Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 B 3 HAFRANNSOKNIR Astand humarstofnsins við Island 1995 og horfur á vertíðinni 1996 HAFRANNSOKNASTOFNUN hefur lagt til við sjávarútvegsráðu- neytið, að humarkvóti á næstu vertíð, sem hefst í vor, verði 1.500 tonn. Það er sami kvóti og ákveð- inn var til bráðabirgða á síðasta sumri, en vertíðin þá var ein sú lélegasta í sögunni. Kvóti var þá 2.200 tonn aðeins rúmlega 1.000 tonn veiddust. Ráðuneytið hefur ekki tekið endanlega ákvörðun um humarkvótann, en líklegast er að farið verði að ráleggingum Ha- frannsóknastofnunar. Þá verður kvótinn 1.500 tonn, en auk þess voru 400 tonna aflaheimildir flutt- ar frá síðasta ári yfir á þetta, þann- ig að leyfilegur afli gæti orðið um 1.900 tonn. Hér fer á eftir skýrsla Hafrannsóknastofnunar um veiðar í fyrra, mat á stærð stofnsins og ráðleggingar um veiði í ár: Verkfall og selnkun á vertíð Á árinu 1995 (fiskveiðiárinu 1994/95) var úthlutað 2.200 tonn- um af humri en veiðin nam hins vegar aðeins 1.026 tonnum. Afli á sóknareiningu var einnig lélegur á vertíðinni eða 27 kg miðað við 38 kg 1994 og 51 kg 1993. Þetta má sumpart rekja til þekktra or- saka eins og þriggja vikna sjó- mannaverkfalls frá 25. maí til 15. júní auk hugsanlegra áhrifa af seinkun humarvertíðar frá hefð- bundinni byijun þann 15. maí til 21. maí. Hið síðarnefnda kom til við framlengingu skólahalds í land- inu vegna verkfalls kennara um veturinn, en sem kunnugt er taka skólanemar virkan þátt í humar- vinnslunni. Áður en sjómannaverkfallið hófst náðu flestir humarbátar ein- um róðri frá 21.-24. maí. Afla- brögð voru alls staðar fremur dræm miðað við byrjun vertíðar en þó sýnu verst á miðum við Reykjanes, þar sem meðalafli var aðeins rúm 20 kg á togtíma. Á Selvogsbanka og við Vestmanna- eyjar var meðalafli þessa fáu daga í maí 46 kg á togtíma og á suðaust- urmiðum 42 kg, sem einnig er undir meðallagi í upphafi vertíðar. Þrátt fyrir þetta veiddust tæp 200 tonn þessa fjóra daga í maí eða næstum 20% af heildarafla vertíð- arinnar. Þetta gefur nokkra vís- bendingu um hversu mikilsverðar fyrstu vikur humarvertíðar frá miðjum maí fram í júní eru fyrir útkomu veiðanna í heild. Af ástæð- um sem áður voru raktar féllu humarveiðar 1995 hins vegar niður á tímabilinu 15. maí til 15. júní nema í ijóra daga, sem telja verð- ur helstu ástæðu fyrir því að að- eins veiddust um 50% af aflakvóta ársins. Lélegast í Lónsdýpi Minni veiðanleiki humarhænga, sem eru uppistaða aflans, veldur því hins vegar að aflabrögð verða ávallt verri þegar kemur fram í júní og júlí, þannig að frestun ver- Nokkrar vísbendingar nm batnandi aflabrögð tíðar eða slæleg byijun í maí og framan af júní leiðir undantekn- ingalaust til lélegs afla á togtíma í heild. Má þar nefna humarvertíð- ir fyrir Suðausturlandi 1968 og 1979, auk dræmra aflabragða í upphafi vertíðar á öðrum svæðum, t.d. í maí árin 1967, 1968 og 1990. Aflinn 1995 skiptist þannig eftir svæðum að við . Suðvesturland (Jökuldjúp - Selvogsleir) voru veidd 510 tonn miðað við 540 tonn árið áður og á Selvogsbanka og við Vestmannaeyjar 325 tonn (495 tonn 1994). Við Suðausturland (Skaftárdjúp - Lónsdjúp) veiddust aðeins 190 tonn samanborið við 1.200 tonn 1994 enda hættu flest- ir Hornafjarðarbátar veiðum í júní-júlí og bátar frá Suðvestur- landi sóttu lítið austur vegna lé- legrar veiði. Helst má líkja vertíð- inni á suðausturmiðum við árið 1979 þegar þar voru aðeins veidd 295 tonn. Afli á togtíma 