Morgunblaðið - 07.03.1996, Page 40

Morgunblaðið - 07.03.1996, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska I CAN't UELP ^OU UJITH VOUR H0MEUI0RK..I DON'T KNOW ANYTHIN6 MY5ELF.. ÖET S0MEB0D4' WHO KN0UJ5 MORE THAN I PO.. - 0 I •n 1 œ fi 2-23 /'6X2"?HMM.A 1 THI5 COULP \ TAKE ALL J V - Ég get ekki hjálpað þér við Fáðu einhvern sem veit meira „6x2“. Humm ... þetta gæti tekið heimaverkefnið ... ég veit ekkert en ég ... allt kvöldið... sjálf... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík # Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang:lauga@mbl.is Opið bréf til Guðbrands Gíslasonar Frá nemendafélagi FB: TILEFNI þessa bréfs er grein sem birtist hér á síðum blaðsins fimmtu- daginn 22. febrúar þar sem sýning Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Sum- ar á Sýrlandi, var til umfjöllunar. En það er eindregin skoðun mín að þar hafi verið tekið á hlutunum á mjög svo ósmekklegan og ófagmann- legan hátt. Þar skrifaði Guðbrandur Gíslason einhvers konar drög að ein- hver konar gagnrýni þar sem hann fór á ófagmannlegan hátt yfír fram- setningu FB-inga á verkinu. Hann skrifaði ekki um það hvernig honum hefði líkað sýningin í heild sinni og ekki var hann að draga fram helstu kosti og galla á rökfastan hátt sem fagmaður svo aðstandendur gætu séð hvaða hlutir hefðu betur mátt fara og hvaða hlutir fóru vel. Heldur dró Guðbrandur fram alls kyns hluti óskylda uppsetingunni og reyndi ein- hvern veginn að setja þá í samhengi við sýninguna. Hluti sem voru svo gjörsamlega út í hött að ekki var á færi nokkurs manns að skilja upp eða niður því hveiju maðurinn var að reyna að koma á framfæri. Hann hóf grein sína eitthvað á þá leið að tónlist Stuðmanna hefði verið „þægilegur hluti af endurminningum alira sem hefðu rakað sig oftar en tvisvar, viðhorfstónlist sem á sinn hátt væri sönn og ekkert ýkja stirð“. Svo skrifaði hann: „Það dettur engum í hug að hlaupa út og Iauma upp í sig Eiturtöflunni (hví ekki kalla hlut- ina sínum réttu nöfnum? E fyrir eit- ur!) eftir að heyra þennan tóna- glaum.“ Hans skoðun á tónverkum Stuðmanna er svo, sem smekksatriði en það að hann skuli draga fram ein- hvert atkvæðaflóð um E-pillu og ein- hvem vegin að reyna að tengja hana saman _ við sýninguna er hrein fá- sinna. Á hvaða sýningu var maðurinn eiginlega. Á fólk að vilja lauma upp í sig eiturtöflum eftir leikhússýningar og er það miður fyrir nemendur FB að sýningin skuli á sinn hátt letja fólk til dópneyslu? Það er ótrúlegt að maðurinn skuli reyna að draga þjóðfé- lagsumræðu síðustu mánaða inn í umfjöllun á sýningu sem þessari á þennan hátt, sérstaklega þar sem Guðbrandur virðist ekki hafa nóg vald á íslensku máli og orðalagi til að koma skoðun sinni (hver sem hún er) á framfæri á skilmerkilegan hátt. Stór orÁ En er þó nóg eftir af skrítnum skrifum Guðbrandar. í beinu fram- haldi skrifaði hann: „Hvar em Stuð- menn dagsins í dag? Hvers vegna skríða þeir ekki út úr skápnum, skap- andi tónlistarfíklar í efri byggðum og búa þetta einfaldlega til sjálfir? Alveg er ég viss um að í FB er ungt fólk sem þarf ekki að semja tilbrigði við æskustef feðranna en getur slegið sinn eigin tón.