Morgunblaðið - 06.03.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.03.1996, Qupperneq 1
< SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 BLAD f i- 3 Ástand humar- stofnsins við ísland Aflabrögð : | Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál g Kóngakrabbi úr Kyrrahafi að breiðast út við Noreg Greínar 7 Valdimar Samú- elsson útgerðar- maður GOLÞORSKUNUM HAMPAÐ • THEODÓR Erlingsson á ís- landsbersa HF hampar hér tveimur vænum golþorskum. Hann rær á bátnum ásamt Þór- Morgunblaðið/Birgir Þórbjarnarson ólfi Kristjánssyni. Þeir eru á netum og hafa verið að mok- fiska, voru til dæmis með 9 tonn i fyrradag. Fréttir Markaðir Troll með flugi til Kamtsjatka • HAMPIÐJAN hefur nú sent eitt fullbúið gloriu-troll austur til Kamtsjatka í Rúss- landi. Trollið var sent með flugi til Pusan í Kóreu og fer þaðan með birgðaskipi út á miðin og um borð í rússneskt veiðiskip. Þetta er fyrsta trollið frá Hamp- iðjunni, sem fer þangað austur, en 4 til 5 togarar frá Murmansk tóku troll frá Hamiðjunni í fyrra. Nú er gert ráð fyrir frekari sölu þangað, en á Kamtsjatka bíða menn átekta./2 Humarkvótinn 1.500 tonn? • HAFRANNSÓKNA- STOFNUN hefur lagt til við sjávarútvegsráðuneytið, að humarkvóti á næstu vertíð, sem hefst í vor, verði 1.500 tonn. Það er sami kvóti og ákveðinn var til bráðabirgða á síðasta sumri, en vertíðin þá var ein sú lélegasta í sög- unni. Kvóti var þá 2.200 tonn aðeins rúmlega 1.000 tonn veiddust. Ráðuneytið hefur ekki tekið endanlega ákvörðun um humarkvót- ann, en líklegast er að farið verði að ráleggingum Haf- rannsóknastofnunar./3 Verð á laxi hærra en í fyrra • VERÐ á norskum eldislaxi hefur verið nokkuð stöðugt síðustu vikur, eftir töluverða Jægt um áramótin. Verðið er þó nokkru hærra nú en á sama tíma í fyrra og munar það allt að 60 krónum á hvert kíló. Það sem af er þessu ári hafa Norðmenn flutt út um 24.000 tonn af laxi og er megnið af því ferskur fiskur. Nokkrar sviptingar eru nú í norska laxeldinu vegna mik- illar framleiðslu og kröfu um takmarkaða fóðrun til að halda vexti laxins niðri svo framboð verði ekki of mikið og verð falli. Meðalverð það, sem af er ári, er um 280 krónur á hvert kíló. Mikið framboð af frystum ýsuflökum á lágu verði Fersku ýsuflökin mun dýrari en þau frystu VERÐ á frystum ýsuflökum í stórmörkuðum er nú með lægsta móti eða allt niður í 299 krónur kílóið. Verð á ferskum flökum er hins veg- ar mun hærra eða vel yfir 500 krónur kílóið. Lágt verð á frystum ýsuflökum endurspeglar lágt afurðaverð og erfileika við sölu á erlendúm mörkuðum vegna vaxandi framboðs. Fjölmargir framleiðendur, stórir og smáir bjóða nú fryst ýsuflök í stórmörkuðunum og á Akureyri býður Útgerðarfélag Ákureyringa upp á heimsendingu á ýsuflökum við vægu verði. Verð á ýsu á fiskmörkuðum lækkaði í fyrra um 18% að meðaltali miðað við árið áður. Ýsuflök með beinum og roði í neyt- endapakkningunum „200 mílur“ frá Vinnslustöðinni hf. í Vestamannaeyj- um hafa verið seld í Nóatúni á 299 krónur, en beinlaus og roðlaus ýsuflök á 349 krónur. Aðspurður um þetta lága verð segir Þorbergur Aðalsteins- son, markaðsstjóri Vinnslustöðvarinn- ar hf., að ýsuverð