Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 39
(ilUA, I MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 39 FRETTIR Sektar- lausir dag- ar í Borg- arbóka- safninu I TILEFNI af 10 ára afmælis safnsins í Gerðubergi geta borgarbúar skilað bókum og Öðru efni í allar deildir þess til 10. mars án þess að greiða sektir, segir í fréttatilkynn- ingu frá Borgarbókasafninu. Tónlistardagskrá er í Borgarbókasafninu í Gerðu- bergi á fimmtudegi kl. 17 og koma þá nemendur úr Tón- skóla Eddu Borg og spila fyr- ir gesti safnsins og á föstu- degi kl. 15 syngur Kór aldr- aðra í Gerðubergi í bókasafn- inu. Heiðurskonsúll í Bérlín hættir störfum Berlin. Morgunblaðið. FYRIR skömmu lét heiðurskonsúll íslands í Berlín, Andreas Howaldtj af störfum fyrir aldurs sakir. I kveðjuskyni bauð dr. Bernd Fisch- er, siðameistari Berllnar og Brand- enborgar, til veislu honum til heið- urs í Rauða ráðhúsinu í Berlín. íslandsvinurinn Howaldt hefur gegnt embætti heiðurskonsúls frá árinu 1980 og tók meðal annars á móti forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, í opinberri heim- sókn hennar til borgarinnar. Embætti heiðurskonsúls hefur jafnframt verið lagt niður. Frá árinu 1991 hefur sendiráð íslands í Bonn haft útibú í Berlín og veit- ir Benedikt Höskuldsson, við- skiptafulltrúi Útflutningsráðs ís- lands því forstöðu. Gert er ráð fyrir, að sendiráð íslands flytji frá Bonn til Berlínar árið 1999. Morgunblaðið/Hrönn Magnúsdóttir ANDREAS Howaldt, fráfar- andi heiðurskonsúll, í Rauða ráðhúsinu. Alþjóðlegur kvennadagur ALÞJOÐLEGUR kvennadagur Sameinuðu þjóðanna verður 8. mars og af því tilefni verður hald- inn fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykavíkur kl. 17. Fundarstjóri verður Guðrún Helgadóttir vara- þingmaður. Tinna Þorvaldsdóttir leikur á fíðlu. Ávörp flytja Kristín Jónsdótt- ir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Sigríður Kristinsdóttir, formaður SFR, Martha Á. Hjálmársdóttir, varaformaður BHMR, Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur, les upp og Anna Júlíana Sveihsdóttir syng- ur við undirleik Sólveigar Jónsdótt- ur. Þá lesa rjthöfundarnir Ingibjörg Haraldsdóttir, Elísabet Jökulsdótt- ir, Vilborg Davíðsdóttir og Kristín Ómarsdóttir. Að lokum verður danskynning. Myndverk eftir Val- gerði Guðlaugsdóttur og Þóru Þór- isdóttur verða til sýnis á fundar- tíma. Aðstandendur fundarins eru: Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna, Alþýðusamband íslands, Bandalag háskólamanna, Barnaheill, BSRB, Félag leikskóla- kennara, Félag þroskaþjálfa, Hið íslenska kennarafélag, Hugleikur (leikfélag), Kennarasamband ís- lands, Meinatæknafélag íslands, Starfsmannafélag ríkisstofnana, Síung, félag höfunda barnabóka, og Sjúkraliðafélag íslands. Alyktanir frá opinberum starfsmönnum Stjórnin dragi frumvörp til baka FRAMKOMNUM frumvörpum rík- isstjórnarinnar um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og sáttastörf í vinnudeilum er harðlega mótmælt í tilkynningum, sem Morgunblaðinu hafa borizt. Skorað er á ríkisstjórnina að draga frum- vörpin til baka og vinna í þeirra stað að breytingum í samráði við stéttarfélög opinberra starfsmanna og í tengslum við kjaraamninga þeirra. í ályktun frá samráðsfundi Sam- taka um kvennalista segir m.a., að staðreyndin sé sú að kjarasamning- ar opinberra starfsmanna hafí tekið mið af því að þeir njóti ákveðinna réttinda. „Þar sem þessi réttindi eru nátengd launakjörum opinberra starfsmanna er óhjákvæmilegt að slíkar breytingar séu gerðar í tengslum við samninga á milli stétt- arfélaga þeirra annars vegar og ríkisvaldsins og sveitarfélaganna hins vegar. Það er hættulegt for- dæmi og stríðir gegn lýðræðissjón- armiðum að þau réttindi séu afnum- in með einhliða lagasetningu." Fundur stjórnar, framkvæmda- stjórnar og trúnaðarmanna Sjúkra- liðafélags Islands, segir m.a., að öll frumvörpin, hvert með sínum hætti, séu til þess samin að stórskerða starfskjör og önnur réttindi starfs- manna sem samið hafi verið um og mótuð hafi verið í kjarasamningum undangenginna ára. í samþykktum