1995, sem var 26, 28 og 26 kg á ofangreind- um svæðum, er þó ekki sam- anburðarhæfur við fyrri ár vegna seinkunar vertíðar. Lífshættir humars og umhverfisskllyrði Humarinn við sunnanvert ís- land, en hann er á norðurmörkum útbreiðslu tegundarinnar í Norð- austur-Atlantshafi, er mjög við- kvæmur fyrir breytingum í um- hverfisþáttum, auk þess sem vissir lífshættir greina hann frá suðlæg- ari stofnum þessarar tegundar. Nægir þar að nefna miklar sveiflur í aflabrögðum eftir árstímum og árum sem oft má rekja til breyti- leika í botnhita og því hversu vel veiðist hér við land. Ferill hrygn- ingar og klaks er einnig ólíkur hjá humrinum við ísland miðað við heimildir frá suðlægari slóðum, því hvert kvendýr hrygnir aðeins ann- að hvert ár og tiltölulega færri hrognum en sunnar við Evrópu. Af þessu leiðir að viðkoma og nýl- iðun er hlutfallslega lítil við Island miðað við stofnstærð og sömuleiðis afrakstur þegar til lengri tíma er litið. Samhengi botnhlta og sjóndýpis ræður mlklu Samkvæmt niðurstöðum sjó- rannsókna var árferði í sjónum við ísland mjög slakt vorið 1995. Meðalbotnhiti á humarslóðum mældist lægri en nokkru sinni á síðastliðnum 20 árum og þörunga- gróður var hvergi mikill fyrir Suð- urlandi. í þessari úttekt var gerður Itar- legur samanburður á samhengi botnhita og sjóndýpis annars vegar og humarafla á sóknareiningu hins vegar. I ljós kóm nákvæmari stað- festing á því en áður, að veiðan- leiki humars virðist minnka við lágan botnhita og mikið sjóndýpi. Humarinn, sem að eðlisfari býr í holum á leirbotni og veiðist þá alls ekki, fer hins vegar í auknum mæli úr holunum í ætisleit við hærra hitastig og „kjörbirtu" við botn. Lágur botnhiti á humarslóð- um 1995 og mikið sjóndýpi, þ.e. tær sjór vegna lítils þörunga- magns, hefur því hugsanlega dreg- ið úr veiðanleika humars miðað við meðalárferði þannig að afli á tog- tíma var við neðri mörk 1995 án tillits til núverandi ástands humar- stofnsins. Sókn á humarmiðum Meðalsókn humarbáta árin 1991-1995 var um 48 þúsund tog- tímar á ári. Þetta samsvarar því að humartroll fari að meðaltali yfir 70-75% allra þekktra humar- svæða á ári. Ef þessi sókn er skað- leg fyrir stofninn umfram það sem nemur veiði, liggur það í hlutarins eðli að hagkvæmast sé að veiða tiltekið magn með sem minnstri sókn á besta veiðitíma, sem þá samræmist vissum þáttum hvað aðrsemi varðar. Við óbreyttar að- stæður er hins vegar oft verið að veiða verulegan hluta kvótans á óhagkvæman hátt síðari hluta sumars sem hins vegar kann að samræmast vel vinnslu og mörkuð- um. Engar óyggjandi upplýsingar liggja fyrir um óbeinan fiskveiði- dauða, sem humartrollið veldur til viðbótar við þekkta veiði. Vísbend- ingar frá stofnstærðarútreikning- um, auk neðansjávarmynda, benda þó ekki til þess að óbein fiskveiðid- ánartala á humri sé hátt hlutfall af heildardánartölu humars. Eins og kunnugt er hafa spunn- ist verulegar umræður um hugsan- leg áhrif annarra veiðarfæra, eink- um dragnótar, á þróun humar- stofnsins undanfarin ár. Að gefnu tilefni var því gerð úttekt á þróun sóknar með dragnót, auk fiski- og rækjutrolls, því ekki þótti ástæða til að undanskilja önnur togveiðar- færi. Tekin voru saman öll köst og tog með þessum veiðarfærum á humarveiðisvæðum samkvæmt aflaskýrsludagbókum árin 1991- 1995. í ljós kom að á þessu tíma- bili hafa veiðar með fiskitrolli á humarslóð farið minnkandi en sókn með rækjutrolli hefur stóraukist A&S Almenna Skipaþjónustún ehf Yfirverkstjórn