Morgunblaðið - 07.03.1996, Side 36

Morgunblaðið - 07.03.1996, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAI JCJ Y^IKIC^AR U '8HHr HH HHH ^HHHH 8HH ^HHHI ^HHHIV iL... * § t \ f Vélstjórar Yfirvélstjóra og 1. vélstjóra vantar nú þegar á Hring SH 535 (áður Hrímbak EA 306), vélarstærð 2.200 hö (1.618 kw), sem gerður verður út frá Grundarfirði. Upplýsingar um borð í skipinu, sem er í slipp í Stálsmiðjunni, og í síma 892 0735, 852 2656 og 438 6759. OPIN KERFI hf. óska eftir að ráða tvo starfsmenn sem fyrst 1. Markaðsstjóri á UNIX tölvusviði. Við leitum að öflugum einstaklingi til þess að taka þátt í sölu og markaðsetningu á HP 9000 UNIX tölvukerfum. Starfið felst í nánum samskiptum við Hewlett Packard erlendis svo og í umsjón með ákveðnum hópi stórra viðskiptavina Opinna kerfa, gerð söluáætl- ana, ráðgjöf og kynningu á tölvulausnum. Umsækjandi þarf að hafa góða menntun (verkfræði og/eða tölvunarfræði), þekkingu á UNIX æskileg, eiga gott með að tjá sig jafnt í töluðu sem rituðu máli, hafa góða og létta framkomu og eiga gott að vinna með öðru fólki. Góð enskukunnáttta er frumskilyrði. 2. Tæknimaður í NOVELL netkerfum. Hér leitum við að tæknimanni í þjónustu- deild. Viðkomandi þarf að hafa góða reynslu í umsjón með Noveli NetWare netkerfum. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið prófi á því sviði og hafi góða, almenna þekkingu á einkatölvum. Viðkomandi starfsmaður fengi ákveðinn hóp stórra viðskiptavina til að þjóna. Góð þjónustulund og framkoma skilyrði. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 15. mars. OPIN KERFI HF. er leiðandi tölvufyrirtæki á íslenska tölvumarkaðnum og hefur lagt sérstaka áherslu á að þjóna stærri fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtækiö er fjárhagslega sterkt. Velta síðasta árs var 630 m. kr. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 23 starfsmenn. Áhersla er lögð á góð og vönduð vinnubrögð og hafa gaman af því að starfa saman og ná árangri. OPIN KERFIHF Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, sfmi 567 1000, fax 567 3031. FLUGLEIÐIR Flugleiðir hf. óska eftir traustu og duglegu starfsfólki til starfa við flugþjónustu félagsins á Keflavíkurflugvelli frá 1. maí 1996. Unnið verður á vöktum samkvæmt 2-2-3 vakta- kerfi. Ráðið verður í heilsársstörf á tólf tíma vöktum og í hlutastörf á fjögurra tíma vöktum auk þess til tímabundinna starfa. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að sækja námskeið áður en að ráðningu kemur. Lágmarksaldur er 20 ár. HLAÐDEILD Hlaðstjórar: Leitað er eftir starfsfólki með góða grunn- menntun, skipulags- og stjórnunarhæfileika auk tölvukunnáttu. Enskukunnátta er nauðsynleg. Hlaðstjórar eru yfirmenn á vöktum og bera ábyrgð samkvæmt því. Hlaðmenn: Leitað er eftir duglegu og ábyrgu starfsfólki til starfa við hleðslu og afhleðslu flugvéla auk tengdra starfa við flugþjónustuna. RÆSTINGADEILDIR Ræstingastjórar: Leitað er eftir starfsfólki með góða grunn- menntun, skipulags- og stjórnunarhæfileika auk tölvukunnáttu. Enskukunnátta er nauðsynleg. Ræstingastjórar eru yfirmenn á vöktum og bera ábyrgð samkvæmt því. Ræsingafólk: Leitað er eftir duglegu og ábyrgu starfsfólki til ræstingastarfa í flugvélum og við þrif á húsnæði. FLUGELDHÚS Leitað er eftir duglegu og ábyrgu starfsfólki til að annast hleðslu á kosti í flugvélar auk annarra starfa á frílager og íflugeldhúsi. Góð grunnmenntun er nauðsynleg auk þekkingar á matvælum. Enskukunnátta er nauðsynleg. FRAKTDEILD Leitað er eftir duglegu og ábyrgu starfsfólki til móttöku og afgreiðslu á frakt auk annarra starfa í vöruafgreiðslu félagsins. Góð grunn- menntun er nauðsynleg auk enskukunnáttu. Skriflegar umsóknir óskast sendar starfs- mannaþjónustu félagsins, aðalskrifstofu á Reykjavíkurflugvelli, eða til skrifstofu stöðv- arstjóra á Keflavíkurflugvelli fyrir 15. mars 1996. Starfsmannaþjónusta Flugleiða. Landsst. 