Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 7. MÁRZ 1996 líAnnr MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skipting úthafskarfans á Reykjaneshrygg NEAFC-fundur í London í dag FUNDUR Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) um skiptingu úthafskarfastofnsins á Reykjaneshrygg hefst í London í dag. Rætt hefur verið um að boða formlegan aukaársfund NEAFC um miðjan mánuðinn, náist samkomulag um kvótaskiptingu áður, til þess að ákveða kvóta áður en karfavertíðin hefst. Skammur tími er því til stefnu fyrir aðildarríki NEAFC að ná sam- komulagi. Fyrir fundinum liggja þrjár tillög- ur, sem komu fram á síðasta fundi NEAFC. í fyrsta lagi er um að ræða sameiginlega tillögu íslands, Fær- eyja og Grænlands, sem byggist meðal annars á dreifingu _ karfa- stofnsins á milli lögsagna íslands, Grænlands og úthafsins, veiði úr stofninum á liðnum árum, því hversu Umræður utan dagskrár Meðferð- arheimilið verður rekið áfram MEÐFERÐARHEIMILI barna við Kleifarveg í Reykjavík verður rekið áfram þrátt fyrir að Sjúkrahús Reykjavíkur muni hætta rekstri heimilisins 1. júní. Þetta sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra á Alþingi í gær, í um- ræðu utan dagskrár um mál- efni heimilisins. Ingibjörg sagðist hafa rætt þessi mál við borgarstjóra Reykjavíkur og þær væru sammála um að leggja fram tillögur um fram- tíð heimilisins fyrir næstu mánaðamót. Meðferðarheimilið við Kleif- arveg hefur verið rekið í tengslum við geðdeild Sjúkra- húss Reykjavíkur en sjúkra- húsyfirvöld ætla að hætta þátttöku í rekstrinum í sparn- aðarskyni. Heilbrigðisráðherra sagði starfsemi heimilisins á mörkum heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu en ekki stæði til að flytja hana til félagsmálaráðuneytis. Hún sagði að m.a. væri verið að athuga hvort flytja ætti heim- ilið undir geðdeild Landspítal- ans. Óvissa um framtíð Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Alþýðuflokksins, hóf umræðuna og gagnrýndi hvernig staðið hefði verið að því að kynna ákvörðun um að Sjúkrahús Reykjavíkur hætti rekstrinum, og í kjölfarið væru boðaðar viðræður um hvort félagsmála- eða fræðsluyfir- völd taki við rekstrinum að einhverju leyti. . - Hún sagði að þetta skapaði óvissu um framtíð þeirra barna sem eiga heimili við Kleifar- veg. Rannveig sagði að þar væru vistuð átta börn og helm- ingurinn byggi þar. Þessi bðrn hefðu átt í miklum erfiðleikum og þyrftu á mikilli aðstoð sam- félagsins að halda. háð einstök lönd eru veiðunum og vísindafrámlagi einstakra ríkja. Þessi tillaga gerir ráð fyrir 150.000 tonna heildarkvóta og að af honum kæmu 59.000 tonh ,í hlut íslands, 57.000 tonn í hlút Færeyja og Grænlands sameiginlega, i Evrópusambandið fengi 6.000 tonn, Rússland 17.000 tonn, Noregur 4.000 tonn og önnur ríki um 7.000 tonn. Rússar vilja miða við veiðireynsluna eingöngu Tillaga Rússa gerir ráð fyrir að eingöngu verði miðað við veiði- reynslu undanfarinna ára og kemur slíkt Rússum mun betur, en íslend- ingum verr. Samkvæmt tillögunni yrði heildarkvótinn svipaður, en af honum fengi Rússland 65.000 kvóta en ísland aðeins 27.000 tonn. Þriðja tillagan