Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 21 LISTIR Fiórtán sinn- Ímfjórtán MYNPLIST Úmbra SMÆLKI 14X14 14 Langbrækur. Opið frá 13-18 alla daga. 14-18 sunnudaga. Lokað mánu- dagatil 13.3. Aðgangur ókeypis. TÍU árum eftir að Gallerí Lang- brók"í Bernhöftstorfu var lagt nið- ur, halda stöllurnar fjórtán sem að því stóðu smámyndasýningu, sem afmarkast af myndverkum, sem eru 14x14 sm að ummáli. Fram- kvæmdina nefna þær „Smælki" í höfuðið á eftirminnilegri opnunar- sýningu listhópsins á Listahátíð 1980. Það er þannig til heiðurs minningunni um þessa sýningu sem framkvæmdinni var hleypt af stokknum. í upphafi voru Langbrækurnar 12 og hófu rekstur sýningarsalar að Vitastíg 12 sumarið 1978, og út úr listasögunni sem mönnum þykir fyrir, eins og það hafi aldrei verið til. Á það bæði við um svip- miklar athafnir einstaklinga sem listhópa og ber vott um að þjóðin hafi ekki enn fundið fast undir fót í hinu svonefnda velferðarkerfi sem hún er að reyna að halda uppi, en er í reynd sýndarveruleiki, þykj- ustuleikur og flótti frá varanlegum gildum. Ekki má heldur gleymast, að stöllurnar hafa gert garðinn fræg- an erlendis og man ég eftir hlut þeirra á samsýningu í Kaupmanna- höfn, að mig minnir á Charlotten- borg. Tók ég eftir að myndirnar, sem voru af sömu tegund, þ.e. smælki, vöktu drjúga athygli sýn- ingargesta.er ég var þar á rölti og fékk framlag þeirra góða dóma í pressunni. Fyrir þá sök er merki- legt að þeim stöllum skuli ekki hafa verið haldið meira fram, en það eru annars margar spurningar sem vakna, þegar kynning íslenzkr- ar listar á erlendum vettvangi er sett undir mæliker. « *x B Það sýning stöllur saman vekur er falleg sem þær Morgunblaðið/Ásdís FRÁ sýningunni í Galleríi Úmbru. teljast ótvírætt meðal frumkvöðla í rekstri slíkra listhúsa á höfuð- borgarsvæðinu. Innviðir hópsins tóku ýmsum breytingum áður en hann flutti í Bernhöftstorfuna, en meðlimunum fjölgaði í stað þess að fækka, eins og talan 14 segir okkur. Þær stöllur eiga heiðurinn af innréttingu hins vinalega hús- næðis, sem enn er vettvangur skyldri sýningastarfsemi undir öðru nafni, og lögðu á sig ómælda vinnu við innréttingu þess, sem var í hinni mestu niðurníðslu. Er mér enn í minni hvílíkum breytingum húsnæðið tók á sínum tíma og man vel eftir hinu sérkennilega baðkeri, er við blasti er litið var inn um glugga Amtmannstígsmegin. Það mun sennilega hafa verið táknrænt fyrir lúxus tímanna, þá Guðmundur Björnsson landlæknir og skáld bjó í húsinu, og var í innra rýminu þar sem skrifstofa Úmbru er núna. Langbrók starfaði í 8 ár, en ekki reyndist grundvöllur fyrir áfram- haldandi rekstri sýningarsalarins, sem var ekki sök valkyrjanna er að honum stóðu, en engan veginn hefur sem skyldi verið stutt við bakið á listhönnun frekar en miðlun sjónmennta í landinu. Þótt listhóp- urinn sem slíkur leystist upp, hafa flestir meðlimir hans haslað sér völl á listasviði svo sem eftirfar- andi nöfn eru til vitnis um: Ásrún Kristjánsdóttir, Elísabet Haralds- dóttir, Eva Vilhelmsdóttir, Guðný Magnúsdóttir, Guðrún Auðunsdótt- ir, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Marinósdóttir, Jóhanna Þórðardótt- ir, Kolbrún Björgólfsdóttir, Ragna Róbertsdóttir, Sigrún Eldjárn, Sig- rún Guðmundsdóttir, Steinunn Bergsteinsdóttir og Þorbjörg Þórð- ardóttir. Að mínu mati eru þær stöllur alveg á réttu róli að slá saman í sýningu, eins og þær nefna það, því tíminn líður og breytingarnar sem þjóðfélagið tekur eru ískyggi- lega hraðar. Einkum í þá veru að valtað er yfir fyrri gildi og því ýtt hafa sett og einkum hin mikla fjölbreytni í efnis- meðferð óskipta athygli. Einfald- leikinn er ríkjandi þáttur í þessum myndum og á stundum er vinnsluferlið skylt þeim aðferðum er listamenn beita þegar þeir eru að losa um form- hugmyndir. Sumt kemur mjög kunnuglega fyrir sjónir eins og eggform Kolbrúnar Björgólfsdótt- ur, sem er háþróuð og lífræn fram- leiðsla, en annað kemur á óvart eins og hinar formhreinu myndir Sigrúnar Guðmundsdóttur úr bóm- ull og stálþræði. Annars skal ekki gert upp á milli mynda á sýning- unni í þessu skrifi, því það yrði of langt mál, en vísað sérstaklega til hins létta og verðmæta yndis- þokka sem er aðal sýningarinnar og eins og streymir af veggjunum og á vit skoðenda. Myndhugsunin er vitaskuld í ætt við naumhyggju þótt ekki sé þetta „minimalismi" í ströngustu merkingu liststefn- unnar. Til þess eru vinnubrögðin gædd mun meiri hlýju og ást á efniviðnum á milli handanna, en minna af kaldri rökfræði og arki- tektónískri hugsun., Þótt þessar myndir séu ekki inn- an veggja Nýlistasafnsins, og þannig ekki skjalfest núlist, er sitt- hvað á sýningunni sem leiðir hug- ann að ferskri og upplifaðri mynd- hugsun. Einnig hjá fleirum en Rögnu Róbertsdóttur, sem kosið hefur að vinna beint á vegginn sem mun vera eitt nýjasta kikkið í heimslistinni, sem allir ungir virð- ast þurfa að ganga í gegnum til að sanna sig. Aðferðin er enda ekki nema 50.000 ára gömul, en heldur þó fullu gildi í dag eins og allar lífrænar athafnir og gerðir. Sem dæmi um efnisþætti vinnu- bragðanna skulu þau talin hér upp: Hör, ull, hrosshár, steinleir, útsaumur, olía á striga og tré, pappír, akryl, prjón, málmþráður, postulín, leir, Hekluvikur, collage, vír, vax, málmsteypa og lín. Þær Langbrækur eiga skilið að upp- skera drjúgan sóma af frumkvæði sínu, og fram má koma að rýnirinn hafði mikla ánægju af sýningunni, einkum við endurtekna skoðun og þakkar með virktum fyrir sig. Bragi Ásgeirsson Það fer ekki mikið fyrir litlu orkuverunum frá Bose en áhrifin eru stórkostleg. Bose Acoustimass Am5 ( 2 hátalarar og bassabox ) Kauptu eitt og fððu annað hátalara- sett f rítt! Efþú kaupir Bose hátalara af gerðunum Acoustimas Am5, Am7, Bose 501, 701 eða 901 færðu 2 stk. hátalara Bose 100 íkaupbæti að verðmæti kr. 19.980. Lifandi tónleikar Venjulegir hátalarar Bose Acoustimass „Direct/Reflectlng'* Stereo alls staöar! Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 Umboösmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.