Morgunblaðið - 07.03.1996, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 07.03.1996, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁMUNDI ÁMUNDASON Ámundi Amundason var fæddur í Reykjavík 9. júní 1937. Hann lést á Salgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg hinn 27. febrúar síðastliðinn, en i Svíþjóð hafði hann beðið í 14 mán- uði eftir hjartaí- græðslu. Móðir hans var Sigrún A. Kæmested, hatta- saumameistari, f. 2. nóvember 1910, d. 1. september ,1991, dóttir þeirra Óla Ó. Kærnested og móður til ársins 1950 er fjölskyldan fluttist að Kleppjáms- reykjum í Borgar- firði. Á Þórshöfn fæddust bræður Ámunda (sammæðra), þeir Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs, f. 5. febrúar 1943, Oddur Þórðarson, starfs- maður Rannsókna- stofnunar byggingar- iðnaðarins, f. 27. októ- ber 1944, og Jón Þórð- arson húsasmíða- meistari í Svíþjóð, f. 2. desember vélgæslumanns, f. 11. mars 1881, d. 28. febrúar 1944, og Gróu Jónsdóttur Kærnested, f. 10. jan- úar 1878, d. 27. desember 1963. Faðir Ámunda var Ámundi Geirsson verslunarmaður, f. 7. mars 1908, d. 5. nóvember 1968, sonur Geirs Sigurðssonar skip- stjóra, f. 8. september 1873, d. 4. febrúar 1959, og Jónínu Jódís- ar Ámundadóttur, f. 25. október 1885, d. 20. nóvember 1918. Þau Sigrún og Ámundi Geirsson skildu og giftist Sigrún síðar Þórði Oddssyni lækni, f. 23. sept- ember 1910 frá Ráðagerði á Seltjamamesi. Þórður varð hér- aðslæknir á Þórshöfn á Langa- nesi árið 1941 og ólst Ámundi þar upp hjá fósturföður sínum MIG langar að minnast míns kæra bróður Adda, eins og hann var ávallt kallaður, með nokkrum orðum. Reið- arslagið mikla kom að morgni 27. febrúar síðastliðinn, þegar hjálpar- hella Adda úti í Svíþjóð, séra Jón Dalbú, hringdi til þess að tilkynna að bróðir minn væri allur. Kvöldið áður höfðum við að vísu fengið frétt- ir um að Addi væri mikið veikur, en hve oft hafði hann ekki verið það áður og ávallt stigið tvíefldur upp úr veikindum sínum á ný. Nei, það var ekkert á dagskrá að Addi væri að fara í ferðina óumflýjanlegu, við vorum öll að bíða eftir því að hann fengi nýtt hjarta og þar með nýtt og betra líf og hlökkuðum mikið til að fá hann hressan og kátan heim til íslands á ný. í staðinn fengum við þessi dapurlegu tíðindi. Allt sem áður var skemmtilegt er nú trega- blandið, ótal minningar fljúga í gegn- um hugann og gera sitt til að draga úr skuggum sem hvarvetna sækja á þessa dagana. Veikindasaga Adda er orðin löng, nær samtals yflr um 40 ára tímabil. Strax á unglingsárum fór hann í sína fyrstu hjartaaðgerð í Kaupmanna- höfn, áratugum seinna í aðgerð núm- er tvö í London og f þriðja skiptið fór hann undir skurðarhnífinn _ á Landspítalanum háustið 1993. Ári seinna kom í ljós að sú aðgerð hafði ekki skilað þeim árangri sem vænst var og sá ógnvægilegi dómur upp kveðinn af læknum Landspítalans að eina sem gæti komið honum til bjargar væri nýtt hjarta. Út var hald- ið í skyndi til Gautaborgar, illbærileg bið fyrir minn kæra bróður í fjarlægu landi tók við og eini ljósi punkturinn í henni var þátttaka ástvina hans, konunnar hans sterku, bamanna sem heimsóttu hann, að ógleymdri ómet- anlegri hjálp bræðra minna og mág- kvenna sem ég veit að hann mat mikils. Ég gæti skrifað langa grein um allar þær minningar sem ég og fjöl- skylda mín á frá öllum góðu gömlu árunum með honum Adda, en það verður ekki gert á þessum vett- vangi. Við munum hins vegar verma okkur við þær á komandi tímum og þegar að því kemur að við syngjum saman á ný eftir þessa