Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 25
¦\ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 25 AÐSENDAR GREINAR Vin í Vatnsmýrinni Torben Rasmussen I ÞESSARI stuttu grein vil ég, sem for- stjóri Norræna hússins í Reykjavík, sinna lýð- ræðislegri skyldu minni og gera íslensk- um skattgreiðendum, og þar með gestgjöfum stofnunarinnar, grein fyrir því í hvað fjár- munir þeirra fara. Ég mun því greina nokkuð frá starfsemi Norræna hússins og framtíðar- sýn þess. Um leið yil ég einnig hvetja ís- lendinga til að nýta sér húsið og þar með sína eigin fjármuni betur en raunin er í dag með því að koma í ríkari mæli í húsið. Víkjum nú fyrst að fjármálunum: Norræna húsið er fjármagnað af sameiginlegum norrænum sjóðum sem árið 1995 voru um 715 milljón- ir danskra króna, eða um 30 dansk- ar krónur á hvert mannsbarn á Norðuriöndunum. Fjármunir þessir eru notaðir til að standa straum af norrænu samstarfi, Norðurlanda- Norræna húsið mun vinna að því, segir Tor- ben Rasmussen, að fá börn og unglinga til að koma meira í heimsókn. ráði, Ráðherranefnd Norðurlanda og þeim 50 stofnunum s'em undir hana heyra, einnig er veitt fé til ýmissa verkefna sem einstaklingar og hópar frá öllum Norðurlöndun- um standa fyrir. Af þessum 715 • milljónum danskra króna greiddu íslendingar u.þ.b. 1%_ (7,1 milljón DKK) árið 1995. Á íslandi eru tvær samnor- rænar stofnanir, sem reknar eru á beinan hátt fyrir sameiginlegt fé Norðurlandanna, Norræna eld- fjallastöðin og Norræna húsið, sem báðar eru staðsettar í Reykjavík. Árleg fjárveiting til þessara stofn- ana nemur samtals u.þ.b. 9,6 millj- ónum danskra króna u.þ.b. 4,8 milljónir DKK á hvora stofnun, en þar að auki eru útvegaðar til rekst- urs þeirra nokkrar milljónir árlega eftir öðrum leiðum, t.d. var velta Norræna hússins u.þ.b. 82 milljónir (6,9 milljónir DKK) árið 1995. Ef íslendingar litu á Norður- landasamstarfið einungis út frá efnahagslegu sjónarmiði, er sam- starfið hreint gróðafyrirtæki fyrir þá. En það vilja flestir íslendingar ekki gera, þeir líta á norrænt sam- starf . í miklu víðara samhengi: tengsl við menningarlega skyld nágrannalönd og í gegnum þau betri og sterkari tengsl við umheim- inn utan Norðurlandanna. Staða Norðurlandanna og þess þjóðfélags- skipulags sem þar ríkir er sterk í alþjóðlegu samhengi. Hin Norðurlöndin líta heldur ekki á Norðurlandasamvinnuna fyrst og fremst sem efnahagslega sam- vinnu, því er reyndar þveröfugt farið. Aætlanir um „pólitískt og efnahagslegt samband Norðurland- anna" og aðrir slíkir gamlir draum- ar eru löngu gleymdir og í dag ræða menn meira um menningar- samvinnu, sem um þessar mundir hlýtur um 50% af þeim 715 milljón- um danskra króna sem eru til skipt- ? TJAKKAR Bílavörubúðin Skeifunni 2 - Sími 588 2550 anna. Og Norræna húsið er hluti af þeirri menningarsamvinnu. Á árinu 1995 voru skráðir 490 opinberir dagskrárliðir í Nor- ræna húsinu, en þar er átt við fyrirlestra, kvikmyndasýningar, opnanir á sýningum, leiksýningar, tónleikar eða barnadagskrár. Af þessum 490 dagskrár- liðum voru u.þ.b. 250 á vegum Norræna hússins sjálfs en af- gangurinn var á vegum ýmissa félaga, Háskóla Islands, tónlistarskóla og annarra, sem vilja nýta sér hin ágætu salarkynni Norræna hússins, sem eru leigð út fyrir sanngjarnt verð. Fyrir utan dagskrána í Norræna húsinu sjálfu hefur stofnunin á ár- inu 1995 staðið fyrir sýningum og tónleikum í 6 bæjum utan Reykja- víkur. Auk auglýstra dagskrárliða er opið alla daga í kaffistofu, sýning- arsal og bókasafni, árið 1995 var húsið einungis lokað í 5 daga. Menn geta litið við í Norræna húsinu til að kaupa sér kaffi og lesa einhver af þeim 35 dagblöðum sem liggja frammi í kaffistofunni, menn geta fengið að láni bækur, myndbönd, tónlist eða myndlist í bókasafninu eða farið á