Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Akureyrarbær braut gegn jafnréttislögum Morgunblaðið/Kristján Tvö skip með fullfermi af loðnu SIGFRÍÐUR Þorsteinsdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar harmar mjög niðurstöðu kærunefndar jafn- réttismála þess efnis að bæjarstjórn Akureyrar hafí með ráðningu karl- manns í stöðu starfsmanns reynslu- sveitarfélagaverkefnis brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga. Kæru- nefndin hefur beint þeim tilmælum til bæjarstjórnar að fundin verði við- unandi lausn á málinu sem kærand- inn, Hólmfríður Sveinsdóttir sem einnig sótti um stöðuna, getur sætt sig við. Bæði jafnhæf Að mati kærunefndar voru báðir umsækjendur sem til álita komu talin jafnhæf, menntun beggja nýtt- ist vel í starfí, bæði útskrifuðust úr Háskóla íslands 1993 og höfðu því hvorugt langa starfsreynslu. Bæjarstjórn lagði áherslu á reynslu karlsins við kennslu, honum sé lagið að setja efni fram á skil- merkilegan hátt, hann hafi staðar- Akureyrarhöfn Möguleikar á þjónustu við dönsku strandgæsl- una kannaðir VERIÐ er að kanna möguleika Akureyrarhafnar á að þjónusta dönsku strandgæsluna við Græn- land og á þjónustu við flutninga- starfsemi Dana á austurströnd Grænlands. Sendiherra Dana á Islandi hefur svarað bréfi frá hafnarstjóra og umhverfisstjóra á Akureyri þar sem spurst var fyrir um möguleika á að veita dönsku strandgæslunni við Grænland þjónustu á Akureyri og hefur hann vísað þeim á þá aðila í Danmörku sem með málið hafa að gera. Sendiherra Dana á íslandi var á Akureyri í desember síðastliðn- um og var málið þá reifað. Fyrir- hugað er að kynna þá þjónustu sem til boða stendur á Akureyri og koma Akureyrarhöfn á fram- færi við þá sem hafa með dönsku strandgæsluna að gera. Bent verð- ur m.a. á þau miklu samskipti sem eru milli Akureyrar og Grænlands gegnum Flugfélag Norðurlands, sem m.a heldur uppi áætlunarflugi til Kulusuk auk umfangsmikils leiguflugs til landsins. þekkingu og þekki til innviða bæjar- kerfísins. Kærunefndin bendir á að bæjarstjórn hafí ekki athugað sér- staklega hæfni Hólmfríðar til að fræða eða setja fram efni á skil- merkilegan hátt. Staðarþekking réttlæti ekki ráðningu karlsins, ekki síst þegar jafnréttisáætlun bæjarins sé höfð í huga. Ágætt að fá þessa niðurstöðu „Samkvæmt þeirri jafnréttisáætl- un sem í gildi er á Akureyri bar okkur að ráða konuna í þetta starf,“ sagði Sigfríður. „Að mínu mati er að sumu leyti ágætt að við fengum þessa niðurstöðu, við höldum okkur þá kannski betur við jafnréttisáætl- un okkar í framtíðinni." Starf starfsmanns reynslusveitar- félagaverkefnisins er tímabundið í eittjir, frá 15. ágúst í fyrra til sama tíma á þessu ári. Bæjarráð mun taka málið til umfjöllunar í dag, en þá verður lögð fram greinargerð bæjar- lögmanns vegna málsins. TVÖ loðnusklp komu með full- fermi til löndunar í Krossanesi í vikunni, eða samtals um 2000 tonn. Faxi RE landaði um 630 tonnum og Signrður VE um 1400 tonnum. Loðnan fer öll í bræðslu en um fjóra sólarhringa tekur að bræða þennan afla. Stefnt er að því að hrognataka hefjist í verk- smiðjunni um helgina. Myndin var tekin er Faxi RE renndi sér að bryggju í Krossanesi. Staða sviðsstjóra Kærunefnd með málið til umfjöllunar ÁSKELL Örn Kárason sálfræðing- ur hefur lagt fram kæru til kæru- nefndar jafnréttismála á hendur Akureyrarbæ vegna ráðningar í stöðu sviðsstjóra félags- og fræðslumála. Staðan var auglýst í október síð- astliðnum og voru umsækjendur 10 talsins. Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingur var ráðin í stöðuna. „Mér finnst ég ekki hafa fengið nægar skýringar á því af hveiju mín starfsreynsla og sérstaklega reynsla mín af stjórnun vó ekki þyngra. Það er í rauninni aðal ástæðan fyrir minni kæru,“ sagði Áskell. Kæran er lögð fram á grundvelli jafnréttislaga þar sem fram kemur að óheimilt er að mis- muna fólki vegna kynferðis. „Ég tel rétt að kveðinn verði upp úr- skurður um á hvaða grundvelli gengið var fram hjá mér við þessa stöðuveitingu.