Morgunblaðið - 07.03.1996, Side 4

Morgunblaðið - 07.03.1996, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Aðgerðanefnd opinberra starfsmanna með fundaherferð Opinberir starfsmenn krefjast samráðs Morgunblaðið/Sverrir EIRÍKUR Jónsson, formaður KÍ, Páll Halldórsson, formaður BHMR, og Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, höfðu framsögu á fundinum auk Sigurjóns Gunnarssonar, varaformanns SIB. SAMEIGINLEGUR fundur stjórna BHMR, BSRB og KÍ og formanna aðildarfélaga þeirra var haldinn í gær. Þar voru til umræðu aðgerðir vegna þriggja frumvarpa ríkis- stjórnarinnar sem snerta réttindi og kjör ríkisins. Á fundinum kom fram að aðgerðanefnd samtakanna hefur haldið nær 100 fundi í félög- um og á vinnustöðum opinberra starfsmanna frá 23. febrúar síðast- liðnum til að kynna frumvarpsdrög- in og möguleg áhrif þeirra. Reiðubúin í viðræður í máli fundarstjóra, Mörthu Á. Hjálmarsdóttur, varaformanns BHMR, kom fram að þegar þessari fundaherferð innan samtakanna lýkur taki við aðgerðir sem munu beinast út á við. Fræða þurfi al- menning um sjónarmið opinberra starfsmanna. Sjúkrasjóður YR 40% fé- lagsmanna fengu bætur SJÚKRASJÓÐUR Verslunar- mannafélags Reykjavíkur greiddi 40% félagsmanna bæt- ur á seinasta ári og hefur bóta- þegum fjölgað um 32% frá 1994. Aukningin er 14,2 millj- ónir í krónum talið, eða 22% Meðal skýringa er að trygg- ingarvernd sjóðsins er stöðugt að vaxa, en í fyrra var tekju- tenging dagpeninga hækkuð úr 20% í 60% af launum. Vegna þessarar auknu ttyggingar- vemdar hefur stjórn VR ákveð- ið að láta gera tryggingar- fræðilega úttekt á sjóðnum, ekki síst þar sem nauðsynlegt þykir að tryggja að fullu getu sjóðsins til að standa undir vaxandi skuldbindingum. Bætur 180 þús. að meðaltali Á liðnu ári hóf sjóðurinn einnig að greiða dagpeninga til foreldra bama yngri en 16 ára sem urðu að vera frá vinnu vegna veikinda þeirra. Bætur til þeirra 328 félaga sem nutu hæstu bóta úr sjúkrasjóði VR vegna sjúkdóma og atvinnu- missis námu 180 þúsund krón- um að meðaltali. Fullgildum félögum VR fjölgaði um 750 á sl. ári og eru þeir nú 12.442 eða nærri 20% vinnufærra manna á félags- svæði VR. Alls fengu 1.914 atvinnuleysisbætur að upphæð um 436 milljónir króna, 809 fengu fræðslustyrki fyrir um 4,3 milljónir króna og sjúkra- sjóðurinn greiddi 4.941 félags- manni rúmar 77,5 milljónir króna. Rekstrartekjur VR, sem eru m.a. félagsgjöld og sjúkrasjóðs- gjöld, námu tæpiega 324 millj- ónum króna á seinasta ári en rekstrargjöld liðlega 263 millj- ónum króna. Hreinar tekjur af reglulegri starfsemi námu rúm- um 104 milljónum króna en hreinar tekjur til ráðstöfunar rúmum 61 milljón króna. Eign- ir félagsins eru rúmir 1,3 millj- arðar króna, þar af veltufjár- munir rúmir 743 milljónir króna. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem samtökin 'krefjast þess meðal annars „að ríkisstjórnin hafi raunverulegt samráð við opinbera ÓLAFUR Briem bæjarritari í Kópa- vogi segir að bæjarstjórn hafi ekki talið rök fyrir því að hafna beiðni um hundasýningu í íþróttahúsi Digra- nesskóla um síðustu helgi því ekki hafi verið sýnt fram á skaðsemi henn- ar. Foreldri drengs í Hjallaskóla, sem er í leikfimi í húsinu, mótmælti ákvörðun bæjaryfirvalda því drengur- inn er með ofnæmi fyrir hundum. Ólafur segir að skólanefnd bæj- arins hafi ályktað gegn þessari ráð- stöfun en greinargerð heilbrigðis- fulltrúa hafi ráðið úrslitum í ákvörð- un bæjarstjórnar. „Hann hafði í höndum umsögn frá Hollustuvemd ríkisins og var búinn að leita eftir því hvort sýning þarna gæti valdið starfsmenn og leiti samninga um þær breytingar sem hún vill koma fram. Lög um ráðningarréttindi, líf- eyrisréttindi og samningsrétt eru einhveijum skaða. Hann kannaði meðal annars hverjar afleiðingamar af slíkum sýningum hefðu verið hér og erlendis. Eftir að hafa aflað þessara gagna komst heilbrigðisfulltrúinn að því að ekki væri sýnt fram á að þetta væri skaðlegt og það var þess vegna sem samþykki fékkst. Meirihluti bæjar- stjórnar sá ekki efnisleg rök fyrir því að hafna þessu leyfi,“ segir Ólaf- ur en hún var samþykkt með fímm atkvæðum gegn fjórum. Haldnar áður án leyfis bæjaryfirvalda Jón Guðmundsson mengunar- varnafulltrúi Kópavogs segir að sýn- afrakstur samninga á milli aðiia.