Morgunblaðið - 07.03.1996, Page 1

Morgunblaðið - 07.03.1996, Page 1
80 SÍÐUR B/C/D 56. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Harðir bardagar geisa í höfuðstað Tsjetsjníju Tsjetsjenar her- taka hluta Grosní Moskvu. Reuter. HARÐIR bardagar geisuðu í gær í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju, eftir að tsjetsjenskir uppreisnar- menn réðust inn í borgina úr þrem- ur áttum. Þeir komu rússnesku herliði og ráðamönnum í opna skjöldu og náðu hiuta borgarinnar á sitt vald. Heimildarmenn sögðu að 10 manns, rússneskir hermenn og óbreyttir borgarar, hefðu fallið í gær en óljóst var um manntjón uppreisnarliðsins. Sóknin sýnir að aðskilnaðar- sinnar undir forystu Dzhokhars Dúdajevs láta engan bilbug á sér finna og eru enn staðráðnir í að bjóða rússneska hernum birginn eftir fimmtán mánaða átök. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, er nú undir miklum þrýstingi að binda enda á átökin, sem gætu gert að engu vonir hans um að ná endur- kjöri í forsetakosningunum 16. júní. Forsetinn hefur boðað til fundar í Öryggisráði Rússlands í dag til að ræða hugsanlegar leiðir til að koma á friði. Einn af ráðgjöf- um forsetans, Oleg Soskovets að- stoðarforsætisráðherra, sagði Tsjetsjníju-deiluna vera „þyngstu byrði“ Jeltsíns. Ná þremur hverfum Blaðamaður í Grosní sagði að svo virtist sem uppreisnarmenn- irnir hefðu náð þremur hverfum á sitt vald. „Þetta eru hörðustu bar- dagarnir sem ég hef séð í Grosní frá því Rússar hertóku borgina," sagði blaðamaðurinn. Rússnesku hersveitirnar í borg- inni óskuðu eftir liðsauka og her- þyrlur skutu flugskeytum á upp- reisnarmenn í einu hverfanna. Þetta er í fyrsta sinn sem upp- reisnarmennirnir reyna fyrir al- vöru að endurheimta borgina frá því að rússnesku hersveitirnar náðu henni á sitt vald í hörðum sprengju- og loftárásum fyrir rúmu ári og lögðu stóran hluta hennar í rúst. Áður en sóknin hófst flutti Dúdajev ávarp í sjónvarpi að- skilnaðarsinna og varaði við árás- inni. „Við ætlum að taka Grosní- borg. Tsjetsjensku svikurunum verður ekki sýnd miskunn,“ sagði hann. Radújev fallinn? Fréttastofan Interfax skýrði frá því í gær að tsjetsjenski aðskiln- aðarsinninn Salman Radújev, sem stjórnaði gíslatökunni í Dagestan í janúar, hefði látist á sjúkrahúsi af völdum skotsára. Fréttastofan sagði að Radújev hefði særst í bardaga við tsjetsjenska andstæð- inga sína á sunnudag. Fréttastof- an Ítar-Tass hafði hins vegar eftir yfirmanni rússnesku hersveitanna í Tsjetsjníju að hann hefði heyrt óstaðfestar fréttir um að Radújev hefði særst í hörðum bardaga við rússneska hermenn í þorpinu Sernovodsk. Menn úr liði eins helsta hershöfðingja Tsjetsjena, Aslans Maskhadovs, sögðu í gær- kvöldi að Radújev væri enn á lífi. Reuter Krytur í Hadzici FRANSKUR hermaður úr friðargæsluliði Atlantshafs- bandalagsins (NATO) á verði í Hadzici, einu úthverfa Sarajevo, í gær. Beðið var komu lögregluliðs á vegum sambands- ríkis múslima og Króata í Bosn- íu en hverfið féll undir yfirráð þeirra í gær. Serbneskir íbúar þess höfðu sig flestir á brott. í gærmorgun hertók 18 manna hópur Króata lögreglustöð í Hadzici vegna óánægju með fyrirhugaðan fjölda Króata í sameiginlegu lögregluliði stað- arins en lét undan síga er lög- reglumaður á vegum Samein- uðu þjóðanna hótaði að kalla til franska NATO-hermenn. Bandaríkjastjórn samþykkti í gær vinnureglur fyrir gæslulið NATO þar sem gert er ráð fyr- ir víðtækara starfssviði en áður, m.a. við leit að stríðsglæpa- mönnum og aðstoð við flótta- fólk. Þýskaland Mesta atvinnu- leysi eftir stríð NUrnberg. Reuter. ATVINNULEYSIÐ í Þýska- landi jókst í febrúar og hefur aldrei verið meira frá stríðs- lokum. Rétt tæpar fjórar millj- ónir manna voru án vinnu, rúmlega 100.000 fleiri en í janúar. Stafar aukningin að miklu leyti af óvenjulegum