Morgunblaðið - 07.03.1996, Side 31

Morgunblaðið - 07.03.1996, Side 31
AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ r FIMMTUDAGUR7. MARZ 1996' launafólks. Til þess er leikurinn líka m.a. gerður. A almennum vinnu- markaði viðgengst víða launaleynd sem hefur leitt til tortryggni, sér- hyggju og samstöðuleysis starfs- fólks. Svikist aftan að konum og öðru fólki Lífeyrisréttur starfsmanna ríkis- ins hefur endalaust verið notaður til að etja launafólki saman. Og nú er allt lagt undir. Ekki til að bæta rétt þeirra sem hafa hann verri heldur til að skerða betri, áunninn rétt. Ekki í fyrsta sinn. Árið 1985 var lögum um lífeyris- rétt ríkisstarfsmanna breytt með nýrri viðmiðun lífeyris sem var konum mjög í óhag. Snerti þá stað- reynd að konur koma seinna inn á vinnumarkað en karlar, vinna sig seinna upp í stöður, eru í skertum stöðum meðan þær ijölga íslend- ingum en fara síðan í fullt starf. Árið 1987 gerði ríkið skyndiárás á lög um lífeyrisrétt og ætlaði þá m.a. að afnema ríkisábyrgðina, að lengja greiðslutímann og afnema vísitölutryggingu eftirlauna. Sú tímasprengja sem nú hefur sprung- ið boðar svipað en enn verra. Nú er jafnvel lagt til að slík skerðing verði gerð afturvirk og nái til þeirra sem þegar eru komnir á eftirlaun samkvæmt núgildandi reglum. Hann er ekki hár garðurinn sem ráðist er á og einskis svifist! Að jafna niður á við og hagræða lágum launum Nú skal aldeilis jafna kjörin í landinu, en bara niður á við. Engar tillögur fylgja þó um skerðingu kjara alþingismanna og ráðherra. Ekki sama Jón og séra Jón frekar venju! Þrenn lög eru höfð undir í þetta sinn og skorið og skert á báða bóga, algerlega einhliða. Lengri greiðslutími, starfstími og afteng- ing viðmiðunar eftirlauna við laun eftirmanns eru eitt aðalatriðið. Það sem hér er á ferð þýðir á manna- máli að eftirlaunin fylgja ekki launahækkunum kjarasamninga heldur verður tekin upp ný viðmið- un eftirlauna, þ.e. „gamlingja- launavísitala". Enn mun konum blæða mest ef miðað verður við meðaldagvinnulaun starfsævina. í einu frumvarpinu er svona í fram- hjáhlaupi lagt til að veikja samn- ingsréttinn! Kallað að láta kné fylgja kviði. Sýnum klærnar Ég minni enn og aftur á að opin berir starfsmenn hafa margborgað þau réttindi sem nú er ætlunin að hrifsa af okkur með valdi. Það ríð- ur á að standa saman og hrinda þessum árásum á lífskjörin. Sýnum klærnar, læsum þeim í ef með þarf og sleppum ekki fyrr en við höfum sigur! Höfundur er aðstoðarskólastýra. Lifum við hvert andartak? Líföndun - Hvað er það? FLESTIR kannast við að hafa haldið niðri í sér andanum við ein- hverja vanlíðan; ótta, spennu eða aðrar sterkar tilfinningar, jafnvel gleði. Það er tákn um að við getum ekki tekið á móti því sem er að ger- ast. Líföndun er mjög einföld sjálfs- hjálparaðferð þar sem fer saman meðvituð öndun og hugartækni og við lærum að upplifa andartakið eins og það er. Við öndum viðstöðulaust á ákveðinn hátt til að losa um spennu og orkuhöft sem hafa myndast í lík- ama okkar. Það er mikilvægt að halda áfram að anda og finna fyrir líkamanum án þess að samsama sig með sársaukanum, spennunni eða hvað það nú er sem við finnum fyr- ir. Öndunartími er venjulega ein klukkustund og á þeim tíma förum við í gegn um ákveðið hringferli þar sem spenna losnar og síðan verður sátt eða samhæfing. Samhæfmg táknar í þessu sam- hengi að við erum að opna vitundina fyrir tilfinningum sem við berum í bijósti og viðurkenna þær, án allra dóma, sem hluta af okkur sjálfum svo þær geti ekki lengur stjómað okkur ómeðvitað. Við lærum að það er óhætt að finna fyrir tilfínningum sínum og hætta að flokka þær niður í réttar og rangar/ góðar og vondar. Með því að flokka tilfínningar á þann hátt, sköpum við vanlíðan í lífi okkar. Við urðum tilfinningaverur strax á fósturstigi og búum okkur til mynd af heiminum út frá reynslu okkar. Misumunandi einstaklingar túlka sömu reynslu á ólíkan hátt. Við bregðumst við lífinu út frá fortíðinni. Þess vegna segjum við oft; ég vissi að þetta myndi fara svona. Við búum til okkar eigið lífs- lögmál. Mjög oft er mottó okkar eða lífslögmál formað strax í fæðing- unni. Fyrsta tilfínningin eða fyrstu skynviðbrögðin