Morgunblaðið - 07.03.1996, Page 16

Morgunblaðið - 07.03.1996, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 ERLEINIT mörgUnblaðið Umdeildur dómur Evrópudómstólsins Ríki skaðabótaskyld bijóti þau ESB-lög Brussel. Reuter. EVRÓPUDÓMSTÓLLINN í Lúx- emborg hefur komizt að þeirri nið- urstöðu að valdi aðildarríki Evrópu- sambandsins einstaklingum og fyr- irtækjum tjóni með því að fara ekki að lögum ESB, séu þau skaðabóta- skyld. Brezk stjórnvöld eru æf yfir dómn- um því að hann gæti þýtt að spænsk út- gerðarfyrir- tæki ættu kröfu á háum skaðabótum úr brezka ríkissjóðn- um. Bretar höfðu lagt bann við því að spænsk fyrirtæki keyptu skip skráð í Bretlandi til þess að komast yfír veiðiheimildir þeirra. Evrópu- dómstóllinn felldi bann þetta úr gildi árið 1991 og sagði það brjóta gegn ákvæðum Rómarsáttmálans um mismunun á grundvelli þjóðernis. í niðurstöðu Evrópudómstólsins kemur fram að dómstólar í hveiju aðildarríki fyrir sig skuli segja til um h'vort brot viðkomandi ríkis á ESB-lögum sé nægilega alvarlegt til að réttlæta greiðslu skaðabóta. Jafnframt skuli dómstólar aðildar- ríkjanna ákveða upphæð skaðabót- anna út frá sömu reglum og gildi í skaðabótamálum samkvæmt landslögum. Sérfræðingar í Evrópurétti telja að dómurinn muni auka mjög þrýst- ing á aðildarríkin að lögleiða og framfylgja tilskipunum Evrópusam- bandsins á til- skildum tíma, til þess að skapa sér ekki hugsan- lega skaða- bótaskyldu. Misbrestur hefur verið á því hingað til að aðildarríkin lög- festu Evrópulöggjöfina strax og kveðið er á um. Bretar æfir Sjávarútvegsráðherra Bretlands, Tony Baldry, fordæmdi niðurstöðu dómstólsins og sagði hana þýða að spænskir sjómenn gætu hirt kvóta á Bretlandsmiðum. „Þetta er geggj- un. Þessu verður að linna,“ sagði Baldry. Hann sagði að Bretar myndu reyna að fá viðkomandi lög- um breytt og myndu taka málið upp á leiðtogafundi ESB í Tórínó í lok mánaðarins. „Við verðum að losna við kvótahopparana," sagði Baldry. BYGGING Evrópudómstólsins í Lúxemborg. Fallast á „utanríkis- fulltrúa“ ESB París. Reuter. BRESKA ríkisstjórnin féilst á þriðjudag á að skipaður verði hátt- settur stjórnarerindreki sem verður fulltrúi Evrópusambansins gagnvart öðrum ríkjum og að settur verði á laggimar vinnuhópur til að móta áform um sameiginlega utanríkis- stefnu. Malcolm Rifkind, utanríkisráð- herra Bretlands, hafnaði hins vegar hugmyndum um að Vestur-Evrópu- sambandinu yrði stjómað af ESB og lét í ljós efasemdir um áform þess efnis, að aðildarríki gætu ákveðið að taka ekki þátt í einstaka aðgerðum án þess þó að koma í veg fyrir að önnur gerðu það. í ræðu hjá frönsku utanríkismála- stofnuninni í París sagði Rifkind að einstök aðildarríki hefðu ólíka hags- muni og að þeirra yrði að gæta. „Við verðum að hætta að hugsa sem svo að það sé áfall ef aðildarríkin fimmtán em ekki samstíga í öllum málum.“ Nefndi hann sem dæmi að Frakk- ar hefðu aldrei fallist á að lúta í lægra haldi varðandi kjamorkutil- raunir ef öll önnur ESB-ríkin hefðu verið á móti þeim. Bretar myndu Reglur um framsal í sjónmáli • VONAZT er til að ríki Evrópu- sambandsins nái saman um nýjar reglur um framsal afbrotamanna, eftir að aðildarríki Schengen-sam- komulagsins þrýstu á um slíkt. Vandinn er sá, að sum ESB-ríki telja að ekki sé skylt að framselja fólk, sem grunað er um „pólitíska glæpi“. Slík skilgreining olli því að grunaðir hryðjuverkamenn frá Spáni voru látnir lausir í Belgíu. Spánn og fleiri ESB-ríki haida því fram að í lýðræðisríkjum sé eng- inn munur á „pólitískum" og öðr- um glæpum. Nýjar reglur munu væntanlega kveða á um að engin ástæða sé til að framselja ekki pólitíska glæpamenn. Náist sam- heldur ekki vilja lenda í þeirri stöðu í Gibraltar-málinu né Grikkir í deil- um sínum við Tyrki. Rifkind sagði afstöðu Breta vera þá að utanríkismálafulltrúi ESB ætti að vera