Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ SKÓLAKEPPIMI Danskeppni Dansskóla Heiðars Astvaldssonar inn, hvort heldur sem er á gólfinu eða uppi í stúkum. Annars gekk keppnin hratt og vel fyrir sig í flesta staði og var henni lokið vel fyrir klukkan 16. Dómarar stóðu sig ágætlega að mínu mati og mjög fátt sem kom á óvart að þessu sinni og held ég að flestir hafi farið sáttir heim. Jóhann Gunnar Arnarsson Úrslit DANS íþröttahúsið á Scltjarnarncsi DANSKEPPNI Danskeppni Dansskóla Heiðars Ást- valdssonar í íþróttahúsinu á Sel- tjamarnesi sunnudaginn 3. mars, klukkan 12. SÍÐASTLIÐINN sunnudag stóð Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar fyrir danskeppni í íþróttahúsinu á Seltjamarnesi. Skólakeppni, sem þessi, hefur verið að færast í vöxt síðustu tvö árin og er þetta þriðja slíka keppnin sem haldin er í vetur. Að þessu sinni var megináherzl- an lögð á keppni með grunnspor- um og voru þar reiknuð út saman- lögð stig úr bæði suður-amerísk- um dönsum og standarddönsum, en „frjálsu" riðlarnir kepptu í öll- um standarddönsunum. Rétt tæp- lega hundrað pör voru skráð til keppninnar, sem er nokkuð minna en hefur verið í öðrum skólakeppn- um, en það stafar hugsanlega af því að um næstu helgi eru þrjár Islandsmeistarakeppnir; í 8 og 10 dönsum, gömlum dönsum og rokki. Fyrstir á gólfið voru C/D-riðlar í yngstu flokkunum. Þama eru á ferðinni ungir keppendur sem margir hveijir eru nýbyijaðir að stunda dansinn sem keppnisíþrótt og leyndi áhugi og einbeitnin sér ekki í andlitum ungmennanna á gólfinu. A- og B-riðlarnir vora þá næst- ir á gólfið, þessir riðlar dönsuðu nokkuð vel á sunnudaginn og sýndu hreint ágætan dans. Ég var sérstaklega ánægður með þá framför sem yngstu hópamir hafa verið að sýna í standarddönsunum, en suður-amerísku dansarnir hafa löngum verið og eru enn sterkari greinin hjá þessum keppendum flestum, en það fer vonandi að breytast eitthvað. Sérstaklega fannst mér mikil framför hjá —>flokki 9 ára og yngri í A-riðli, en þar sigruðu Gylfi Aron og Helga verðskuldað, einnig var mjög gam- an að horfa á 10-11 ára, A-riðil, en þar sigraðu Davíð Gill og Hali- dóra Sif, verðskuldað, en þau dönsuðu nýlega í 12 para úrslitum í standarddönsum í opnu Kaup- mannahafnarkeppninni. Sturlaug- ur o g Aðalheiður áttu einnig ágæt: an dag, en höfnuðu í öðra sæti. í A-riðli í flokki 12-13 ára sigruðu Gunnar og Bryndís, með mjög öruggum og góðum dansi, parið í öðru sæti, Hannes og Linda, stóðu sig ekki síður vel og hafa eflaust ekki verið langt undan. Sigurveg- ► ararnir í öllum þessum flokkum voru að mínu mati öruggir í sínum sætum, og áttu þau svo sannar- lega sigurinn skilinn, og svo var einnig um eldri flokkana með grunnaðferðinni. Með fijálsri aðferð var einungis keppt í standarddönsunum, en þeir hafa því miður legið á hakan- um oft á tíðum og finnst mér gott að keyra þá svolítið upp núna. Það er margsannað mál að við íslendingar eigum dansara á heimsmælikvarða í suður-amer- "► 'ísku dönsunum og er það vonandi að meiri áherzla verði lögð á standarddansana í framtíðinn, því ég efast ekkert um það að þar er óplægður akur fyrir okkar frá- i bæra dansfólk. í flokki 12-13 ára sigruðu Gunnar Hrafn og Ragnheiður ^ mjög verðskuldað, en fast á hæ!a þeirra fylgdu Skapti og Ingveldur, Morgunblaðið/Jón Svavarsson EYÞÓR Gunnarsson og Berglind Petersen-dönsuðu vel um helgina og unnu til silfurverðlauna í flokki 14-15 ára með grunnaðferð. sem komu ákaflega sterk til leiks í standarddönsunum og hefur þeim farið mikið fram og sýndu þau feikigóðan dans. Þau Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir sigruðu í flokki 14-15 ára, en þau era nýkomin heim úr stórri