verða að þessu lög- máli. „Mér er ekki óhætt hérna“, þá meinum við í lífinu, í líkamanum eða á jörðinni, er dæmi um algengt lífslögmál. „Eg hef aldrei nógan tíma“ eða „Enginn kærir sig um mig“ eru önnur algeng dæmi um lífslögmál sem við drögnumst með. Tilfinning margra er sú að við séum fórnarlömb í heljargreipum samfélags, sem við höfum þó tekið þátt í að skapa. Mörg erum við óánægð með fortíðina og höfum áhyggjur af framtíðinni en bælum vanlíðanina og látum eins og ekkert sé. Algengar úrlausnir eru að leigja video og lifa í gegnum um líf ann- arra með hjálp ijölmiðla, sefa líkam- ann með tóbaki, mat, áfengi og lög- legum eða ólöglegum lyfjum. Við getum stigið út úr mynstrum okkar á auðveldan hátt. Það gerist ekki á einni nóttu en með því að verða meðvituð um tilfinningar sem stjóma okkur getum við farið að lifa Upplýsingaveisla á Námskynningu 1996“ Guðrún Arnalds Helga Sigurðardóttir Hildur Hákonardóttir Líföndun er umfjöllun- arefni Guðrúnar Arn- alds, Helgn Signrðar- dóttur og Hildar Há- konardóttur í þessari grein. því lífi sem við óskum okkur. Lífönd- un með góðum leiðbeinanda er yfir- leitt mjög ánægjuleg reynsla sem hefur djúpstæð áhrif á líf okkar án þess að reynslan sé á nokkurn hátt „dramatísk". Sjálfsvinna þarf ekki að vera sprenging og alger upp- stokkun heldur getur hún verið ánægjulegt ferðalag með mátuleg- um áföngum á leið til meiri þroska og vellíðunar. Þegar mesta tilfinn- ingalosunin hefur átt sér stað er óhætt að anda einsamall. Líföndun hefur reynst mörgum mikil orku- og heilsubót, enda ekki ný kenning að bæling tilfinninga skapi m.a. lík- amlega vanheilsu. Til eru mismunandi áherslur við líföndun. Þróun síðustu áratuga hef- ur orðið sú að nálgast tilfinningar á sífellt agaðari máta. Þá er rík áhersla lögð á djúpan og stöðugan andardrátt og sá sem andar er leidd- ur í gegn um hvað eina sem hann upplifir í önduninni, jafnvel sterkar tilfinningar, á mildan hátt. Þegar við leysum upp gömul til- finningamynstur leysum við um leið nýtt afl úr læðingi (sumir kalla önd- un af þessu tagi „orkuöndun"). Að lokinni öndun sköpum við okkur meðvitandi ný og betri lífslögmál til að fara eftir. Þau lögmál sem við byggjum líf okkar á eru oft sáraein- föld. Lögmál eins og: „Mér er full- komlega óhætt að þiggja og gefa kærleika" eða „Mér er óhætt að fyr- irgefa og gleyma fortíðinni" eða „Mér er óhætt að upplifa allar til- finningar mínar“ eru dæmi um já- kvæð lífsviðhorf. Með því að opna fyrir nýjum möguleikum sköpum við meiri gleði og hagsæld í lífi okkar og erum færari um að lifa hvert andartak. Öll eigum við rétt á að geta lifað lífinu í gleði og sátt. Allt þjóðfélagið < í heild nýtur góðs af því að einstakl- ingnum líði vel ög sé að nýta tíma sinn á uppbyggilegan hátt. Ef allir eru að gera sitt besta margfaldast afkastageta samfélagsins á öllum sviðum. Stöðugt eykst vitneskjan sem berst hingað til lands um fornar og nýjar aðferðir til að efla líkama og sál. Líföndun er ein þeirra. Líföndun er aðeins nokkurra áratuga gömul sjálfshjálparaðferð. Upphafsmaður hennar er Bandaríkjamaðurinn Leonard Orr. Síðastliðið ár hefur komið hingað kennari, Shanti Miles, og þjálfað fimm einstaklinga í að beita þessari aðferð. Auk grein- arhöfunda eru það Hallgerður Gísla- dóttir og Ólöf Sesselja Oskarsdóttir. Þessi hópur ásamt Shanti Miles gef- ur þeim sem vilja kost á að kynnast líföndun á þriggja daga helgarná- mskeiði 17.-19. mars. Með tilkomu þessa hóps hafa aukist möguleikar þeirra sem áhuga hafa á að komast í líföndun. Guðrún er nuddari og hómópati, Helga er hjúkrunarfræðingur og myndlistakona og Hildur er vef- ari. dekraðu við þig B K i CBOSCO Light er „lettur" súkkulaðidrykkur, hver bolli inniheldur einungis 40 hitaeiningar og er þess vegna skynsamlegur kostur ef þú ert að hugsa um línurnar. Prófaðu B-K-l CSOSD Light næstþegar þig langar í eitthvað gott. Fæst í 2 Ijúffengum bragðtegundum. Ekta mjólkursúkkulaði- og appelsínubragð. B-K-l CHOKO LIGHT Einstaklega bragðgott #o\ m Xslensk ///// Amerxska 2 mæliskeiðar íbollann 80°C heitu vatni helltyfir og hrært - einfaldara getur það varla verið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.