Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 FRETTIR Kristinn Gylfi Jónsson, f ormaður Svínaræktarfélags íslands Atvinnurógur að segja að við stundum óeðlilega samkeppni Formaður svínabænda segir að afurðir svína og alifugla séu í mikilli innbyrðis samkeppni og við aðrar matvörur og hafí stórlækkað í verði. Kristinn Gylfi Jóns- son, formaður Svína- ræktarfélags íslands. KRISTINN Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfélags íslands, segir að það séu alvarlegar að- dróttanir og atvinn- urógur hjá Vinnu- veitendasambandi ís- lands sem haldi því fram að svínabændur og kjúklingabændur stundi óeðlilega sam- keppni á markaði og líki framleiðslu bú- greinanna við iðnað- arframleiðslu. Þá hafi framleiðendur í þessum greinum ver- ið gerðir tortryggi- legir í tengslum við kjarasamninga og upp á síðkastið á þeirri forsendu að þeir séu að raska verðlagsforsendum og skemma fyrir launþegum í landinu. Hið rétta sé að framleiðsluvörur þessara greina hafi verið að stór- lækka í verði og séu í mjög mikilli samkeppni bæði innbyrðis og við aðra matvöru. „Aðilar vinnumarkaðarins höfðu sérstaklega fyrir því í haust að vara stjórnvöld við því að þróun í verð- lagi grænmetis, alifuglaafurða og svínakjöts gæti raskað verðlagsfor- sendum á árinu 1996 í tengslum við þann kjarasamning sem var gerður og þau viðmiðunarverð sem voru í gangi. Sérstaklega svína- bændur og kjúklingabændur eru mjög ósáttir við að þarna hafi stjórnvöld og neytendur verið var- aðir við okkur og viljum við meina að allt annað hafi komið á daginn síðustu sex mánuði þegar verð á þessum afurðum hefur lækkað. Verð á markaði, sérstaklega á svínakjöti og kjúklingum, hefur verið mjög lágt upp á síðkastið og geysilega mikil samkeppni," sagði Kristinn Gylfi í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að Vinnuveitenda- sambandið hefði upp á síðkastið verið að gera þær kröfur gagnvart þessum greinum um að þær færu undan ákvæðum búvörulaga. Þarna hefði öllum verið skellt saman í einn hóp. Svínaræktin hefði alla tíð ver- ið undir samkeppnislögum, og svínabændur hefðu aldrei nýtt sér neinar þær heimildir sem fyrir hendi hefðu verið innan búvörulaga frá 1985 um framleiðslustjórnun eða opinbera verðlagningu. „Þetta hefur alla tíð verið opin grein þar sem menn hafa getað hafið framleiðslu og hætt fram- leiðslu án allra afskipta opinberra aðila nema hvað varðar eðlilegar reglur um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit. Verð- lag á svínaafurðum hef- ur alla tíð markast af framboði og eftirspurn og þess vegna höfum við alla tíð verið undir sam- keppnislögum með fram- leiðslu okkar og afurða- sölu," sagði hann. Ósáttur við leiðaraskrif Morgunblaðsins Kristinn Gylfi segist vera mjög ósáttur við það að Morgunblaðið skuli hafa tekið beint upp málflutnr ing Vinnuveitendasambandsins í leiðara síðastliðinn laugardag án þess að hafa nokkuð kynnt sér það sem blaðið hafi sjálft skrifað um svínarækt í gegnum tíðina og án þess að gera tilraun til að kynna sér hvernig aðstæður séu núna eða hafi verið. „Þarna er fullyrt að svínaræktin sé undir opinberri stýringu og vernd, en svo er alls ekki. Hvað varðar alifuglaræktina hefur verið reginmunur á því hvaða aðstæður hafa verið í eggja- og kjúklinga- framleiðslu. Á sínum tíma nýttu bæði eggja- og kjúklingabændur sér heimildarákvæði í búvörulögum til þess að setja á endurgreiðslu- rétt, þ.e. nokkurs konar fram- leiðslustýringu, sem er að vísu alls ekki sambærileg framleiðslustýring og er í hefðbundnu búgreinunum. Þetta hefur virkað betur í eggja- framleiðslunni vegna þess að egg eru í minni samkeppni við aðrar matvörur. Hins vegar virkaði þetta alls ekki í kjúklingaræktinni vegna þess að kjúklingaafurðir eru í svo mikilli samkeppni við aðra matvöru og þá sérstaklega annað kjöt. Menn framleiddu því flestir hverjir eins og þessi endurgreiðsluréttur væri ekki til staðar. Það hefur enda kom- ið í ljós að síðastliðinn áratug hefur verið geysimikil samkeppni í kjúkl- ingaframleiðslunni en það hefur leitt til þess að mörg kjúklingabú- anna hafa orðið gjaldþrota og fjár- hagsstaða kjúklingabænda hefur verið ein sú versta innan alls land- búnaðarins. Þetta sýnir að þarna hefur verið mjög mikil og hörð verðsamkeppni sem neytendur haf a séð í þeim verð- sveiflum s*em hafa verið í kjúklinga- ræktinni. Við viljum því halda því fram að þarna hafi engin stýring virkað og átt hafi sér stað sam- keppni sem eðlilegt sé að hafi sem slík verið undir samkeppnislögum. Morgunblaðið talar um þau skýru markmið sem eigi að koma fram af hálfu stjórnvalda og í leiðaranum segir að hér hafi verið lögð