Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 35 FRETTIR í 4 4 i < 4 < Kristniboðið kynnir starf sitt á Akranesi KYNNINGARDAGAR kristniboðsins á Akranesi hefjast með föstuguðs- þjónustu í Akraneskirkju að kvöldi miðvikudagsins 6. mars. Sr. Kjartan Jónsson kristniboði predikar og þjón- ar fyrir altari. Síðan verða almennar samkomur næstu þrjú kvöld kl. 20.30 í húsi KFUM og KFUK við Garða- braut. Öll kvöldin verða fluttir þætt- ir um kristniboð í Afríku og Kína svo og hugleiðing. Ung söngkona, Helga Magnúsdóttir, syngur einsöng á laugardagskvöld. Sunnudaginn 10. mars kl. 14 verð- ur messa í kirkjunni. Sr. Björn Jóns- son sóknarprestur þjónar fyrir altari en Friðrik Hilmarsson, starfsmaður Kristniboðssambandsins, predikar. Nú eru 11 manns að störfum í Eþíópíu og Kenýu á vegum Kristni- boðssambandsins. Flestir eru starfs- menn lúthersku kirknanna í þessum löndum. Hjðn, sem verið hafa heima í leyfi í tæpt ár, búa sig undir að fara aftur til Eþíópíu í sumar. Áætl- að er að starfið þurfí um 18 milljón- ir á þessu ári. Yfírskrift samverustundanna á Akranesi er: Hvers vegna Jesús? Allir eru velkomnir. Erindi um hljóðkerfis- fræði og staf- setningu FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Guðvarði Má Gunnlaugs- syni í Skólabæ við Suðurgötu í kvöld, miðvikudagskvöldið 6. mars, kl. 20.30. Guðvarður Már Gunnlaugsson er málfræðingur og starfar sem sér- fræðingur á Stofnun Árna Magnús- sonar. Hann nefnir erindi sitt Villir stafsetningin um fyrir okkur? Vanga- veltur um framgómmælt og uppgóm- mælt lokhljóð í íslensku. I erindinu verður m.a. fjallað um kenningar um framgómun í íslensku og varpað fram þeirri spurningu hvort stafsetn- ing orða eins og kær, kör og kjör hafi afvegaleitt hljóðkerfisfræðinga við greiningu á gómmæltum lok- hljóðsfónönum. Eftir framsögu Guðvarðar gefst mönnum kostur á léttum veitingum áður en almennar umræður hefjast. Fundurinn er öllum opinn. Rauðrar Lödu leitað RANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Reykjavík óskar eftir að ná tali af ökumanni rauðrar Lödu-station bif- reiðar sem varð vitni að aftaná- keyrslu á mótum Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka um klukkan 13 síðastliðinn föstudag. Bifreiðin er með gömul skráning- arnúmer og byrjar númerið á R-10.... Ökumaður bifreiðarinnar hringdi að talið er á lógreglu eftir óhappið en talið er hugsanlegt að bíll hans hafi skemmst lítilsháttar við það. Lögreglan sækist eftir fram- burði mannsins vegna ágreinings annarra sem í hlut áttu um hvernig óhappið bar að höndum.' Vfldngaskipið skoðað í gönguferð HAFNARGÖNGUHÓPURINN ætlar umhverfis Seltjarnarnes hið forna í miðvikudagsgöngu sinni 6. mars. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 vestur í Ánanaust og litið inn hjá Gunnari víkingaskipasmið þar sem hann er að leggja síðustu hönd á smíði víkingaskipsins og fræðst um siglingar á landnámsöld. Að því búnu verður gengið með ströndinni inn í Sundahöfn á kjör- gönguhraða hvers og eins. Allir eru velkomnir. Málþing um velferð barna í Mosfellsbæ Ahersla á þátttöku barna og ungmenna FORVARNARNEFND og forvarn- arhópur um málefni barna og ung- menna í Mosfellsbæ efna til mál- þings um velferð barna í Mosfellsbæ í Hlégarði milli kl. 13 og 16 laugar- daginn 9. mars. Við skipulagningu dagskrár hefur verið lögð áhersla á þátttöku barna og ungmenna. Auk þess verða pallborðsumræður þar sem meginþema verður „Hvert er hlutverk mitt og hvað get ég lagt að mörkum?". Málþingið er öllum opið. í fréttatilkynningu frá félags- málastjóra Mosfellsbæjar kemur fram að málþinginu sé ætlað að vekja fólk til umhugsunar um vel- ferð barna og ungmenna á grunn- skólaaldri og samstilla krafta þeirra sem vinna með börnum og ung- mennum. í andyri Hlégarðs verður haldin sýning á efni sem tengt er málefninu auk þess sem gefið verð- ur út blað um málefni barnaí Mos- fellsbæ, unnið af börnum. Á mál- þinginu segir umboðsmaður barna frá störfum sínum og framkvæmda- stjóri samtakanna Barnaheill kynn- ir barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Félagsmálaráð/barnaverndar- nefnd Mosfellsbæjar boðaði fulltrúa úr nemendaráði Gagnfræðaskólans í Mqsfellsbæ til fundar 27. febrúar sl. Á fundinum var samþykkt að bjóða nemendum Gagnfræðaskól- ans á fund félagsmálaráðs/barna- verndarnefndar árlega. Tilgangur- inn er að efla tengsl við unglinga* og gefa þeim kost á að koma sínum óskum og þörfum á framfæri. Forvarnarnefnd Forvarnarnefnd var stofnuð í september árið 1994 og hefur hún kallað til liðs við sig forvarnarhóp sem í eiga sæti fulltrúar þeirra að- ila