Morgunblaðið - 07.03.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.03.1996, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bandaríkjaferð Sinfóníuhljómsveitar Islands á enda Stendur bestu hljóm- sveitum heims á sporði UM HELMINGUR Sinfóníuhljóm- sveitar íslands kom heim í gær- morgun eftir rösklega tveggja vikna tónleikaferðalag um Banda- ríkin. Kom hljómsveitin fram á átta tónleikum í ferðinni og var hvarvetna vel tekið, ekki síst í Carnegie Hall í New York. „Ég er alveg rosalega ánægður með þessa ferð — ánægður með hvað hún var árangursrík, hvað hljómsveitin spilaði vel, hvað við fengum góða dóma og síðan er ég líka afskaplega feginn að vera kominn heim,“ sagði Runólfur Birgir Leifsson, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, nýlentur eftir langt flug frá Orlando. Hann bætti við að staða Sinfón- íuhljómsveitar íslands hefði styrkst verulega í Bandaríkjum eftir ferðina, þótt hún hafi fengið nokkra kynningu þar áður, eink- um í gegnum útgáfufyrirtækið Chandos. „Möguleikarnir hafa aukist verulega, sérstaklega með tilliti til fleiri tónleikaferða síðar meir, auk þess sem ferðin og við- tökurnar sem við fengum eiga án efa eftir að nýtast okkur annars staðar.“ Betri til baka Ennfremur sagði Runólfur Birg- ir að Sinfóníuhljómsveit íslands kæmi álltaf betri til baka úr tón- leikaferðum sem þessari. „Sjálfs- álitið hefur aukist enda ljóst að hljómsveitin getur ekki einungis spilað vel inn á plötur heldur stend- ur hún einnig bestu hljómsveitum heims á sporði á tónleikum fái hún réttu tækifærin í réttu húsunum.“ Greta Guðnadóttir fiðluleikari sagði að Bandaríkjaferðin hefði verið stórkostleg upplifun. „Það var ákaflega gaman að fá tæki- færi til að spila í þessum frábæru tónleikahöllum, sérstaklega þar sem okkur gekk svona vel. Þá var samstarfið við hljómsveitarstjór- ann, Osmo Vánská, sérstaklega ánægjulegt. Við höfum aldrei náð jafn vel saman.“ Að mati Gretu skiptir það sköp- um fyrir Sinfóníuhljómsveit Is- lands .að fá að koma fram í tón- leikahúsum á borð við Carnegie Hall og Mechanics Hall. „Það er svo miklu auðveldara að spila í slíkum húsum og það sem við höf- um fram að færa kemst fyrir vikið mun betur til skila.“ Einar Marinó Magnússon: „Án titils 1995.“ Málmskúlptúr í Stöðlakoti í STÖÐLAKOTI við Bókhlöðu- stíg verður opnuð sýning á málmskúlptúr eftir Einar Mar- inó Magnússon, sem hann nefn- ir „Hugleiðingar um orkuna", laugardaginn 9. mars kl. 14. Einar er menntaður málm- smiður og hefur lengst af starf- að við þá atvinnugrein. Þetta er fyrsta einkasýning Einars, en hann tók þátt i samsýningu í Listasafni ASÍ árið 1980. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 og lýkur 24. mars. HLUTI Sinfóníuhljómsveitar íslands við komuna til landsins bítið í gær. Morgunblaðið/Ásdís Greta sagði að viðtökurnar sem hljómsveitin fékk í ferðinni hefðu komið sér í opna skjöldu. Nefnir hún Carnegie Hall sérstaklega í því samhengi. „Ég held að ekkert okkar hafi búist við svona góðum viðtökum þar enda er þetta einn frægasti tónleikasalur í heimi.“ Hafsteinn Guðmundsson fagott- ieikari var á sama máli. „Þetta var stórkostlegt í alla staði. Það gekk allt upp sem átti að ganga upp og spilamennskan var alls staðar mjög góð — þar með var takmarkinu náð. Viðtökurnar voru líka eftir- minnilegar, sérstaklega í þessu fræga húsi, Camegie Hall.