“ Þetta þykja mér stór og skringileg orð. Allt í einu er það orðið löstur að fólk velji sér tónverk eftir aðra listamenn til að nota í sýn- ingum sínum. Ef svo er af hveiju var ekki samin ný tónlist við „Súperstar" sem sett var upp í Borgarleikhúsinu í sumar eða þá við „Rocky Horror" sem sett var upp í Lofkastalanum. Svarið er þó einkar einfalt í þessu tilfelli. Sýningin heitir „Sumar á Sýr- landi“ eftir plötu Stuðmanna „Sumar á Sýrlandi". Það var einmitt þess vegna sem ákveðið var að notast við þá tónlist, fólk sem kom á sýninguna vissi það í flestum tilfellum og var ekkert að láta það koma sér á óvart. Nema þá kannski Guðbrandur! Er það líka mín skoðun sem og annarra að þegar tónlist er fiutt af nemendum skólans og spiluð undir sýningu þess sama skóla að þá sé fólk að slá sína eigin tóna og er þá hægt í þessu til- felli t.d. að horfa til nýrra útsetninga sem og gæði spilamennsku. En áfram hélt Guðbrandur og ákvað hann að tala um það sem nem- endur FB höfðu gert í stað þess sem (að hans mati) þeir hefðu átt að gera. Hann skók pennann og afgreiddi þann hluta á snaggaralegan mátta í íjórum setningum. I grein hans stóð: „Sem sagt: Tónlistin gömul og góð og stundum alveg þokkalega sungin og dönsuð. Sú hugmynd leikstjórans að spinna söguþráð um tónlistina á hljómplötu Stuðmanna er í sjálfum sér góð og gild. Þó hefði mátt gera mun meiri kröfur um persónusköpun, stílgerð og búninga. FB á betra skilið í sýningarstarfsemi sinni en nokkra aulabrandara sem eiga að tengja sam- an gamla hatta.“ Þetta er gagnrýni sem ber þess merki að vera unnin í flýti, sker hún það grunnt á viðfangs- efninu að í ljós skin kunnáttuleysi höfundar og skammarleg vinnubrögð á vettvangi lista. Þarna eru notaðar tilvisanir í sýninguna á marklausan hátt og án neins rökstuðnings og er ómögulegt fyrir fólk að mynda sér skoðun á verkinu út frá flórum for- kastalegum setningum sem þessum. Sómasamleg umfjöllun er lágmarkskrafa Óþarfi þykir mér að vitna neitt meira í grein Guðbrandar að þessu sinni því í niðurlagi hrósaði hann sýningu Menntaskólans við Sund, sem sett var upp fyrir ári, í hástert og ráðlagði FB-ingum frekar að setja stefnuna í þá átt og taka Menntaskól- ann við Sund sér þar til fyrirmynd- ar. Það er ekkert að því að taka Menntaskólann við Sund sér til fyrir- myndar enda hinn ágætasti skóli, en hvað kemur það málinu við. Hvernig væri að bera FB í dag saman við FB í fyrra og bera þannig saman aldur og fyrri störf? Það er lámarks krafa þegar fólk er búið að eyða miklu púðri sem og gríðarlegri vinnu að fjallað sé um afraksturinn á sómasamlegan hátt. Að í umijöllun af þessu tagi sé lögð örlítil vinna og að frásagnarstíll og íslenskt málfar sé notað af kunnáttu svo lesendur blaðsins geti skilið skrif- in og komist þannig að niðurstöðu eftir lesturinn. Ef ekki er staðið sóma- samlega að þessum hlutum og á rétt- an hátt þá er betra að sóa ekki blaði og bleki í svona kraðak. Með svona skrifum er aðeins gert lítið úr fólki, var það gert í þessu tilfelli með því að skrifa í kringum hlutina og án allrar tilvísunar í verkið sem og rök- festuleysis í framsetningu. Það eina sem ég fer frám á er að gagnrýni sé unnin af kunnáttufólki sem sýnt get- ur listafólki virðingu með því að Qalla um vinnu þess af fagmennsku og skrifa hnitmiðaða og skýra umfjöllum um verk líðandi stundar. Fyrir hönd Nemendafélags Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, BÓAS VALDÓRSSON. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.