dimmu daga, þá verður vandfyllt skarðið hans og hætt við að „Efst á Amarvatnshæð- um“ hljómi mikið öðruvísi en áður. Elsku Herdís, börnin ykkar beggja, tengdaböm og bamaböm. Það vorar brátt á íslandi. Sólin á eftir að verma okkur öll á ný og með í þeim varma verður minningin um góðan dreng. Fyrir hönd föður míns, bræðra, mág- 1946. Ámundi kvæntist Ingibjörgu Einarsdóttur frá Runnum í Reyk- holtsdal hinn 13. júlí 1958, dóttur Sveinbjargar Brandsdóttur og Einars Kristleifssonar bónda. Með Ingibjörgu eignaðist Amundi tvö börn, þau Sigrúnu Aðalheiði, f. 25. desember 1955, og Einar, f. 1. ágúst 1959. Sigrún er skrif- stofumaður hjá Sorpu í Reykjavík og er maður hennar Sigurður Hermannsson húsasmiður, f. 3. júlí 1953. Börn þeirra eru Sigurð- ur Rúnar, f. 3. júlí 1988, og Katr- ín Dúa, f. 1. febrúar 1990. Áður eignaðist Sigrún tvo syni, þá Ólaf Ægisson, f. 6. maí 1974, og Hall- dór Matthías Sigurðsson, f. 20. október 1976. Einar Amundason kvenna, Þurýjar og fjölskyldunnar allrar þakka ég Adda samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Óli H. Þórðarson. Elsku besti pabbi minn. Það er erfítt á svona stundu að sjá ljósið, harmurinn er svo mikill. Ég vil þakka þér fyrir þau 23 ár sem ég fékk að eiga með þér. Allar yndislegu stundimar sem við áttum saman í blíðu og stríðu. Þú varst einn af mínum traustustu vinum. Sá sem átti þig að sem vin átti góðan vin. Við systkinin og mamma erum búin að kveljast með þér og nú loks- ins færð þú friðinn eftir langa og erfíða baráttu. Þú varst svo sterkur en enginn vinnur sitt dauðastríð. Líf- ið getur verið svo ósanngjamt. Eg veit að þér líður vel núna og að þú ert í góðum höndum. En þar til leiðir okkar mætast á ný kveð ég þig með miklum trega. Ég elska þig. Soffia Ámundadóttir. Elsku afí. Við vitum að þú ert hjá guði núna og að þér líður vel. Þegar við biðjum bænimar okkar á kvöldin þá biðjum við guð að passa þig og þá fínnst okkur þú vera hjá okkur. Ein af kvöldbænunum okkar er „Guð er mín stoð og styrkur, ég stari beint í myrkur, ef mér lýsir ei ljósið þitt.“ Sofðu rótt, elsku afí, og takk fyr- ir þær stundir sem við áttum með þér. Sigurður Rúnar og Katrín Dúa. Okkur langar með nokkrum orðum að minnast afa okkar, Adda afa, sem er látinn eftir hetjulega baráttu. Við vissum alla tíð að Addi afí hafði á sínum tíma átt við erfið veik- indi að stríða sem að nokkru leyti fylgdu honum gegnum lífíð. Ekki höfðum við vitneskju um þetta frá honum sjálfum því aldrei hafði hann orð á öðru en hann væri stálsleginn og tilbúinn í hvað sem var. Þannig var hann líka, oftast fyrstur til þegar eitthvað var um að vera. Við kynnt- umst því líka hvers slags dugnaðar- forkur hann var, laghentur og vand- virkur, þótt stundum hafi vantað á þolinmæðina ef ekki var eins vel gert og hann hefði sjálfur kosið. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og því einnig til annarra. Það var skemmtilegt og lærdómsríkt að ná því að vinna eitt sumar í blikksmiðj- unni hjá honum. Snerpan en jafn- framt öryggið og vandvirknin ein- kenndi ö!I hans vinnubrögð. Við heimsóknir kunningja hans glumdi starfrækir vélsmíðaverkstæði í Ólafsfirði. Kona hans er Sigríð- ur Sigurðardóttir, f. 10 maí 1964. Aður eignaðist Einar son, Hauk Örn, f. 11. apríl 1982. Þau Ámundi og Ingibjörg slitu sam- vistir. Hinn 27. júlí 1973 kvænt- ist Amundi eftirlifandi konu sinni, Herdísi Jónsdóttur hjúkr- unarfræðingi, f. 29. ágúst 1948. Foreldrar hennar: Jón Þorleifs- son húsasmiður, f. 22. apríl 1914, d. 16. júní 1977, og Hall- dóra