Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Línur skýrast í forkosningunum í Bandaríkjunum „Tilnefning Doles virð- ist óhjákvæmileg" Washington. Reuter. BOB Dole, leiðtogi meirihluta repú- blikana í öldungadeild Bandaríkja- þings, fór langt með að tryggja sér tilnefningu flokks síns sem forseta- efni hans þegar hann sigraði í for- kosningum í átta ríkjum á þriðjudag og sagði hægri sinnaði sjónvarps- maðurinn Pat Buehanan að sigur Doles virtist „óhjákvæmilegur". Dole sigraði í Colorado, Georgíu, Maryland og fimm ríkjum Nýja Englands, Connecticut, Maine, Massachusetts, Rhode Island og Vermont. Hann hefur nú 276 full- trúa, en þarf 996 til að verða til- nefndur á flokksþingi repúblikana í San Diego í sumar. Næstur kemur Steve Forbes, auðkýfingur og útgef- andi, með 60 fulltrúa og þá Pat Buchanan með 37 fulltrúa. Dole sigurviss „Dole, Dole, '96," kyrjuðu sam- herjar Doles á sigurfundi í Wash- ington á þriðjudagskvöld og frambjóðandinn brosti út að eyr- um. Dole var kokhraustur á fund- inum: „í kvöld höfum við sýnt fram á að sérfræðingarnir höfðu rangt fyrir sér. í kvöld höfum við sýnt fram á að Repúblikana- flokkurinn er ekki að liðast í sundur heldur ná saman. Brátt munum við sameinast til að ná einu markmiði og það er að sigra Bill Clinton í nóvember 1996." Fréttaskýrendur héldu því fram fyrir viku að kosningaherferð Doles væri að fara úr böndunum, en nú hefur dæmið snúist við. , Hægri sinnaði sjónvarpsmaður- inn Pat Buchanan kvaðst þó ekki af baki dottinn. Hann sagðisfætla áð halda áfram að etja kappi við Dole, þótt hann teldi að öldunga- deildarþingmaðurinn frá Kansas yrði fulltrúi repúblikana í baráttunni Pat Buchanan hyggst ekki láta staðar numið þótt á móti blási Reuter BOB Dole ðldungadeildarþingmaður fagnar sigri í forkosningum í átta ríkjum á þriðjudagskvöld. Honum á vinstri hönd er AIp- honse D'Amato, öldungadeildarþingmaður frá New York. gegn Bill Clinton í forsetakosning- unum 5. nóvember. „Tilnefning Doles öldungadeild- arþingmanns virðist óhjákvæmileg," sagði Buchanan í morgunþætti sjón- varpsstöðvarinnar NBC í gær. Dole fékk rúmlega 50% atkvæða í Connectícut og Maryland og 67% í Rhode Island, þar sem Buchanan og auðkýfmgurinn Steve Forbes voru ekki í framboði. Dole fékk minnst 40% fylgi í Georgíu. Buchan- an fékk flest atkvæði í Georgíu, 31%, og var alls staðar í öðru sæti nema í Connecticut, þar sem Forbes hafði betur. Forbes tókst hins vegar hvergi að komast yfir 20% múrinn. Andstæðingum fækkar Annar frambjóðandi, sem ekki hefur náð miklum árangri til þessa, Alan Keyes, hyggst halda ótrauður áfram, en tveir aðrir, þeir Robert Dornan, þingmaður úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings, og kaupsýslumað- urinn Morry Taylor virðast hafa dregið sig út úr kosningabaráttunni án þess að tilkynna það. Buchanan segir nú að barátta sín snúist um að ná völdum í Repúblik- anaflokknum úr höndum auðmanna og fyrirtækja og færa í hendur bandarískri millistétt. „Ég vil breyttan Repbúblikanaflokk," sagði Buchanan. „Við verðum á flokks- þinginu í San Diego." Gengið verður til forkosninga í New York-ríki í dag. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Dole nú aukið fylgi sitt þar og er með 48,4%, en Forbes 18,7% og Buchanan 15,3%. Aðeins Dole og Forbes eru á blaði alls staðar í New York og hefur Buchanan haldið því fram að flóknar framboðsreglur þar hafi verið sérhannaðar til að hygla Dole. - Mótmæla tilrannum a 1 í STUÐNINGSMENN Græna- flokksins á Tævan mótmæltu gær fyrirhuguðum eld- flaugatilraunum Kínverja á hafsvæði við eyna. Mótmælin fóru fram við byggingu várn- armálaráðuneytisins í Tæpei. Reuter Vísindamenn að einrækta sauðfé London. Reuteiv BRESKIR vísindamenn greindu frá þvi í gær að þeim hefði með pyltingarkenndri tækni tekist að einrækta sauðfé í fyrsta skipti. Begja þeir að þessi uppgötvun geti haft gífurleg áhrif á gripa- rækt. | Með aðferð vísindamannanna fir hægt að framleiða einstakl- inga sem eru eins að öllu leyti sem sagt er geta komið að góðum notum við kjöt- og mjólkurfram- leiðslu. Þetta er í fyrsta skipti sem aðferð af þessu tagi er beitt í spendýrarækt, en hún byggist á því að ræktaðar frumur eru færðar yfir í ófrjóvgað egg. Ian Wilmut, f ósturfræðingur við Edinborgarháskóla, sagði að þessi tækni gæti nýst vei við kjöt- framleiðslu. „Það er bændum í hag að hafa samleitan hóp dýra. Þau ná sláturþroska á sama tíma og einnig er hagkvæmara fyrir sláturhúsin að dýrin séu öll jafn- stór," sagði Wilmut. Wilmut og f élagar hans við Edinborgarháskóla ræktuðu frumur úr lambsfóstri og fjar- lægðu erfðastofna, þar með talið Iitninga, úr ófrjóvguðum eggjum. Prumunum var síðan komið fyrir í eggjunum með rafstraumi. „Það sem sæði gerir venjulega við frjóvgun er að bæta við þeim helming litninganna sem skortir og koma af stað vexti. Rafstraum- urinn festir frumuna við ófrjóvg- aða eggið og kemur jafnframt vexti af stað," sagði Wilmut. Egginu er síðan komið fyrir í sauðkind, sem hefur verið búin undir sauðburð með hormónag- I grein í tímaritinu Nature segja visindamennirnir að fimm velsk fjallalömb hafi verið borin eftir frjóvgun af þessu tagi en einungis tvö lifað lengur en tiu daga. Rannsóknir staðfestu að einrækt hefði í raun átt sér stað. Þúsundir einstaklinga Wilmut sagði að þegar aðferðin hef ði verið þróuð frekar í fram- tíðinni yrði hugsanlega hægt að framleiða þúsundir einræktaðra einstaklinga í einu. David Solter við Max Planck- stof nunina í Preiburg fagnaði þessum áfanga í grein sem hann ritar í sama hefti Nature. Auk þess að vera líffræðilega mjög áhugaverður opni þessi árangur möguleika á því að eiga við erfða- bera fyrir klónun. Slíkt geti haft mikil áhrif á framþróun líftækni. Trevor Nunn Nunn tek- ur við þjóð- leikhúsi TREVOR Nunn var í gær ráð- inn þjóðleikhússtjóri í Bret- landi. Hann tekur þó ekki við starfi fyrr en á næsta ári er Richard Eyre dregur sig í hlé eftir níu ára starf. Nunn varð milljónamæringur á að setja upp ýmsa söngleiki, m.a. Cats og Les Miserables, eða Vesal- ingana. Hann var um tíma stjórnandi konunglega Sha- kespeare-leikhússins. Nunn er 56 ára og er ráðinn að þjóðleik- húsinu til fimm ára. Aðeins óspjallaðar fá inngöngu INDÓNESÍSK stjórnvöld hafa sett það sem skilyrði fyrir því að konur fái inngöngu í her landsins og lögreglusveitir, að þær geti sýnt fram á að þær séu óspjallaðar. Deng við góða heilsu? DENG Xiaoping, arkitekt efnahagsumbótanna í Kína, er við góða lík- amlega og andlega heilsu, að sögn dóttur hans, Xiao Rong. Um- mæli henn- ar stangast , á við aðrar fregnir að undanförnu um versnandi heilsu Dengs. Hún sagði að þó svo hann sæti ekki yfir- standandi þing Kommúnista- flokksins sýndi hann störfum þess mikinn áhuga. Finna fíkni- efnaverk- smiðju BRESKA lögreglan hefur fundið, að því að talið er, eina stærstu fíkniefnaverksmiðju Evrópu á sveitasetri í Norfolk. Afkastageta hennar var sex tonn af fíkniefnum á víku, þ. á m. 600 kíló af hreinu af- metamíni. Sprengjaítil- raunaskyni BANDARÍSKIR leyniþjón- ustumenn hafa komist yfir óyggjandi upplýsingar um, að Pakistanar muni gera sína fyrstu tilraun með kjarnorku- sprengju láti Indverjar verða af samskonar tilraun á næstu mánuðum, að sögn bandaríska blaðsins Washington Post. P*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.