Morgunblaðið - 06.03.1996, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 33
MINNINGAR
HULDA DORIS
MILLER
+ Hulda Doris
Miller var fædd
í Reykjavík 30. des-
ember 1941. Hún
lést á heimili sínu
hinn 16. febrúar
síðastliðinn. Móðir
hennar var Sigríð-
ur Svanhvít Sig-
urðardóttir og fað-
ir hennar var
Charles Miller,
breskættaður.
Hulda var næst-
yngst 6 systkina.
Árið 1967 kvæntist
Hulda Erlendi Helgasyni og
eignuðust þau einn son, Sig-
urð, sambýliskona hans er Sig-
urbjörg Jóhannesdóttir. Ilulda
átti eina dóttur fyrir, Erlu Ósk
Guðjónsdóttur. Eiginmaður
hennar er Sigurður Kristins-
son og eiga þau tvö börn, Krist-
ínu og Sunnu Sigríði.
Utför Huldu fór fram í kyrr-
þey 22. febrúar.
ENGINN ræður örlögum sínum og
oft tekur lífið aðra stefnu en ætlað
er og þannig var með lífsskeið
Huldu. Segja má að það sem ein-
kenndi Huldu sem persónu hafi
verið hógværð og feimni. Samt
bjó í henni mikil glettni, sem kom
ekki síst í ljós ef einhver fjörkipp-
ur var í kringum hana. Það var
alltaf stutt í hláturinn. Hulda var
að upplagi mikil tilfinningavera,
sem sýndi sig vel í hennar barn-
gæsku, sem bæði börn okkar nutu
á ýmsan hátt. Það var alltaf gott
að heimsækja Huldu og Ella, það
var eitthvað hlýlegt við hennar
heimilishald, þar var regla á öllu
og þrifnaður í fyrirrúmi. Hjóna-
band þeirra einkenndist af mikilli
ást og samheldni. Á seinni árum
kom svo í ljós, fyrir þá sem ekki
vissu, að þessi mjúka tilfinninga-
vera bjó yfir ótrúlega miklum
styrk. Það kom ekki síst fram
þegar Elli veiktist alvarlega fyrir
nokkrum árum. Þá var það Hulda
sem tvíefldist og annaðist Ella sinn
af mikilli alúð og elsku. Það heyrð-
ust ekki kvartanir frá Huldu þá
frekar en endranær.
Svo kom hinn þungi dómur um
hennar eigin heilsu eins og þruma
úr heiðskíru lofti. Enn á ný sýndi
hún ótrúlegan styrk og dugnað
vitandi að hveiju stefndi. Með sinni
yfirveguðu ró má segja að hún
hafi blekkt okkur sum, á hversu
alvarlegu stigi sjúkdómurinn væri.
Þrátt fyrir allan sársaukann og
áhyggjurnar, sem fyrst og fremst
voru vegna Ella og þeirra sem
henni þótti svo vænt um en ekki
vegna sjálfrar sín, heyrðist hún
aldrei barma sér. Þeg-
ar litið er til baka er
ekki nema von að okk-
ur öllum sem þótti
vænt um hana sé
spurn, hver var hún
eiginlega þessi vin-
kona okkar, með
þennan mikla styrk,
þrátt fyrir mótbárur
lífsins. Svarið við
þeirri spurningu felst
fyrst og fremst í þeirri
staðreynd að Hulda
var góð manneskja,
góð fyrirmynd og
tryggur vinur. Við biðjum góðan
guð að blessa minningu hennar.
Elsku Elli, Siggi, Erla og aðrir
ástvinir, okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Ruth og Kjartan.
Mig langar til að minnast
frænku minnar er lést 16. febrúar
síðastliðinn. Það eru ljúfar minn-
ingar sem fara í gegnum hugann
þegar sest er niður og hugsað til
Huldu. Huldu stóru eins og dóttir
mín kallaði hana. Það var alltaf
gaman að koma til Huldu og Ella
því hún var oftast í góðu skapi og
ég gat alltaf talað við haria.
Dætur mínar tóku miklu ást-
fóstri við Huldu og var alltaf til-
hlökkun hjá þeim þegar þær vissu
að Hulda og Elli voru á leiðinni til
okkar, bæði á Neskaupstað og síð-
ar til Blönduóss. En þær voru ófá-
ar ferðimar sem farnar voru frá
Reykjavík til Blönduóss frá pásk-
um fram á haust, ekki má heldur
gleyma öllum veiðiferðunum, sum-
arbústaðaferðum, ferðalögum um
landið þvert og endilangt. Meðan
ég var unglingur og líka eftir að
ég eignaðsit fjölskyldu þá var hún
tekin með, þetta voru góðir tímar
og margt spaugilegt gerðist, en
hvað lífið er ótrúlega stutt er mað-
ur horfir til baka og lítur yfir far-
inn veg! Ég vil þakka Huldu fyrir
allar þær ánægjustundir sem við
áttum saman.
Elli minn og Siggi, megi Guð
styrkja ykkur í sorginni.
Svanhvít, Sveinn og dætur.