Lárusdóttir sjúkraliði, f. 23. september 1923. Börn Her- dísar og Amunda eru, Soffía, f. 21. júní 1973, trúlofuð Tóm- asi Bjömssyni, f. 4. ágúst 1969, Thelma, f. 13. maí 1975, og Þórir, f. 10. ágúst 1981. Þau eru öll námsmenn i Reykjavík. Ámundi stundaði nám í Iðn- skólanum í Reykjavík og lauk námi í blikksmíði í Blikksmiðj- unni Vogi i Kópavogi 31. des- ember 1963. Aðalstarf hans eft- ir það var blikksmíði og síðustu æviár sín starfrækti hann eigið fyrirtæki, Blikksmiðju Austur- bæjar hf. í Reykjavík. Amundi hafði mikið yndi af tónlist og var harmóníkan hans uppá- haldshljóðfæri. Á yngri áram lék hann mikið á dansleikjum í Borgarfirði, bæði einn og með öðrum. Hann var mikill féiags- málamaður og varð Kiwanis- klúbburinn Vífill í Reykjavík helsti vettvangur hans á því sviði, en áður starfaði hann mikið fyrir Félag blikksmiða. Útför Ámunda verður gerð frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. hláturinn við undir veiði- og jeppa- sögum af Amarvatnsheiðinni. Eftir ferð Adda afa til Svíþjóðar á sl. ári vorum við vissir um að hann kæmi fljótlega heim. Þótt við gerðum okkur grein fyrir alvöru veikindanna vorum við samt sannfærðir um að hann stæði af sér þessa raun eins og allt annað sem hann glímdi við. Við kveðjum Adda afa með sárum söknuði, mann sem hvarf úr þessum heimi allt of fljótt. Við biðjum góðan Guð að styrkja Herdísi, frændsystkini, mömmu og alla þá sem eiga um sárt að binda Halldór M. Sigurðsson og Ólafur Ægisson. Látinn er frændi minn og vinur Ámundi Ámundason. Við Addi, eins og hann var venjulega kallaður, vor- um systkinaböm, og því myndaðist snemma með okkur náinn vinskapur, sem aldrei bar skugga á. Á æsku- heimili hans hjá Rúnu föðursystur minni og manni hennar Þórði Ódds- syni lækni ríkti ávallt mikil sam- heldni og afburðaskemmtilegt heim- ilislíf. Árið 1950 flutti fjölskyldan frá Þórshöfn á Langanesi að Kleppjárns- reykjum í Borgarfírði, en þá hófust eiginleg kynni okkar frændanna, og þegar faðir minn féll frá 1957 áttum við ævinlega gott skjól og athvarf hjá þeim sæmdarhjónum Rúnu og Þórði. Þegar Addi var 18 ára gamall, kom í ljós að hann var haldinn með- fæddum hjartagalla sem allt frá þeim tíma til endaloka var honum eifíður fylgifískur, miserfiður en þó alltaf til baga. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm þá hóf Addi nám í blikksmíði og starfaði alla tíð að iðn sinni, og hin síðari ár rak hann sitt eigið fyrir- tæki, Blikksmiðju Austurbæjar hér í Reykjavík. Hann var mikill gleðimaður, lék alla tíð af krafti á harmóniku og var ávallt hrókur alls fagnaðar, og okkur vinum hans og Herdísar eru ógleym- anlegar 40 og 50 ára afmælisveislur hans, en það var í hans anda að fagna vel og veita af rausn. Ekki hef ég tölu á öllum ferðum frænda míns á innlenda jafnt sem erlenda spítala, en ævinlega réð hjá honum bjartsýni um að bati fengist, og vissulega varð svo oft á tíðum að bati fékkst um stund. í orðabók Adda var orðið uppgjöf ekki að fínna, og ávallt stóð hann upp aftur þrátt fyrir mörg áföll, en framan af ævinni var hann dyggilega studdur af fyrri konu sinni Ingibjörgu Einarsdóttur, og hin síðari ár af konu sinni Herdísi Jónsdóttur, en báðar eru þessar konur miklir dugnaðar- forkar. Addi hafði þann hátt á alla tíð að vinna langan vinnudag, og oft á tíð- um gaf hann sjúkdómi sínum langt nef. Stundum hefndist honum fyrir, en sjálfsbjargar- og sköpunargleðin var það sterk að hann yfírvann í sí- fellu þau heilsufræðilegu mörk sem honum voru sett. í árslok 1994 var svo