á eirtni hendi. Sparið fiutningskostnað! AðgenJarþjónasta á fiski í Grindavík á vertíðinni. Kom vel út á síðnstu vertíð þrátt fyrir langan flutning. Höfuni skip til að fiska afla fyrir fiskvinnslur. Gerum að afla, ísum í kör og senduni hvert á land sem er. Aihiiða þjónusta við skip og áhafhir, sem þurfa að leita híáiar Suðvestanlands Skipamálun og skipaviðgerðir Eru með og útvegiini aJhfiðu skipaniálun, sandblástur, botnhreinsim, ttllar nifmagas-, tækja-, jám-, tré- og vélaviðgerðir. Gerum verðtillxtð samkvæmt Ixáðni og nánari atluigim í samráði við útgerð og vöndum valið á imditverltíökimi. Hafid samband og veríð velkomnir í vidskipti. Aukning við ofangreind símanúmer sést í útgáfu símaskrir 1996. (Sjá Reykjavíkur og- (irindavfkurskrá eftir það). árin 1994-1995, að vísu aðeins bundin við eitt veiðisvæði, þ.e. norðvestur af Eldey. Dragnótasókn á humarmiðum hefur nær þrefaldast að meðaltali frá 1991 til 1995, en hún hófst einkum með langlúruveiðunum frá og með 1987. Nú er svo komið að heildaryfirferð dragnótarkasta á ári er næstum jafnmikil og yfirferð með humarvörpu, enda þótt yfir- ferð dragnótarinnar sjálfrar sé mun minni. Veruleg breyting hefur einnig orðið á sóknarmynstri með dragnót efitr mánuðum, þannig að hlutdeild sóknar hefur aukist veru- lega fyrri hluta árs (mars-maí) árin 1993-1995. Óverulegur humarafli er skráður með öðrum veiðarfærum en hum- artrolli á hverju ári, enda þótt gera megi ráð fyrir einhveijum lönduð- um afla sem ekki er skráður í afla- dagbækur. Það á við um öll um- rædd veiðarfæri og ekki síður hum- artrollið sjálft. Hins vegar er því ekki að leyna, að aukin sókn með dragnót er viðbótar „skark“ á hum- armiðum án þess að hugsanleg áhrif þess séu þekkt. Því má þó bæta við að samdráttur í humar- afla á togtíma árið 1995 var engu minni á svæðum þar sem litlar eða engar dragnótarveiðar hafa verið skráðar árin 1967-1995. Rann- sóknir á dragnót á humarmiðum eru á áætlun hjá Hafrannsókna- stofnuninni á komandi vori. Ástand humarstofnsins Humarafli á togtíma náði síðast hámarki árin 1992-1993, einkum á austustu svæðunum við Suðaust- urland, þar sem árgangar áætlaðir frá 1984-1985 voru mjög sterkir. í kjölfarið komu mun lélegri ár- gangar frá árabilinu 1987-1989. Þessir árgangar hafa leitt til minnkandi nýliðunar, sem á snaran þátt í minni afla á togtíma árin 1994 og 1995, án tillits til utanað- komandi atriða sem greint var frá að framan. Árgangar í sögulegu lágmarkl Nýjasta úttekt á humarstofnin- um staðfestir það að árgangar frá tímabilinu 1987-1989 virðast allir í sögulegu lágmarki. Hins vegar bendir flest til þess að árgangar 1990-1991 séu mun betri, einkum á suðausturmiðum eins og árgang- ar 1984 og 1985 höfðu verið áður. Nokkrar vísbendingar eru því fyrir hendi um batnandi aflabrögð vegna þessa, einkum frá og með 1997. Þar eð humarstofninn er nú áætlaður heldur minni en gert var ráð fyrir í síðustu skýrslu, leggur Hafrannsóknastofnunin til að leyfilegur hámarksafli verði 1.500 tonn á humarvertíð 1996. Þetta mun leiða af sér sókn sem er að- eins innan við kjörsókn í stofninn, en þar er tekið tillit til þess að hlutdeild smáhumars verður tals- verð vegna batnandi nýliðunar á austustu miðunum. SJOMENN ATHUÚIi>: RAUTT EÐALGINSENG Skerpir athygli - eykur þol. NSK LEGUR VIÐ LATUM HJOLIM SNUAST LEIÐANDI VÉLAVERSLUN í MEIRA EN YúkW Foulsen Suðurlandsbraut 10,108 Reykjavík, sími 568 6499.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.