Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT m London. Daily Telegraph. OF litlu eldsneyti er dælt á tanka í þotum og því ekki tryggt að þær komist örugglega í heiía höfn, sam- kvæmt trúnaðarskýrslum sem flug- menn hafa sent fluglæknisfræði- stofnun breska hersins. I sparnaðar- skyni neyða flugfélög flugmenn til þess að setja aðeins lágmarkselds- neyti á þoturnar. Er það liður í hag- ræðingaraðgerðum sem . einkenna flugstarfsemina. Fyrirmæli flugfélaganna svipta flugmennina þeim rétti, sem reglur um almannaflug í raun veita þeim, að bæta viðbótareldsneyti á tankana samkvæmt eigin mati. Aukabirgðir eru nauðsynlegar ef t.d. slæmu veðri er spáð. í skýrslum flugmannanna, sem borist hafa fluglæknisfræðistofnun breska hersins, þar sem unnið er að rannsóknum á hinum mannlega þætti í stjórn flugvéla, kemur berlega í ljós, að flugmenn hafa óttast í aukn- um mæli, að fjármálastjórn flugfé- laganna sé farþegunum beinlínis skaðleg. Lífi þeirra sé stofnað í aukna hættu. I samantekt frá því í janúar er Styðja að- ild Litháa að NATO Vilnius. Reuter. ALEXANDER Kwasniewski, forseti Póllands, segir Pólverja styðja Litháa í baráttu þeirra fyrir aðild að Atlants- hafsbandalaginu (NATO) og Evrópu- sambandinu (ESB. Kwasniewski, sem forðum var fé- lagi í pólska kommúnistaflokknum, sagði þetta í Vilnius á þriðjudag eft- ir að hafa undirritað yfirlýsingu um nánari samvinnu þjóðanna. Báðum þjóðunum er mjög í mun að ganga í NATO og ESB en marg- ir telja að Pólverjar, Tékkar og Ung- verjar hafi meiri möguleika en Lithá- ar og hinar Eystrasaltsþjóðirnar tvær á að fá aðild að bandalögunum. Pólland og stórfurstadæmið Lit- háen runnu saman árið 1569 og mynduðu víðlent ríki, sem náði frá Eystrasalti til Svartahafs, en Litháen var innlimað í Rússland við skiptingu Póllands á átjándu öld. Litháen varð sjálfstætt ríki árið 1918 og á næstu árum sætti það margvíslegu ofríki Pólverja, missti þá m.a. höfuðborgina Vilnius. Eftir hrun kommúnismans eru margir litháískir þjóðernissinnar enn tortryggnir í garð Pólverja, en Kwasniewski sagði það algjörlega ástæðulaust. ? ? ?---------- Ognar eldsneytis sparnaður flugörygginu? vitnað í þrjár flugmannaskýrslur þar sem flugmenn lýsa áhyggjum yfír því að frelsi þeirra til að ákveða hvað þurfi mikið eldsneyti til öruggr- ar ferðar hafí verið takmarkað. Einn flugmannanna segir að „kúg- unarstjórn ofurkappsamra stjórn- enda" ógni fliigöryggi. „Ég hef verið flugstjóri í fjölda ára og ætíð gætt fyllsta öryggis með því að hafa næg- ar eldsneytisbirgðir, þó aldrei alltof miklar, í tönkum vélanna. Það er ekki fyrr en nú nýlega, að ákvarð- anir mínar eru dregnar í efa," sagði flugmaðurinn. „Nú er ástandið þannig, að dirfist ég að kaupa dropa umfram það sem einhverjar tölvur segja til, fæ ég ónotalegt bréf eða boð um að mæta í viðtal hjá stjórnendum flugdeildar- innar. Af þeim sökum, og þó svo það sé löglegt, flýg ég nú stundum með minna eldsneyti en mér finnst ég þurfa vegna aðstæðna og kemst á Ieiðarenda með minni afgang í tönk^ unum en ég tel óhætt," sagði hann ennfremur. Annar flugmaður segist einnig til- neyddur í fyrsta sinn á löngum flug- ferli að lýsa áhyggjum sínum. „Eg lagði upp með nokkrar umframbirgð- ir vegna illviðrisspár. Varð það til þess að mér barst hótunarbréf þar sem gefið var til kynna að Stóribróð- ir fylgdist með og spurt hvernig ég vogaði mér að taka aukaeldsneyti. Með þessu er gífurlegur þrýstingur settur á mann og finnst mér alltaf eins og einhver sé að gægjast yfír öxlina á mér þegar ég vinn að flug- áætlun, einkum þegar ég reikna út eldsneytismagnið sem þarf," sagði hann. Reglur bresku flugmála- stjórnarinnar (CAA) kveða á um það eldsneytismagn sem verður að vera í tönkum farþegaflugvélar en það ræðst af lengd flugferðar