“ í ályktuninni segir að samtökin séu reiðubúin að hefja viðræður við ríkisstjórnina um framtíðarfyrir- komulag á réttindum og réttarstöðu opinberra starfsmanna. „Forsendur fyrir slíkum viðræðum eru þó þær að niðurstaðan feli a.m.k. í sér óskertan samningsrétt stéttarfélag- anna, óskert áunnin réttindi ein- staklinga og óskert heildarkjör ein- staklinga til framtíðar." Ollum ráðum beitt Ályktuninni lýkur á þeim orðum að dragi ríkisstjórnin ekki frum- vörpin til baka og leiti samninga við opinbera starfsmenn um þessi mál muni samtökin snúa sér að því af alefli að vetja öll gildandi rétt- indi félagsmanna og félagslega "stöðu stéttarfélaganna með öllum tiltækum ráðum. ingar af þessu tagi hafi verið haldn- ar áður í húsinu, undan því hafi verið kvartað og því hafí verið farið fram á að send yrði formleg beiðni svo heilbrigðisnefnd gæti tekið um það formlega ákvörðun. „Þetta var aðeins heimilað í þetta eina skipti og nú er verið að mæla hvort ofnæm- isvaka verði vart í húsinu eftir sýn- inguna," segir Jón en rannsóknin er í höndum ofnæmislæknis og gerð að beiðni Hundaræktarfélagsins til þess að fá málið á hreint að hans sögn. „Við höfum fengið upphring- ingu um að óþæginda hafí orðið vart hjá börnum og þetta verður örugglega tekið til mjög rækilegrar skoðunar," segir Jón að lokum. Þingveisla kostaði 1.200 þús. krónur KOSTNAÐUR vegna þing- veislu, sem haldin var nýlega, var um 1.200 þúsund krónur, að sögn Karls M. Kristjáns- sonar, fjármálastjóra Alþing- is. Allur kostnaður greiðist af rekstrarfjárveitingu Al- þingis. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðhera sagði í umræð- um á Alþingi í fyrradag að alþingismenn væru nýlega komnir af árshátíð sem ekki hefði kostað þá krónu og ef til vill ættu þingmenn að sýna fagurt fordæmi með því að greiða inn á þá skemmtun. Að sögn Karls M. Kristj- ánssonar á þingveisla sér ianga sögu og er í raun árshá- tíð alþingismanna. Forseti Alþingis býður til þingveislu einu sinni á ári. Forseta Is- lands er boðið til veislunnar, auk þingmanna og maka þeirra, alls um 130 manns. Karl sagði að tæpur helm- ingur kostnaðarins væri vegna matar, um fjórðungur vegna tónlistar, söngs og skemmtiatriði og um fjórð- ungur vegna borðvíns og for- drykks. Vinnuskóli Reykjavíkur 90% af ungl- ingataxta Dagsbrúnar BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt, að tillögu stjórnar Vinnuskóla Reykjavíkur, að laun 14 og 15 ára unglinga hjá Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 1996 verði 90% af unglingatöxtum Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar. í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er minnt á rammaáætlun flokksins, sem lögð hafi verið fram við umræðu um fjárhagsáætlun 1996. Þar hafi verið gert ráð fyrir að auka framlög til Vinnuskólans, þannig að starfstíminn yrði lengdur. Þær hugmyndir hafi ekki fengið hljómgrunn. Bent er á að núverandi tillögur byggist á þeirri fjárhagsáætlun sem R-listinn samþykkti. Neyðarlínan Rúmar 31,5 millj. vegna nýbyggingar BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að taka rúmlega 31,5 milljóna króna tilboði lægst- bjóðanda í nýbyggingu fyrir Neyðarlínuna hf., við Slökkvi- stöðina í Skógarhlíð 14. Sjö aðilum var gefinn kost- ur á að bjóða í verkið og skil- uðu allir inn gildum tilboðum. Lægsta boð áttu Ásmundur og Hallur hf. og var tilboð þeirra 98,04% af kostnaðar- áætlun. Morgunblaðið/Kristinn STEFÁN Þórðarson bátasmiður. Tíu nýir róðrarbátar ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð borgarinnar er að láta smíða tíu kappróðrarbáta í Nauthólsvík til þess að auka veg róðraríþróttarinnar. Bátarnir eru úr plasti, steyptir með þýskum aðferðum og hráefnum, 14 kíló og átta metra langir, segir Stefán Þórðarson báta- smiður. Stefnt er að því að smíða tíu báta og verður verkinu að Ijúka fyrir apríllok að Stefáns sögn. Gísli Eggertsson hjá ITR segir smíðina eitt af átaks- verkefnum borgaryfirvalda og kostaða af Atvinnu- leysistryggingasjóði. Smíði bátanna kostar á þriðju milljón að hans sögn og veitir tveimur starfsmönnum vinnu um nokkurra mánaða skeið. Tilgangurinn er meðal annars sá að auka áhuga fólks á kappróðri en þessir bátar henta fólki á öllum aldri, sem vegur 50-80 kíló. Auk Stefáns, sem fyrr er getið, vinnur Leone Tingan- elli að smíðinni en hann er fyrrverandi landsliðsmaður i róðri fyrir ítaliu og sérfróður um kappróðrarbáta. Bæjarsijórn taldi ekki sýnt fram á skaðsemi hundasýningar Mæling á ofnæmisvaka stend- ur yfir í íþróttahúsinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.