Nú er hún Hulda stóra dáin. Það
er skrítið að sjá Ella einan því það
vantar eitthvað. Hún Hulda var
alltaf með, það verða ekki fleiri
heimsóknir í Kassagerðina, eins
og það var gaman, eða fleiri sum-
arbústaðaferðir í Svignaskarð. Ég
vil þakka Huldu stóru þau fáu ár
sem hún gaf mér, þau voru góð.
Nú er Hulda stóra farin til himna
til mömmu sinnar, hennar ömmu
á Skúló. Megi Guð gæta hennar.
Hulda litla.
Fyrirlestur hjá
Nýrri Dögun
SR. BRAGI Skúlason, sjúkrahús-
prestur við Ríkisspítala, flytur fyrir-
lestur á morgun, fimmtudaginn 7.
mars, á vegum Nýrrar dögunar. Fyr-
irlesturinn verður í Gerðubergi og
hefst kl. 20. Fjallar fyrirlesturinn um
missi við andvana fæðingu og missi
nýbura.
Bragi Skúlason hefur flutt marga
fyrirlestra um sorg og sorgarvið-
brögð bæði á vegum Nýrrar dögunar
og einnig hefur hann haldið fyrir-
lestra í skólum og leikskólum um
sorg barna fyrir kennara, fóstrur og
foreldra.
Næsta opna hús hjá Nýrri dögun
verður í Gerðubergi fimmtudaginn
21. mars kl. 20-21.
■ Á KRINGLUKRÁNNI í kvöld,
miðvikudaginn 6. mars, leikur Jass-
kvintett Ragnheiðar Ólafsdóttur
blöndu af þekktum standördum, nor-
rænum og íslenskum jasslögum.
Jass-kvintett Ragnheiðar Olafs skipa
Gunnar Gunnarsson píanó, Gunnar
Ringsted gítar, Jón Rafnsson
kontrabassi, Matthías M.D.
Hemstock trommur og Ragnheiður
Ólafs söngur. Þessir tónlistarmenn
hafa sterk tengsl við Akureyri og
hafa unnið saman undanfarin ár.
■ SAMTÖKIN Vímuiausar konur
hafa verið stofnuð. Samtökin eru
systrasamtök WFS í Bandaríkjunum.
Samtökin eru sjálfshjálparsamtök
fyrir konur sem eru fylgjandi lífi án
áfengis eða vímuefna. Samtökin eru
fyrir allar konur sem vilja lifa lífi
sínu án áfengis eða vímuefna. Fund-
ir verða haldnir vikulega á fimmtu-
dagskvöldum frá kl. 20-21 í Lang-
holtskirkju. Upplýsingar í sima 588
7010.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár.
Ritvinnslukerfjn Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má
greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar
um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
SIGURBORG EINARSDÓTTIR
frá Hornafirði,
Fögrubrekku 21,
Kópavogi,
lést í Landspitalanum 29. febrúar.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju, Hornafirði, laugardaginn 9.
kl. 14.00.
Jarðsett verður í Brunnhólskirkjugarði.
ingunn Pálsdóttir, Júlíus Guðmundsson,
Páll Júliusson,
Einar Júlíusson,
Sigurbjörg Júlíusdóttir.
FRÁ 3. umferð.
__ *
Enginn Islendingur
„þjófstartaði“
SKAK
Skákmiöstöðin
Faxafcni 12:
REYKJAVÍKURSKÁK-
MÓTIÐ 2.-10. mars
Teflt frá kl. 17 daglega.
Aðgangur í dag ókeypis fyrir
áhorfendur í boði Flugleiða
innanlands.
NORÐMENNIRNIR Agdestein og
Tisdall og Predrag Nikolic frá
Bosníu unnu þrjár fyrstu skákir
sínar á Reykjavíkurskákmótinu.
Enginn íslendinganna „þjófstart-
aði“ með þrennu, en fjórir þeirra
eru þó í hópi níu efstu manna.
Mest á óvart í þriðju umferðinni
kom Sævar Bjarnason. Hann lagði
stigaháa rússneska alþjóðameist-
arann Alexander Raetsky mjög
snaggaralega að velli með svörtu
mönnunum.
Agdestein mátaði Svíann Jonny
Hector og hefndi þar ófara frá
svæðamótinu hér í Reykjavík fyrir
ári. Norðmaðurinn sterki ætlar sér
örugglega að fá uppreisn æru,
eftir að hafa aðeins náð 50% vinn-
inga þá. Landi hans Tisdall vann
varnarsigur á eina enska þátttak-
andanum, Stuart Conquest. Pre-
drag Nikolic sveið steindautt jafn-
teflisendatafl af Einari Gausel,
Noregi, eins og honuVn einum er
lagið. Enn einn Norðmaðurinn,
Rune Djurhuus hélt jöfnu við
Hannes Hlífar, eftir að hafa stað-
ið höllum fæti. Bandaríkjamaður-
inn Boris Gulko sveið Helga Ólafs-
son í löngu og erfiðu endatafli.