vetrarhörkum er valda bygg- ingariðnaði vanda. Gúnter Rexrodt, efnahags- málaráðherra Þýskalands, sagði í gær, að þetta mikla atvinnuleysi væri óbærilegt en væri þó engin vísbending um nýtt samdráttarskeið í efna- hagslífinu. Búist væri við, að hagvöxtur ykist þegar á árið liði en það breytti þó litlu um ástandið á vinnumarkaðinum. Afleiðing mikilla launahækkana Joachim Fels, hagfræðing- ur hjá Goldman Sachs í Frank- furt, sagði í gær, að lands- menn væru nú að súpa seyðið af miklum launahækkunum í fyrravor. Eina bjargræðið virtist vera, að seðlabankinn lækkaði vexti. Palestínulögregla til atlögu gegn Hamas Jerúsalem, Gaza. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hefur skipað fyrir um harðar aðgerðir gegn Hamas- hreyfingunni, sem ber meginábyrgðina á hermdarverkunum í ísra- el að undanförnu. ísra- elskar og palestínskar her- og lögreglusveitir handtóku hundruð liðs- manna hreyfingarinnar í gær og ísraelskur ráð- herra sagði, að ætlunin væri að ná til allra leið- toga hennar. I gær réðust palest- inskir lögreglumenn inn í tugi stofnana á vegum heittrúarmanna og ísl- amska háskólann á Gaza. Leituðu þeir vopna og félaga í Hamas en há- skólinn hefur lengi verið ein af helstu miðstöðvum hreyfíngarinnar. Hefur Hamas raunar lýst yfir, að hann sé undir hennar stjórn en ekki palest- ínskra yfirvalda. Paiestínska lögreglan leitaði einnig á heimilum og í mosk- um á Gaza og í bænum Jenin á Vesturbakkanum voru 60 manns handteknir. Hefur hún þá alls handtekið 400 manns á síðustu dögum. Gaza og Vesturbakkan- um. ísraelskir hermenn réðust í gær inn í flótta- mannabúðir við Jenin og þeir hafa einangrað og lokað sumum íslömskum stofnunum, til dæmis skóla í Hebron og Abu Dis-skólanum í Austur- Jerúsalem. í Jeríkó dæmdi palest- inskur dómstóll Palest- ínumann í lífstíðarfang- elsi en hann hefur játað að hafa fengið til liðs við Hamas þijá menn, sem fórnað hafa lífi sínu og annarra með sama hætti. Vilja einangra íran Sendiherrar írans og Líbýu voru kallaðir í utan- ríkisráðuneytið í París í gær þar sem franska stjómin mótmælti stuðn- ingi stjórna þeirra við glæpaverkin í ísrael og boðaði frekari aðgerðir til að fylgja mótmælunum eftir. Hefur þýska stjórnin einnig mótmælt afstöðu írana og Warren Christopher, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt, að Bandaríkjastjórn ætli að fá önnur ríki í lið með sér við að einangra ríkisstjórn bókstafs- trúarmanna í Iran. Reuter LÖGREGLUHUNDUR, sérþjálfaður í að finna sprengjur, er látinn þefa af öskutunnu við verslunargötu í Jerúsalem í gær. Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær að Arafat yrði að ganga lengra og láta handtaka leiðtoga vopnaðra sveita Hamas, er nefnast Qassam, á sjálfs- stjórnarsvæðum Palestínumanna á Repúblikanar Tveir heltast úr lestinni Albany, Nashville, Washington. Reuter. LAMAR Alexander, fyrrver- andi ríkisstjóri í Tennessee, og Richard Lugar, öldunga- deildarþingmaður frá Indi- ana, sögðu í gær að kosninga- herferð þeirra fyrir tilnefn- ingu til forsetaframboðs fyrir Repúblikanaflokkinn væri á enda. Báðir guldu afhroð í forkosningum í átta ríkjum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Alexander og Lugar lýstu báðir yfir stuðningi við Bob Dole, leiðtoga meirihluta rep- úblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sem sigraði í öllum ríkjunum átta og þyk- ir langt kominn með að tryggja sér tilnefningu flokksins. Jack Kemp, fýrrverandi íþróttastjarna, öldungadeild- arþingmaður frá New York og húsnæðismálaráðherra, lýsti í gær stuðningi við fram- boð auðkýfingsins Steve Forbes. Mikilvægar forkosn- ingar verða haldnar í New York í dag og Dole hefur talsvert forskot á Forbes þar samkvæmt skoðanakönnun- um. ■ Tilnefning Doles /18 l

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.