hafi verið tiltölulega lágt á tímabili og nýtingin yfir 50%, þannig að ekki þurfi neina stærðfræði- kunnáttu til að sjá að hægt sé að keyra á þessum verðum. „Þegar keyrt er á nýjum flökum í fiskbúðum má alltaf búast við afföll- um, sem eru ekki eins mikil þegar um frysta vöru er að ræða,“ segir hann. „Það er auðsjáanlegt að við erum ekki þeir einu á markaðinum sem bjóðum ýsuflök á svona lágu verði. Ýsuverð fer mjög lækkandi um þessar mundir." Ýsan dýr á mörkuðum Hann segir að orsökin sé meðal annars sú að einhveijar birgðir séu til í landinu og það hafi ekki gengið eins vel að selja erlendis og áður. „Þetta verð er miðað við það magn sem við náðum í á markaði og við fylgjum bara markaðsverðinu," segir hann. „Ýsan er búin að vera mjög dýr á mörkuðum undanfarnar tvær til þijár vikur,“ segir Ásgeir Baldursson, starfsmaður hjá fiskbúðinni Vör. Hann segir að verðið hafi lítið farið niður eftir stórviðrið sem hafi gengið yfir landið fyrir nokkru síðan. „Það hefur vantað fisk í útflutning og menn hafa verið að kaupa þann fisk á háu verði vegna þess að þeir þurfa að standa við gerða samninga," segir Ásgeir og bætir því við að hann vonist til þess að verðið fari að lækka aftur. „Fisksalar hafa ekki haft mikið upp úr sölu á ýsuflökum undanfarið, en þau eru seld á 530 krónur." Áðspurður um lágt verð á frystum ýsuflökum segir hann að það sé stór munur á því livað hægt sé að selja í neytendapakkningum samanborið við fiskbúðir. „Það getur verið netafiskur í pakkningunum sem er ekki eins fall- egur,“ segir hann. „Hann myndi ekki seljast út í búð hjá mér, en það er allt annað mál að selja hann í pakkn- ingum í stórmarkaði. Þá gerir fólk ekki eins miklar kröfur." Mikið fé í kynningu á laxi • NORSKA útflutningsráð- ið fyrir fiskafurðir ætlar að verja næstum 500 milljónum ísl. kr. á þessu ári til að markaðssetja lax og urriða en það er rúmlega 42 mil\j. kr. aukning frá síðasta ári. Verður mest áhersla lögð á Frakkland en mikil kynning verður einnig í Þýskalandi, Spáni og Japan./5 Útflutningsráð fyrir fiskinn? • PÉTUR Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, segir að nauðsynlegt sé að auka áherzlu á almenna markaðssetningu íslenzkra sjávarafurða. „Annaðhvort á að stofna sérstaka deild innan Útflutningsráðs ís- lands eða stofna sérstakt útflutningsráð fyrir fisk eins og Norðmenn hafa gert. Starfseminni yrði markaður tekjustofn af útflutnings- gjaldi á sjávarafurðir," seg- ir Pétur í samtali við Ver- ið./8 Beitukóngurinn skilar meiru Beitukóngi landað í Bret- landi 1982-94 (valin ár) Verð, pund/kg 2,49 2’31 9,17/ 3.300 2.672 Tonn með kuðungl 1.643 1.630 II '82 '85 '87 '92 '94 • VEIÐAR og vinnsla á beitukóngi hafa aukizt veru- lega við Bretland undanfarin ár. Frá árinu 1982 hafa þess- ar veiðar tvöfaldazt og verð- mæti aflans aukizt enn meira. 1982 komu 1.643 tonn af beitukóngi á land og var verðmæti aflans þá um 38 milljónir króna á gengi í dag, en árið 1994 var aflinn 3.300 tonn að verðmæti um 90 milljónir króna. Markaðir eru víða um heim, en Bret- arnir hafa selt mikið af beitu- kónginum til meginlands Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.