og legu varaflugvallar. Samkvæmt öðrum reglum hefur þó flugmaðurinn loka- orðið í þeim efnum. Samtök flug- manna í þjónustu áætlunarflugfélaga (Balpa) freista þess nú að semja við CAA um breytingar á reglunum. „Vandinn er sá, að þeir hjá stofnun- inni þekkja ekki ákvarðanatöku í við- skiptalífinu og eru því ekki í takt við raunveruleikann," sagði Carolyn Evans, tæknistjóri Balpa. „Okkur er tjáð, að öryggisþáttur- inn sé innbyggður í reglunum, en FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 17 við viljum vera sannfærðir um að þeir sem reglurnar semja og setja hafi skilning á því hvað séu öruggar eldsneytisbirgðir. Þegar öllu er á botninn hvolft er það fyllilega rétt- mætt hjá flugmanninum að segjast þurfa meira eldsneyti á grundvelli öryggis. En raunveruleikinn er sá, að viðskiptalegar hömlur sem á hann eru settar eru stöðugt að naga sam- visku hans," sagði Carolyn Evans.. Af hálfu CAA var sagt að það væri ákvörðun einstakra flugfélaga hversu mikið eldsneyti væri sett á flug- vélar. „Allt umfram alþjóðlegar lág- marksreglur - að flugvél eigi að geta flogið biðflug í hálfa stund yfir áfanga- stað og hafa ennfremur eldsneyti til að fljúga síðan til varaflugvallar - er ákvörðun einstakra flugfélaga," sagði talsmaður stofnunarinnar. Þetta sagði Evans með öllu óviðunandi. „Þegar varavöllur er skammt frá áfangastað -til dæmis Gatwick-völlur í tilfelli Heathrow - eru miklar líkur á að báðir séu lokaðir vegna þoku ef annar þeiira er það. Af þeim sökum höfum við miklar áhyggjur af þessum regl- um," sagði hún. + Finnar vísa gagnrýni Rússa á bug Helsinkí. Morgunblaðið. FINNSKA utanríkisráðuneytið vísar eindregið á bug gagnrýni Rússa varðandi nýafstaðnar heræfmgar skammt frá landamærum ríkjanna. í tilkynningu frá ráðuneytinu segir, að umfangsmiklar æfmgar á borð Kymi 96, sem haldin var í febrúar, séu undirbúnar með fimm ára fyrir- vara. Því eigi ekki að líta á þær sem ögrun við núverandi stjórnvöld í Rússlandi. Einnig er bent á þá staðreynd, að í fyrsta skipti hafi rússneskir liðsfor- ingjar verið viðstaddir æfingu af þessu tagi í Finnlandi. Stóræfingar fara fram til skiptis á ýmsum svæð- um, en í þetta sinn æfðu herdeildir í Suðaustur-Finnlandi á svæði sem liggur nálægt Pétursborg. Líta ber á mótmæli Rússa í sam- hengi við hugmyndir um hugsanlega aðild Finna að Atlantshafsbandalag- inu (NATO). Stjórnmálaskýrendur og æðstu embættismenn'í Finnlandi gera lítið úr yfirlýsingunni. Fyrir hrun Sovétríkjanna hefðu skilaboð af þessu tagi þótt mikil tíðindi í höf- uðborg Finna. Nú teljast þau í mesta lagi vera innlegg í baráttunni vegna rússnesku forsetakosninganna. c PH5: Eucerm Sýrustig húðarinnar fer oft úr jafnvægi. pH5 Eucerin færir það i eðlilegt horf. Útívera og tíður þvottur eru meðal þeirra þátta sem setja sýrustig húðarinnar úr jamvægi. Þá verður húðin þurr og hrjúf og þig getur farið að klæja. pH5 Eucerin vörurnar hjálpa húðinni að endurheimta, verja og slyrkja sýruvarnarstofninn ásamt því að jafna raka og fitu húðarinnar. í pH5 Eucerin húðverndarlínunni finnur þú allt sem þú þarft fyrir- daglega umhyggju húðarinnar: Fljótandi sápu, sturtugel, sjampó, baðolíu, salva, húðkrem og húðmjóik. pH5 Eucerin sólarvörur vernda bæði gegn UVA og UVB geislum og eru vatnsþolnar. Þær hafa allar sýrustig heilbrigðrar húðar og innihalda húðvamarefnin E- vítamín og róandi Bisabolol. pH5 Eucerin sólarvörurnar gefa þér bæði sólarvörn og húðvernd í einu. Vörurnar eru vandlega prófaðar. í sólarvarnarlínunni eru sólarmjólk, sólargel, sólarkrem, stifti og sérstök sólvörn iyrir börn. pH5 Eucerin vörurnar fást emgongu í apötekum. Par getur þú fengió bækimg með nánari upplýsingum um pH5 Eucerin vörurnar. pHs- Eucenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.