fundar opinberra starfsmanna á Suðurnesjum, fólks úr BSRB, BHMR og KÍ og sameig- inlegs fundar opinberra starfs- manna í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi segir m.a.: „Við teljum fráleitt að hægt sé að svipta fólk lögbundnum réttindum og minnum á að bæði Samninganefnd ríkisins og Kjaradómur hafa hingað til talið þessi réttindi réttlæta lægri laun til okkar en í sambærilegum störfum á almennum vinnumark- aði," segir í fréttatilkynningunum. Órofa samstaða verði sýnd Þá hafa Morgunblaðinu borist mótmælasamþykktir frá fundi kennara, skólastjórnenda og ann- arra starfsmanna Árbæjarskóla og kennara í Fellaskóla. Einnig kenn- urum við grunnskóla Akrahrepþs í Skagafirði, Hafnarskóla í Horna- firði, Sandvíkurskóla á Selfossi, Reykjahlíðarskóla, Menntaskólan- um á Laugarvatni og Gagnfræða- skóla Akureyrar. Fundurinn í Árbæjarskóla skorar á stjórn og samninganefnd KÍ sem og önnur starfsmannafélög að sýna fyllstu hörku í samningum við að verðveita lögbundin og áunnin rétt- indi. Lögð er áhersla á að verði um að ræða breytingar á réttindum og skyldum launþega skuli slíkt gert með samningum en ekki" einhliða valdboði. Fundurinn heitir á alla opinbera starfsmenn að sýna órofa samstöðu í þessum málum. Stjórnarfundur Prestafélags íslands Drög að ályktun for- manns prestafélagsins Á FUNDI stjórnar Prestafélags ís- lands 6. mars lagði séra Geir Waage, formaður félagsins, fram drög að ályktun vegna þeirra ásak- ana sem bornar hafa verið á hendur þjónandi presti innan þjóðkirkjunn- ar. Ályktunin var ekki samþykkt, en hefur verið til umfjöllunar í fjöl- miðlum. Vegna þessarar umfjöllun- ar vill séra Geir taka eftirfarandi fram. „Ég harma að vinnuskjal, sem lagt var fyrir stjórn Prestafélags íslands, skyldi með þeim hætti sem opinbert er orðið í fréttatíma Stöðv- ar tvö vera komið til vitundar al- mennings. Þetta er án atbeina nokkurs stjórnarmanns í prestafé- laginu og án vitundar stjórnar. Ég tek það fram að fréttin var á ýmsa grein villandi. Sem dæmi nefni ég, að á engu stigi hefur stjórn Presta- félags Islands fjallað um biskup íslands í því samhengi, sem þar kemur fram, heldur ávallt ásakanir á hendur starfandi presti. Vegna þess sem orðið er legg ég þann texta, sem unnið hefur verið með og ég hefi undirbúið fyrir stjórnar- fund prestafélagsins, hér fram svo menn geti sjálfir gengið úr skúgga um hvað rætt var á fundi stjórnar prestafélagsins og ekki fékk þar afgreiðslu. Þetta geri ég á eigin ábyrgð. Ég harma að á engu stigi hefur fengist friður í stofnunum félagsins til að vinna að þessu erf- iða og viðkvæma máli svo sem þörf hefur verið á." Drög að ályktun stjórnar PÍ Á fundi stjórnar PÍ og siðanefnd- ar PÍ 28. febrúar 1996 gerði siða- nefnd grein fyrir meðferð og af- greiðslu á því máli sem fyrir nefnd- inni hefur legið. Gerð var eftirfar- andi bókun: „Þar. sem fyrir liggur, að ekkert hefur prófast í málinu, er sannað geti sekt eða sakleysi þess prests er í hlut á, getur stjórn PÍ ekkert það aðhafst í framhaldi meðferðar siðanefndar, sem skorið geti frekar úr um sýknu í þessu máli." í framhaldi þessarar niðurstöðu vill stjórn PÍ koma á framfæri eftir- farandi áliti vegna málsins almennt: í Codex Ethicus presta segir í gr. 2.4. 2.4. „Sálgæsla byggist á virðingu og trúnaðartrausti og er því sér- staklega viðkvæm og vandmeðfar- in. Prestur má ekki undir neinum kringumstæðum misnota aðstöðu sína sem sálusorgari eða ógna vel- ferð skjólstæðings, t.d. með kyn- ferðislegri áreitni, né vanvirða til- finningar hans og tiltrú." í Codex EthicUs presta segir í gr. 4.1. 