embættismaður en ekki reyndur stjórnmálamaður líkt og Frakkar hafa gefið í skyn. Hann útilokaði einnig að framkvæmda- stjórnin kæmi að málinu. Talsmaður en mótar ekki stefnu „Hlutverkið á felast í því ... að vera talsmaður og að sjá um sam- ræmingu á þeim sviðum þar sem sameiginleg stefna hefur verið ákveðin fremur en að sjá um mótun stefnu," sagði Rifkind. Hann benti á að fjögur aðildarríki Evrópusambandsins væru hlutlaus og því útilokað að vamarsamtökin VES féllu undir stjórn ESB. „Það er jafnóásættanlegt fyrir Frakka og Breta að ráðherraráð, þar sem eiga sæti fulltrúar hlutlausra ríkisstjórna er hafa alls ekki í hyggju að beita sírium hersveitum, taki ákvarðanir um hvemig önnur ríki beiti sínum sveitum," sagði Rifkind. komulag, gæti ESB loks undirrit- að sáttmála um sameiginlegar framsalsreglur. • ESB íhugar að banna innflutn- ing á loðfeldum frá ríkjum, sem nota dýraboga til að veiða loðdýr. John Gummer, umhverfisráð- herra Bretlands, segir ómannúð- legum aðferðum beitt í Rússlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Hann segir ráðherraráð ESB ekki vilja fallast á að frumbyggjar fái að nota þá veiðitækni, sem þeir vilji, vegna þess að frumbyggjar í Finn- landi og á Grænlandi hafi getað beitt mannúðlegri tækni við sínar veiðar. • NEFND á vegum Evrópuráðs- ins hvetur brezk dómsmálayfir- völd til að gera úrbætur í fangsels- ismálum. Mörg fangelsi séu svo yfirfull að aðstæðurnar jafngildi niðurlægjandi meðferð á föngum. Nefnt er sem dæmi að í fangelsi, sem byggt er fyrir í hæsta lagi 677 fanga, hafi 1.248 fangar verið vistaðir. Þýskir jafnaðarmenn Vilja takmarka inn- flytj endastraum >nn. Reuter. TILLÖGUR jafnaðarmanna í Þýskalandi um að takmarka straum fólks af þýskum ættum til landsins hafa valdið miklum deilum. Eru þeir sakaðir um að reyna að bera víurnar í hægriöfga- menn vegna kosninga í þremur sambandslöndum en samkvæmt skoðanakönnunum er þó mikill meirihluti Þjóðveija hlynntur auknum takmörkun- um. Jafnaðarmenn hafa verið með ýmsar yfirlýsing- ar um innflytjendamálin að undanförnu en nú hefur Rudolf Scharping, leiðtogi þingflokksins, lagt til, að fólk af þýsku bergi brotið erlendis fái því aðeins að flytjast til Þýskalands, að það eigi þar ættingja á lífi. Hafa jafnaðarmenn verið harðlega gagnrýndir fyrir þessar tillögur og eru þeir sakaðir um að höfða til hægriöfgamanna vegna kosninga í Rheinland-Pfalz, Slésvík-Holtsetalandi og Baden- Wurttemberg. í síðastnefnda sambandslandinu fékk hinn hægrisinnaði Lýðveldisflokkur 10% atkvæða fyrir fjórum árum en nú er honum spáð fylgishruni vegna innbyrðiságreinings. Það er því eftir nokkru að slægjast fyrir hina flokkana. Helmut Kohl kanslari sagði tillögu Scharpings „óábyrga“ og geta leitt til þess, að stórir hópar fólks af þýskum ættum í Austur-Evrópu flykkt- ust nú til landsins af ótta við, að það kynni að lokast. Frá 1988 hafa árlega sest að í Þýska- landi 200.000 manns, sem geta rakið ættir sínar til landsins, og hefur þessu fólki almennt verið betur tekið en innflytjendum annars staðar að úr Austur-Evrópu eða þriðja heiminum. Samkvæmt skoðanakönnum, sem skýrt var frá í gær en verður birt í heild í vikublaðinu Die Woche í dag, eru 70% Þjóðveijar sammála því að takmarka aðflutning fólks þótt það geti rekið ættir sínar til Þýskalands. Varað við ebólu- faraldri Kinshasa. Reuter. UM 150 læknar, vísindamenn og aðrir sérfræðingar freista þess nú á þriggja daga fundi Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO) í Kinshasa, höfuðborg Zimbabwe, að finna leiðir til þess að auka mögu- leika Afríkuríkja á að kljást við hugsanlegan ebólu-faraldur og kveða hann niður í byijun. Hiroshi Nakajima, forstjóri WHO, sagði að nýr faraldur gæti brotist út hvenær sem er. Vísinda- mönnúm hefur ekki tekist að finna hvar upptök ebólu-veirunnar eru, en hún dregur nafn sitt