusta Góðar veitingar Rúmgóð salarkynni Næg bílastæði FÉLAGSHEIMILIÐ SELTiARNARNESI Simi 561-6030 ---1 Ástkær eiginmaður minn, fafiir okkar og afi, GUÐMUNDUR SIGURÐSSON verkstjóri hjá Jarðborunum hf., Víghólastíg 9, Kópavogi, sem lést 28. febrúar sl., verður jarð- sunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 8. mars kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, er bent á Hjartavernd. sem vildu minnast hans, Hulda Daníelsdóttir, Sigurður A. Guðmundsson, Anna H. Guðmundsdóttir, Hans Erik Dyrlie. Í Ástkær móðursystir mín og systir, BJARNGERÐUR ÓLAFSDÓTTIR frá Heiði, Vestmannaeyjum, sem lést 29. febrúar sl., verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu föstudag- inn 8. mars nk. kl. 13.30. Sólrún Gestsdóttir, Anna Ólafsdóttir. félagsins, þar sem hann starfaði síðan. Þá var nýlega hafin fram- ræsla lands og ræktun með stór- virkum vinnuvélum. í þeirri miklu sókn unnu jarðræktarráðunautar Búnaðarfélagsins, þeir Björn og Ásgeir L. Jónsson, stórbrotið starf, ekki sízt í framræslumálum. Hafði Björn áður verið aðstoðarmaður Ásgeirs. Verk þeirra tveggja á þess- um árum hygg ég að telja megi til afreka. Birm voru falin ýmis störf um ævina í tengslum við verksvið sitt. Hann var lengi í vélanefnd, í verk- færanefnd ríkisins og matsnefnd eignarnámsbóta. Hann var oftsinnis kvaddur_ til í sambandi við land- skipti. Ég hygg, að mannkostir Björns hafi hvað gleggst komið fram á þessu sviði og tillögur hans, byggðar á réttsýni og velvilja, hafi leyst marga deiluna. Björn var hollráður. Um það get- um við hjónin borið vitni. Hann hafði staðið í húsbyggingu, áður en við réðumst í framkvæmd af því tagi, og leiðbeindi okkur af reynslu sinni í þeim málum og fleirum. Við vorum vinnufélagar í Búnaðarfélagi íslands í áratugi. Þegar Björn fluttist aftur til ís- lands eftir heimsstytjöldina, hafði hann kvænzt ungri, danskri konu, Ritu Jensen. Hún kom nú til fram- andi lands og bjó fjölskyldan í þröngu húsnæði fyrstu árin. Rita var kjarkmikil og ákveðin í að laga sig að aðstæðum. Siðar byggðu þau yfír sig á Hagamel 34. Þau hjón eignuðust tvær dætur og einn son, sem síðan hafa eignazt eigin fjöl- skyldur, allt myndarfólk. Heimili þeirra Ritu og Björns við Hagamel var frá öndverðu aðlað- andi, og prýða þar málverk veggi, enda bæði listfeng. í augum aðkom- andi var þó persónulegt viðmót húsráðenda mest um vert, enda báðum eiginleg gestrisni og hlýja. Það virðist einsætt, að Björn hafí sótt sitthvað af lishneigð sinni til föðurafa síns og alnafna, Björns Bjamarsonar, sýslumanns Dala- manna. Hann hafði numið lögfræði í Kaupmannahöfn og var þá upp- hafsmaður að og stofnandi mál- verkasafns árið 1885, er varð fyrsti vísir að Listasafni ríkisins. Björn sýslumaður bjó á Sauðafelli, og þar fæddist sonarsonur hans fyrir nær 78 árum. Bjöm jarðræktarráðunautur var í fullu starfí hjá Búnaðarfélagi íslands til 1. ágúst 1986, þ.e. í 40 ár. Síðan var hann lausráðinn í hlutastarfi fram á árið 1988 og hafði m.a. með höndum útboð á framræslu. Um alllangt skeið hafði Björn ekki gengið heill til skógar, enda gengizt undir flóknar skurðaðgerð- ir. Hann var hins vegar einn þeirra manna, er gekk beinn í baki meðan mátti. Svo fór þó að lokum, að hann þurfti það mikillar hjúkrunar við, að hana var ekki hægt að veita í heimahúsum. Síðustu árin dvaldist hann á hjúkrunarstofnunum. Við Þórunn sendum Ritu, bömum þeirra Björns og ijölskyldum sam- úðarkveðjur. Ólafur E. Stefánsson. + Systir okkar, UNNUR JAKOBSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 4. þessa mánaðar. Klara J. Hall, Helga Jakobsdóttir, Margrét J. Fredreksen, Guðrún Jakobsdóttir. + Föðurbróðir okkar, AÐALSTEINN SIGURJÓNSSON frá Litla hólmi í Leiru, lést á dvalarheimili aldraðra, Garðvangi, þann 3. mars sl. Jarðarförin auglýst síðar. Frændsystkinin. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANS SIGURBERG DANILfUSSON frá Hellissandi, til heimilis á Sunnubraut 12, Keflavík, lóst á heimili sínu að morgni 5. mars. Sólveig B. Guðmundsdóttir, Sveindís Hansdóttir, Ómar Sigtryggsson, Brynjar Hansson, Rut Lárusdóttir, Sumarrós Hansdóttir, Vigdís Kristjánsdóttir, Bára Hansdóttir, Guðmundur Pétursson, Danilíus Hansson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ALBERTSDÓTTIR frá Syðra Hóli, er andaðist í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi sunnudaginn 3. mars sl., verður jarðsungin frá Höskuldsstaða- kirkju laugardaginn 9. mars 1996 kl. 14.00. Hólmfríður Magnúsdóttir, María Magnúsdóttir, Björn Magnússon, Ingunn Hjaltadóttir, Ásdis Magnúsdóttir, Gunnlaugur Bragason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.