Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 24
lil, .'H Elí Á.I3J' f 5 0.V 24 FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Þarfir velferðar kerfisins og freudísk mismæli þingmanna ÞEGAR maður segir það sem hann hugsar í Mað þess sem hann ætlaði að segja upphátt isr talað um freudísk jnismæli. Þetta getur ift verið ansi vand- Íæðalegt fyrir viðkom- ndi en afar upplýsandi jfyrir þá sem til heyra. ?í utandagskrárumræð- "um á Alþingi 8. febrúar jsl. er ég hrædd um að LKristínu Ástgeirsdótt- ,ur, þingmanni Kvenna- ista, hafí orðið á slík ismæli. Þarfir fólksíns móti þörfum kerfisins Kristín sagði að „talnaleikir og frjálshyggjuhugmyndir hefðu yfir- skyggt þarfír velferðarkerfisins" (Mbl. 9.2. 1996). Þarna er einmitt kjarninn í „félagshyggjunni" svo- kölluðu lifandi kominn: Það eru þarf- ir velferðarkerfisins sem þarf að verja en ekki þarfir fólksins sem býr við slíkt kerfi. Á meðan velferð- arkerfinu er tryggt nægjanlegt fjár- 'magn til að geta haldið áfram að þenjast út og taka til sífellt fleiri þátta er allt í lagi, og hagsmunum þeirra, sem kerfið á að þjóna, borg- ið. Ekki er spurt um hvaða fórnir fólkið i landinu þarf að færa til að halda kerfinu gangandi, því kerfið _ er ekki til fyrir fólkið heldur fólkið sfyrir kerfið. Eru skuldir og skattpíning velferð? i Halli ríkissjóðs undanfarin ár hef- ; ur verið 7-9 milljarðar á ári. Stjórn- málamenn hafa skuldsett heimilin í landinu þannig að skuldir hins opinbera nema ríflega 3 millj- ónum króna á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu. Eins og þetta sé ekki nóg, tekur hið opinbera til sín nær helming þeirra tekna, sem fólk vinnur sér inn, í formi skatta og ýmissa opinberra gjalda. Það má svo sem kalla þetta talnaleik, en allt hefur þetta verið gert til að fjármagna hina gríðar- legu samneyslu sem Elsa B. velferðarkerfið krefst Valsdóttir af þjónum sínum. Sem betur fer sjá stöugt fleiri og fleiri að þess háttar „efna- hagsstjórnun" getur ekki gengið lengur, og að hið opinbera, líkt og fyrirtæki og heimili, verður að sníða sér stakk eftir vexti. Þeim fer líka fjölgandi sem átta sig á því að því minni sem umsvif hins opinbera eru því meira svigrúm gefst fólki til að stjórna sínu eigin lífi og taka sínar eigin ákvarðanir. Börnin bera byrðarnar Ef ekki verður spyrnt við fæti, hverjir munu þá á endanum borga brúsann? Að einhverju leyti verður það mín kynslóð, en að mestu leyti verða það börnin okkar. Okkar vel- ferð verður þeirra byrði. Er þetta arfurinn sem við viljum skilja eftir handa þeim; gjaldþrota ríkissjóður, óyfirstíganlegar skuldir og kæfandi skattar? Ef við fyJgjum áfram þeirri leið sem þingmenn stjórnarandstöð- unnar boða og aukum enn á miðstýr- ingu, hækkum skatta og bætum : Velferð á íslandi er ekki háð tilvist velferðarkerfís, segir Elsa B. Valsdóttir, sem er miðstýrt og fjármagnað með lánum og skattgreiðslum. nýjum sköttum við, verður það óhjá- kvæmilega niðurstaðan. Það er þó engin ástæða til svartsýni og þung- lyndis, því í fyrsta sinn í langan tíma er nú von til þess að hægt sé að snúa þessari þróun við. Jafnvægi í ríkisfjármálum forsenda velferðar Velferð á íslandi er ekki háð til- vist velferðarkerfís sem er miðstýrt og fjármagnað með lánum og skatt- greiðslum. Velferð á íslandi er hins vegar háð því að jafnvægi náist í ríkisfjármálum og lækkun skatta. Það tekst einungis með því að draga úr umsvifum ríkisins með einkavæð- ingu, tilfærslu verkefna til sveitarfé- laga og umbótum og aðhaldi í rekstri. Þetta eru allt markmið sem núverandi ríkisstjórn hefur sett sér. Það verður ekki sársaukalaust að ná þeim, því timburmenn velferðar- kerfissukksins eru ekkert