keppni í Kaupmannahöfn, þar sem þau komust í 12 para úrslit í stand- arddönsum í sínum flokki. í öðra sæti lentu Eyþór og Berglind, þau era mjög hratt vaxandi par og GUNNAR Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir gerðu það gott um helgina og sigruðu í flokki 12-13 ára, með frjálsri aðferð. HÉR eru Gunnar Már Jónsson og Anna Claessen í léttri sveiflu. DAVÍÐ Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórs- dóttir eru efnilegir dansarar og framtíðin er svo sannarlega þeirra, en þau sigruðu í flokki 10-11 ára, A-riðli, með grunnaðferð. sýndu góða takta á dansgólfinu á sunnudaginn, en þau eru einnig nýkomin heim frá Kaupmanna- höfn þar sem þau voru aðeins hársbreidd frá því að komast í 12 para úrslit í standarddönsunum. í flokki 16 ára og eldri sigruðu systkinin Árni Þór og Erla Sóley með miklum yfirburðum og komst ekkert par nærri þeim. í öðru sæti voru Þorvaldur og Jóhanna Ella og dönsuðu þau ágætlega, en þau geta þó dansað miklu bet- ur og gera það vonandi um næstu helgi. Iþróttahúsið á Seltjarnarnesi hentar ágætlega fyrir svona keppni og er mátulega stórt. Að mínu mati þarf þó að vera öflugra hljóðkerfi í húsinu svona til að koma meiri stemmningu í mannskap- 9 ára og yngri, A-riðill 1. Gylfi Aron Gylfason/Helga Bjömsdóttir DHR 2. Jónatan Örlygsson/Bryndís María Bjömsdóttir DJK 3. Stefán Claessen/Erna Halldórsdóttir DJK 9 ára og yngri, B-riðill 1. Gunnar Kristjánsson/Anna María Art- hursdóttir DHR 2. Baldur Kári Eyjólfsson/Sóley Emilsdóttir DJK 3. Brynjar Þór Jakobsson/Elín Dröfn Ein- arsdóttir DJK 9 ára og yngri C/D-riðill 1. Benedikt Þ. Ásgeirsson/Tinna Rut Pét- ursdóttir DSH 2. íris Rós Óskarsdóttir/Ólöf Katrín Þórar- insdóttir DJK 3. Bára Bragadóttir/Thelma Dögg Ægis- dóttir DHÁ 10-11 ára, A-riðill 1. Davíð Gill Jónsson/Halldóra Sif Halldórs- dóttir DJK 2. Sturlaugur Garðarsson/Aðalheiður Sig- fúsdóttir ND 3. Guðni Rúnar Kristinsson/Helga Dögg Helgadóttir DSH 10-11 ára, B-riðill 1. Hafsteinn Már Hafsteinsson/Lilja Rut Þórarinsdóttir DSH 2. Conrad McGreal/Kristveig Þorbergsdótt- ir DSH 3. Tryggvi Helgason/María Fönn Þórsdótt- ir DHA 10-11 ára, C/D-riðili 1. Guðbjörg Hafsteinsdóttir/Sæunn Kjart- ansdóttir DJK 2. Bergrún Stefánsdóttir/Ingunn Ósk Bene- diktsdóttir DJK 3. Ástrós Jónsdóttir/Elva Arnarsdóttir ND 12-13 ára, A-riðill 1. Gunnar Þór Pálsson/Bryndís Símonar- dóttir DHR 2. Hannes Egilsson/Linda Heiðarsdóttir DHR 3. Eyþór Atli Einarsson/Auður Haralds- dóttir DHÁ 12-13 ára C/D-riðlar 1. Sigrún Ösp Siguijónsdóttir/Tinna Ingi- bergsdóttir DAH 2. Osk Kjartansdóttir/Berglind Arna Stef- ánsdóttir DHÁ 3. Hafrún Ægisdóttir/Kolbrún Þorsteins- dóttir ND 12-13 ára, frjáls aðferð 1. Gunnar Hrafn Gunnarsson/Ragnheiður • Eiríksdóttir DSH 2. Skapti Þóroddsson/Ingveldur Lárusdóttir ND 3. Haraldur Anton Skúlason/Sigrún Ýr Magnúsdóttir DAH 14-15 ára, A-riðill 1. Victor Knútur Victorsson/Ásta Björns- dóttir DHÁ 14-15 ára, B/C-riðill 1. Guðrún Halla Hafsteinsdóttir/Þórey Gunnarsdóttir DHÁ 2. Hrönn Margrét Magnúsdóttir/Laufey Árnasóttir DJK 3. Bjarki Steingrímsson/Klara Steingríms- dóttir DHÁ 14-15 ára, ftjáls aðferð 1. Sigursteinn Stefánsson/Elísabet Sif Haraldsdóttir DJK 2. Eyþór Gunnarsson/Berglind Pet- ersen DSH 3. Kristinn Sigurbergsson/Védís Sigurðardóttir DHR 16 ára og eldri, A-riðill 1. Magnús Ingimundarson/Þórunn Kristjánsdóttir DHÁ 16 ára og eldri, B-riðill 1. Snorri Ottó Vídal/Anna Rós Sigmunds- dóttir DAH 16 á_ra og eldri, frjáls aðferð 1. Árni Eyþórsson/Erla Sóley Eyþórs- dóttir DHR 2. Þorvaldur S. Gunnarsson/Jóhanna Ella Jónsdóttir DAH 3. Victor Victorsson/Anna Björk 1 Jónsdóttir ND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.