Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 27
+• MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 27 gnað nu ur rólegur og hófstilltur í hvívetna. .íni um götur Kaupmannahafnar, á jafrumvarpið í kðrfunni. lega ríkur eða bláfátækur. Fátæktinni er ekki hægt að útrýma, því jafnvel þó kerfið bjóði upp á hjálp eru alltaf einhverjir sem af völdum andlegra eða líkamlegra sjúkdóma bera sig ekki eftir henni. En þessir tveir jaðrar þjóð- félagsins eru miklu minna áberandi hér en víðast annars staðar. Hvað varðar það að fólk verði háð velferðarkerfinu, hefur ekki farið hjá að í takt við aukna atvinnuþátttöku kvenna, hafa ýmis verkefni, sem áður voru leyst af fjölskyldunni eða öðrum hópum, færst yfir á þjóðfélagsheildina. Þar eru þau leyst á skipu- lagðan en um leið ópersónu- legan hátt. Oft heyrast raddir um að þetta hafi ver- ið betra áður, en það er í sjálfu sér óáhugaverð um- ræða, því það var sannar- ^™-¦"~™" lega ekki betra fyrir þá, sem voru ein- ir á báti, án fjölskyldu eða náinna tengsla. Þar að auki er tómt mál að tala um að skrúfa tímann til baka! Konur og karlar óska eftir að vinna, en tilboð þjóðfélagsins getur aldrei komið í staðinn fyrir framlag fjöl- skyldnanna. Samfélagið verður kulda- legt, ef fjölskyldan hleypst undan ábyrgðinni. En það verður ekki framhjá því lit- ið að það er ákveðin togstreita innifal- in í velferðarkerfinu. Annars vegar er hugsunin sú að fólk eigi ekki að eiga verra líf þótt það missi vinnuna og fari á atvinnuleysisbætur. Hins vegar að það geri ekki út á kerfið. Viðbrögð okkar eru ekki að lækka bæturnar, i'yrir þá sem þurfa á þeim að halda, heldur að setja kröfur um að fólk fari sem fyrst í nám eða taki á móti þeirri vinnu, sem býðst. Við leitumst eftir því að bjóða upp á bætur, sem svara nokkurn veginn til tekna, en um leið höfum við hert mjög reglur um að viðkomandi verði að taka á móti þeirri vinnu, sem fæst. Nú hefur vindurinn snúist á vinnu- markaðnum, það vantar fólk í vinnu og um leið verðum við að herða regl- urnar þannig að þeir sem hafa misst vinnuna verði að taka það sem býðst. Við búum við bótakerfi, ekki borgara- laun og um árabil hefur reglum um að atvinnulausir leiti vinnu ekki verið fylgt eftir." Jafnaðarstefnan á því herrans ári 1996 Það veitist oft erfitt að heyra ein- hvern mun á sjónarmiðum jafnaðar- manna og hægriflokkanna, utan hvað jafnaðarmenn hnýta gjarnan við auka- setningu um að aðgerðir eigi að styrkja stöðu litla mannsins. Hver er kjarninn í stefnu jafnaðarmanna á því herrans ári 1996? „Stefnan gengur út á að fá sem flesta til að styðja við velferðarkerfið, sem býður upp á ókeypis eða ódýra þjónustu til allra og veitir öllum jafna efnahagslega undirstöðu til að nýta hæfileika sína. En jöfnuður felst ekki í jafnmörgum krónum á hvert manns- barn, heldur að allir hafí jafna mögu- leika til að nýta hæfíleika sína. í dag- legri stjórnmálaumræðu er kannski ekki auðvelt að koma auga á skoðana- mun, því hér í Danmörku er stjórn- málaandrúmsloftið mótað af minni- hlutastjórnum og þörfmni á að ná málamiðlunum. Stefna hægri flokk- anna gengur út á að hvetja þá ríku til að vinna með því að lækka skatt- ana þeirra og fá þá fátæku til að vinna með því að Iækka félagslegar bætur." Það vekur víða áhyggjur að sam- staða stórra þjóðfélagshópa með vel- ferðarkerfinu sé að minnka, þar sem þessir hópar líta fyrst og fremst á sig sem veitendur, meðan aðrir séu þiggj- endur. Er þetta áhyggjuefni hér? „Fjöldinn allur af skoðanakönnun- um sýnir að Jafnaðarmannaflokkurinn hefur ekki starfað hér til einskis, því þær