Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Umfjarveru viðfangsefnisins KRISTINN E. Hrafnsson opnar sýningu á skúlptúrum og lágmyndum í Galleríi Ingólfsstræti 8 í dag. Krist- inn sagði í samtali við Morgunblaðið að á sýningunni væru einungis ný verk sem hann hefði verið að vinna að undanfarið. „Þessi verk eru hvort tveggja í senn róttæk breyting og beint framhald af því sem ég hef verið að gera undanfarin ár." Kristinn segir verkin vera náttúrutengd eins og fyrri verk sín. „En ég er búinn að færa mig yfir á dálítið önnur svið. Ég er ekki að vinna beint með náttúruna heldur með þau öfl sem móta hlutina og þá á ég við rýmistengda hluti eins og umbúðir. Ég tek tómar umbúðir, svo sem kassa utan um tölvur, og fylli af einhverju öðru. Þannig verða tómar umbúðirn- ar að hinu mótandi afli; umbúðirnar móta. Verkin fjalla þannig í raun um fjarveru viðfangsefnisins, vélanna í þessu tilfelli." Lágmyndirnar á sýningunni segir Kristinn að séu sandblásnar teikningar í granít. „Þær fjalla um nátt- úruöflin sem móta línuna, svo sem ströndina og árfar- veginn. Hér eru það sem sagt fjollin og náttúran sem móta yfirborð vatnsins eða árinnar. Bæði skúlptúrarnir og lágmyndirnar fjalla því um sama hlutinn, bara á yfirfærðan hátt. Það er eitt- hvert utanaðkomandi afl sem mótar þá og gefur þeim sitt endanlega form; umbúðirnar eru mótaðar af ein- hverju praktísku gildi eða rými, en þegar hluturinn er fjarlægður úr þeim má velta því fyrir sér hvað verði um hið raunverulega rými og hvað hvað verði um merkingu þess. Ég prófa að fylla það aftur ein- hverri nýrri merkingu." Sýningin stendur til 28. mars. Morgunblaðið/Sverrir KRISTINN E. Hrafnsson Feigðarflan fyrirsætunnar KVIKMYNDIR Bíóborgin/Bíóhöllin „FAIR GAME" • Leikstjóri: Andrew Sipes. Framleið- andi: Joel Silver. Aðalhlutverk: Cindy Crawford, William Baldwin, Steven Berkoff. Warner Bros. 1995. FYRSTA bíómyndin sem ofur- fyrirsætan Sindí Crawford leikur í sannar a.m.k. einn hlut. Sindí er ekki leikkona. Hún er ekki einu sinni efni í leikkonu. Hún getur kallað það lán í óláni að hún kaus að byrja leikferil sinn í hasarmynd frá Holly- woodframleiðandanum Joel Silver. í myndum hans þarftu miklu fremur að geta hlaupið sannfærandi undan sprengi- og kúlnaregni en leikið. Það litla sem þarf af leikhæfileikum er Sindí þó um megn. Hún á ekki í neinum vandræðum með að setja sig í stellingar. Þar nýtur hún ára- langrar þjálfunar í sviðsframkomu. En um leið og hún þarf að setja sig í stellingar og segja eitthvað fer glæsileikinn af henni. Það má kenna handritinu að vissu leyti um pínleg- an leik Sindíar. Gáfulegustu sam- ræður í Silvermyndum eru einhvern veginn á þessa lund (án allra fokk- orðanna): -Ég skal sprengja þig í tætlur, bannsettur þrjóturinn þinn. -Reyndu það ef þú þorir, auming- inn þinn. Þannig má segja Sindí til vor- kunnar að handritið býður ekki uppá mikil tilþrif vilji hún á annað borð sýna hvað í henni býr. Og það þolir ekki mikla nærskoðun. I myndinni þarf Sindí að fást við mestu úrvals- sveit hryðjuverkamanna í heiminum sem búin er nýtísku vopna- og tölvu- búnaði en ég hætti að telja þegar ég var kominn upp í sjö misheppnað- ar tilraunir sveitarinnar til að ráða Sindí