“ Áskell tók fram að ekki væri af sinni hálfu um að ræða vantraust á Valgerði sem ráðin var í starfið. -----» ♦ ♦----- Mótmæla að- för að starfs- öryggi FUNDUR trúnaðarmanna kennara- félaganna á Eyjafjarðarsvæðinu sem haldinn var fyrir helgi, mótmælir harðlega aðför að starfsöryggi og lífeyrisréttindum opinberra starfs- manna, sem felst í ákvæðum í frum- varpsdrögum að lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, lögum um lífeyrisréttindi starfs- manna ríkisins og lögum um sam- skipti á vinnumarkaði. Samkvæmt framangreindum lagadrögum er verið að afnema nær öll núverandi réttindi starfsmanna ríkisins og skerða stórlega sjálfstæð- an samningsrétt stéttarfélaga þeirra. Fundurinn telur að hér sé um fólskulega árás á launafólk að ræða og krefst þess að þegar verið falljð frá þessum áformum. Á svipuðum nótum er ályktun fundar stjórna og trúnaðarmanna opinberra starfsmanna á Norður- landi eystra. Framkvæmdir við gatnagerð og fráveitu fyrir 118 millj. ÁÆTLUN um framkvæmdir í gatnagerð og við fráveitumál var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Alls er gert ráð fyrir að nota 68 milljónir króna til gatnagerðar, 45 milljónir til frá- veituframkvæmda og bifreiða- stæðasjóður kostar framkvæmdir upp á 5 milljónir króna. í sumar verður því unnið fyrir 118 milljón- ir króna. Til að endurbyggja götur verð- ur varið 17,9 milljónum króna, m.a. Smáragötu, Geislagötu og Strandgötu. Til nýbygginga gatna á að nota 12 milljónir króna, m.a. á að gera aðkomu að kjötiðnaðarstöð og leggja lagnir í Giljahverfi. Malbika á fyrir 7,7 milljónir króna, í Snægili, Vest- urgili, Vættagili, Vörðugili og Mýrarvegi. Þá verða lagðar gangstéttar og stígar fyrir 15 milljónir króna, að mestum hluta í Giljahverfi, en einnig við Mýrarveg, Furuvelli, Strandgötu og ennfremur á að leggja göngustíg að Glerárskóla. Þá verða unnin ýmis verk fyrir rúmar 13 milljónir króna. Þar má nefna að reiðleið verður gerð frá golfvelli og unnið að frágangi á fyllingu sunnan Strandgötu. Til umferðaröryggismála verð- ur ráðstafað 2,3 milljónum króna. 45 milljónir í fráveitu Töluvert verður um fráveitu- framkvæmdir í sumar og er áætlað að veija 45 milljónum króna til þeirra verkefna. Dælustöð við Torfunefsbryggjur kostar 17 millj- ónir og þá er kostnaður við lagnir umtalsverður, einkum á miðbæjar- svæðinu. Bifreiðastæðasjóður kostar framkvæmdir fyrir 5 milljónir króna á árinu, m.a. gerð bifreiða- stæða við Smáragötu hjá skrifstof- um bæjarins og einnig vestan nýrrar Geislagötu. Handboltaleikir KA í KA-heimilinu Kvartað undan of mörgum áhorfendum SLOKKVILIÐSSTJORANUM á Akureyri barst nýlega at- hugasemd frá áhorfanda á handboltaleik í KA-heimilinu en hann taldi að allt of margir áhorfendur hafi verið á leik KA og Vals í síðustu viku. Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri, sagðist hafa fengið slíkar ábendingar nokkrum sinnum áður og þá jafnan bent á að þetta væri mál lögreglunnar. Tómas Búi hefur rætt þetta mál bæði við lögregluna og forsvarsmenn KA. Sigmundur Þórisson, for- maður KA, sagði að félagið hefði fullan hug á að finna við- unandi lausn en ekki væri það oft sem of margir áhorfendur væru í húsinu. Hann sagði KA-heimilið reyklaust og því væri þar engin eldhætta. Auk þess væri mikið af gæslufólki að störfum á leikjum liðsins. Samkvæmt þeim reglum sem gilda er leyfilegur hámarks- fjöldi í húsinu rétt tæplega 900. Ólafur Ásgeirsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn, sagði að á þessu máli yrði tekið inn- an lögreglunnar og að slíkt yrði örugglega einnig gert inn- an félagsins. Tómas Búi sagði að til þess að hægt yrði að fjölga áhorfendum þyrfti að gera ýmsar ráðstafanir, m.a. að fjölga útgönguleiðum og að Morgunblaðið/Kristján slíkar framkvæmdir kostuðu peninga. Óhætt er að fullyrða að hvergi á landinu er jafn mikil stemmning á handboltaleik og í KA-heimilinu og oft er þétt setinn bekkurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.