komið mál- um að færustu læknar töldu að hans eina von væri að gangast undir hjartaskiptaaðgerð. Hann fór því til Svíþjóðar og beið þar í rúmt ár eftir að gangast undir slíka aðgerð. Meðan heilsan leyfði dvaldist hann meira og minna á heimili bróður síns og mágkonu sem búsett eru í Svíþjóð, en síðasta hálfa árið meira og minna í Salgrenska sjúkrahúsinu í Gauta- borg, eða í næsta nágrenni við sjúkrahúsið, alltaf í viðbragðsstöðu, því hjálpin gat borist hvenær sem var að nóttu jafnt sem degi. í síðasta samtali okkar frændanna kom fram að hann væri reiðubúinn hvenær sem væri og ætti þá ósk heit- asta að gangast undir þessa aðgerð sem fyrst og taka þá áhættu sem aðgerðinni fylgdi. Til þess kom ekki, biðin er á enda, erfíðri baráttu er lok- ið. Um leið og ég vil þakka frænda mínum allt það sem hann gaf okkur sem þekktum hann vil ég biðja þann sem öllu ræður að styrkja Herdísi og bömin hans og bamabömin svo og aldraðan fósturföður, bræður hans og fjölskyldur þeirra. Kvaddur er mikill baráttu- og heið- ursmaður. Blessuð sé minning Ámunda Ámundasonar. Anton Öra Kærnested. Nú líður óðum á lokaþáttinn. Mérerörðugtogþungt um andardráttinn. Hiðytravirðist í engu breytt, en hjartað ogsálmínþreytt. (Stefán frá Hvítadal.) Hve sárt var að heyra um andlát þitt, kæri vinur. Eftir langa og stranga bið fjarri bömum og ástvinum, trúðum við þvi alltaf að þú ættir eftir að koma heill heim á ný og þráður lífsins héldi áfram þar sem frá var horfíð. Láfsins sem þú naust í botn með ástvinum og samferðamönnum þínum. Hver dagur og hver stund virtist þér alltaf dýrmæt. Þú kunnir svo vel að vera til. En eigi má sköpum renna. Við þökkum þér, elsku Addi, fyrir ómetanlega vináttu og tryggð í gegn- um árin. Sjáumst síðar. Elsku Herdís, Soffía, Thelma, Þór- ir, Sigrún, Einar, Þórður og aðrir ástvinir, Guð gefí ykkur styrk á þess- um erfíðu stundum. Stefán og Margrét. Við hjónin kynntumst þeim Ámunda og Herdísi 1973 þegar þau keyptu fokhelt raðhúsið sitt í Rjúpu- fellinu, sem var áfast okkar. Með tíð og tíma myndaðist milli okkar fjög- urra góð vinátta, sem staðið hefur síðan. Bömin okkar voru á svipuðu reki og er margs að minnast frá samskiptum okkar við þessa góðu vini. Upp í hugann koma margar minningar þegar við kveðjum Ámunda núna, allt of snemma og þó ekki sé hægt að segja að það hafí komið algerlega á óvart er það okkur afskaplega sárt. Við minnumst dugnaðarforksins og athafnamanns- ins, sem alla hreif með sér þegar eitthvað þurfti að gera á „torfunni" eins og við kölluðum sameiginlega lóð okkar og nokkurra annarra húsa, og var hann oftast frumkvöðullinn að framkvæmdum. Við minnumst stolts hans sem íjölskyldufóður þegar hann leit á Herdísi sína og hópinn þeirra, ánægjunnar sem hann naut í þeirra faðmi, innan dyra sem utan þegar sólin skein og setið var á frí- dögum í sólarsterkjunni, sem þar er svo oft. Ámundi var mikill fjölskyldumað- ur, enda áttu þau hjón bæði góðar og samheldnar fjölskyldur og var eftirtektarvert hve þau voru dugleg að hafa allt sitt fólk hjá sér við öll möguleg tækifæri og t.d. á gamlárs- kvöld var eins og öllum þætti sjálf- sagt að mæta þar, bæði fjölskyldu, vinum og nágrönnum og dansa til morguns, og þá sem oftar þandi Addi nikkuna sína af mikilli list. Ámundi átti við mikið heilsuleysi að stríða sem ungur maður, þá gift- ur sinni fyrri konu og faðir tveggja ungra bama, en eftir margra ára stríð fékk hann bót meina sinna í London þar sem hann gekkst undir geysimikinn hjartaskurð á þess tíma mælikvarða, en áður hafði