af fljóti í norðurhluta Zaire þar sem hún var fyrst greind, á áttunda áratugnum. Grunur leikur þó á, að hún berist með dýrum, einkum öpum. Ebólu-veiran greindist fyrst árið 1976 í Zaire og Súdan. í millitíð- inni hefur hún greinst á Fílabeirts- ströndinni, Líberíu og nú síðast í Gabon. Faraldur braust út í borg- inni Kikwit í Zaire í maí í fyrra með þeim afleiðingum að 244 manns biðu bana. Tókst að stöðva hana með því að einangra þá sem sýktust. Þá dóu a.m.k. 13 manns af völd- um veirunnar í norðausturhluta Gabon í síðasta mánuði eftir að þeir höfðu borðað kjöt af sjálfdauð- um öpum. Reyna að fá Papon fyrir rétt NASISTAVEIÐARINN Serge Klarsfeld (t.h.) og sonur hans Arno, sem er lögmaður, mæta til dómhússins í Bordeaux í Frakk- landi í gær þar sem vitnaleiðslur hófust sem ætlað er að skera úr um hvort fyrrverandi ráðherra, Maurice Papon, skuli sóttur til saka fyrir glæpi gegn mannkyn- inu. Papon, sem er 85 ára, er sagður hafa látið flytja 1690 Gyðinga, þ. á m. 223 börn frá suðvesturhluta Frakklands, í hendur Þjóðverja í seinna stríð- inu. Höfuðpaur eiturlyfja- sala veginn Bogotá. Reuter. JOSÉ Santacruz Londono, einn af höfuðpaurum kólumbíska eitur- lyfjasmyglhringsins sem kenndur er við borgina Cali, var skotinn til bana í bardaga við lögreglu seint í fyrrakvöld. Santacruz slapp úr fangelsi í Bogotá í janúar. Rosso José Serrano lögreglustjóri sagði að lögreglumenn hefðu setið fyrir Santacruz á þjóðvegi við borg- ina Medellín. „Hann var staðráðinn í að láta okkur ekki ná sér lifandi," sagði Serrano. Santacruz var handtekinn 4. júlí og var þá þriðji valdamesti maður- inn í Cali-smyglhringnum, sem er oft lýst sem ,stærsta eiturlyfja- smyglhring heims. Talið er að hann hafí fyrir nokkrum árum staðið fyr- ir allt að 80% alls kókaínsmygls í heiminum. Efnahagsaðstoð hætt Bandaríska stjórnin skýrði frá því á föstudag að flótti Santacruz hefði verið ein af ástæðum þess að hún ákvað að taka Kólumbíu af lista yfir ríki, sem fá sérstakan efna- hagsstuðning og lánafyrirgreiðslu í Bandaríkjunum fyrir „fulla“ sam- vinnu í baráttunni við eiturlyfja- smyglara. Ernesto Samper Pizano, forseti Kólumbíu, gagnrýndi þessa ákvörðun og sagði í gær að Banda- ríkjastjórn yrði að endurskoða hana eftir dauða Santacruz. A __ Ibúar ESB-ríkjanna eldast stöðugt Sextugum fjölgar um 50% á 30 árum Brussel. Reuter. MEÐALALDUR íbúa í ríkjum Evr- ópusambandsins (ESB) fer hækk- andi, samkvæmt skýrslu um lýð- fræðilega þróun í Evrópu. Fram- kvæmdastjórn sambandsins telur að fram til ársins 2025 muni fólki, sem er eldra en sextugt, fjölga um 50%. „Þessa verður verulega vart frá árinu 2006 og þá mun eftirlauna- fólki fjölga í áður óþekktum mæli,“ segir í skýrslunni. Talið er að heild- ar íbúafjöldinn verði tiltölulega stöðugur og ef eitthvað er að hann lækki. Að öllu óbreyttu mun sextugum og eldri í ESB-ríkjunum fjölga úr 76,3 milljónum í dag í 113,5 miíljónir árið 2025. Fjöldi áttræðra mun tvöfaldast á sama tíma og níræðum mun fjölga þrefalt, sam- kvaemt lýðfræðiskýrslunni. Á sama tíma mun börnum og unglingum undir tvítugu fækka um 9,5 milljónir eða 11%, úr rúmum 86 milljónum í 77. Meðálaldurinn verður 45 ár árið 2025, en er nú 36 ár. Af einstökum aðildarríkjum mun sextugum og eldri fjölga mest í Hollandi á viðmiðunartímanum, eða um 79,5% en minnst í Portúg- al, eða 34,1%. Ungu fólki fækkar mest í írlandi, eða um 25% en ald- urshópurinn 20 ára og yngri mun stækka mest í Lúxemborg, um 22,2%. Samkvæmt skýrslunni stafar þessi aldursþróun fyrst og fremst af dvínandi fæðingartíðni og aukn- um lífslíkum fólks. Framkvæmda- stjórn ESB segir, að þróunin muni hafa veruleg áhrif á atvinnuhætti í sambandsríkjunum og félags- málastefnuna. Sömuleiðis mun samsetning vinnuaflans breytast þann veg að hann eldist stöðugt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.