Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ekki útlit fyrir opnun Fæðingar- heimilisins á ný AÐ MATI Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra, er ekki út- lit fyrir að Fæðingarheimilið við Þorf- innsgötu verði opnað að nýju. í sam- ræmi við samþykkt borgarráðs virð- ist því einboðið að leigusamningi við ríkið verði sagt upp með sex mánaða fyrirvara. Sá tími yrði nýttur til að kanna hvort forsendur eru fyrir að aðrir en ríkisspítalar taki að sér rekstur fæðingarþjónustu á Fæðing- arheimilinu. Niðurskurður Þetta kemur fram í minnispunkt- um borgarstjóra, sem lagðir hafa verið fram f borgarráði. Þar segir ennfremur að rekstur sjúkrastofnana borgarinnar sé á vegum Sjúkrahúss Reykjavíkur í samráði við framlög á fjárlögum hverju sinni. Árið 1996 er fjárveiting til sjúkrahússins 380 millj. lægri en nauðsynlegt hefði verið til að halda óbreyttum rekstri frá árinu 1995. Verulegur niðurskurður blasi því við í rekstri sjúkrahússins, sem feli meðal annars í sér að loka verð- ur deildum og leggja af mikilvæga starfsemi. Þá segin „Við þessar að- stæður eru engar forsendur fyrir því að borgin og þar með Sjúkrahús Reykjavíkur taki að sér nýja þætti í rekstri sjúkrastofnana." Minnt er á að þegar borgaryfir- völd í samráði við heilbrigðisyfirvöld hafi ákveðið árið 1992 að færa rekst- ur Fæðingarheimilisins frá Borgar- spítalanum yfir til Landspítalans hafi þau afsalað sér öllu forræði í málefnum heimilisins. Þá hafi þegar legið ljóst fyrir að framtíð heimilisins var óviss, þar sem einungis fylgdu heimilinu sjö stöðugildi í stað 25 áður og 20,3 millj. á fjárlögum árs- ins 1992 í stað 60 millj. árið 1991. Rekið í 13 mánuði Fram kemur að allt frá þeim tíma hafi Fæðingarheimilið, sem fasðing- arstofnun, verið rekið í rúma 13 mánuði, þar af sex mánuði árið 1992, sex vikur árið 1993 og þá einungis á 3. og 4. hæð hússins. Engin starf- semi hafi verið á^heimilinu árið 1994. Um mitt ár 1995 hafi heimiiinu ver- ið lokað vegna sparnaðar á Landspít- alanum. Þá segir að þrátt fyrir áskor- un borgarráðs til heilbrigðisráðherra og þingmanna Reykjavíkur hafi fjár- munir ekki verið tryggðir til reksturs á fjárlögum þessa árs. Heimilt að taka gjald fyrir einangrun dýra HEIMILT verður að innheimta gjald af vegna einangrunar dýra í sótt- varnarstöð, samkvæmt lagafrum- varpi sem landbúnaðarráðherra hef- ur lagt fram á Alþingi. Gert er ráð fyrir því að gjaldskrá miðist við það að tekjur sóttvarna- stöðvar standi undir útgjöldum hennar. Frumvarpið er flutt vegna þeirra tilmæla umboðsmanns Alþingis að tekin verði í lög ótvíræð heimild til þessarar gjaldtöku. Allnokkur inn- flutningur hefur verið á gæludýr- um, einkum hundum og köttum, og hafa dýrin verið vistuð í einangr- unarstöðinni í Hrísey gegn gjaldi sem eigendur dýranna greiða. En í áliti umboðsmanns í sl. haust kom fram að í lðgum um innflutning dýra skorti lagaheimild til að inn- heimta gjaldið. Morgunblaðið/Ámi Sæberg ARINBJÖRN Vilhjálmsson, arkitekt og formaður dómnefndar, Guðmundur Bjarnason umhverfisráð- herra og Stefán Thors, skipulagssljóri ríkisins. Sjötíu og fimm ár eru liðin frá setningu skipulagslaga Hugmyndasamkeppni um ísland framtíðarinnar UMHVERFISRAÐUNEYTIÐ og Skipulag r í kisiu s efna til hug- myndasamkeppni undir yfir- skriftinni ísland árið 2018 tíl að vekja athygU á hraðri þróun skipulags- og umhverfisrnála. Til- efnið er að 75 ár eru liðin frá setningu skipulagslaga. I haust verður jafnframt haldið skipu- lagsþing þar sem fjallað verður um framtíðarsýn byggðar, búsetu i landinu og fleirí viðfangsefni. Samkeppnin er opin og öllum heúnil. Leitað er eftir hugmyndum og tillögum um stöðu og framtíð ís- lands á nýrri ðld, tíl dæmis um þróun byggðar og umhverfis í landinu og tengsl íslands við breytílegan heim og leitað eftír framtíðarsý n sem hafa má tíl hhð- sjónar við ákvarðanatðku í skipu- lagsmálum. Mikilvægt er taUð að gera sem besta grein fyrir núver- andi ástandi og þeim möguleikum sem í boði eru auk þess að vekja umræðu um skipulags- og um- hverfismál. Til að auðvelda þátttakendum tiUögugerð Uggja franimi eldri upplýsingar um framtíðarþróun íslands í Þjóðarbókhlöðu, meðal annars ferða- og jarðfræðikort, íslandskort og ðnnur gðgn sem f fnna má undir nafni Trausta Valssonar. Tillögum skal skilað tíl trún- aðarmanns dómnefndar, Huga Ólafssonar, deUdarstíóra í um- hverfisráðuneyti, fyrir 1. júlí 1996. Hann tekur jafnframt við skriflegum fyrirspurnum tíl 1. aprfl 1996. HeUdarupphæð verð- launafjár er tvær milljóuii- króna og munu fimm tiUðgur hljóta verðlaun. Við mat á úrlausnum verður lðgð áhersla á að tillaga sé frumsamin, nýstarleg, vel rðk- studd, gefi sannfærandi mynd af þi-óun byggðar og umhverfis á Islandi og að hún sé sett í sam- hengi við alþjóðlega þróun. Er stefnt að þvi að dómnefnd Ijúki stðrfum í september 1996. NEYTENDASAMTÖKIN hafa sent heilbrigðisráðherra og heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis erindi þar sem óskað er eftir þvf að einkaréttur lækna á sjónmælingum verði afnum- inn. Eiríkur Þorgeirsson, formaður Augnlæknafélags Islands, segir að samtökin hafi hlaupið á sig, ekki kynnt sér allar hliðar málsins og snú- istá sveif með verslunareigendum. í erindi Neytendasamtakanna seg- ir að í öllum löndum á evrópska efna- hagssvæðinu, nema íslandi og Grikk- landi, hafi sjónmælingafræðingar réttindi til þesa að mæla sjón manna. Verslunarráð íslands telur að ís- lenska löggjöfin sé í ósamræmi við anda samningsins um evrópska efna- hagssvæðið. I greinargerð, sem Sigþór Pétur Sigurðarson sjónmælingafræðingur mun senda heilbrigðisráðherra, kem- ur fram að hann hóf sjónmælingar hér á landi síðastliðið sumar. Hann hefur löggildingu frá danska heil- brigðisráðuneytinu og starfsréttindi um allt evrópska efnahagssvæðið. Landlæknir hefur farið þess á leit við heilbrigðisráðherra að hann úr- skurði að Sigþóri sé óheimilt að mæla sjón fólks. Málið er til umfjöll- unar í ráðuneytinu. Kæra á borði heilbrigðisraðherra Sigþór sótti sína menntun til Dan- merkur og var námið viðurkennt af Lánasjóði íslenskra námsmanna og fjármagnaði Sigþór nám sitt m.a. með lánum sjóðsins. Að námi loknu hóf hann starfsemi við sjónmælingar á íslandi. Athugasemd barst frá emb- ætti landlæknis í kjölfar kvartana augnlækna sem telja starfsemi Sig- þórs brjóta í bága við lög, þar sem einungis læknár hafi rétt til þess að mæla sjón fólks. Nú liggur fyrir kæra frá landlækni á borði heilbrigðisráð- herra vegna starfsemi Sigþórs. Hann Einkaréttur á sjónmæl- ingum verði afnuminn Augnlæknar segja að Neyt- endasamtökin hafi hlaupið á sig hefur starfsleyfi sem sjóntækjafræð- ingur frá heilbrigðisráðuneytinu. „í flestöllum löndum heims er nám í sjóntækja- og sjónmælingafræði samtvinnað. Svo hefur verið undanf- arin 30 ár í Dar.mörku," segir Sigþór. Sigþór fékk frest til þess að skila greinargerð til ráðuneytisins til 15. mars næstkomandi. Hann er eini sjóntækja- og sjónmælingafræðing- urinn sem hefur fengist við sjónmæl- ingar hérlendis. Sigþór segir að augnlæknar óttist að missa spón úr sínum aski en beri því við að fyllsta öryggis