sem vinna með börnum og ungl- ingum í bæjarfélagihu og hittist hópurinn fjórum sinnum á ári. Til- gangurinn með stofnun forvarnar- nefndar og forvarnarhóps er að bæta forvamir m.a. með því að auka samstarf og skapa þannig umræðuvettvang um málefni barna og unglinga. ATVINNUALiGí YSINGAR Bifvélavirki óskast strax. Upplýsingar hjá Sigurjóni eða Bjarna á staðnum, ekki í síma. ABbílarehf., Stapahrauni 8, Hafnarfirði. Frá Borgarholtsskóla Umsóknarfrestur um áður auglýst störf við Borgarholtsskóla er hér með framlengdur til 24. mars 1996. Menntamálanáðuneytið, 5. mars 1996. Vélstjórar Yfirvélstjóra og 1. vélstjóra vantar nú þegar á Hring SH 535 (áður Hrímbak EA 306), vélarstærð 2.200 hö (1.618 kw), sem gerður verður út frá Grundarfirði. v Upplýsingar um borð í skipinu, sem er í slipp í Stálsmiðjunni, og í síma 892 0735, 852 2656 og 438 6759. Kvöld og helgarvinna Sölufólk óskast til að selja fyrir gott málefni. Góð laun í boði. Upplýsingar í síma 562 3550 í kvöld og næstu kvöld frá kl. 19.00-22.00. Lítill hvolpur óskar eftir fullorðinni, rólegri manneskju til að passa sig þrjá virka daga í viku frá kl. 9 til 18. Gæti hentað manneskju sem er kom- in á eftirlaun. Dagmömmutaxti. Upplýsingar í síma 568 7266, Biggi og 581 1843 (símsvari). flæ FJÓRPUNGSSJÚKRAHUSIÐ A AKUREYRI Aðstoðar- eða deildarlækni vantar nú þegar til afleysinga. Um vinnu fram á sumar gæti verið að ræða. Nánari upplýsingar veitir fræðslustjóri unglækna á FSA, Michael Clausen, í síma 463 0100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. SltlQ auglýsingor I.O.O.F. 7 = 17703068Va = 9.0. I.O.O.F. 9 = 177378'/2 = D GLITNIR 5996030619 I ? HELGAFELL 5996030619 V11 REGLA MUSTERISRIDDARA RMHekla 6.3. KS - MT Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund i' kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Pýramídinn - andleg •Jf** miðstöð IMtun Völva Austra spáir í Pýramídanum laugardag- inn 9. mars. Einkatímar, per- sónumyndir, sigaunaspil, orku- jöfnun, spurningum svarað. Einnig venjuleg spil og bolli. Á sunnudag: 2 klst. námskeið. Hollenska leyndarmálið kynnt. Málverk verða til sölu báða dag- ana. Verndandi myndir: Viljirðu vita hvaða vættir og verur eru í fjall- inu eða steinunum þínum, loft- inu eða vatninu, komdu þá með mynd eða póstkort og pantaðu málverk. Nánari upplýsingar i símum 588 1415 og 588 2526. Pýramídinn, Dugguvogi 2. SAMBAND ÍSLENZKRA %&& KRISÍNIBæSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Ræðumaður: Friðrik Hilmars- son. Helga St. Hróbjartsdóttir segir frá ferð til Eþíópíu. Allir velkomnir. Hörgshlið12 Bænastund i kvöld kl. 20.00. Austurvegur ehf. Atvinnu- og ferðamálaf ulltrúi Laus er til umsóknar staða atvinnu- og ferða- málafulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Hlutverk hans er að vinna að atvinnuþróun, atvinnuráðgjöf og framgangi ferðaþjónustu í samvinnu við hagsmunaaðila í Vestmannaeyjum. Leitað er dugmikils einstaklings með frum- kvæði, áræði og hæfileika til samskipta. Við mat umsókna varðar mestu menntun og reynsla á sviði markaðs- og þróunarmála, auk almennrar þekkingar á atvinnumálum og ferðaþjónustu. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skrifleg umsókn, er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum, sendist fyrir 10. mars nk., merkt: Bæjarstjórn Vestmannaeyja, v/at- vinnu- og ferðamálafulltrúa, pósthólf 60, 902 Vestmannaeyjum. Frekari upplýsingar veitir Guðjón Hjörleifs- son, bæjarstjóri, í síma 481 1088. Bæjarstjórn Vestmannaeyja. RAÐAUGLÝSINGAR PP AðaldeildKFUM, Holtavegi Inntökufundur í morgun. Fundurinn hefst með málsveröi kl. 19.00. Verð kr. 1.500. Skráning á skrifstofu félaganna í dag kl. 10.00-17.00. Sími 588-8899. Námskeið í Reiki heilun Næsta námskeið í Reiki heilun I fer fram dagana 9. og 10. mars milli kl. 10til 17 báða dagana. Kennsla fer fram á Sjávar- götu 28, Bessastaðahreppi, 10 mín. aksturfrá Reykjavík ífallegu umhverfi við sjóinn. Kennari er Rafn Sigurbjömsson, viðurkenndur Reikimeistari inn- an Reikisamtaka islands, The Reiki Association, The Reiki Outreach International. Upplýsingar og skráning fer fram í síma 565 2309. SJALFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF íbúar í Austurbæ-Norðurmýri, Hlíða- og Holtahverfi Sameiginlegur fundur Félaga sjálfstæðis- manna í Austurbæ-Norðurmýri og Hliða- og Holtahverfi verður haldinn i Hótel Lind í dag, miðvikudaginn 6. mars, kl. 17.15- 19.00. Gestur fuqdarins verður Guðrún Zoéga, borgarfulltrúi, og mun hún ræða um skipu- lagsmál, umferðarmál og fegrun umhverfis. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.