Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 19 LISTIR I aldanna eldi reynslunnar TONUST Borgarlcikhúsid SAMSÖNGUR Hanna Dóra Sturludóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, og Sigurður Skagfjöró Steingríms- son sungu aríur og samsöngsatriði úr óperum eftir Mozart, Beethoven, Massenet, Bizet, Gounod, Donizetti, Puccini, Tsjaikovskij og Verdi.Sam- leikari var Jónas Ingimundarson og kynnir Kristinn Hallsson. Þriðjudag- urinn 5. mars, 1996. ÞETTA var mikil söngveisla, þar sem ungir söngvarar lögðu með sér sitt lítið af hverju úr því mikla safni er kallast einu nafni óperutónmennt Evrópu og hófu þau tónleikana á kvartett úr Fidelio eftir Beethoven. Þessi fallegi kvartett er í kanonformi og var hann sérlega fallega fluttur. Næst komu þijú atriði úr Cosi fan tutte, eftir Mozart og var það Hanna Dóra er söng Come scogíio, en hún hefur nýlokið námi erlendis, er um það að heíja störf við óperuhús í Þýskalandi og lofar söngur hennar góðu, að þar sé á ferðinni vel kunn- andi og efnileg söngkona.Ingveldur Ýr kom til liðs við Hönnu Dóru og sungu þær dúettinn Prendero quel brunetto en Ingveldur starfar við óperuna í Lyon. Dúettinn var fallega fluttur og sama má segja um tríóið Soave sia il vento en þá bættist í hópinn Sigurður S. Steingrímsson og þar með lauk hlut Mozarts í þess- ari veislu. Síðustu viðfangsefnin fyrir hlé voru úr óperunni Werther, eftir Massenet og þar fóru á kostum Ingveldur Ýr og Gunnar Guðbjöms- son en þó alveg sérstaklega í dúett- inum. Eftir hlé sungu Gunnar og Sigurður dúett úr ópemnni Perlu- kafamir, eftir Bizet og þá tók Hanna Dóra við og söng gimsteina- aríuna, Ah, je ris de me voir, úr Faust eftir Gounod, er hún söng sérlega vel. Una furtiva lagrima, úr Ástardrykknum, eftir Donizetti, er líklega ein frægasta bel-canto aría allra tíma og þessa ljúfu tón- list söng Gunnar af gíæsibrag. Dúett félaganna úr La bohéme, eft- ir Puccini var fallega flutt af Gunn- ari og Sigurði og sama má segja um aríu úr Eugen Onegin, eftir Tsjaikovskij, er Sigurður söng mjög vel, við íslenska þýðingu Þorsteins Gylfasonar. Hanna Dóra og Gunnar sungu Parigi o cara, úr La traviata, eftir Verdi með þeim innileik og ástúð sem er aðalmerki lokaþáttar þessarar um margt sérstæðu ópera Verdis. Ingveldur Ýr söng „Haban- erana" eftir Bizet og þar var margt vel gert, bæði er varðar söng og leik. Tónleikunum lauk með glæsi- legum söng félaganna í kvartettin- um fræga, Un di, si ben Rammert- omi, úr Rigoletto eftir Verdi. Eins og fyrr segir var þetta mik- il söngveisla og var frammistaða söngvaranna í einu orði sagt glæsi- leg og þrátt fyrir sérstæðar radd- gerðir, var samsöngur þeirra sér- lega vel samstæður, hvort sem um var að ræða einsöng, dúetta, tríó eða kvartetta. Hanna Dóra Sturlu- dóttir er efnileg söngkona og tekur sér stöðu með bestu söngvuram okkar. Mestu reynsluna hefur Gunnar Guðbjörnsson, enda má merkja, að hann hefur mikið þrosk- ast í túlkun tilfmninga. Yngveldur Ýr Jónsdóttir heldur í við Gunnar og er leikræn túlkun hennar sér- grein. Sigurður Skagflörð Stein- grímsson þarf að hleypa heimdrag- anum og takast á við heiminn, því þar skírast menn í aldanna eldi reynslunnar, eins og félagar hans á þessum tónleikum hafa gert. Þrátt fyrir glæsilega frammistöðu allra, er þó mikilvægt að hafa í huga, að enn eiga þessir listamenn eftir að þroskast í list sinni og bæta miklu við það sem þegar hefur áunnist. Svona „gala“ tónleika mætti halda oftar, því þá er hægt að koma víða við í óperabókmenntunum og bjóða upp á margbreytilegan söng, bæði glæsileg einsöngs- og sam- söngsatriði, til mannbætandi upp- rifjunar fyrir hlustendur. Jónas Ingimundarson píanóleik- ari stóð sína vakt við flygilinn og var þar eigi til kotungssætis vísað en á milli söngatriða kynnti Kristinn Hallsson bæði söngvara og rakti stuttlega efni óperaverkanna, hvar í verkinu viðkomandi söngatriði átti heima og skóp með í raun þá sam- heldni er einkenndi tónleikana í heild. Jón Ásgeirsson Málverkauppboð á Hótel Sögu MYND eftir færeyska málarann SJ. Mikines verður boðin upp á málverkauppboðinu á Sðgu. GALLERÍ Borg heldur mál- verkauppboð á Hótel Sögu sunnudaginn 10. mars kl. 20.30. Boðin verða um 80 verk, nær öll eftir gömlu meistarana. Má þar nefnatiu verk eftir J.S. Kjarval, þijú eftir Jón Stef- ánsson, tvömál- verk eftir Ás- grím Jónsson, stórt málverk eftir Jóhann Briem, lítið olíuverk frá 1901 eftir Þórarin B. Þorláksson, verk eftir Gunnlaug Blöndal, Jón Engilberts, Nínu Tryggvadóttur, Finn Jónsson, Freymóð Jóhann- esson, Gunnlaug Scheving, Svav- ar Guðnason, Júlíönu Sveinsdótt- ur, Sverri Haraldsson og Ágúst Petersen. Af yngri liöfundum má nefna Erró, Hring Jóhannes- son, Karólínu Lárusdóttur, Tolla og Tryggva Ólafsson. Þá verður boðin upp mynd eftir hinn þekkta færeyska mál- ara S.J. Mikines, stórt olíuverk sem sýnir grindardráp. Einnig verður boðin upp blýantsteikning frá árinu 1891 eftir Jón Helgason biskup, myndin sýnir kirkjuna á Eyrarbakka og er gerð eftir ijós- mynd frú Lefoli, kaupmannsfrú- ar á Eyrarbakka. Sýning uppboðsverka stendur ylir daglega frá kl. 12-18 alla daga fram að uppboði. Nú er upplagt að fá sér miða og vera með á föstudag Mundu... ...að skila afrifunni af Happ í Hendi miðanum á næsta sölustað ef þú færð þrjú merki Sjónvarpsins. Þá áttu möguleika á fjölda vinninga í þættinum hjá Hemma og hver veit nema þú takir þátt í risaskafinu og vinnir milljón króna. Fylgstu með Happ í Hendi leiknum á Rás 2 alla virka daga milli kl. 11 og 12 Þar áttu líka kost á vinningum. liilli; Mapp i Henai ýatst i jjoppu og á bensínstóóvum um lanó alit. Skafðu fyrst og horfðu svo!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.