Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGWR' 7; MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Bessastaðir höfuðból Alftaness eða hvað? ÞAÐ er stolt okkar Álftnesinga að hafa höfuðbólið Bessastaði í okkar sveit. Þar býr þjóðhöfðinginn og um þessar mundir er stað- urinn mörgum hug- leikinn. Bessastaðir hafa fleiri og eldri hlutverk en það að hýsa þjóðhöfðingja vom. Þessi staður hef- ur verið kirkjustaður og höfuðból Álftnes- inga sl. 900 ár. Eins og á öðrum höfuðból- um hefur kirkjunni fylgt kirkjugarður. Honum hefur nú verið lokað í óþökk Álftnesinga. Þama hafa fleiri þúsund manns átt sinn legstað gegnum aldirnar. Bak við þá ákvörðun að loka garðinum stendur sn. Bessastaðanefnd. Hlutverk hennar er að hafa umsjón með Bessastöðum. Ég efasts stór- lega um að það sé á valdsviði nefndarinnar að ráðskast svo með aldagamlar hefðir á okkar höf- uðbóli. Með þessari stefnu er hún að breyta Bessastöð- um í eitthvað allt ann- að en þeir eru og hafa hingað til verið. Bessastaðir hafa sérstöðu meðal þjóð- höfðingjasetra. Sér- staðan felst m.a. í því að setrið er gamalt höfuðból, með öllu sem því fylgir. Staðsetn- ingin er frábær, svei- taumhverfi rétt utan borgarmarkanna. Þangað mega allir koma til að skoða kirkjuna og kirkju- garðinn. Með því að leggja niður garðinn er verið að rýra til muna þann sjarma sem Bessastað- ir hafa. Er einhver þörf á að breyta ímynd staðarins? Ef svo er, hvers vegna? Hvernig á nýja ímyndin að vera? Mér þykir miður hvað sóknar- nefndin hefur lítið beitt sér í þessu máli. Komið hafa fram tillögur um að færa grafreitinn upp á Garða- holt. Aðalsafnaðarfundur Bessastaðasóknar verð- ur haldinn nk. sunnu- dag. Kristján Svein- björnsson skrifar um grafreit á Bessastöðum. Á sunnudaginn er aðalsafnaðar- fundur Bessastaðasóknar. Þar verður þetta mál á dagskrá. Ég tel að við Álftnesingar eigum ekki að samþykkja að garðurinn verði lagður niður. Endurskoða þarf stærð hans og gera hann þannig úr garði að sómi sé að. Nægt er landrýmið á Bessastöðum. Við erum ekki það mörg að ekki sé pláss fyrir okkur á höfuðbólinu, hér eftir sem hingað til. Álftnes- ingar, mætum á fundinn og beitum okkur fyrir farsælli lausn. Höfundur er vara hreppsnefndar- maður í Bessastaðahrepoi. Kristján Sveinbjörnsson Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 17. mars nk., fylgir blaðauki sem heitir Fermingar. í þessum blaðauka verða uppskriftir af kökum og mat á fermingarborðið og rætt verður við fagfólk um borðskreytingar. Fermingarböm fyrr og nú verða tekin tali og spjallað við sálfræðing um unglingsárin. Fjallað verður um fermingargjafir, fermingartískuna og fagfólk fengið til að sýna tísku í hárgreiðslu og klippingu ásamt fleim. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 11. mars. Rakel Sveinsdóttir og Dóra Gubný Sigurbardóttir, sölufuiltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. - kjarni málsins! „Svika- mylla“ SVIKAMYLLA er þráleikur í myllu. Sá sem í henni lendir á engr- ar undankomu auðið; eina ráðið er að sjá við andstæðingnum og fella á eigin bragði. En svikamylla þýðir líka óheiðarleg brögð í viðskiptum. Að leika myllu við ríkisvaldið er vondur kostur Fyrri merkingin snýr beint að mér og öllum þeim þúsundum sem starfa í opinberri þjónustu. Okkur hefur verið nauðugur kostur að semja við rík- isvaldið um hvaðeina sem að kjörum og rétt- indum lýtur og að leika við það mylluna sem of oft hefur reynst svikamylla. Ekki treystandi yfir þveran þröskuld Seinni skýringin er oftar en ekki lýsandi fyrir viðsemjanda okk- ar sem á hverjum tíma íefur vart verið trey- itandi yfir þveran þrö- kuld í samningum. Viðskipti okkar við rík- isvaldið hafa áratugum saman ver- ið þannig að alltaf hefur mátt bú- ast við hinu versta. Sjaldnast hefur undirskrift samninga verið þornuð fyrr en þeim hefur verið rift, á þá sett Iög eða gengisfellingum skellt á eða annað sem að engu hefur gert nýgert samkomulag. Þetta þæddu vondir siðir í öðrum við- skiptum. Líkist helst framferði sem kennt er við mafíur. Stór orð, því miður réttmæt. Lúsarlaun og samningar um réttindi Alla mína starfsævi hef ég unnið í þágu hins opinbera og orðið að sætta mig við lúsarlaun miðað við sambærileg störf á almennum markaði; hef enda oftast þurft að selja kauphækkun fyrir félagsleg réttindi. En svo er ég nú líka bara kona! Flestir fara launalega illa út úr samskiptum við hið opinbera en konur verst. Alla tíð hef ég átt skylduaðild að lífeyris- sjóði ríkisstarfsmanna og jafnlengi þurft að versla með og veija þau réttindi. Alið á úlfúð milli stéttarfélaga Ákveðin orð í munni ráðamanna og þeirra nóta (les. veijenda vonds málstaðar í þjónustu ráðherra) vekja launafólki sérstakan óhug. Orðin eru jöfnun kjara, samræming og hagræðing, í reynd hafa þau þýtt: skerðing kjara, versnandi þjónusta, at- vinnuóöryggi eða atvinnuleysi. Ævinlega reyna sömu aðilar að ala á úlfúð milli opinberra starfsmanna Það er vondur kostur, Elín G. Ólafsdóttir txrw Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás ehf., Langholtsvegi 84, s. 533 1330. segir Elín G. Ólafsdótt- ir, að leika myllu við ríkisvaldið. og „almennings“ eða „skattgreið- enda“! Eins og opinberir starfs- menn séu ekki almenningur eða skattgreiðendur. Opinberir starfs- menn eru öruggustu skattgreiðend- ur landsins. Slík hugsanavilla eða sögufölsun kemur m.a. fram í skýr- ingum eins af nýrri „Gúrúum“ rík- isvaldsins sem ver tillögur um skerðingu réttinda og lögfestingu yfirborgana. Auk heldur nefnir maðurinn jöfnun kjara kvenna og karla sem rök fyrir lögfestingu yfir- borgana og auknu húsbóndavaldi til að hygla starfsfólki eftir hentug- leikum með bónusgreiðslum. Þarna á að reka enn einn flein í samstöðu OPIÐ UM HELGAR TILKL.21 Skólavöröustfg 8b. Blóðfitumælar AccuMeter einnota blóðfitu- mælamir eru þægilegir, nákvæmir og auðveldir í notkun. íslenskar leiðbeiningar. ÚLsölustaðir: Apótekin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.