“ Hápunkturinn á ferlinum Hafsteinn hefur lengi verið í eld- línunni með Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Hann sagði hins vegar að Bandaríkjaferðin væri tvímæla- laust hápunkturinn á ferlinum enda hefði hljómsveitin ekki í ann- an tíma færst jafn mikið i fang. Austurríkisferðin snemma á síð- asta áratug kæmist næst því. Að mati Hafsteins er mikilvægt fyrir hljómsveitina að fá tækifæri til að spila fyrir nýja hlustendur og fá gagnrýni annars staðar frá. „Það er nauðsynlegt að fá aðra viðmiðun og heyra hvað fólki sem ekki heyrir okkur spila í hverjum mánuði finnst." Hafsteinn sagði það ennfremur sérstaklega ánægjulegt hvað þessi stóri hópur hefði verið samhentur í ferðinni. „Það lögðust allir á eitt og við erum tvímælalaust sam- rýndari heild á eftir.“ „Þetta var æðisgengið, salirnir voru stórkostlegir og áhorfendur spruttu úr sætum og hrópuðu bravó! Er hægt að biðja um meira?,“ sagði Lilja Valdimarsdótt- ir hornleikari. „Carnegie Hall var án efa toppurinn á ferlinum." Lilja viðurkenndi þó að ferðin hefði verið erfið — löng ferðalög og krefjandi vinna. „Maður var hins vegar í góðum félagsskap og þetta var sannarlega erfiðisins virði.“ Um 40 hljóðfæraleikarar sneru heim í gær en hinn helmingurinn mun hafa í hyggju að spóka sig eilítið lengur í sólinni á Flórída enda þarf hljómsveitin ekki að mæta til æfinga í Háskólabíói fyrr en á mánudag. Sjálfsmorðinginn á Herranótt í DAG frumsýnir Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, A Herranótt, gamanleikinn Sjálfs- morðingjann í Tjamarbíói. Verkið er eftir Rússann Nikolaj Erdman og var þýtt af Árna Bergmann fyrir „Á Herranótt ’96.“ „í tilefni af 150 ára afmæli Menntaskólans er sýningin í ár með glæsilegasta móti og miklu hefur verið kostað til að gera hana sem best úr garði enda eru þátttakendur komnir á 7. tuginn,“ segir í kynningu. Leikstjori er Magnús Geir Þórð- arson, leikmyndar- og búninga- hönnuður Snorri Freyr Hilmarsson og ljósabúnaður Sigurður Kaiser Guðmundsson. Tónlistin er eftir Ólaf Björn Ólafsson, nemanda í Menntaskólanum. í kynningu segir: „Verkið er samið í kringum 1930 og gerist á því tímabili. Þetta voru miklir umhleypingatímar í Rússlandi, þjóðin var ekki búin að jafna sig á þeim hörmungum sem fylgt höfðu í kjölfar októberbyltingar- innar 1917 og mátti raunar enn þola margt. Ognarstjórn Stalíns var við völd og sá til þess að fólk kæmist ekki upp með neitt múður. Gúlagið, þrælkunarbúðir í Síberíu, biðu þeirra sem óhlýðnuðust og þar lenti einmitt Nikolaj Erdman, höfundur Sjálfsmorðingjans. Hann skrifaði tvö leikrit, Umboðið og Sjálfsmorðingjann, og bæði voru þau bönnuð vegna þess að þau þóttu ádeila á Sovétstjórn." 25 leikarar taka þátt í sýning- unni auk hljómsveitar en helstu hlutverk eru í höndum Ólafs Egils Egilssonar, Estherar Talíu Casey, Sólveigar Guðmundsdóttur, Ragn- ars Kjartanssonar og Katrínar Brynju Valdimarsdóttur. Sýningar verða 10 talsins, þær fyrstu 7. og 9. mars kl. 20 í Tjarn- arbíói. Verð 400 kr. fyrir innan- skólafólk, 600 kr. fyrir aðra menntaskólanema, 1.000 kr. fyrir aðra. Skólaostur kg/stk. io% LÆKKUN VERÐ NU: 647 kr. kílóið. VERÐ AÐUR: ÞU SPARAR: kílóið. 72 kr. á hvert kíló. OSTA OG SMJÖRSALAN SE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.