Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 41 BREFTILBLAÐSINS l( ífr ¦( . ; ¦ i" ' ¦" .1 ¦ I ! 1 ÍÍS:~> %' n 1 ' r i n» FRÁ vinstri: Sigríður, Margrét, Nína-Margrét og Vibeke. FRÁ vinstri: Njörður Winnan, Kornelíus, Elín Pálsson og Inga. Tónlistarkvöld í New York Frá Eddu S. Magnússon: HINN 1. febrúar sl. var haldið tón- listarkvöld í New York. Tilgangurinn með því var tvíþættur. Þar kom fram íslenskt tónlistarfólk og einnig var þetta kveðjusamsæti fyrir aðalræðis- manninn í New York, Kornelíus Sig- mundsson og konu hans Ingu Her- steinsdóttir. Kvöldið hófst með tón- leikum Nínu-Margrétar Grímsdóttur (píanó), Margrétar Hjaltested (lág- fíðla) og Sigríðar Jónsdóttur (mezzó- sópran) og tókust þeir mjög vel. Tónverk kvöldsins voru norræn og klassísk sem gáfu til kynna hæfni þeirra og var flutningi á öllum verk- unum vel fagnað. Þessar ungu konur eru glæsilegir fulltrúar íslands og var framkoma þeirra Ijúf og fáguð í alla staði. Tækni og fimi Nínu- Margrétar í einleiksverkum var framúrskarandi og vakti mikla hrifn- ingu allra. Sigríður vakti athygli og fékk góðar undirtektir áheyrenda með sérlega hljómfögrum söng á norrænum og þýskum lögum. Leikni Margrétar var frábær og gaf til kynna öryggi í samspili strengja lág- fiðlunnar og bogans. Listrænir hæfi- leikar hennar hrifu áheyrendur. Nína-Margrét sem var á sviðinu allt kvöldið er frábær einleikari og greini- lega jafnvíg sem undirleikari. Seinna um kvöldið voru fluttar þakkir og kveðjur til Kornelíusar og Ingu, en þau hafa starfað í New York síðastliðin 5 ár. Kornelíus er heiðursfélagi í American Scandina- vian Society í New York og ómetan- legur stuðningsmaður í starfsemi félagsins. Formaður félagsins færði þeim að gjöf bók um New York til að minna þau á dvölina og góðan áttavita til að fínna leiðina til vest- urs aftur. Kornelíus þakkaði og sagði að þau hjónin hefðu átt ánægjulegar samverustundir með félagsmönnum. Um 150 manns tóku þátt í þess- ari vel heppnuðu samkomu. Þær Ingibjörg, Edith og Edda sáu um undirbúning kvöldsins og voru veit- ingar með hefðbundnum íslenskum hætti. EDDA S. MAGNUSSON, 10 Windsor Place, Montclair, NJ 07043. Grunnskóli verði áfram í Miðbæjarskólanum Skólayfirvöld eiga að læra af því sem vel er gert I MIÐBÆJARSKÓLANUM hefur verið starfræktur grunnskóli fyrir 9 ára börn og eldri síðustu fjðgur ár. I þessum skóla, Miðskólanum, á ég börn sem hafa áður verið í hverfis- skóla. Ég get ekki hugsað mér að missa af þeirri^ þjónustu sem börnin mín fá núna. Ég veit að kennarar í öðrum skólum eru víða að vinna góða hluti. En í Miðskólanum er, hvað sem öðru líður, verið að byggja upp alveg sérstakt skólastarf. Þetta er heilsdagsskóli, sem allir foreldrar hafa verið að biðja um árum saman. Ég vil því nota þetta tækifæri til að hvetja skólayfirvöld til að hlúa að þessum nýgræðingi og hætta að ógna tilveru skólans með því að vísa honum á dyr. Það kostar án efa mikið að breyta Miðbæjarskólanum M®m flísar W®?: m» SlórhöWa 17, við GuUinbrú, sími 567 4844 Er fiski hent i sjoinn? Frá Júlíusi Ingibergssyni: HVERNIG er umgengnin um auð- lindina okkar? Er allt í lagi? Ég held ekki. Við skulum fyrst tala um togar- ana sem frysta og vinna allan afla um borð. Þarna kemur fyrsta flokks fiskur (flök) frá vinnslunni. Þegar búið er að flaka fískinn, er lítill áhugi fyrir lifur, hrognum, hausum og bein- um, þessu er hent, þetta er um 65-70% af fískinum. Þetta eru mikil auðæfi sem hægt er að nýta. Og er ekki nokkuð mikið um að smáfiski sé hent í sjóinn, og fer stóri fískurinn í gegnum vélarnar? Netabátar stunda netaveiði á vet- urna og geta ekki alltaf farið á sjó vegna veðurs. Við þær aðstæður skemmist fískur í netúm og er ekki hæfur til vinnslu. Þá gerist það að þessum skemmda físki er hent í sjó- inn vegna þess að hann mundi drag- ast frá kvótanum. Þennan fisk á að hirða og setja í bræðslu og ekki drag- ast frá kvöta. Vegna þess hvað auð- lindin, sem þjóðin á, er takmörkuð verðum við að umgangast fiskistofn- ana: af skynsemi, þetta er banki þjóð- arinnar og þar verða vextir að vera réttir. JÚLÍUS INGIBERGSSON, Glaðheimum 12, Reykjavík. í skrifstofur en það kostar þjóðfélag- ið ennþá meira að brjóta niður skóla- starf eins og það sem nú fer fram í þessu gamla skólahúsi. Þessi skóli ætti að vera öðrum til fyrirmyndar. Ég treysti því að þeir sem nú fara með stjórn borgarinnar sýni þessu máli skilning og falli frá hugmynd- inni að breyta Miðbæjarskólanum í skrifstofur. HELGA R. ÓSKARSDÓTTIR, húsmóðir, Klapparstíg 17, Reykjavík. ¦¦ ¦ . ':'¦ Með þessu stórkostlega fyrir- komulagi næst hámarksnýting á lagersvæði. Mjög hentugt keríi og sveigjanlegt \?ið mis- munandi aðstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftara og vöru- vagna. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIBJUVECI 70, KÓP. • SIMI564 4711 • FAX 564 4725 (SliMillllli? I ^^^/Ballettkvöld í ísiensku Óperuimi ^^ 8., 10., 16. og 22. mars 1996

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.