betri en timburmenn eftir annað sukk. En er það ekki á sig leggjandi til að geta horft kinnroðalaust framan í börnin sín? Langholt - Reyk- holt - Skálholt Höfundur er Heimdallar. varaformaður BISKUPINN yfir Is- íandi, herra Ólafur Skúlason, hefur búið við all sérstæðar að- stæður að undanförnu. Deila á milli sóknar- prests Langholtssókn- ar og organistans neyddi hann stöðu sinnar vegna til af- skipta af þeirri deilu. Formaður Prestafélags íslands virtist telja það sjálfgefið að hann ætti að fylgjast með hverri hreyfingu biskups í málinu og ausa at- hugasemdum af þekk- ingarbrunni sínum. Prestar hafa eins og aðrir sitt stéttarfélag og er ekkert nema gott um það að segja. Það kom mér aft- ur á móti mjög undariega fyrir sjón- Leynist bak við svika- vefur, spyr Olafur Þ. Þórðarson, sem skrifar um deilur í þjóðkirkjunni. ir er formaður þess virtist á tímabili í fjölmiðlum standa jafnfætis bisk- upi eða ofar sem eftirlitsaðili. Þann veg var talað að ætla mætti að bisk- upi hefðu orðið á mistök. Ekkert bitastætt hefur komið fram sem staðfestir að svo sé. Skjótt skipast veður í lofti. Það fór ekkert á milli mála að biskupinn fór með fullan sigur í þeirri orustu er hann sagði að séra Geir Vilhjálmsson Waage færi með bull. Orðið bull er venjulegt íslenskt mál hvort sem Ómari Ragnarssyni finnst það biskupslegt eða ekki. Merking þess er að fara með stað- Olafur Þ. Þórðarson Framadagar 1996 Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin(n) stór? ÞESSA spurningu þekkja allir en margir hafa svarið ekki á reið- um höndum. Jafnvel þótt svarið sé ákveðið þarf að fylgja því eftir til að það verði að veru- leika. Nám í Háskóla ís- lands er oft á tíðum ekki í nægum tengsl- um við atvinnulífið og eru nemendur því sum- ir hverjir óöruggir og týndir þegar kemur að því að stíga fyrstu skrefin í hinum harða heimi atvinnulífsins. Framadagar, atvinnu- lífsdagar Háskóla íslands, verða haldnir 5.-8. mars og er markmið- ið að brúa bilið milli Háskólans og atvinnulífsins. Framadagar voru fyrst haldnir árið 1995 að erlendri fyrirmynd og það er AIESEC (Al- þjóðlegt félag viðskipta- og hag- fræðinema) á Islandi sem sér um Ýmir Björgvin Arthúrsson framkvæmd verkefnis- ins.^ Áhugasvið nema í viðskipta- og hagfræði, lögfræði og raunvís- indadeild eru höfð að leiðarljósi en Frama- dagar eru öllum opnir og allir nemendur Há- skóla íslands eiga ríkt erindi á dagana. Föstudaginn 8. mars mæta fulltrúar 42 framsækinna fyrir- tækja í íslensku at- vinnulífi í Þjóðarbók- hlöðuna og verða með kynningarbása þar sem starfsemi sérhvers fyrirtækis er kynnt fyrir nemendum. Nemendur geta því spurt þeirra spurninga er brenna á vörum þeirra, varðandi fyrirtækin, atvinnulífið og hvernig nám þeirra nýtist í hinum ýmsu geirum atvinnulífsins. Þarna munu sum fyrirtækjanna kynna verkefni sem þau þurfa að láta vinna Föstudaginn 8. mars verða 42 fyrirtæki með kynningarbása í Þjóðarbókhlöðunni. Ýmir Björgvin Art- húrsson skrifar um tengsl háskólanáms og atvinnulífs. fyrir sig og geta nýst sem lokaverk- efni og er kjörið tækifæri fyrir nem- endur á seinni árum að athuga þau sérstaklega því þarna hafa þeir möguleika á því að ræða þessi verk- efni og jafnvel næla sér í eitt slikt. í Þjóðarbókhlöðunni er einnig hægt að ræða sumarvinnu og ýmsa atvinnumöguleika tengda náminu. Fyrirtækin verða hvaðanæva úr lit- ríkri flóru íslensks atvinnulífs og reynt er að sjá til þess að nemend- ur úr sem flestum deildum Háskóla Íslands finni sér eitthvað við hæfi. Mánudaginn 4. mars kemur út handbók með upplýsingum um fyr- irtækin. Handbókinni verður dreift til háskólanema með það fyrir aug- um að þeir geti kynnt sér hvaða fyrirtæki