sýna sterkan og almennan stuðn- ing við grundvallarhugmyndir velferð- arkerfisins. Það eina sem getur dregið úr þessum stuðningi er ef stórir hópar fólks álíta að þeir borgi ekki aðeins eigin skatta, heldur líka skatta ná- grannans, eða álíta að aðrir svíki sér opinbert fé. Þess vegna ber stjórnvöld- um skylda til að halda aftur af allri misnotkun kerfisins. Ef okkur tekst að halda kerfinu við og aðlaga það, tekst okkur líka að varðveita stuðning fólks við það. Það hafa legið sterkir straumar ungs fólks til hægri, en ég hef á tilfinningunni að straumurinn liggi núna frekar til okkar." ESB: Óhægt í notkun en ómögulegt að vera án þess Svo vikið sé að Evrópumálunum þá heyrast þær raddir gjarnan að Evrópu- sambandið standi fyrst og fremst vörð um efnahagsleg veikleikamerki land- anna eins og ríkisstyrki. Hefur Evrópa styrkst í efnahagslegu tilliti fyrir tilst- uðlan Evrópusamrunans undanfarna áratugi? „Það er enginn vafi á að Evrópa stendur mun betur í efnahagslegu til- liti í krafti samvinnunnar, en hún stæði án hennar. Heimskreppan í kjölfar olíukreppunnar deyfir hins vegar myndina. Danmörk gekk í Efnahags- bandalagið 1972 í von um að atvinnuleysið hyrfi og lífshagir bættust, en það gagnstæða gerðist vegna rangrar stefnu stóru land- anna. Ef Evrópusamvinnan mmmmmmmm hefði ekki komið til hefði hættan verið sú að löndin hefðu keppst við að flytja út atvinnuleysið til ná- grannalandanna, eins og gerðist á fjórða áratugnum, í stað þess að reyna að versla með vörur og þjónustu. Hins vegar er ekki hægt að neita því að Evrópusambandið er þungt í vöfum og við' vitum öll að margir al- þýðufordómar gegn því eiga við rök að styðjast. Skrifræðið er of mikið, ESB skiptir sér af of mörgu og> ýmis verk- efni þess eru vafasöm. En þrátt fyrir hinar neikvæðu hliðar þess, hefur það leitt til veigamikilla bóta á sviði stjórn- mála og efnahagsmála. Vinnumarkað- ur og verslun í Evrópu hafa runnið saman og það er engin leið til að vinda ofan af því. Það gildir um ESB eins og margt annað að það er óhægt í notkun, en ómögulegt að vera án þess." Um 100 tilfelli salmon- ellusýkinga greind á ári Litlar launa- hækkanir geta skilað hærri launum FRANKLIN segir að nokkuð jöfn tíðni salmonellusýk- inga á ári hverju eins og er hérlendis eigi sér tæpast hliðstæðu erlendis, þar sem fjöldi tilfella hafi aukist á seinustu árum. Þó megi ekki gleymast að salmon- ellusýkingar séu eflaust fleiri en koma fram í dagsljósið, þar sem sjúkdómseinkenni séu oft ekki svo alvarleg að viðkomandi leiti til lækn- is eða Heilbrigðiseftirlitsins. Þetta sé í samræmi við þróunina ytra þar sem kannanir bendi til að aðeins nokkur prósent sýktra komi upp á yfirborðið. Strangri stefnu framfylgt Franklín segir helstu skýringu á að ekki hafi orðið aukning í þessum efnum hérlendis þá að heilbrigðisyf- irvöld hafi mótað stranga stefnu gagnvart salmonellusýkingum, á þann hátt að þau vilji ekki sætta sig við að salmonella leynist í mat- vælum eða öðru hráefni og treysta alfarið á fræðslu fyrir neytendur. Þannig sé málum hins vegar háttað víða erlendis, fyrir utan t.a.m. Noreg og Svíþjóð. „í Bretlandi og Bandaríkjunum hef ég jafnvel séð skýrslur um yfir 50% mengun í kjúklingum og þeir gera ekkert í þessum efnum, heldur leiðbeina fólki um að þíða kjötið vel, steikja það í gegn og varast krossmengun frá hrámeti yfir í soðin mat- væli. Við leiðbeinum fólki á sama hátt en líðum ekki mengunina samt sem áður," segir hann. Karl G. Kristinsson, sér- fræðingur í sýklafræði á Landspítala, segir að miðað við þá reynslu sem hann hafi af erlendum