Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 7 FRETTIR Fleiri óskir um svæðisbundnar byggðaáætlanir TVÖ héruð á Austurlandi hafa ósk- að eftir aðstoð Byggðastofnunar við gerð svæðisbundinna byggðaáætl- ana. Stofnunin hefur ákveðið að hefja fyrst vinnu við áætlun fyrir Austur-Skaftafellssýslu og síðan fyrir Héraðsbúa. Á vegum Byggðastofnunar og viðkomandi sveitarstjórna hefur á undanfömum mánuðum verið unnið að gerð svæðisbundinna byggða- áætlana fyrir nokkuð héruð, meðal annars Skaftárhrepp og þrjá bæi á miðhluta Austfjarða. Að sögn Sig- urðar Guðmundssonar, forstöðu- manns þróunarsviðs Byggðastofn- unar, er einnig að hefjast vinna við gerð byggðaáætlunar fyrir Vestur- Barðastrandasýslu. Við gerð svæð- isbundinnar byggðaáætlunar er far- ið yfir skipulag opinberrar þjónustu og atvinnuþróunarmöguleika í við- komandi héraði. Tvær óskir að austan Á fundi stjórnar Byggðastofnun- ar í fyrradag voru kynntar tvær óskir um byggðaáætlanir á Aust- fjörðum og hefur verið ákveðið að byrja í Austur-Skaftafellssýslu, það er Hornafirði, Lóni, Suðursveit og Öræfum. Hugmyndir hafa verið um að hafa Djúpavogshrepp með í þess- ari áætlanagerð en Sigurður segir að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til þess. Ellefu sveitarfélög á Fljótsdals- héraði og Borgarfjarðarhreppur standa að ósk um svæðisbundna byggðaáætlun fyrir Héraðið. Eru þetta öll sveitarfélögin á svæðinu, þar á meðal Egilsstaðabær og Fella- hreppur. Sigurður segir að hafist verði handa við þá áætlun þegar Hornafjarðaráætlunin verður komin vel áleiðis. Reuter BILASÝNINGIN mikla hefur verið opin blaðamönnum í tvo daga en í dag verður hún opnuð almenningi. Sintra fjölnotabíll frá Opel Genf. Morgunbiaðið. SINTRA er nafnið á nýjum 7 manna bíl frá Opel með framdrifi sem kemur á markað með haust- inu. Er þetta fyrsti Opel-bíUinn sem framleiddur er í Bandaríkjun- um. Hann verður fáanlegur með 2,2 lítra og 141 hestafla vél eða 3 lítra 201 hestafla vél — hinni sömu og er í Omega. Bíllinn er sýndur á bílasýningunni í Genf. Aflmeiri vélin með 202 km há- markshraða og er 10,9 sek að knýja bílinn úr kyrrstöðu í 100 km hraða en hann vegur 1.710 kg. Díselvél verður fáanleg á miðju næsta ári. Sintra 4,67 m langur, um 15 sm styttri en Omega, 1,83 m breiður og 1,71 m hár. Hann virkar nokkuð síður og er fram- endinn lágur og hallandi sem ger- ir bílinn ágætlega straumlínulag- aðan. Sintra er í flokki fjölnotabQa sem verða sífellt vinsælli í Evrópu enda eru flestir stærstu framleið- endurnir farnir að bjóða bfla af þessari gerð. Tvær kraíuTiiklar! Macintosh - eins og hugur manns! ^Apple-umboSð SkipboM21 • Sími 511 5111 Heimasíðan: bttp-.llwww. apple. is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.