höfða til þeirra. I bókinni verður að finna úttekt fyrirtækja á m.a. fjölda starfsmanna, ýmsar tölulegar upplýsingar um rekstur fyrirtækjanna og framtíðarmark- mið þeirra, t.d. í starfsmannamál- um. Með þessu móti geta nemendur nýtt sér dagana til fulls og mætt til leiks í Þjóðarbókhlöðuna undir- búnir og með markvissar spurning- ar til ákveðinna fyrirtækja. Dagana fyrir kynninguna í Þjóð- arbókhlöðunni verða haldnir hádeg- isfyrirlestrar í húsakynnum Há- skóla íslands um ýmis málefni sem tengjast Háskólanum, atvinnulífinu og nemendum. . Framadagar eru einstakt tæki- færi sem nemendur ættu ekki að láta frarhhjá sér fara og sá stökk- pallur sem gæti þurft til að gera svarið við fyrirsögn þessarar grein- ar að veruleika. Höfundur er nemi í HÍ og mark- aðssffóri framkvæmdanefndar Framadaga 1996. lausa stafí. Biskup lýsti því yfir að orðalagið hefði ef til vill verið óheppilegt og betra að nota það orðalag að fara með staðlausa stafí. Það var eftir að vígslubiskupinn í Skál- holti fullyrti að það segði enginn biskup við prest að hann bullaði nema hann þyrfti að leiðrétta hann í kenn- ingunni. Þessi yfirlýsing vígslubiskupsins var röng því biskupinn yfir íslandi hafði þá þegar sagt að séra Geir bull- aði. Sannleikurinn um séra Geir Vilhjálmsson Waage hefur mér vit- anlega aldrei verið sagður í styttra máli. Var nú lokið vopnaburði frá Reykholti og Skálholti? Sat Lang- holt á friðarstóli? Þjóðinni hefur verið ætlað að trúa því. Alger tilviljun ku hafa ráðið því að nú koma konur fram á völlinn. Ber ekki skilyrðislaust að trúa konu eða konum ef þær bera það á karl- mann að þær hafí orðið fyrir nauðg- unartilraun eða kynferðislegri áreitni? Er það ekki bara kjaftæði að menn eigi að skoðast saklausir nema sannað sé að þeir séu sekir? Getur verið að biskupinn eigi að njóta slíkra mannréttinda? Má ekki leggja niður saksóknaraembættið og dómstólana? Geta fjölmiðlarnir ekki bæði séð um rannsókn mála og að kveða upp dóma? Er ekki tján- ingarfrelsið heilagt þó Frakkar hafi látið dæma hana fyrir að gala að næturlagi? Ég er víst svo gamaldags að telja að hér hafi orðið framför í réttarfari þegar hætt var að láta sama embætt- ið rannsaka mál og dæma í því. Sannleikurinn virðist miklu bitrari. Ofsóknir á hendur einstökum mönn- um eru galdrabrennur vorra tíma. Ekki veit ég hvað olli því að í þeim biblíusögum sem mér var gert að lesa á bernskualdri var frásögnin af Jósep og bræðrum hans. Þar var sagt frá konu Pótifars sem reyndi að tæla Jósep til lags við sig en er það tókst ekki kærði hún hann fyr- ir kýnferðislega áreitni. Jósep hafn- aði í steininum. Þetta var mér ætlað að vita áður en kom að kynferðisfræðslu í skól- anum. Frásögnin sáði þeim efa- semdum í mitt hjarta að ég tek ekkert sem gefið í þessum efnum. Svikabrögð bræðranna leiða og hug- ann að því að langt er hægt að komast með svikum og öfundin hef- ur knúið marga til óhæfuverka. Gæfa Jóseps var aftur á móti meiri en svo að við væri ráðið og ávarps- orð hans til bræðra sinna eru ein lærdómsríkustu orð Biblíunnar: „Þér ætluðuð að gjöra mér illt, en Guð sneri því til góðs". Er hugsanlegt að á bak við at- burðarás liðinna daga leynist svika- vefur vel ofínn úr öfund og hatri, ef til vill af mönnum sem hafa lesið Biblíuna betur en ég? Ég játa að þær hugsanir hafa sótt að mér að undanförnu. Höfundur er fyrrverandi alþingis- maður. pú ert aldrei einn meö CISCO GfseoSrsTEMS • CISCO er mest seldi netbúnaður í heiminum í dag. • CISCO fyrir Samnetiö / ISDN, Internetiö og allar nettengingar. Hátækni til framfara Tæknival Skeifunni 17 • Sfmi 568-1665 • Fax 568-06 6 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.