Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 33 MINNINGAR GUÐMUNDUR SIGURÐSSON ¦+- Guðmundur ' Sigurðsson var fæddur á Eyrar- bakka 25. septem- ber 1907. Hann lést á heimili sínu 27. febrúar síðast- liðinn. Guðmundur var sonur hjón- anna Sigurðar Guðmundssonar, f. 26.11. 1878, d. 22.5. 1976, kaup- manns og síðar bankastarfs- manns, og konu hans, Sigríðar Ólafsdóttur, húsmóður, f. 5.3.1886, d. 12.8. 1986. Systkini Guðmundar: Baldur, f. 1906, Ástríður, f. 1310, Hlíf, f. 1912, látin, Ólaf- ur, f. 1915, látinn, Páll, f. 1916, Geirmundur, f. 1918, Garðar, f. 1922, Ingibjörg, f. 1924, Sólrún, f. 1928. Guðmundur kvæntist 11.6. 1938 Ástu G. Hjálmtýsdóttur, f. 26.3. 1917. Hún er dóttir hjónanna Hjálm- týs Sigurðssonar, kaupmanns og bankastarfsmanns, og konu hans, Lucinde Sigurðsson fædd Hansen. ÞEGAR ég í dag kveð ástkæran tengdaföður minn langar mig að minnast hans með nokkrum orð- um. Strax við fyrstu kynni hófst með okkur góð vinátta sem stóð ætíð síðan. Alltaf var jafn gott að leita til hans eftir ráðum eða smíði á einhverjum hlut, en tengdafaðir minn var listasmiður. Alltaf var jafn gaman að setjast niður með honum og heyra hann segja frá liðinni tíð, hann sagði svo lifandi og skemmtilega frá. Tengdafaðir minn var mikill fjölskyldumaður og fengu barnabörn hans og lan- gafabörn að njóta þess í ríkum mæli. Tengdafaðir minn mátti Erfidrykkjur Glæsilegkaffi-hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HtfEL MFTLE1II1! Erfidrykkjur Glæsilegt kaffihlaðborð og hlýleg salarkynni. Góð þjónusta. HÓTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38. Upplýsingar i símum 568 9000 og 588 3550 Synir Guðmund- ar og Ástu eru Sig- urður, fæddur 30.6. 1939, vélfræðingur, búsettur í Hafn- arfirði og er dóttir hans Ingibjörg, og Hjálmtýr Axel, fæddur 27.1. 1944, bifreiðarstjóri, bú- settur í Kópavogi, kvæntur Guðrúnu B. Tómasdóttur og eru börn þeirra Asta, Jóhann Tóm- as, Harpa Björg, Hanna María og Guðrún Asa. Guðmundur hóf ungur störf hjá Landsíma íslands. Árið 1929 eignaðist hann vörubifreið sem var sú fyrsta sem landsíminn notaði við lagningu símans. Árið 1930 hóf hann að aka áætlunarbifreið milli Eyrar- bakka og Reykjavíkur. Árið 1940 hóf hann störf í Vélsmiðj- unni Héðni og lærði þar járn- smíði en lét af störfum árið 1984 fyrir aldur sakir. Útfór Guðmundar fer fram frá Bústaðarkírkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. aldrei neitt aumt sjá, vil ég rifja upp sögu sem ég heyrði af honum og sýnir best hvað hann hafði góðan dreng að geyma. Þegar hann ók áætlunarbílnum milli Reykjavíkur og Eyrarbakka var hann eitt sinn staddur á Hellis- heiði í snjóþæfingi og höfðu mynd- ast hjólför í snjóinn. Sá hann þa hagamús í hjólfarinu, stoppaði hann bílinn og fór út og setti músina út fyrir hjólfarið. En þegar hann var sestur aftur við stýrið var músin komin aftur í hjólfarið. Gerðist þetta nokkrum sinnum og endaði þetta með því að músin var tekin upp í bílinn. Sofðu vinur sofðu því svefninn hrekur tár ég skal vagga og vaka og votar þerra brár kúrðu þig í koddann ég kyssi gullið hár Sofðu vinur sofðu því svefninn eykur þrótt ég skal verma vangann ef verður kalt í nótt ég bið að guð þín gæti svo þú getir sofið rótt (Kári Sigurðsson.) Tengdaforeldrar mínir voru af- skaplega samhent hjón og aldrei bar skugga á sambúð þeirra. Ég bið góðan guð að styrkja elsk.ulega tengdamóður mína í hennar miklu sorg. Guðrún Björg Tómasdóttir. Nú er hann afí okkar búinn að fá hvíldina sína. Eftir sitjum við með söknuð í hjarta og þakklæti fyrir allt það góða sem hann gaf okkur. Á kveðjustund koma minn- ingarnar upp í hugann. Um sunnu- dagabíltúrana á Selfoss, afi og amma með aftursætið fullt af gris- lingum sem með lotningu hlustuðu á afa sinn segja frá öllu sem fyrir augu bar. Afi þekkti hverja þúfu á leiðinni og