Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA iHtqgmiÞtaMfr 1996 BLAK MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ BLAÐ C HK-stúlkur tryggðu sér sinn fyrsta deildarmeistaratitill í Digranesi í gærkvöldi. Það var þó engiiin glæsileikur sem HK-stúlkur sýndu en liðið tapaði í þremur hrinum gegn einni og liðið verpti eggi í lokahrinunni sem stúdínur unnu 15:0!. Úrslitin í einstökum hrinuhi voru semhérsegir, 13:15,15:4 og 15:13. „Við vorum einfaldlega lélegar þrátt fyrir að við byrjuðum ágætlega í leikn- um. Uppspilið var ómögu- legt frá mér allan tímann og það kom niður á leik Iiðs- ins. Nú er bara að einbeita sér að úrslitakeppninni og gleyma hinu," sagði Anna G. Einarsdóttir, uppspilari og fyrirliði HK eftir leikinn. Elva Rut Helgadóttir lék best fyrir HK en hún var sú eina sem stúdínur áttu í erf- iðleikum með. Lið stúdína virkaði mjög frískt þótt skanimt væri síðan liðið hampaði bikarmeistaratitl- inum á laugardaginn og það veit vonandi á gott í fram- haldinu. MBL/Kristinn ANNA G. Einarsdóttir, fyrirliði HK, hampar fyrsta deildarmeistaratitli HK í kvennablakinu. KNATTSPYRNA Kvennalandsliðið til Portúgals Kristinn Björnsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í alþjóðlegu móti í Portúgal 11. - 17. mars. Leikið verð- ur gegn Finnum (11. mars), Dönum (13. mars) og Svíum (15. mars). Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Birna Björnsdóttir, Val og Sig- fríður Sophusdóttir, Breiðabliki. Aðrir leikmenn: Ásgerður Ingibergsdóttir, Guðrún Sæmundsdóttir, Hjördís Símonar- dóttir, Kristbjörg Ingadóttir og Ragna Lóa Stefánsdóttir, allar úr Val. Blikastúlkurnar; Ásthildur Helgadóttir, Helga Ósk Hannes- dóttir, Erla Hendriksdóttir, Katrin Jónsdótt- ir, Margrét Olafsdóttir og Vanda Sigurgeirs- dóttir. Guðlaug Jónsdóttir, Olga Færseth og Ásdís Þorgilsdóttir úr KR og Ingibjörg H. Ólafsdóttir úr ÍA. Jón Arnar efstur á Evr- ópulistanum JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarmaður frá Sauðárkróki, er efstur á lista yfir evrópska sjö- þrautarmenn, en listinn var gef inn út 26. febr- úar. Jón Arnar hefur fengið 6.110 stig í sjö- þraut á þessu ári, á sænska meistaramótinu í byrjun febrúar. Jón Arnar keppir í sjöþraut á Evrópumeistaramótinu innanhúss um helgina, en mótið fer fram i Stokkhólmi. Þrír aðrir f s- lendingar keppa á mótinu, Geirlaug B. Geir- laugsdóttir og Sunna Gestsdóttír í 60 metra hlaupi og Vala Flosadó ttir i stangarstökki. Vala keppir á föstudaginn en Geirlaug og Sunna á lauga rdaginii. Sjöþrautin hjá Jóni stendur hins vegar bæði á laugardag og sunnudag. Leó Örn Þorleifsson meiddur LEÓ Örn Þorleifsson, línumaður KA-manna, meiddist i leiknum gegn Víkingum sl. sunnu- dag. Hann fékk högg á annað hnéð í leiknum og það bólgnaði mjög. Eftir leikinn fór hann í sjúkrahús og þar var tappað af hnénu um 100 millilítrum af blóði. Ekki er enn vitað hversu hnémeiðsli hans eru alvarleg en það verður metið af lækni eftir viku þegar mesta bólgan er farin úr. En Ij óst er að hann leikur ekki með KA gegn ÍBV í Eyjum í kvöld. Reynir Reynisson, markvörður Víkings verð- ur 1 í klegast ekki með liði sínu í kvöld gegn Val að sögn Péturs Steins Guðmundssonar, formanns handknattleiksdeildar Víkings. Hann sagði hins vegar miklar líkur á að það tækist að tjasla þeim Rúnari Sigtryggsson og Árna Friðleifssyni saman fyrir kvöldið, en þessir þrír meiddust einnig í umræddum leik. Reynir tognaði í hné, Rúnar í baki og Árni á kálfa. Sparisjóðurinn á Seltjarnarnesi, aðal- styrktaraðili Gróttu, hefur ákveðið að bjóða öl I um sem v ilja á leik Gróttu og K R. Halldór vann bronsverðlaun -~i rimpfp*- HALLDÓR Svavarsson, ný- ráðinn landsliðs- þjálfari, varð í þriðja sæti í +65 kg flokki á Opna skandinaviska meistaramótinu í karate sem framfóríSví- þjóð um helgina. Þetta er eitt sterkasta mót sem haldið er í Evrópu og segir það mikið um árangur Hall- dórs. Þetta er bestí árangur hans síðan 1989 er hann varð Norðurlandameistari. Sigurvegarinn er frá Júgóslavíu. Auk Halldðrs kepptí Edda Lovisa Blöndal, sem er aðeins 19 ára, og varð hún í 4. sæti í +60 kg flokki og er það bestí árangur hennar á alþjóðlegu mótí til þessa. Hún varð einnig í 6. sæti í Kata. Það gekk ekki eins vel hjá Ól- afi Nielsen og Ingólfi Snorrasyni, enda ungir að áiuni og voru þarna aðallega til að fá reynslu. 370 keppendur tóku þátt í mótinu sem eins og áður segir er með því allra sterkasta sem fer fram í Evrópu. HALLDÓR Svavarsson. KNATTSPYRNA: EIÐUR SMÁRIGUÐJOHNSEN LÉK GEGN BARCELONA / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.