er komin frá Evr- ópusambandinu og gerir ráð fyrir að 30% heildarkvótans, eða um 45.000 tonn, skiptust jafnt á milli Íslands, Grænlands og Færeyja, en afgangin- um yrði skipt í hlutfalli við veiði- reynslu síðasta árs. Samkvæmt heimildum blaðsins verður kvótatal- an samkvæmt þessari tillögu hag- stæðari fyrir Island en ef farið væri eftir tillögu Rússa, en íslenzk stjórn- völd vilja ekki fallast á röksemdir ESB fyrir þessari úthlutunaraðferð. Nokkur ágreiningur er á milli ríkja NEAFC um það hver hafi verið raun- veruleg veiðireynsla hvers þeirra um sig á liðnum árum og þurfa ríkin að byrja á að koma sér saman um töl- urnar til þess að geta náð samkomu- lagi um kvótaskiptingu, sem byggist meðal annars á þeim. Morgunblaðið/Björn Blöndal ÞEIR félagarnir Gunnar Þór Grétarsson sem er til vinstri á myndinni og Guðiaugur Guðmundsson á Skarfakletti GK 3, 5,9 tonna plastbáti, fengu óvæntan drátt á linuna á svokallaðri Strumpaslóð í gær þegar þeir fengu gamalt akkeri sem Gunnar Þór Grétarsson heldur á ásamt sýnishorni af aflanum. Morgunblaðið/Benedikt LOKIÐ skall á bílnum farþegamegin og lyfti honum upp, segir Magnús Stefánsson bæjarstarfsmaður á Eskifirði. Bæj arverkstjórinn slapp með naumindum BETUR f6r en á horfðist þegar um 40 kg plastlok af vatnstanki ofan við Eskifjörð þeyttist upp í loftið og! ciif i farþegamegin á bU bæjarverkstjórans í 60 til 80 m fjarlægð um kl. 14 á þriðjudag. Kristján Ragnarsson, bæjarverk- stjóri, sat bílstjóramegin og slapp ómeiddur. Hins veger urðu tölu- verðar skemmdir á bílnum. Kristján og fleiri bæjarstarfs- menn ætluðu að fylla fimm vatns- tanka fyrir ofan bæinn af vatni til að fá meiri þrýsting á vatnið niður í bæinn. Ekki reyndist hins vegar unnt að fylla einn tankanna og plastlok ofan á honum þeyttist skyndilega upp i ioftið. „ Við gerðum okkur eiginlega Byggjaþarf alltað537 skólastofur BYGGJA þarf 376 til 537 almennar kennslustofur í skólum landsins til að fullnægja ákvæðum grunnskóla- laga um samfelldan skóladagog ein- setinn skóla. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Ragnars Arnalds. Nú eru 128 grunnskólar einsetnir eða tæplega 65% skóla og er áætlað að 376 bekkjardeildir séu eftir há- degi í tvísetnum skólum. Segir í svarinu að ef sú forsenda sé notuð þurfi að byggja 376 skólastofur til ,að einsetja skólana. Samband íslenskra sveitarfélaga kannaði á síðasta ári hversu margar skólastofur þyrfti að byggja til að einsetja alla skóla og samkvæmt svörunum þarf að byggja 537 kennslustofur. ekki grein fyrir því að lokið hefði farið í loftið fyrr en það skall á bílnum farþegamegin og lyfti honum upp. Kristján sat í Wisljó- rasætinu og slapp ómeiddur en við vorum allir í losti yfir þessu," sagði Magnús Stefánsson, véla- maður, um atburðinn. Hann sagði að billinn væri nánast ónýtur. Tankurinn var tekinn úr sam- bandi og steypuklossi settur fyrir opið. Ekki er vitað hvernig stóð á því að lokið þeyttist af tanknum og fer rannsókn fram í dag. Lokið var boltað niður á tank- inn. Tankamir eru niðurgrafnir og aðeins efsti hlutinn stendur upp úr jörðinni. Sá guli kem- ur í kjölfar loðnunnar Kcflavik. MorgunbUðið. „YIÐ vorum á svokallaðrí Strumpaslóð og vorum með gamia síld sem við lögðum á steinbítsmið en árangurínn var ekkert sérstakur að þessu sinni," sagði Gunnar Þór Grétarsson á Skarfakletti GK 3 þegar hann var að landa í Sandgerði í gær. Ágætur afli hefur verið hjá Sandgerðisbátum að undanförnu og á það við um öll veiðarfæri. Sá guli kemur í kjölfar Ioðnunnar og sem dæmi um afla í síðustu viku var Ósk KE 5 með 77 tonn í net, Haförn KE14 var með 72 tonn í dragnót og Hafborg KE var með 47 tonn á linu, en þetta eru allt minni bátar. Sömu sögu er að segja í Kefla- vík, en þar landaði Happasæll KE 136 tonnum og Gunnar Há- mundarson GK landaði 1031. Norðménn íefstu sætum NORÐMENNIRNIR Simen Agdestein og Jonathan Tisdall eru efstir og jafnir með 4'/2 vinning á Reykjavíkurskákmót- inu. Hannes Hlífar Stefánsson stöðvaði sigurgöngu Agde- steins í gær og varð jafntefli í skák þeirra. Hannes Hlífar, Helgi Áss Grétarsson og Predrag Nikolic eru með 4 vinninga, en Helgi Áss sigraði enska stórmeistar- ann Conquest í 5. umferð. Með- al þeirra sem hlotið hafa 3'/2 vinning eru Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson, Helgi Ól- afsson og Þröstur Þórhallsson. ¦ Agdestein/37 Kirkjumálaráðherra beðinn um að skipa úrskurðaraðila Biskup víkur sæti í Langholtsdeilu HERRA Ólafur Skúlason biskup ritaði í gær sr. Flóka Kristinssyni, Jóni Stefánssyni organista og sókn- arnefnd Langholtskirkju og til- kynnti að hann hefði ákveðið að víkja sæti í Langholtsdeilu. Einnig ritaði biskup kirkjumálaráðherra og fór þess á leit að hann skipaði lög- hæfan aðila til að úrskurða í deil- unni. Að sögn Eiríks Tómassonar, lög- fræðilegs ráðgjafa biskups, tók biskup það fram í bréfi sínu til málsaðila að sr. Flóki Kristinsson hefði upphaflega krafist þess áð biskup viki sæti í deilunni vegna ástæðna sem lögmaður sr. Flóka tiltók í sinni greinargerð. Ólafur tók fram að hann teldi sig ekki vanhæf- an vegna þeirra ástæðna sem þar voru tilgreindar. Hins vegar hefði það gerst að sr. Flóki hefði borið fram kvörtun við siðanefnd Prestafélags íslands, vegna tiltekinna ummæla hr. Ólafs í fjölmiðlum. Siðanefndin hefði kveðið upp úrskurð í málinu og tek- ið undir sjónarmið sr. Flóka, án þess þó að leita álits hr. Ólafs á þessari kvörtun. Af þessari ástæðu teldi Ólafur nú rétt að hann viki sæti í málinu með vísun til vanhæf- isástæðna í stjórnsýslulögum þegar svopa væri komið. Ólafur Skúlason lét þess getið í bréfinu að hann hefði óskað eftir því við kirkjumálaráðherra að annar löghæfur maður yrði settur í sinn stað til að úrskurða í þessu tiltekna máli. Biskup sendi og kirkjumálaráð- herra bréf síðdegis í gær þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni og óskaði eftir því að ráðherra setti annan löghæfan mann til að úr- skurða í málinu. Löghæfir teljast þeir sém upp- fylla skilyrði fyrir því að vera kjörn- ir biskupar. Það eru guðfræðikandí- datar, sem fullnægja skiiyrðum til þess að vera skipaðir prestar í þjóð- kirkjunni. Þeir eru undanskildir sem teljast vanhæfir til að koma að úr- skurði í þessu tiltekna máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.