Helgi Áss Grétarsson mætti vel
undirbúinn til leiks gegn Rosental-
is, sterkasta skákmanni Litháa og
einum stigahæsta keppandanum á
mótinu. Litháinn beitti uppáhalds-
afbrigði sínu, uppskiptaafbrigðinu
í spánska leiknum, en kom ekki
að tómum kofunum. Helgi Áss
jafnaði taflið léttilega, hafnaði svo
jafnteflisboði andstæðingsins og
fór sjálfur að reyna að svíða enda-
taflið með svörtu, en yfirleitt er
hlutverkum þveröfugt skipað í
þessari litlausu og rólegu byijun.
Rosentalis mátti hafa
sig allan við að hanga
á jafntefli.
Helstu úrslit 3.
umferðar:
Gausel-Nikolic 0-1
Hector-Agdestein 0-1
Conquest-Tisdall 0-1
Guiko-Helgi Ól. 1-0
Djurhuus-Hannes
'A-'A
Margeir-Jón Garðar
1-0
Rosentalis-Helgi Áss
'A-'A
Yoos-Jóhann 0-1
Raetsky-Sævar 0-1
Heini Olsen-Bronstein
'A-'A
V.d. Sterren-Borge
‘A- 'A
V.d. Werf-Curt Hansen 'A-'A
Þröstur-Kristján 1-0
Staða efstu manna:
Sævar
Bjarnason
1.-3. Jonathan Tisdall og Simen Agde-
stein, Noregi, og Predrag Nikolic, Bosn-
íu, 3 v.
4.-9. Boris Gulko, Bandaríkjunum,
Hannes Hlífar Stefánsson, Jóhann
Hjartarson, Margeir Pétursson, Sævar
Bjarnason og Rune Djurhuus, Noregi,
2 'A v.
10.-28. Einar Gausel, Noregi, Curt
Hansen og Nikolaj Borge, báðir Dan-
mörku, Jonny Hector og Emanuel Berg,
Svíþjóð, Eduardas Rosentalis, Litháen,
Van der Werf, Van der Sterren og
Esther de Kleuver, öll Hollandi, Stuart
Conquest, Englandi, Davíð Bronstein,
Rússlandi, Heini Olsen, Færeyjum,
Helgi Ólafsson, Helgi Áss Grétarsson,
Þröstur Þórhallsson, Bragi Halldórsson,
Magnús Örn Úlfarsson, Andri Áss Grét-
arsson og Benedikt Jónasson 2 v.
29.-39. Heimir Ásgeirsson, Bergsteinn
Einarsson, Páll Agnar Þórarinsson,
Björn Freyr Björnsson, Jón Garðar Við-
arsson, Áskell Öm Kárason, Jón Viktor
Gunnarsson, Per Andreassen, Dan-
mörku, Patrick Lyrberg, Svíþjóð, John
C. Yoos, Bandaríkjunum, og Hanneke
Van Parreren, Hollandi, 1 'A v. o.s.frv.
Sævar tefldi léttleikandi
Sævar Bjarnason, alþjóðlegur
meistari, er mistækur og það skýr-
ir hversu miklum stigum hann
hefur tapað á undanförnum árum.
Á Guðmundar Arasonar mótinu í
Hafnarfirði í desember tefldi hann
langt undir styrkleika, en fram að
þessu hefur hann
teflt eins og herfor-
ingi á Reykjavíkur-
skákmótinu.
Rússinn Raetsky
gerði þau mistök að
leyfa peðaframrásina
d5-d4 og þurfti svo
að veikja stöðu sína
til að bijóta upp mið-
borðsstöðu svarts.
Eftir það héldu Sæv-
ari engin bönd.
Stöðuskilningurinn
hefur löngum verið
hans sterkasta hlið
og ekki oft sem hann
sést halda frum-
kvæðinu jafn styrkri
hendi og í þessari skák. Rússinn
sá aldrei til sólar, þrátt fyrir mikl-
ar tilraunir:
Hvítt: Alexander Raetsky,
Rússl.
Svart: Sævar Bjarnason
Bogoindversk vörn
1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. g3 -
Bb4+ 4. Rd2 - c5 5. dxc5 -
Bxc5 6. Bg2 - d5 7. Rgf3 -
Rc6 8. 0-0 - 0-0 9. a3 - a5 10.
Dc2 - Bb6 11. b3 - De7 12.
Bb2 - d4! 13. Hael - e5 14. e3
- dxe3 15. fxe3 - Rg4 16. Dc3
- f5 17. Khl - Dc5! 18. Rxe5!?
- Rcxe5 19. Bd5+ - Kh8 20.
h3 - De7 21. hxg4 - Rxg4 22.
Rf3 - Bc7 23. Kg2 - Ha6!
24. Hhl - Hg6 25. e4 - f4 26
e5 - Rh6! 27. Hxh6 - Hxh6 28
e6 - Hg6 29. Hhl - Hxg3+ 30
Kfl - Bxe6 31. Bxe6 — Dxe6
32. Hh5 — Dg4 og hvítur gafst
UPP- Margeir Pétursson