sjúkrahúsum, sé innra eftirlit þeirra ekki virk- ara en á Ríkisspítölum. „Ég held að við stöndumst fylli- lega þær kröfur sem gerðar eru í nágrannalöndum okkar til hreinlætis eldhúss og gæða hráefnis, og gott betur en t.d. í Bret- landi," segir hann. Tvö skæð salmonellutilfelli komu upp árið 1987, þegar hópsýkingar komu fram á Vesturlandi vegna neyslu kjúklinga annars vegar og reykts svínakjöts hins vegar. Það ár var fjöldi greindra sýkingatilfella um 278 talsins. Árið 1993 voru til- fellin 83 talsins, árið 1992 voru þau 112 talsins, árið 1991 voru þau 106 talsins, 130 árið 1990, 103 árið 1989 og 130 árið 1988. 74 sýktust í Búðardal Stærsta hópsýking af völdum salmonellu hérlendis í seinni tíð kom fram á höfuðborgarsvæðinu árið 1962, þegar 185 greindust sýktir og voru 30 þeirra lagðir á sjúkra- hús. Þeir höfðu neytt olíusósu eða mæjones sem innihélt sýkt andar- egg. Faraldurinn stóð í tvo mánuði því langan tíma tók að finna orsak- ir sýkingarinnar og meðan hélt fólk áfram að sýkjast. Árlega er talið að um 3 milljónir tilfella af salmonellu-sýk- ingu komi upp í Banda- ríkjunum og rekja megi um 2.000 dauðsföll til þeirra. Alvarleg eftirköst vegna þessara sýkinga eru m.a. liðagigt, bólgur mmmmmmmmm í hjartavöðva, sjúkdómar í tauga- kerfi og beinhimnubólga. Heildarút- gjöld vegna þessara sýkinga eru talin nema um 1 milljarði dollara. Aðspurður um dauðsföll hérlendis af völdurh salmonellusýkingar í gegnum tíðina, kveðst Karl telja að beint eða óbeint megi rekja einhver dauðsföll til þeirra orsaka. Yfirleitt sé þá um að ræða aldurhnigið eða veikburða fólk. Önnur umfangmesta hópsýking vegna salmonellu sem um getur hérlendis, kom upp í Búðardal árið UmlOOtilfelliafsalm- onellasýkingu greinast árlega hérlendis að jafn- aði og eru yfir 80% þeirra rakin til orsaka erlendis frá, að sögn Franklíns Georgssonar, forstöðu- manns rannsóknarstofu Hollustuverndar ríkisins. Miðaðviðfjöldatilfella að undanförnu má reikna með að fjöldinn verði verulega hærri í ár. Á Bretlandseyjum svo dæmi séu tekin, er talið aðalltað90%tilfella megi rekja til smits inn- anlands. Morgunblaðið/Þorkell TALIÐ er afar liklegt að salmonellusýkingin á Ríkisspítölum og utan þeirra að undanförnu stafi af neyslu rjómabolla en ekki er ljóst hvernig sýkillinn barst í þær. 1987. Alls greindust 74 einstakling- ar með sjúkdóminn, en salmonellan átti rætur að rekja til sýktra mat- væla sem dreift var frá veitingasöl- unni í Dalabúð frá 19. apríl til 27. apríl. Sýkillinn leyndist í kjúklingum og dreifðist fyrst og fremst í þremur fermingarveislum sem haldnar voru 19. apríl, en einnig smituðust kost- gangarar í Dalabúð, gestir þar og einstaklingar sem smituðust af þeim sem hlutu matarsýkingu í upphafi. í fermingarveislunum voru 122 einstaklingar að meðtöldum heim- ilismönnum og var þeim öllum sent spurningablað í lok júní sama árs. Svör bárust frá 100 einstaklingum, eða 82% gesta og töldu 59 þeirra sig hafa veikst. Lengstu veikindi voru talin nema 56 dögum og lengstu fjarvistir frá vinnu 70 dag- ar, en þar var um að ræða mann sem vann við matvælavinnslu. Veik- indi hófust eftir minnst einn dag frá neyslu kjúklinganna og mest eftir átta daga. Að sögn Sigurbjörns Sveinssonar læknis bendir lýsingin á sýkingunni nú og í Búðardal til að eldri hópsýk- ingin hafi verið iHvígari, enda fólk orði&hættu- lega veikt og mmmmmmmmm nokkrir veikir lengi, jafnvel vikum saman. Sumir telji jafnvel að þeir hafi aldrei náð sér að fullu eftir sýk- inguna og er bent á liðbólgu- og 2.000 dauðs föll árlega í Banda- ríkjunum Frá vinnu í um 70 daga vegna sýkingar verki í því sambandi. 