Morgunblaðið - 07.03.1996, Page 8

Morgunblaðið - 07.03.1996, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HVER á hvað og hvað er hvers? Utanríkisráðherra um Norðurlöndin og ríkjaráðstefnu ESB Pólitískur vilji til sam- ráðs við Island og Noreg HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að greinilegur póli- tískur vilji sé hjá þremur norræn- um aðildarríkjum Evrópusam- bandsins að hafa samráð um mál- efni ríkjaráð- stefnu sam- bandsins við ís- land og Noreg, sem standa utan ESB. Ingvar Carls- son, forsætis- ráðherra Sví- þjóðar, lagði til í ræðu á Evróp- uráðstefnu Norðurlanda- ráðs í fyrradag að norrænu ESB- ríkin hefðu með sér samráð um málefni ríkjaráðstefnunnar, þar sem ísland og Noregur fengju að fylgjast með. Er Carlsson var innt- ur nánar eftir þessu á blaða- mannafundi, nefndi hann að aðal- samningamenn norrænu ESB- ríkjanna gætu haft með sér reglu- bundna morgunverðarfundi, eins og tíðkazt hefði í Norðurlanda- hópnum á ýmsum alþjóðaráðstefn- um. Fundir sendiherra Islands og Noregs með fastafulltrúum? Fastafulltrúar Norðurlandanna hjá Evrópusambandinu í Brussel eru jafnframt aðalsamningamenn þeirra á ríkjaráðstefnunni. Auðvelt væri að koma á reglulegum fund- um þeirra með sendiherrum ís- lands og Noregs hjá Evrópusam- bandinu, sem jafnframt hafa að- setur í Brussel. Halldór Ásgríms- son segir hins vegar að þessi hug- mynd hafi ekki verið útfærð nán- ar. Aðspurður hvort ekki þurfi að bregðast fljótt við, sé ætlunin að koma á nánara samráði norrænu ríkjanna um málefni ríkjaráðstefn- unnar, sem hefst siðar í mánuðin- um, segir Halldór: „Jú, þetta er hlutur, sem þarf að ganga frá sem Forsætisráðherra Sví- þjóðar hefur sett fram hugmyndir um að Island og Noregur fái aðgang að fundum aðalsamn- ingamanna norrænu ESB-ríkjanna á ríkja- ráðstefnu Evrópusam- bandsins. Halldór Ás- grímsson utanríkisráð- herra segir að greinileg- ur pólitískur vilji sé hjá hinum norrænu ríkjun- um að taka tillit til ís- lands og Noregs. fyrst, en aðalatriðið er að þarna er pólitískur vilji fyrir hendi. Ég tel að ráðstefnan í Kaupmanna- höfn hafi verið gagnleg, því að hún jók samstöðuna og sýndi fram á vilja til að taka tillit til aðstæðna íslands og Noregs.“ Halldór bendir á að samstarf Norðurlandanna um Evrópumál hafi verið í þróun að undanförnu. Hann nefnir sem dæmi að sumir fagráðherrar norrænu ESB-ríkj- anna haldi með sér fundi fyrir fagráðherrafundi Evrópusam- bandsins. „Umhverfisráðherrarnir hafa t.d. hitzt fyrir slíka fundi og þá er umhverfisráðherrum Noregs og íslands boðið að vera þar með,“ segir Halldór. Þarf að halda samstöðunni Leiðtogar Evrópusambandsríkj- anna ákváðu á fundi sínum í Madríd í desember síðastliðnum að EFTA-ríkin skyldu „upplýst" um „gang viðræðna“ á ríkjaráð- stefnunni, en kváðu ekki á um að það skyldi gerast með reglubundn- um hætti eða hvaða form yrði haft á þeim samskiptum. Halldór segir að Noregur og ísland hafi talið eðlilegt að EFTA-ríkin ættu einhvers konar aðild að ríkjaráð- stefnunni, vegna þess að niður- stöður hennar snertu Evrópska efnahagssvæðið. „Svarið er venju- lega það að engar tillögur séu uppi um breytingar á innri mark- aðnum og þess vegna eigi það ekki við að 'þessi ríki komi þar að máli,“ segir Halldór. „Hvað sem því líður, munu niðurstöðurnar bæði hafa áhrif á okkar mál og málefni Noregs.“ Halldór segir að norrænu ESB- ríkin hafi stutt ísland og Noreg í þessu sambandi og fylgt því eftir innan Evrópusambandsins. „Með orðum sínum er Ingvar Carlsson að leggja áherzlu á að það þurfi að halda samstöðunni milli Norðurlandanna um þessi mál, þrátt fyrir ólíka aðstöðu,“ segir hann. „Hvernig þetta verður út- fært skal ég ekki segja til um, en þarna kom fram ákveðinn pólitísk- ur vilji, sem ég varð einnig var við af hálfu Finna og Dana. Við undirbúning ríkjaráðstefnu ESB hafa norrænu aðildarríkin þrjú að sumu leyti haft minna samstarf en önnur ríki ESB. Þau hafa þannig skilað tillögum sínum fyrir ráðstefnuna hvert í sinu lagi, en Beneiux-löndin og Frakkland og Þýzkaland hafa lagt fram sam- eiginlegar tillögur. A Evrópuráð- stefnu Norðurlandaráðs kom hins vegar fram vilji til að samræma afstöðu norrænu ríkjanna frekar. Halldór Ásgrímsson segir að sá vilji stafi meðal annars af ótta við að gengið verði á rétt minni ríkja ESB í þeim samningum, sem ríkj- aráðstefnan mun gera. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Listir, menning og fræðsla MENNINGAR- og félagsmiðstöðin í Gerðubergi er þrettán ára um þessar mundir en starfsemin þar hefur sjaldan verið blóm- legri en einmitt nú. Elísa- bet Þórisdóttir, sem verið hefur forstöðumaður Gerðubergs frá opnun, segir að aðsókn að húsinu hafi aukist jafnt og þétt á þessum þrettán árum. „Núna koma hingað á milli sex og sjö hundruð manns á dag. Á undan- förnum árum höfum við verið að einbeita okkur meira að menningunni. Listviðburðum af ýmsu tagi hefur fjölgað um leið og það hefur losnað um húsnæðið sem í fyrstu var að nokkru leyti notað und- ir kennslu grunnskólabarna." - Hvert er hlutverk Gerðu- bergs? „Við teljum okkar hlutverk vera að vekja athygli á því sem vel er gert og er uppbyggjandi, hvetjandi, ögrandi, framsækið eða nýtt, hlusta á umhverfi okk- ar og vera í takt við það. Við vorum til dæmis með þýskan brúðugerðarmann í heimsókn um síðustu helgi sem sýndi verk sín bæði fyrir börn og fullorðna og við höfum verið með yfirlitssýn- ingu á verkum Braga Ásgeirs- sonar, myndlistarmanns, undan- farnar vikur. Það er iðulega eitt- hvað um að vera hér á sunnudög- um og má því benda fólki á að það er hægt að gera ýmislegt gott og uppbyggilegt á þeim dög- um, kíkja t.d. eftir auglýsingum okkar. Áuk þess sem er að ger- ast í húsinu hjá okkur viljum við benda á að við erum staðsett í jaðri Elliðaárdals, sem er frábært útivistarsvæði." - Geldur Gerðuberg ekki fyrir staðsetninguna? „Sumir vilja halda því fram en ég myndi aftur á móti segja að við njótum góðs af því að vera hérna í Breiðholti. Við erum beintengd við Elliðaárdalinn auk þess sem einn þriðji af Reykvík- ingum býr í Breiðholti. En á meðan við höfum upp á eitthvað skemmtilegt að bjóða held ég að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur, fólk myndi koma hvar sem við værum stödd.“ - Hvað er á döfinni í Gerðu- bergi? „ Á bókasafninu, sem á tíu ára afmæli þessa dagana, munu svo verða daglegir tónlistarvið- burðir kl. 17 alla þessa viku. Á sunnudaginn verður svo opnuð yfirlitssýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur, mynd- listarmanns, en þá mun einnig fara fram sjónþing um hana þar sem list hennar og ferill verða rædd fram og til baka. Fyrsti _____ maður á sjónþingi var Bragi Ásgeirsson og var geysi- legur áhugi á þeirri dagskrá. Þegar hafa verið skipulögð sjö sjónþing og fer það eftir viðtöic- um við þeim hvort haldið verður áfram með þennan þátt starf- seminnar. Sunnudaginn 17. mars eru svo tónleikar með Michael Jon Clark og dagskrá sem kallast Ljóð og djass verður 24. mars þar sem ljóð verða flutt við undirleik frumsamins djass. Hafsteinn Austmann mun opna sýningu hér síðari hluta mars og þannig Elísabet Þórisdóttir ► Elísabet Þórisdóttir er fædd í Reykjavík árið 1954. Hún varð leikari frá Leiklistarskóla íslands 1976. Hún hefur sótt félagsmálanámskeið og nám- skeið á vegum Stjórnunarfé- lags íslands. Elísabet var starfsmaður í Tónabæ árin 1972-76, aðstoðarforstöðu- maður félagsmiðstöðvarinnar Fellahellis 1977-82. Hún var starfsmaður hjá Fasteigna- mati rikisins 1976-77 ogfor- stöðumaður við menningar- miðstöðina í Gerðubergi frá 1982. Hún hefur fengist við leiklistarstörf hjá Alþýðuleik- húsinu, Leikfélagi Reykjavík- ur og í útvarpi og sjónvarpi. Elísabet var einn af stofnend- um Leiklistarskóla SÁL, sem leiddi til stofnunar Leiklistar- skóla íslands 1975, og Alþýðu- leikhússins, sunnandeildar 1976. Hún var í undirbúnings- nefnd fyrir listahátíð æskunn- ar 1990-91 og hefur séð um þætti og dagskrárgerð fyrir sjónvarp og útvarp. Geysilegur áhugi á sjón- þingi mætti lengi telja. Við höfum líka alltaf haldið vel upp á sumardag- inn fyrsta og þetta árið munum við leggja áherslu á klassíska tónlist fyrir börn. Hér ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ - Hefur starfsemin í Gerðu- bergi breyst eitthvað á þessum þrettán árum? „Já, hún hefur gert það. Fyrstu árin höfðum við ekki nema hluta af húsinu til afnota fyrir okkur því að hér var að- staða fyrir Tónmenntaskóla Reykjavíkur fyrstu árin og sex ára bekkir Hólabrekkuskóla voru hér með sína kennslu. En um leið og húsið hefur al- farið verið tekið undir okkar eigin starfsemi höfum við jafnt og þétt sótt í okkur veðrið. _______ Starfsemin hefur breyst að því leyti að nú er húsið að mestu notað und- ir okkar eigin viðburði og svo starfsemi félaga eða hópa sem óska eftir aðstöðu hér. Nú er líka komið mjög gott jafnvægi á milli menningar- og félagsstarfsemi í húsinu en áður var félgasstarf- semin ívið meiri. Undanfarin ár höfum við reyndar lagt höfuðá- herslu á að við séum menning- armiðstöð Reykvíkinga, menn- ingarmistöð sem er sú eina sinnar tegundar þar sem allir aldurshóp- ar og ólíkir þættir tvinnast sam- an, s.s. list, menning og fræðsla.1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.