Morgunblaðið - 07.03.1996, Síða 35

Morgunblaðið - 07.03.1996, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 35 MINNINGAR á besta veg alltaf fyrir hendi. Því var það reiðarslag og vonbrigði þeg- ar fregnin af láti hans barst okkur til eyrna. í grein sem þessari er reynt að varpa ljósi á nokkur minninga- brot. Þó er ljóst að það sem máli skiptir er ósagt og verður kannski aldrei sagt. Við hjónin vottum Her- dísi og fjölskyldu Ámunda okkar dýpstu samúð. Huggunarorðin eru fá. Ámunda þótti vænt um Borgar- fjörðinn og var bundinn honum á margan hátt. Því enda ég þessi skrif á síðustu erindum kvæðisins Harmur eftir Borgfirðinginn Sveinbjöm Bein- teinsson: Á meðan dægrin döpur litum breyta og dimmir að í hugans þagnarborg skal þreyttur andi lífs og vonar leita í ljósi þess sem býr í dýpstu sorg. Að harmsins boði horfna gleðistundin við hljóða kyrrð í tómi sorgarlags í nýrri mynd er minningunni bundin og merkt í svip og línur þessa dags. Snorri Bjarnason. Kveðja frá Kiwanis- klúbbnum Vífli Allir menn eru félagsverur. Þess vegna er þörfin á að koma á skipu- lögðum félagsskap þar sem menn koma saman til ánægju eða athafna meðfædd og samofin tilveru okkar. Vegna þessarar þarfar varð Kiwan- ishreyfingin til. Hver félagi í klúbbi setur mark sitt á klúbbinn og hefur áhrif á hvernig hann mótast og þró- ast. Nú stöndum við Vífilsfélagar yfir moldum félaga okkar og minn- ingarnar hrannast upp. Ámundi Ámundason var svo sannarlega fé- lagi sem setti jákvæðan og skemmti- legan svip á klúbbinn okkar. Hann tók þátt í fundarstörfum af krafti og lét sér fátt óviðkomandi. í mál- flutningi var hann hreinskiptinn og heiðarlegur en undirtónninn var ætíð ERFIDRYKKJUR velvilji. Hann var duglegur og ötull í fjáröflunum styrktarsjóðs, vann af krafti við þau verkefni sem klúbbur- inn fól honum og unni sér ekki hvíld- ar fyrr en þau voru af hendi leyst. Hann var hrókur alls fagnaðar á ferðalögum og skemmtunum klúbbs- ins. Greip þá gjarnan til harmoni- kunnar og leyfði okkur félögum að njóta kunnáttu sinnar og iistrænna hæfileika. Við félagar í klúbbnum minnumst Ámunda félaga okkar með þakklæti, söknuði og eftirsjá. Skarð er fyrir skildi sem ekki verður fyllt. Á þess- ari sorgarstundu er hugur okkar hjá fjölskyldu Ámunda en hennar er missirinn mestur. Við félagarnir vott- um Herdísi og börnum Ámunda og fjölskyldunni allri okkar dýpstu sam- úð. Guð blessi minningu góðs drengs. F.h. klúbbsins, Ari H. Jónsson. Með ótímabæru fráfalli Ámunda Ámundasonar hefur Félag blikk- smiðjueigenda misst einn sinn besta félaga. Undir hans stjórn var Blikk- smiðja Austurbæjar hf. ein virtasta smiðja í faginu og eru fjölmörg verk til vitnis um það. En Ámundi var ekki einasta ágætur fagmaður heldur góður félagsmaður, sem hrósaði því sem vel var gert og benti hiklaust á það sem betur mátti fara. Þannig var hann eins konar samviska stétt- arinnar, kom sér hiklaust að kjarna hvers máls og lét hvorki laust né fast fyrr en hann taldi að allt sem máli skipti hefði komist til skila. Lagði hann síðan sitt af mörkum til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Slíkir menn eru dýrmæt- ir í öllu félagsstarfi, ekki síst ef það starf snýst um að efla virta atvinnu- grein og auka virðingu hennar. Ámundi Ámundason var þvílíkur maður og því er hans sárt saknað. Félag biikksmiðjueigenda þakkar honum starf hans fyrir blikkgreinina og vottar aðstandendum hans dýpstu samúð. Félag blikksmiðjueigenda. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFARBERNHARÐSDÓTTUR frá Grafargili, Vogatungu 11, Kópavogi. Guðmundur Hallgrímsson, Hallgrímur A. Guðmundsson, Erla Friðleifsdóttir, Garðar H. Guðmundsson, Gun Guðmundsson, Aðalsteinn Snævar Guðmundsson, Hrönn Kristjánsdóttir, Kristfn Salóme Guðmundsdóttir, Magnús Harðarson og barnabörn. Lokað í dag milli kl. 12.30 og 16.00 vegna jarðarfarar ÁMUNDAÁMUNDASONAR, blikksmíðameistara. Fiskbúðin, Sundlaugavegi 12. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST H. PÉTURSSON fyrrv. sveitarstjóri, Patreksfirði, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. mars kl. 15.00. Ingveldur Magnúsdóttir, Helgi Ágústsson, Hervör Jónasdóttir, Hafsteinn Sigurðsson, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Emil Ágústsson, Bryndfs G. Jónsdóttir, Ásgerður Ágústsdóttir, Guðmundur Bergsveinsson, Ásthildur Ágústsdóttir, Gunnar Ragnarsson, Magnús Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARSIBIL BERNHARÐSDÓTTIR kaupkona frá Kirkjubóli, Valþjófsdal, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudag- inn 8. mars kl. 13.30. Helga Hjörvar, Úlfur Hjörvar, Birgir Hjaltalfn, Helga Sigurðardóttir, Bernharð Hjaltalín, Gerður Hjaltalín, Vilberg Sigtryggsson, Torfi Hjaltalfn, Anna Hjaltalín, Stefán Jósafatsson, Stefán Hjaltalfn, Svanhvít Jakobsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Lokað Blikksmiða Austurbæjar verður lokuð í dag, fimmtu- daginn 7. mars, frá kl. 12 vegna jarðarfarar ÁMUNDA ÁMUNDASONAR, blikksmíðameistara. Blikksmiðja Austurbæjar, Borgartúni 25. HAM>AUGL YSINGAR Alvöru „bisness“ Til sölu í hjarta borgarinnar stórgóður veit- ingastaður sem þrífst best á áfengissölu. Til greina kemur að taka uppí lítinn veitinga- stað. Upplýsingar sendist á afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „Alvöru Bisness - 15422“, fyrir 12. mars. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Opið hús Stangaveiðifélag Reykjavíkur heldur opið hús á morgun, föstudaginn 8. mars, kl. 20.30 í sal félagsins á Hálaeitisbraut. Dagskrá: 1. Veiðileiðsögn um eina af perlum Borgarfjarðar, Hítará. Umsjón: Steinar Friðgeirsson. 2. Sérstök kynning á dorgveiði í umsjá Óskars Pálssonar. 3. „Fluguráðgjafinn" verður á staðnum með græjurnar, gefur góð ráð og aðstoðar þá sem vilja. 4. Happdrætti. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Góða skemmtun! Nefndin. Fundarboð föstudaginn 8. mars kl. 12.00-13.30 Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra og Aðalheiður Jóhannsdóttir, framkvstjóri Náttúruverndarráðs Nýskipan Náttúruverndarmála Hádegisfundur verður haldinn um nýskipan náttúruverndarmála, en þar eru í undirbún- ingi veigamiklar breytingar. Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra, og Aðalheið- ur Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Náttúru- verndarráðs, flytja erindi á fundinum, en að þeim loknum svara þau spurningum. Fundarstjóri verður Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður. Fundurinn verður í Skála (tengibygging) á 2. hæð á Hótel Sögu kl. 12.00-13.30. Borinn verður fram hádegisverður á hóflegu verði. Fundurinn er öllum opinn og vona ég að sjá ykkur sem flest. Bestu kveðjur. Ólafur Örn Haraldsson. TIIKYNNINGAR TÆKI 06 BÚNAftUR í FMB FMB, ný frceðslu- og þjónustumiöstöð fyrir bflgreinar, tekur til starfa n.k. haust í nýju glœsilegu húsnceöi. IFMB mun fara fram kennsla í iðn- og meistaranómi bifvélavirkja, bifreiðasmiöa og bflamálara og að auki eftirmenntun og stuttar starfsbrautir fyrir aðrar starfsgreinar bflgreina. FMB mun einnig bjóða fyrirtœkjum í bflgreinum margvíslega þjónustu m.a. í formi upplýsingaþjónustu, aðstoðar við námskeiðahald og aðstöðu fyrir eigin kynningar og námskeiö. FMB stefnir aö því að bjóða 1. flokks aðstöðu og búnað sem getur verið fyrirtœkjum og einstaklingum til fyrirmyndar. Flúsnœðið er fyrir hendi en tœkjabúnað vantar. Þelr Innllytjendur eða umboðsmenn búnaðar (verkfceri, taeki. efnl) fyrir bílgrelnar sem áhuga hafa á að vlðkomandi búnaður verði í skólanum, sendl efHrtarandi upplýslngar tll FMB fyrir 10. mars 96: ° NAFN FYRIRTÆKIS 1 SÍMA- oe FAXNÚMER ° NAFN TEN6ILI6S ° TE6UND BÚNABAR (lýsing) FMB, SuSurlandsbraut 30, Fax: 581-3208 Til stendur aö halda kynnlngarfundi um FMB og samstarfs viö fyrirtœki vegna búnaöar. Gert er ráö fyrir aö FMB taki til starfa 1. ágúst 96 og aö byrjaö veröi aö koma búnaöi fyrir í júní n.k. FMB, iem er hluti Borgarholtsskóla, cr tilraunaverkefni menntamálaráSuneytisins annars vegar og Bílgreinasambandsins og BliiSnafélagsins hins vegar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.