Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 45 t i 4 FÓLKI FRETTUM Morgunblaðið/Guðlaug L. Arnar FÉLAGARNIR Sindri Gunn- arsson t.v. og Sigurður Þor- steinsson t.h. sáu um allan undirbúning þorrablótsins. OLGA Clausen, ræðismaður Islands í Mílanó, fylgist með einu af skemmtiatriðum kvöldsins. Þorra- orðan m EINU sinni íslendingur, ávallt ís- lendingur gæti verið kjörorð margra Islendinga sem búsettir eru erlendis eins og oft kemur í ljós þegar sérís- lenskir atburðir eiga sér stað. Þetta sannaðist svo um munaði nú fyrir skömmu þegar á annað hundrað Islendingar, námsmenn og aðrir, söfnuðust saman í Mílanó á ítalíu og blótuðu þorrann. Þorrablótið, sem fram fór í einu af samkomuhúsum borgarinnar, hófst með fordrykk í anddyri húss- ins, myndatökum og afhendingu þorraorðunnar. Að því loknu var gengið í salinn, þar sem við blöstu langborð skreytt íslensku fánalitun- um, íslenski þjóðfáninn og annað sem minnti á gamla góða ísland, svo ekki sé minnst á hlaðborðin sem svignuðu undan þjóðlegum kræs- ingum eins og hrútspungum, sviða- sultu og öðru góðgæti en hátt í 50 kíló af þorramat voru flutt frá ís- landi til Mílanó á methraða. Á meðan gestirnir gæddu sér á þorramatnum voru fluttar ræður í tilefni samkomunnar en heiðurs- gestur kvöldsins var Olga Clausen Preatoni ræðismaður íslands í Mílanó. Að loknu borðhaldi hófst skemmtidagskrá sem að sjálfsögðu einkenndist af kröftugum og fjör- miklum söng. Meðal þeirra sem framkomu var ítalski sönghópurinn íslíta, og söng hann Bí bí og blaka við góðar undirtektir viðstaddra. Mikil stemmning myndaðist svo þegar Guðný Margrét Emilsdóttir, sölu- og markaðsfulltrúi Flugleiða í Mílanó, upplýsti leyndardóm þorraorðunnar sem reyndist vera dulbúinn happdrættismiði. Vinning- urinn var ekki af lakara taginu, flugmiði með beinu flugi Flugleiða GALVASKAR söngsystur, Hanna, Ólöf og Systa. til og frá Mílanó sumarið 1996. Sú heppna að þessu sinni var Dögg Guðmundsdóttir og má með sanni segja að hún hafi verið sæmd þorra- orðu íslendinga á ítalíu þetta árið. Þegar þorraorðan hafði verið af- hent var dansað og duflað fram á rauða nótt. Er það mál manna eftir þetta mjög svo vel heppnaða og fjöl- menna þorrablót í Mílanó að hér skuli ekki staðar numið heldur muni nú taka til starfa öflugt ís- lendingafélag sem skipuleggja mun viðeigandi hátíðahöld og skemmt- anir komandi ára, að sögn Guðlaug- ar L. Arnar, fréttaritara Morgun- blaðsins í Mílanó. Áferð og f lugi með Clarins.. K: I'Jning Loti*,f' Clarins ferðasett. fullkomið og handhægt. Hugsaðu jafn vel um húð þína þegar þú ferðast, eins og þú gerir heima hjá þér. Nauðsynlegustu krem til umhirðu húðar í snyrtitösku frá Clarins veita þér 24ra stunda fegurð. Hinn besti ferðafélagi! Hreinsilínan: Hreinsar húð þína fullkomlega og veitir henni Ijóma. Dagmeðferð: Verndar og gefur húð þinni raka. Næturmeðferð: Tryggir frísklegt yfirbragð.hvern morgun. Sérmeðferð: Endurnýjar húðina og viðheldur náttúrulegu jafnvægi hennar. Til þess að mæta kröfum allra, bjóðum við upp á tvær gerðir af snyrtitöskum: Rauð snyrtitaska fyrir þurra/normal húð. Hvít snyrtitaska fyrir blandaða/feita húð. Verðkr. 1.200 CLARINS A moryuii f östudag verður sérstök kynning f rá kl. 15:00-18:00 á hinu f rábæra graf íska forriti, CorelDraw, sem inniheldur öll pau verkf æri sem parf til grafískrar vinnslu. i * i 4 Meiriháttar fermingartilboó! . Trusf Frábær kynningartilboð - gilda aðeins á morgun f östudag! lexmark4076llcolor Litableksprautuprentari Hágæða litaprentari 600 dpi - 3 bls/mín 150 blaða arkamatari CorelDraw liönnunarpakklnn Tilboðsverð: 32.900 venjulegt verð: 46.900 Canon BJC 600e Litableksprautuprentari 4ra hylkja kerfi 720 dpi - 3 bls/mín 100 blaða arkamatari CorelDraw hönnunarpakklnn Tilboðsverð;__ _ <*fc 44.900 Venjulegt verð: 60.800 Trust Independent Pro Advanced Pentium 75 Margmiðlunar- tölva með öllu! 8 MB minni - 850 MB diskur 5x geisladrif ¦ 3D Surround hljóðkort FM Stereo útvarp - Windows 95 Megapak 3 (12 geisladiskar stútfullir af leikjum og fræðslu) 15 W Trust hátalarar með magnara flöeins krónur: 147.900 Opið á laugardögum Irá 10-14 CO) n ý h e r j a _)ú#i*v SKAFTAHLIÐ24 SÍMI5697800 OLL VERO ERU STCR. UERO M USK http://www.nyherji.is/vorur/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.