4.1. „Prestur er bundinn algjörri þagnarskyldu um allt er hann verð- ur áskynja í starfi og leynt skal fara. I sálgæslu og skriftum er prestur áheyrandi í Krists stað. Þess sem hann verður þannig áskynja má hann því aldrei láta uppi án samþykkis viðkomandi skjólstæðings." Þessar formlegu reglur Codex Ethicus presta eru til marks um mikilvægi heilinda og trúnaðar- trausts af hálfu prests gagnvart sóknarbarni. Komi upp trúnaðar- brestur þar á milli, sem rekja má til ummæla eða atferlis af prestsins hálfu, er nauðsynlegt, að strax sé brugðizt við og hann bættur með fullnægjandi hætti og sé hann svo alvarlegur, að eigi verði úr bætt, eða að sættir náist, er fullkomlega óvíst, hvort viðkomandi prestur geti talizt vera embættisfær. Sé um alvariegt trúnaðarbrot að ræða gildir einu, hvort það varðar við lög eða ekki. Brotið eða ásakan- ir um brot ber að taka alvarlega og slíkt fyrnist ekki. Trúnaðarrof bætist ekki af sjálfu sér. Stjórn Prestafélags íslands itrek- ar nauðsyn þess, að til sé innan kirkjunnar rannsóknar- og úr- skurðaraðili, sem sé til þess bær að rannsaka og úrskurða í málum sem hér tim ræðir. Prestur, sem liggur undir sakaráburði þar, sem sök verður hvorki sönnuð né heldur tekst að hreinsa hann af áburði, nýtur í reynd ekki óskoraðs trausts •hvað sem líður formlegri stöðu hans að öðru leyti. Siðareglur PÍ eru fé- lagslegt úrræði prestastéttarinnar til að koma til móts við þessa þörf. Siðanefnd PÍ er hvorki dómstóll né heldur sá rannsóknaraðili, sem komið geti í stað formlegs, opinbers aðila á vegum kirkjustjórnarinnar. Því harmar stjórn PI, að enn er ekki til orðið á vegum kirkjustjórn- arinnar neitt það úrræði í þessum efnum, sem komið getur í stað hinna gömlu, nú aflögðu, prófunar- og dómsaðila, Synodalréttarins og Kirkjudóms, en ákvæði um þessa dóma munu hafa verið numin úi- lögum fyrir innan við áratug. Stjórnin vísar í þessu efni til 11. og 12. greinar frumvarps til laga um stöðu, stjórn og starfshætti ís- lenzku þjóðkirkjunnar sem lagt hef- ur verið fyrir Alþingi. Stofnanir kirkjunnar, Prestastefna og Kirkju- þing, hafa ítrekað tjáð sig um nauð- syn slíkra úrræða eins og fyrir iigg- ur í ofangreindum greinum frum- varpsins og stjórn PÍ og biskup gerðu um þetta efni sameiginlega bókun á árinu 1994. Stjórn PÍ er þeirrar skoðunar, að ofangreint úrræðaleysi kirkjunn- ar til að prófa og úrskurða í alvar- legum kærummálum valdi því, að prestur geti ekki reitt sig á að njóta þeirrar grundvallarreglu íslenzks réttarfars, að teljast saklaus unz sök hefur verið á hann sönnuð. Vegna hinnar alvarlegu kröfu um algjöran trúnað getur ósannaður áburður um trúnaðarbrest ónýtt aðstöðu prests til áð gegna þjón- ustu sinni og haldið vakandi efa- semdum um heilindi hans og hæfi til að gegna embætti. Þar með er brotin forsenda þess, að presturinn geti gegnt embætti og uppfyllt skyldur þess og hann nýtur í reynd ekki ofangreindrar réttarfarsreglu, að teljast saklaus unz sök hefur sannazt. Stjórn PÍ áréttar að einungis er nú fyrir hendi hið félagslega úrræði stéttarinnar, siðanefnd PÍ, til að tryggja báðum aðilum, þeim er sök ber fram og þeim er borinn er sök- um, áheyrn, og formlega meðferð máía, eftir því sem siðareglurnar kveða á um. Augljóst er, hversu takmarkað þetta úrræði er, því fé- lagsleg úrræði prestastéttarinnar taka einungis til þess að hægt er að úrskurða í málum en taka ekki til rannsóknar og dóms. Fundur um Rússland og Evrópuráðið SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna gengst fyrir fundi um aðild Rússlands að Evrópuráðinu í Val- höll í kvöld, kl. 20. Ræðumenn verða Lára Margrét Ragnarsdóttir og Tómas Ingi Olrich, fulltrúar íslands á þingi Evrópuráðsins. ? ? ? Gestakennari hjá Jóga Stúdíói TODD Norian, kennari hjá Krip- alujógastöðinni í Bandaríkjunum, heldur námskeið fímmtudaginn 7. mars kl. 20 í Jóga Stúdíó, Hátúni 6A, þar sem hann mun kynna Krip- alujóga og væntanleg námskeið sín. ¦ SÓLSTÖÐUHÓPURINN held- ur árshátíð sína föstudaginn 8. mars að Engjateigi 11 og hefst hún kl. 19. Miðinn kostar 2500 kr. og fæst hjá Ingu og Jóhanni Thor- oddsen. Kjörorð árshátíðarinnar er Hreyfmg. Slysavarnafélags íslands Dregið hefur verið í fyrsta útdraatti happdrættisins. Aðeins dregið úr greiddum miðum. Eftirtaldir aöilar hlutu vinning: 1. FerO fyrír tvo í tvær vikur til Mallorka eða Bcnidorm nafn: Rúnar Sigurjónsson miði nr. 106454 2. Ferð fyrir tvo til Dublin, nafn: Högni Oddsson miði nr: 069217 3. Ferð fyrir tvo til Dublin, nafn: Hlynur Sigtryggsson miði nr: 061688 rcr SíH$>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.