Morgunblaðið - 07.03.1996, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.03.1996, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 13 Morgunblaðið/Egill Egilsson MENN létii líða úr sér í heita pottinum eftir vatnsleikfimina. Vatnsleikfimi fyrir alla Flateyri - Fyrir skemmstu hafði fréttaritari spurnir af því að í sundlaug Flateyrarhrepps færu fram hinar undarlegustu athafnir í formi æfinga sem í rauninni minntu á leikfimi í fljótandi formi. Þetta reyndist rétt þegar betur var að gáð, hér var um að ræða vatnsleikfimi undir dyggri stjórn og handleiðslu Sigrúnar Gerðu Gísladóttur hjúkrunar- fræðings. Sigrún Gerða lærði vatnsleik- fimi á sinum tíma af Irisi Grön- feld íþróttakennara og einnig hjá Grensásdeildinni. Að hennar sögn er vatnsleikfimi heppileg því að vatnið hjálpar fólki að hreyfa sig meira um leið og mót- spyrna og uppstreymi í vatninu styrkir viðkomandi í æfingunum. Sigrún Gerða segist byggja þetta upp á upphitunum, teygjuæfing- um og erfiðum æfingum sem ekki er hægt að stunda í leikfimisal. Þetta sé mjög góð æfing því að maður geti erfiðað meira án þess að blóðþrýstingurinn hækki. Sig- rún Gerða vildi meina að þetta væri leikfimi fyrir alla, ekki ein- göngu eldra fólk, því að hér væri um að ræða þrekleikfimi, og um leið væri þetta forvarnastarf því þetta losaði um streitu og aðra kvilla. Leikfimistimana hjá henni sækti fólk úr nálægum fjörðum, Onundarfirði og víðar. Að lokum skellti hópurinn sér í heita pott- inn og slakaði ærlega á eftir þess- ar æfingar. Sameig’inlegl vinstra framboð á Vestfjörðum Alþýðuflokksmenn draga sig til baka ísafirði - Aiþýðuflokksmenn í vænt- anlegu sameinuðu sveitarfélagi á norðanverðum Vestfjörðum ákváðu á fundi sínum á sunnudag að hætta frekari viðræðum um sameiginlegt framboð félagshyggjuflokkanna fyr- ir komandi sveitarstjórnarkosningar, og hefur stefnan verið tekin á sér- framboð flokksins. Þeir sem eftir eru í viðræðunum, þ.e. Alþýðubandalag- ið, Kvennalistinn og óháðir, hafa ákveðið að halda viðræðum áfram og bendir því allt tii að a.m.k. fjórir iistar verði í kjöri hinn 11. maí nk. „Eg verð að gangast við því að við séum hættir frekari viðræðum. Ástæðurnar eru þær að eftir að framsóknarmenn og Pétur Bjarna- son fóru út, voru allar forsendur breyttar og því ekki lengur grund- völlur fyrir að mynda nýjan meiri- hluta fyrirfram. Annað atriðið er að lokakrafa hinna aðilanna um uppröðun á lista var að okkar mati óaðgengileg, þ.e. ,að fyrsti maður Alþýðuflokksins yrði í þriðja sæti listans og annar maður okkar í fimmta sæti. Það gátum við ekki sætt okkur við,“ sagði Björn Haf- berg, einn fulitrúa Alþýðuflokksins í viðræðunum. „Þriðja atriðið sem við gátum ekki sætt okkur við var í raun ítrek- un á öðru atriðinu. Við gátum ekki sætt okkur við þá kröfu hinna aðil- anna að Sigurði Ólafssyni, formanni Sjómannafélags ísfirðinga, yrði ekki stillt upp í forystusæti á þessum sameiginlega lista. Afskipti þeirra af vali okkar á Sigurði gefa ekki fyrirheit um nógu gott samstarf í væntanlegri bæjarstjórn og því er ekki um annað að ræða en að hætta frekari viðræðum og fara að vinna að eigin framboði okkar flokks,“ sagði Björn. Björn Hafberg hefur unnið einna mest að framangreindu framboði og hefur verið talinn arkitektinn að sameiginlegu framboði félags- hyggjumanna. Eru það honum ekki mikil vonbrigði að svona skuli nú vera komið? „Jú, auðvitað eru það mikil von- brigði fyrir okkur sem teljum okkur vera félagshyggjufólk að standa frammi fyrir þessu. Þetta er eigin- lega skipbrot og öll sundrung hjá okkur styrkir tvímælalaust mótheij- ana,“ sagði Björn. Samkvæmt upp- lýsingum blaðsins var ráðgert að Smári Haraldsson og Jóna Valgerð- ur Kristjánsdóttir skipuðu tvö efstu sæti listans, Sigurður Ólafsson yrði í því þriðja, Bergur Torfason á Felli í Mýrahreppi í fjórða, Björn Hafberg í fimmta og Lilja Rafney Magnús- dóttir í því sjötta. Fiskar á þurru landi á Kirkjubæjarklaustri LEIKDEILD UMF Ármanns á Kirkjubæjarklausty frumsýnir föstudaginn 8. mars leikritið Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen í Fé- lagsheimilinu Kirkjuhvoli. Verkið var frumflutt á Alþjóðiegri listahátíð í Hafnarfirði 1993. Leik- endur eru aðeins fjórir og er leik- stjóri Þröstur Guðbjartsson. Alls taka um 16 manns þátt í þessari uppfærslu. Leikritið er „spaugilegur ólíkindagamanleikur". Um þessar mundir eru 30 ár síðan leikfélagið Loftur var stofnað á Kirkjubæjarklaustri. Fyrsta verkefni þess var Galdra-Loftur en nokkrum árum seinna sameinaðist leikfélagið Loftur ungmennafélaginu Ármanni. Fyrirhugaðar eru sýningar á verk- inu að Skógum, Gunnarshólma, í Bæjarbiói í Hafnarfirði, Vík í Mýr- dal og Hofgarði í Öræfum. Lokasýn- ing verður svo í Kirkjuhvoli þann 6. apríl. AUKIÐ FRAMBOÐ, KALLAR Á LÆGRA VERÐ. ÞETTA ERU LÖGMÁL MARKAÐARINS. ÞESS VEGNA BÝÐST ÞÉR SVÍNAKJÖT Á KYNNINGARAFSLÆTTI ÚT MARS. NOTAÐU TÆKIFÆRIÐ OG KAUPTU SVÍNAKJÖT Á BETRA VERÐI. V - svínvirkar á budduna!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.