sé ekki gætt nema læknar annist mælingarnar. Engin læknisverk framkvæmd „Erlendis hefur þetta verið liður í því að lækka kostnað við kaup á gleraugum. Óbein Iækkun verður við það að ríkið tekur ekki lengur þátt í kostnaði við sjónmælingar, en nú fara, samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun, 25 milljónir kr. á ári úr ríkiskassanum í sjónmælingar. Þetta er bara opinberi hlutinn en hlutur viðskiptavinarins er á bilinu 1.600-1.800 krónur. Sjónmæling hjá mér hefur kostað 1.000 krónur og er sú upphæð endurgreidd ef gler- i _. |; ¦ '• j M 1:-*vfft ?' «&Ls ¦-'• 'áí; ¦¦'¦¦'¦ %<kiJ**' w '.'¦'¦¦ .-.-:¦ -'-<** te :'- IjM -3 J/Æk "¦¦ ::^W V. m W 1 ' I Morgunblaðið/Þorkell Sigþór P. Sigurðarson sjóntækjafræðingur. augu eru keypt seinna," segir Sigþór. I greinargerð Neytendasamtak- anna segir að sjónlagsgallar eigi sér í flestum tilfellum eðlilegar skýringar. „Til dæmis getur verið um að ræða meðfædda eða aldurstengda sjónlags- galla. í hvorugu tilfelli er um sjúkdóm að ræða. Einmitt þess vegna þarf þessi þjónusta ekki að vera á vegum augnlækna heldur er eðlilegt að ein- staklingar sem hafa menntun á sviði sjónmælinga og ráða yfir grundvallar- þekkingu á hvað teljast óeðlilegar breytingar á sjónmynstrinu fái einnjg að bjóða þjónustu sína hér á landi. Slík aukning er sjálfsðgð þjónusta við neytendur auk þess sem um mun minni tilkostnað er að ræða bæði fyr- ir neytandann og ríkissjóð og tryggir eðilega samkeppni á þessu sviði. Slíkt fyrirkomulag tfðkast á hinum Norður- löndunum þar sem sjónmælingafræð- ingar annast um 85% af öllum sjón- mælingum," segir í greinargerð Neyt- endasamtakanna. Neytendasamtökin með verslunareigendum Eiríkur Þorgeirsson, formaður Augnlæknafélags íslands, segir Neyt- endasamtökin hafa hlaupið á sig og ekki gætt þess að kynna sér allar hliðar málsins, heldur notfært sér upplýsingar frá einum málsaðila „Það skýtur skökku við að nú virðist sem Neytendasamtökin hafi tekið höndum saman við verslunareigendur í stað þess að vernda hagsmuni neyt- enda. Það er augljóst mál að það eru hagsmunir gleraugnasala að geta mælt sjón fólks í verslunum sínum og jafnframt haft áhrif á það hvort viðkomandi þarf að kaupa sér ný eða breytt gleraugu. Hætt er við að þrýst- ingurinn sem á gleraugnasala er að selja gleraugu geti brenglað dóm- greind þeirra þegar mælingin er gerð." Hann segir ennfremur að neytend- ur séu hvergi betur settir en á ís- landi með slíka þjónustu eins og hún er í dag. Hvergi sé betra aðgengi að sérfræðingum í augnlæknisfræði en hér á landi og hægt að fá tíma til sjónmælinga nánast samdægurs hjá einhverjum augnlækni. I mörgum nálægum löndum sé biðtími til sér- fræðinga frá vikum og upp í marga mánuði. „Þess vegna hafa þau lönd neyðst til þess að bjóða upp á þjónuste á lægra þjónustustigi jafnvel þótt það kosti minna eftírlit, minna örygp og hættu á að viðskiptahagsmunir bland- ist inn í ráðgjöf við gteraugnamæl- ingu. Neytendasamtökin halda því fram að þjónustan á Islandi sé dýr en því er ekki hægt að halda fram með neinni sanngirni ef miðað er við aðra þjónustustarfsemi á íslandi og þjón- usta augnlækna hér er mun ódýrari en í nálægum löndum," segir Eiríkur. „Því er jafnframt haldið fram að breytingar á lögum um sjónfræðinga yrðu þess valdandi að spara fé fyrir ríkissjóð. Þetta er líka alrangt því að með reglugerð frá 1. febrúar 1996 hefur heilbrigðisráðuneytið ákveðið að ríkissjóður taki engan þátt í þess- ari þjónustu, þess vegna er ekki hægt að spara meira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.