5996030719 VII □ HLÍN 5996030719 IV/V - 2 I.O.O.F. 5 = 177378 = 9 III I.O.O.F. 11 = 1770703872 = Fr Bk. Aðalfundur Skógræktarfélag Kópavogs heldur aðalfund í Félagsheimili Kópavogs, 1. hæð, mánudaginn 11. mars 1996 kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræfi 2 Kvöldvaka kl. 20.30. Umsjón: Pálína, Katrín og Dóra. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Baenastund í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. -—-7 KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi Inntökufundur KFUM í kvöld. Fundurinn hefst með borðhald kl. 19.00. Verð kr. 1.500. Allir karlmenn velkomnir. AGLOUV, Konur athugiðl Jesús á erindi við hverja og eina ykkar. Við hvetjum ykkur til að mæta á fundinn okkar í kvöld kl. 20.00 á Háaleitisbraut 58-60 (3. hæð, Kristniboðssalur- inn). Gestir okkar verða Sheila Fitzgerald og Miriam Óskars- dóttir. Söngur, gleði og nærvera Guðs mun fylla húsið. Jesus elskar þig og þráir að mæta þér. Stjórn Aglow Reykjavík. Mannræktin, Sogavegi 108, fyrir ofan Garðsapótek, sími 588 2722 Skemmtikvöld í kvöld kl. 20.30 á Sogaveg 108 (fyrir ofan Garðsapótek) verðum við með skyggnilýsingu, „Ákall til áttanna 6 um leiðsögn", lesið í spil, sungið og trommað. Aðgangseyrir kr. 1.000. Ingibjörg Þengilsd. miöill, Jón Jóhann seiðmaður. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 568-2533 Sjálfboðaliðar Sjálfboðaliða vantar til smíða- vinnu laugardaginn 9. mars. Hafið samband við skrifstofuna, sími 568 2533, þeir sem hafa verið áður og aðrir. Örnefni, saga og bókmenntir Þórhallur Vilmundarson prófess- or, forstöðumaður Örnefna- stofnunar, heldur námskeið dag- ana 11., 18., 25. mars og 1. apríl ki. 20.15-22.00 í Hátíðasal Háskólans. Verð kr. 3.800. Skráning í símum 525 4923 og 525 4924, myndsíma 525 4080. Ferðafélag islands. Myndakvöld 7. mars kl. 20.30. Hinn landsfrægi Ijós- myndari, Björn Rúriksson, sýnir úrval mynda sinna, m.a. myndir úr lofti af þekktum áfangastöð- um Útivistar. Björn kynnir einnig nýútkomna bók sína um Vest- mannaeyjar. Mætum tímanlega. Hið vinsæla kaffihlaðborð er innifalið í aðgangseyri. Skíðagöngunámskeið laugardaginn 9. mars kl. 10.30: Auglýst nánar 9. mars. Dagsferð sunnud. 10. mars kl. 10.30: Gullfoss íklakaböndum. Árshátíð Útivistar laugardaginn 16. mars kl. 19.00. Farið frá BS( með rútu til Bláa lónsins. Þar er glæsileg aðstaða til veisluhalda og góm- sætt hlaöborð. Hljómsveit og skemmtiatriði í heimsklassa. Verð 3.000 kr. og skráning á skrifstofu. Pantið timanlega. Útivist. RAÐA UGL YSINGAR Aðild Rússlands að Evrópuráðinu SAMHANI) UNÍ.KA K/ÁLI s T/imSMANNA Fulltrúar íslands í Evróþuráðinu, þau Lára Margrét Ragnarsdóttir og Tómas Ingi Olrich, munu flytja framsögu og svara spurningum gesta um aðild Rússlands að Evrópuráðinu á fundi í Valhöll í kvöld, 7. mars, kl. 20.00. Fundarstjóri: Björg Einarsdóttir. Allir velkomnir. Utanríkisnefnd Sjálfstæðisflokksins og utanríkisnefnd Sambands ungra sjálfstæðismanna. ATVINNUHÚSNÆÐI Vinnsluhúsnæði fyrir kjöt- vinnslu óskast til leigu Óskum eftir 300-400 fm fullbúnu vinnsluhús- næði til leigu fyrir matvælavinnslu á höfuð- borgarsvæðinu. Möguleiki á skiptum á stærra leiguhúsnæði, sem er fullbúið og gott vinnsluhúsnæði og vel staðsett í Reykjavík. Upplýsingar í síma 568 0550. Matreiðslumenn Vegna flutninga viljum við leigja út 120 fm húsnæði með frysti og kæliklefa, allri vinnu- aðstöðu og einnig rekstur á matstofu, sem tekur 35 manns í sæti. Gæðamatur - Veislueldhús, símar 565 3706 og 564 2936. Bátar óskast Óska eftir að kaupa alla heimildalausa eða afskráða báta. 1. Plastbát, 9-9,5 m langan, sem hentar vel til línuveiða. 2. Stálbát, æskileg lengd 12,5-13,5 m. Þeir, sem hafa áhuga, sendi upplýsingar í símbréfi 588 5526. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 568 1011 á milli kl. 16 og 18 á virkum dögum. Endurskoðunarskrifstofa Endurskoðunarskrifstofa í fullum rekstri er til sölu. Verkefnastofn fyrir endurskoðanda og aðstoðarmann. Góður tækjabúnaður og aðstaða. Áhugasamir leggi tilboð inn á afgreiðslu Mbl., merkt: „010896“, fyrir 15. mars nk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.