listsýningu í kjallaranum. I húsinu er einnig aðalskrifstofa Norræna félagsins og skrifstofur norrænu sendilektoranna. Sendi- lektorarnir í norsku, sænsku, finnsku og dönsku starfa við Há- skóla íslands en tengslin við Nor- ræna húsið eru mikil og hluti kennslunnar fer þar fram. Þar eð hlutverk Norræna hússins er að „koma til móts við og auka áhuga íslendinga á Norðurlöndun- um" er eðlilegt að flestir dagskrár- liðir okkar séu norrænir, Við fáum rithöfunda, stjórnmálamenn, tón- listarmenn, myndlistarmenn og heimspekinga frá hinum Norður- löndunum í heimsókn, við sýnum listaverk og hönnun frá öllum Norð- urlöndunum, á hverju sunnudags- síðdegi eru sýndar norrænar kvik- myndir fyrir börn o.s.frv. Skilgrein- ingin á því hvað er norrænt er þó mjög víð; t.d. eru haldnir fyrirlestr- ar á íslensku um íslensk málefni sem efst eru á baugi, því við göngum út frá því sem vísu að aðalsmerki Norðurlandanna séu umræður og skoðanaskipti, sem okkur ber að stuðla og hlúa að. í húsinu eru íslenskir tónleikar og íslenskar myndlistarsýningar, sýnd- ar íslenskar kvikmyndir og leikin íslensk leikrit og að sjálfsögðu er hér töluð íslenska. í framtíðinni mun Norræna húsið vinna að því að fá börn og ung- menni til að koma meira í Norræna húsið, með því að bjóða upp á dag- skrá fyrir þennan hóp sérstaklega. Þetta starf er þegar hafið: t.d. héld- um við upp á 50 ára afmæli Línu langsokks laugardag einn í desem- ber 1995 og þá komu í húsið 400 manns, fullorðnir og börn. Við munum einnig vinna að því að auka enn við góðan tæknibúnað hússins: í bókasafninu er alnets- tenging og tölvur með geisladrifi, í hinu nýstofnaða „Vesturnorræna fjölmiðlaverkstæði" eru 6 aflmiklar tölvur með alnetstengingu, í húsinu er útvarpsmóttakari fyrir stutt- bylgju og gervihnattadiskur, sem veitir að nokkru leyti aðgang að norrænum sjónvarpsdagskrám. Það er ekki síst unga fólkið sem hrífst af þessum möguleikum. Að ofantöldu geta menn séð að í Norræna húsinu eiga íslendingar norræna menningarmiðstöð með fjölbreyttri dagskrárstefnu^ sem gæti höfðað til ennþá fleiri íslend- inga en þeirra sem þegar sækja húsið. Þó eru gestirnir margir: um 100.000 gestir á ári. Og þeir gætu verið enn fleiri! Höfundur er forstjóri Norræna hússins. Voilínurnar fiá Wemeis, Valentino og Entbodiment _____ komnar > Undiríatnaður á fermingarstúlkuna. Munið gjafakortin vinsælu H undirfataverslun,'^ Kringlunni, slmi 553 7355. UTSALA Húsgagnaútsala ársins Rýmum fyrir nýjum vörum Sófasett, hornsófar, stakir sófar, borðstofu húsgögn, sófaborð, hvíldarstólar o.fL Frábært verð Gerið góð kaup Valhúsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 581 2275 og 568 5375 Sjónvarp og útvarp á samkeppnismarkaði Hlutverk, skyldur og framtíðarhorfur á tímum niðurskurðar og aukins fjölmiðaframboðs Hótel Sögu, Átthagasal, laugardaginn 9. mars kl. 10-16. Kl, 10.00 Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og varaþingmaður, setur ráðstefnuna. Njörður P. Njarðvík, prófessor: Þáttur útvarps og sjónvarps í menningu þjóðar. Stefán Jón Hafstein, dagskrárgerðannaður á Stöð 2: Eiga stjórnvöld að hafa stefnu varðandi rekstur útvarps og sjónvarps? Ævar Kjartansson, ritstjóri menningarmála RÚV: Hver á að stjórna RVV? Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri SÝNAR: Einkarekstur - ríkisrekstur: Er opinbert eftirlit nauðsynlegt? Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður Sjónvarps: Hlutverk og ábyrgð fréttamanna. Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri RÚV: FjármálRÚV. Markús Örn Antonsson framkvæmdastjóri RÚV: Framtíð RÚV Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Almennar umræður. Kl. 15.30 Samantekt - slit. Alþýðubandalagið HÖrður Vilhjálmsson Markús örn Antonsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.