vorum við systkinin ekki há í loftinu þegar við gátum þulið upp öll kennileiti á leiðinni. Oft var þröngt á þingi í litlu íbúðinni í Hæðargarðinum en eins og sagt er að þar sem hjartarúm er nægt er húsrými nóg. Hjónaband afa og ömmu einkenndist af kær- leika og virðingu og alltaf var afi jafnánægður með litlu konuna sína. Elsku amma, missir þinn er mikill, en minningin um ástkæran lífsföru- naut lifir. Ég horfi á staði, ég hugsa stund og þakka allt er gafstu mér. Hamingju, gleði og létta lund þú veist ég aldrei gleymi þér. (H.B.H.) Elsku afa og langafa þökkum við að Iokum allt. Við munum aldrei gleyma þér. Ásta, Jóhaiui, Harpa, Hanna María og Guðrún Ása. t Eiginkona mín, BJÖRG GUÐNADÓTTIR, Suðurgötu51, Hafnarfirði, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi að kvöldi 4. mars. Eríkur Pálsson. + Móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGURBORG EINARSDÓTTIR frá Hornafirði, Fögrubrekku 21, Kópavogi, lést í Landspítalanum 29. febrúar. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju, Homafirði, laugardaginn 9. mars kl. 14.00. Jarðsett verður í Brunnhólskirkjugarði. Ingunn Pálsdóttir, Júlíus Guðmundsson, Páll Júlíusson, Einar Júlíusson, Sigurbjörg Júlíusdóttir. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, STEINA ÞÓRA ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Kópavogsbraut 66, lést sunnudaginn 3. mars. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 11. mars kl. 13.30. Benny Hrafn Magnússon, Björn Hrafnsson, Sólveig B. Jónsdóttir, María Hrafnsdóttir, Jón Valur Frostason, Þóra Hrafnsdóttir, Skiili Þór Magnússon, barnabörn, Halla Þorbjörnsdóttir|Hilmar Þorbjörnsson. + Hjartkær bróðir minn, HALLGRÍMUR PÁLSSON, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, andaðist í Borgarspítalanum 6. mars. Ingibjörg Pálsdóttir. t Elskuleg móðir mín, GUÐRÚN S. JÓNASDÓTTIR frá Hornstöðum, lést í St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi 4. mars sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ása Gísladóttir. + Útför eiginkonu minnar, móður og frasnku, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Sandvík, Eyrarbakka, er lést 26. febrúar, fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 9. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afbeðnir, en þeim, sem vilja minn- ast hennar, er bent á Eyrarbakkakirkju eða aðrar líknarstofnanir. Ólafur Gíslason, Sigrún Guðmundsdóttir, Gfslína Sólrún Jónatansdóttir. + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, HELGA VALDIMARSDÓTTIR, Hraunbæ 103, andaðist í Landspítalanum 6. mars. Elías Valgeirsson, Magdalena Elíasdóttir, Theódór Marinósson, Sigurður R. Elíasson, Edda Sveinbjörnsdóttir, Valdimar Eliasson barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ALBERTSDÓTTIR frá Syðra Hóli, er andaðist í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi sunnudaginn 3. mars sl., verður jarðsungin frá Höskuldsstaða- kirkju laugardaginn 9. mars 1996 kl. 14.00. Hólmfríður Magnúsdóttir, Marfa Magnúsdóttir, Björn Magnússon, Ingunn Hjaltadóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Gunnlaugur Bragason, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkœr eiginmaður minn, fósturfaðir, faðir og afi, TEITUR EGGERTSSON, Víðidalstungu II, Víðidal, V-Hún., verður jarðsunginn frá Víðidalstungu- kirkju, Víðidal, V-Hún., laugardaginn 9. mars kl. 14.00. Rútuferð verður frá BSl', vestanmegin, kl. 9.30 sama dag. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn- ast hans, er bent á Hvammstangadeild Krabbameinsfélagsins. María Pétursdóttir, Guðmundur St. Sigurðsson, J. Valgerður Valgeirsdóttir, Eggert Þ. Teitsson, Ásta Malmquist og barnabörn. Lokað Lokað í daq frá kl. 13-16 vegna jarðarfarar ÁMUNDA AMUNDASONAR. Gallery Förðun og Plútó, Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.