minni áhersla á gæði og vöruþróun í þess- um greinum. Hið rétta er að gæða- eftirlit og heilbrigðiseftirlit í þessum greinum hefur verið eflt mjög á liðn- um árum og stöndum við í fremstu röð hvað þetta varðar í nágranna- löndunum. Við viljum meina að það sé almennt viðurkennt að íslenskar búvörur, og þá ekki síður kjúklingar og svínakjöt, séu með því besta sem fólk eigi völ á vegna bragðgæða og hreinleika framleiðslunnar sem slái þeim afurðum við sem séu á markaði víða um lönd. í svínarækt- inni hefur t.d. verið mjög góð staða hvað varðar hollustu og heilbrigði afurðanna. Þá er kjötið framleitt án allra aukefna sem leyfð eru víða um lönd, og það er því alls ekki rétt sem sagt er í Morgunblaðinu að minni áhersla hafi verið lögð á gæði og vöruþróun, heldur hefur þvert á móti verið lögð veruleg áhersla á þessi mál sem sýnir sig í því að það er mikil ánægja meðal neytenda hvað varðar þennan þátt," sagði Kristinn Gylfi. Alvarlegar aðdróttanir Hann sagði að eitt af því sem fram hefði komið hjá VSÍ og Morg- unblaðið tekið undir í áðurnefndum leiðara blaðsins væri að eggja- og kjúklingaframleiðsla væri líkari brauðgerð en landbúnaði og ætti því að lúta sömu markaðslögmálum og bakarar búa við í dag. „Þessu vísum við algjörlega á bug. í fyrsta lagi er það sem líf- rænt er alls staðar skilgreint sem landbúnaður. Hvað varðar lifandi dýr þá er það talið til landbúnaðar- framleiðslu þar til búið er að fella skepnurnar, en eftir það er eðlilegt að tala um sláturiðnað. Jafnframt er rétt að tala um fóðuriðnað þegar búið er að fella kornaxið á akrinum og það fer í frekari vinnslu. Einnig vísum við því á bug að við séum eingöngu að nota innflutt aðföng. í kjúklingarækt eru notuð um 20% innlend aðföng og í svínaræktinni allt að 45% og hefur farið vaxandi undanfarin ár, eins og t.d. gras- kögglar og gæða fiskimjöl, en einn- ig fita og mysa sem eru aukaafurð- ir úr búvöruframleiðslunni. Einnig er allt kjarnfóður blandað hérlendis og í verði fóðursins er erlendur gjaldeyrir ekki nema 40%. Önnur tenging við landbúnaðinn sem snýr að umhverfismálum er að í stórbúskap eins og svínarækt og kjúklingarækt er farið að tengja framleiðsluna við landnýtingu og hér munu líklega koma reglur sem gera kröfur um að bændur hafi ákveðinn hektarafjölda lands á bak- við ákveðinn fjölda dýra til þess að með eðlilegum hætti sé hægt að konra áburði frá skepnunni á jörð- ina. Áburðardreifingin er að verða stór liður í umhverfisvernd og upp- græðslu víða um heim og gildi þess er vaxandi hér á landi. Það er því alveg út í hött og ég vil kalla það atvinnuróg að líkja alifuglarækt og svínarækt við brauðgerð þar sem hægt er að slökkva á bakarofninum að kvöldi til. Kjúklingarnir og svínin þurfa sitt fóður og eftirlit allan sólar- hringinn og þau gera sínar þarfir sem þarf að koma út úr húsi og bera á landið. Þetta er einfaldlega atvinnurógur og alvarlegar aðdrótt- anir að t.d. svínaræktinni að segja að við stundum óeðlilega samkeppni á markaði. Við erum hissa á aðdrótt- unum í okkar garð og hefðum hald- ið að ánægja væri með þróun svína- ræktarinnar í átt til aukinnar hag- kvæmni, lægra verðs og meiri gæða framleiðslunnar. Þá teljum við ljóst að hörð samkeppni í svínaræktinni hefur leitt til aukinnar neyslu á svínakjöti og einnig hefur hún haft mikil samkeppnisáhrif á aðrar kjöt- greinar," sagði Kristinn Gylfi. 69.900, ÍTÍTI kr. '^mmSÁ SAMS DEKKJAHREINSIR kr. OLIS TJORULEYSIR með dælu (vistvænn) 160,-, 1 ttftVHM**! kr. ándælu\ M 195,- m/ciœlu TJORUHRE km, SUliOl STORT RÍS SUKKULADI og 1/21. PEPSI meira en bensín staðgreitt Siónvarpst 28//fw/nTU Fullkomin fjarstýring meS öllum aSgerSum á skjá. íslenskt textavarp (Upplýsingar á skjá). Myndllampi (BLACK MATRIX) flatur. • HljóSmagnari Nicam víoóma (STERIÓ) 2x15W eSa 30W. Tveir hátalarar eru í tækinu. Hægt er aS tengja heyrnartól og auka hátalarasett viS tækiS. Beint inntengi (SCART) sem gerir mynd frá myndbandstæki og/eSa afruglara mun skarpari. Umbobsmenn um allt land R N I •TSúTíærtií LágmúTo 8 • Sími 553 8820 V7S4 VISA í 24 mönuði 3.790,- (pr. mánu5| EURO í 3ó mánuSi 2.685,- (pr. m6nu5) Reykjavfk: Heimskringian, Kringlunni.Raftækjaverslun (slands. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturveliir, Hellissandi. Vestfirðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvlk.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvik. Kf. Þingeyinga, Húsavlk. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Stál, Seyðisfirði. Verslunin Vik, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavik. Rafborg, Grindavlk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.