hann und- irgengist hjartaskurð í Kaupmanna- höfn. Fyrir tæpum þremur ámm þurfti hann svo enn að gangast und- ir hjartaskurð sem í sjálfu sér gekk vel, en heilsubótin lét á sér standa þar til svo var komið að ekki var unnt að hjálpa honum á annan hátt en þann að freista þess að útvega honum nýtt hjarta, og hafði hann nú beðið í um 14 mánuði í Svíþjóð eftir að hentugt hjarta fengist, en biðin varð honum um megn og fjöl- skyldunni allri gífurlega erfið eins og nærri má geta, enda bömin þeirra þijú öll heima í námi, en með sameig- inlegri hjálp móður Herdísar og bræðra Ámunda og fjölskyldunnar allrar gekk þetta allt eins vel og kostur var. Við hjónin og synir okkar felum Ámunda góðum Guði og biðjum hann að hugga og styrkja Herdísi, Soffíu, Thelmu og Þóri svo og Sigrúnu og Einar. Við þökkuðum honum góða samfylgd. Ásdís og Gunnar I. Waage. Einu sinni enn er lotið í lægra haldi fyrir manninum með ljáinn. Of snemma tapaðist stríðið. Þrátt fyrir baráttuvilja og h'fsþrá er vinur minn og nágranni Ámundi Ámundason fallinn að velli á fimmtugasta og níunda aldursári. Kunningskapur okkar og vinátta spannar orðið yfir meira en fjömtíu ár og því nokkur tímabil í lífi okkar beggja. Hugurinn reikar aftur til þess tíma er við vomm að alast upp í Reykholtsdalnum. Það var einhvem tíma upp úr nítján- hundmð og fimmtíu að Þórður Odds- son réðst héraðslæknir að Klepp- jámsreykjum. Með honum kom fjöl- skylda hans, eiginkona, þrír synir og stjúpsonurinn Ámundi. Allt þetta ágæta fólk átti eftir að setja svip sitt á lífið í dalnum á þessum tíma og urðu bræður Ámunda skólabræð- ur mínir í gegnum barnaskóla og héraðsskóla. Vegna aldurmunar okk- ar Adda, eins og hann var kallaður, umgengumst við ekki náið á þessum ámm en vissum vel hvor af öðmm. Heimili Þórðar og Sigrúnar Kæme- sted var traust og gott. Það vega- nesti sem bömin fengu á heimilinu, dugnaður, samheldni og vinrækni, hefur einkennt allt þeirra líf og borið uppeldinu fagurt vitni. Og svo var hún Gróa. Móðuramman. Hversu mörg börn fara á mis við það í dag að alast upp með fleiri ættliðum á heimili sínu. Frá unga aldri var ljóst að Addi gekk ekki heill til skógar. Meðfædd- ur hjartagalli greindist hjá honum. Til að ráða bót á því fór hann ungur í hjartaaðgerð til Danmerkur. Fékk hann þar þá bót meina sinna sem gerði honum kleift að taka eðlilegan þátt í atvinnulífínu. Lærði hann blikksmíði og aflaði sér atvinnurétt- inda í þeirri grein. Blikksmíði varð síðan hans aðalstarf til æviloka. Ungur giftist Addi Ingibjörgu Ein- arsdóttur frá Runnum í Reykholtsdal og eignuðust þau tvö börn. Þau skildu. Á þeim tíma bjuggum við skammt hvor frá öðrum í vesturbæ Reykjavíkur. Síðar giftist hann Her- dísi Jónsdóttur og eignuðust þau þijú böm. Ámundi og Herdís áttu sitt heimili í Rjúpufelli í Breiðholtinu. Hagaði forsjónin því svo að við urð- um þar frumbyggjar í sama raðhús- inu. Að standa í byggingu og sam- býli reynir á mannkosti og aðlögun- arhæfni. Að öllum öðrum ólöstuðum vil ég segja að betri og vænni mann en Ámunda vin minn er erfítt að finna. Vin minn segi ég. Ámundi var ekki allra en hann valdi vini sína af kostgæfni. Því teljum við hjónin okk- ur lánsmanneskjur að hafa orðið vin- áttu hans aðnjótandi. Addi fór nokkmm sinnum á ævinni í aðgerð vegna hjartameins síns og beið hann eftir hjartaskiptum í Gautaborg þegar kallið kom. Sú bið var orðin fjórtán mánuðir. Þó að við vinir hans vissum að heilsa hans væri tæp var vonin um að allt færi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.