af dögum. Bara að alvöru skæruliðar væru jafn einstaklega miklir hálfvitar. Sindí hefur sér til halds og trausts lögreglumann sem William Baldwin leikur. Nægir að segja um samleik þeirra að hann er með eindæmum plebbalegur þeg- ar hann á að vera hvað svalastur. Sem tryllir er „Fair Game" hin ómerkilegasta formúluhasarmynd. Hún er gersamlega laus við frum- leika en er samansett úr gömlum og þrautreyndum hugmyndum, sem maður hélt jafnvel að væri ekki hægt að útjaska öllu lengur. Hasar- inn er víða mjög vei sviðsettur enda kostaði myndin engan smápening eða um 40 milljónir dollara. Það er dýrasta tískusýning sem ég hef heyrt um. Arnaldur Indriðason NYTT - NYTT VOR /4*uup ^íatt fený6rt4&la& 15% kynningarafslárfur af nýjum tegundum. Merinoull - silki, angóra, mohair, viskose.... meiriháttar. Garnhúsið, Suðurlandsbraut 52 v/Fákafen (bláu húsin), sími 568 8235. Fermingabarna- mótið í Aratungu LEIKDEILD Ungmennaféiags Biskupstungna frumsýnir leikritið Fermingabarnamótið í Aratungu föstudagskvöldið 8. mars kL 21. Leikritið er eftir þau Ármann Guðmundsson, Árna Hjartarson, Hjördísi Hjartardóttur, Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdótt- ur, Sævar Sigurgeirsson sog Þor- geir Tryggvason, sem öll eru í áhugaleikfélaginu Hugleik í Reykja- vík og frumflutt var vorið 1992 í Reykjavík. Þetta er verk með léttum söngum og dönsum. Leikstjóri er Jón Stefán Kristjáns- son en um tóniist sjá þeir Hilmar Örn Agnarsson og Hjörtur Hjartar- son. I kynningu segir: „Ungmennafélag Biskupstungna var stofnað árið 1908 og talið er að fyrsta verkið, Gamli-Toggi, hafi verið sýnt árið 1910 og það hafi Sumarliði Grímsson á Torfastöðum samið upp úr danskri smásögu, og eftir það voru sett á svíð ýmis verk, t.d. 1915-1916 Syndir annarra eft- ir Einar Kvaran, 1917 voru settir upp kaflar úr Nýársnótt eftir Indriða Einarsson og 1923-1924 var sjón- leikurinn Tengdamamma settur upþ. Á þessum árum voru leikrit sýnt í ýmsum húsum, gamla þinghúsinu á Vatnsleysu og í heimahúsum. Árið 1927 var Syndir annarra sýnt í nýju samkomuhúsi félagsins á Vatnsleysu og þá hafa aðstæður batnað til muna hjá þessu áhuga- sömu fólki. Árið 1961 var félagsheimilið Ara- tunga tekið í notkun og fyrsta verk- ið sem sýnt var þar var Lénharður fógeti eftir Einar Kvaran. Með til- komu Aratungu batnaði öll aðstaða til muna og auðveldara var að sýna stærri verk." Þetta er þriðja verk eftir Hug- leikshópinn sem Ungmennafélagið setur upp. Onnur sýning verður í Aratungu 10. mars kl. 21. , Sýning Evu og Ernu framlengd ÁÐUR auglýst málverkasýning Evu G. Sigurðardóttur og Ernu G. Sigurðardóttur í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, er fram- lengd um eina viku og lýkur henni laugardaginn 16. mars. Sýningin er opin á almennum verslunartíma, lokuð á sunnudög- um. ? ? » Málverka- sýning á Café Oskar S'YNING á málverkum Ástu Gústu Halldórsdóttur á Café Oskar í miðbæ Hafnarfjarðar hefur verið opnuð. Ásta Gústa sýnir 16 olíu- málverk. Sýningin stendur út mars. útlitsgallaðir ísskápai; þvottavélar og fleira 10%aM ^ölJu iNWOOD Moenerai Electric 'erslunarinm ^anasorac ¦¦¦HHHH ; HEKLUKUSINU • IAUGAVEGI ¦¦¦¦¦¦¦IH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.