17% án einkenna Um 17% þeirra sem sendu sýni reyndust vera einkennalausir smit- berar, eða fólk sem hefði aldrei vitað af sýkingunni án hvatningar um að skila sýni. Sigurbjörn segir þetta í samræmi við niðurstöður sænskra rannsókna á sama sviði. Lýsing á veikindum var m.a. á þá leið að fólk hafði kennt slapp- leika, niðurgangs, kviðverkja, hita, höfuðverks, velgju, köldu, slíms í hægðum, uppkasta og blóðs í hægð- um. Veikindi allflestra stóðu að með- altali í um vikutíma. Fimm lögðust á sjúkrahús, þar af fjórir sem teknir voru að reskjast og fundu fyrir þurrki og salttapi. Einn var lagður inn vegna fylgikvilla. Sigurbjörn Sveinsson, sem var héraðslæknir í Búðardal þegar sýk- ingarinnar varð vart, tók saman skýrslu um málið fyrir svokallaða salmonellunefnd heilbrigðis- og tryggingaráðherra, en hún var kölluð saman af þessu tilefni. Þar kemur m.a. fram að Sigurbjörn telur lækna almennt seina að grípa til saurrækt- ana í rannsóknarskyni þegar sýking kemur upp og matarsýkingar geti farið dult þar sem margir læknar sjá um sama sjúklingahópinn. Til eru yfir tvö þúsund tegundaafbrigði af salmonellu og valda þau 511 sjúkdóm- um hjá mönnum. Sigurbjörn kveðst þeirrar skoðun- ar að fyrsta greining á faraldri verði að byggjast á einkennum sjúklinga fremur en ræktun vegna þess tíma sem hún tekur. Talið er að alvarleiki sýkingarinn- ar í fólki sé í réttu hlutfalli við fjölda bakteríanna í matvælun- um, þ.e. því meira magn sem neytt er, því meiri líkur á alvar- legum veikindum. Nær fullör- uggt þykir að salmonellusýk- ing geti smitast manna á milli. Innra eftirlit brýnt „Almenningur hefur gleymt ástæðum fyrir einföldustu hreinlætisháttum og góðum siðum við matargerð, meðferð hrárra matvæla og áhalda, sem komast í snertingu við þau. Á þessu þarf að ráða bót, bæði með kennslu í heimilisfræðum í skólum og á almennum vett- vangi. Einnig þarf að upplýsa almenning um að sérstakrar varúðar skal gæta við meðhöndlun afurða dýra, sem alin eru í þröng- býli," segir hann í skýrslu sinni. Hann ítrekar sérstaklega að mat- vælaiðnaðurinn verði að sýna fullan metnað til að framleiða ómengaða vöru. „Nota verður þetta tækifæri til að benda á það hirðuleysi sem víða tíðkast við meðferð á úrgangi frá sláturhúsum, vinnslustöðvum og fiskvinnslustöðvum. Er ljóst að þetta ráðslag dregur meindýrin að þessum framleiðslustöðum og stóreykur hættu á smiti í fullunninni vöru. Framfarir á þessum vettvangi verða engar ef ábyrgðarmenn þess- arar starfsgreinar reyna að gera lít- ið úr möguleikum til smitvarna í opinberri umræðu. Vænlegast til árangurs tel ég vera aukið innra eftirlit þessara fyrirtækja með fram- leiðslu sinni og skilyrðislaust fjár- hagstjón ef upp kemst um gallaða vöru," segir Sigurbjörn. Hann kveðst telja að þessar at- hugasemdir hafi mætt mikilli and- - stöðu í kerfinu, þar sem menn hafi óttast kostnað samfara innra eftirliti, einkum í kjúklingaiðnaði. „Síðar sama ár gerði Guð- mundur Magnússon úttekt ~¦¦~~ á kostnaði við þessa sýk- ingu fyrir ráðuneytið, þar sem kom fram það mat að eingöngu tap vegna minnkandi eftirspumár á kjúkling- um næmi 120 milljónir og þá var ekki horft til meðferðarkostnaðar, vinnutaps o.fl.," segir Sigurbjörn. Hann segir sér ekki vera kunnugt um að breytingar hafi verið gerðar í matvælaiðnaði í kjölfar sýkingar- innar í Búðardal. Fyrirmynd slíkra breytinga hefði að hans mati átt að vera mjólkuriðnaðurinn, sem hafi fyrir löngu gert sér grein fyrir mikil- vægi innra eftirlits.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.