Morgunblaðið - 07.03.1996, Side 42

Morgunblaðið - 07.03.1996, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ókeypis lögfræðiaðstoð íkvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag laganema. FÉLAG ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA - félag milliríkjaverslunar og vörudreifingar - Aðalfundur Félags íslenskra stórkaupmanna verður haldinn í dag, fimmtudaginn 7. mars 1996, kl. 14:00 í Hvammi Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá skv. félagslögum. Gestur fundarins verður Halldór Blöndal samgönguráðherra. Jón Ásbjörnsson Halldór Blöndal formaður FÍS I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Bítlaklúbbur á Islandi BÍTLAKLÚBBUR hefur verið stofnaður á íslandi og hefur fengið góðar við- tökur. Eg er ánægður með að draumur minn og margra fleiri hefur ræst. A næstunni verða margs konar keppnir, s.s. karókí- keppni og trúbador-keppni og í ágúst fer Bítlaklúbb- urinn á hina árlegu Bítla- hátíð í Liverpool. Starf- semin er mikil í klúbbnum og ákvarðanir eru allar teknar í sameiningu og geta allir komið með eigin hugmyndir. Fólk á öllum aldri er í klúbbnum, og yngsti meðlimurinn er fæddur 1985, en sjálfur er ég tólf ára. Allir eru þar velkomnir. í höfuðstöðvum klúbbsins verður ýmislegur Bítlavarningur til söiu og safni verður komið upp með alls konar Bítlamun- um. Klúbbsmeðlimir fá ýmis fríðindi í búðum. Á dagskrá er að fá sjálfan Paul MacCartney til lands- ins. Klúbburinn er starf- ræktur í Garðastræti 2 í Reykjavík. Sími er 562-1967, en árið 1967 kom ein frægasta Bítla- platan út, Sergeant Pepp- er’s. Haukur E. Kaaber. Af hverju núna? ÉG GET ekki varist þeirri hugsun að verið sé að krossfesta herra Ólaf Skúlason, biskup, saklaus- an. Sú hugsun verður æ áleitnari. Hvaða hvatir liggja að baki þessari ásókn í hans garð einmitt núna, svona löngu seinna, er spuming út af fyrir sig. Kristín Sigmundsdóttir Fastir liðir og Heilsubælið í GEGNUM tiðina hefur sjónvarpið skemmt lands- mönnum sínum með alls kyns skemmtiþáttum. Má þar nefna „Fasta liði, eins og venjulega" sem vom á dagskrá fyrir mörgum árum síðan og „Heilsubæl- ið“. Þarna er um að ræða tvo bestu gamanþætti hingað til, og vonandi sjá framleiðendur sér fært að landsmenn fái slíka skemmtun aftur í sjónvarp- ið. Áhugamaður um skemmtiþætti. Tapað/fundið Gullarmband tapaðist GULLARMBAND tapaðist sl. fimmtudagskvöld, lík- lega fyrir utan verslunina Virku í Mörkinni. Þetta er Gucci gullannband. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 561-1631. Fundarlaunum heitið. Skíði týndust í Bláfjöllum DÖKK Blizzard skíði hurfu við aðalskálann í Bláfjöll- umm 22. febrúar sl. Þeir sem vita eitthvað um skíðin vinsamlegast hafið sam- band í síma 568-5584. Úr tapaðist GULLÚR í keðju til að hafa um háls týndist á Skólavörðuholti. Aftan á úrinu er postulínsskífa máluð blómum. Úrið hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 552- 5981. Fundarlaun. Myndavél tapaðist í KEPPNI hjá Hár og feg- urð sunnudaginn 3. mars tapaðist Olympus mynda- vél. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Elín- borgu í síma 561-8589 eða 553- 1330. Úr fannst ÚR fannst við verslunina Glæsibæ síðastliðinn föstu- dag. Uppl. í síma 568-5606. Taska tapaðist SVÖRT taska, frekar stór, stönguð með gylltu merki, tapaðist einhvers í Hlíðun- um eða nágrenni. í tösk- unni er svart seðlaveski og sólgleraugu og eitthvað fleira. Finnandi vinsamleg- ast hringi í síma 581-2327 eða 552-0346. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenria. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins í síma 588 8910 AÐALF UNDUR OLÍS 1996 Aðalfundur Otíuverzlunar íslands hf. fyrir rekstrarárið 1995, verður haldinn íSunnusal (áður Átthagasal) Hótels Sögu, fimmtudaginn 21. mars n.k. kl. 16:00. Dagskrá: SKÁK llmsjðn Margeir Pétursson Svartur leikur og mátar NORÐMAÐURINN Simen Agdestein var eini kepp- andinn sem vann fyrstu fjórar skákir sínar á Reykjavíkurskákmótinu. Hér hafði Agdestein (2.585) svart og átti leik gegn sænska stórmeistar- anum Jonny Hector (2.520). 30. - Hhxh3! 31. Bdl (Eft- ir 31. gxh3 er 31. — Hg3+ 32. Kh2 - Hf3+! fljót- virkasta mátleiðin) 31. - Hh4 32. Da5 - Dh2+ 33. Kf2 - Hf4+ og hvítur gafst upp því hann er óveij- andi mát. Agdestein hefur snúið á flesta andstæð- inga sína í tímahraki. Hann stóð um tíma höllum fæti gegn stigahæsta þátttak- andanum, Predrag Ni- kolic frá Bosníu, í 4. umferð, en tókst að verjast og snúa taflinu sér í vil. Norðmennirnir hafa byijað langbest í VISA Nordic Cup, nýju norrænu bikar- keppninni. 6. umferð Reykjavíkur- skákmótsins fer fram í dag í Skákmiðstöðinni við Faxa- fen og hefst taflið kl. 17. Farsi Samkvæmt 13. gr. samþykkta félagsins. Ársreikningur félagsins og gögn vegna fundar munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu félagsins að Héðinsgötu 10, Reykjavík, i ’ 7 dögum fyrir fundinn. Stjóm Olíuverzlunar íslands hf. Víkveiji skrifar... HÁSKÓLARÁÐ ræðir nú m.a. skýrslu og tillögur nefndar um að gera Háskóla íslands að sjálfseignarstofnun. í fréttabréfi Háskóla íslands er fjallað um þetta mál: Er sjálfseignarstofnun svarið við fjárhagsþrengingum Háskól- ans? Sérstök nefnd hefur gert skýrslu um málið og í fréttabréfmu eru talin upp atriði, sem yrðu til bóta fyrir Háskólann ef rekstrarformi hans yrði breytt í sjálfseignarstofn- un, og einnig gallar. Kostirnir yrðu m.a. sjálfstæði í stjórnun, þróun og rekstri, fjárhagsleg ábyrgð og ákvörðunarvald yrðu á sömu hendi. Fullt sjálfstæði í starfsmanna- og launamálum og ferill ákvarðana- töku er styttri en hjá hefðbundinni ríkisstofnun. Sjálfseignarstofnun hefur meira svigrúm til þess að halda eftir af eigum, tekjum, styrkj- um og óráðstöfuðum fjárveitingum til að veija síðar í þágu stofnunar- innar, án þess að það komi niður á fjárveitingum í framtíðinni. Meiri hvatning verður fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og ein- staklinga til þátttöku í rekstri Há- skóla Islands. Samskipti stofnunar- innar og ríkisvaldsins breytast þannig að ríkið verður kaupandi þjónustu hennar samkvæmt samn- ingi. Helstu gallar sjálfseignarforms- ins eru, að fjárhagslegt öryggi Háskólans myndi minnka og starfs- öryggi yrði jafnframt minna. Sem sjálfseignarstofnun gæti Háskólinn stýrt aðgangi að námi í samræmi við fjárhag sinn, en frá sjónarmiði þeirra sem óska inngöngu í skólann yrði það vissulega galli. xxx AÐ ER mat nefndarinnar að kostir sjálfeignarformsins séu mun fleiri en ókostir fyrir Háskól- ann. Kostimir felist fyrst og fremst í nýjum tækifæmm fyrir skólann til að komast út úr þeirri kreppu sem hann er nú í og takist viðundandi samningur við ríkisvaldið em gallar við sjálfseignarstofnun hverfandi. Nefndin lagði því til, að hafist verði handa við að undirbúa stofnun sjálfseignarstofnunar um rekstur Háskóla íslands. xxx ISAMTALI við háskólarektor, Sveinbjörn Björnsson, kemur fram að hann er ekki andvígur hugmyndum um sjálfseignarstofn- un, en segir menn verða að leggja hlutina mjög vel niður fyrir sér. Hann nefnir sjálfur möguleikann á blönduðu formi, kjarna, sem væri ríkisháskóli og síðan byggðust ofan á hann skólar, sem kalla mætti starfsmenntadeildir. Háskólarektor segir brýna nauð- syn að gera þjónustusamning við ríkið, hvort sem formið yrði sjálfs- eignarstofnun eða ríkisháskóli. Fyrirkomulag háskólans er kom- ið í breiða umfjöllun innan hans og verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu málsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.