Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 1
(! (I £5 i n <¦ n < i SJÁVARÚTVEGUR Þormóður Rammi á uppleiö /4 AUGLÝSINCAR Athyglisverðasta auglýsingin /6 STIÓRNUN Aukin fræðsla stjórnenda /12 Pox^tvtrt^abiíji / vmsrapn/AMNNinjF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 BLAÐ B Hlutabréf Hlutabréf héldu áfram að hækka í verði á hlutabréfamarkaði í gær. Mest varð hækkunin á hluta- bréfum í Tollvörugeymslunni, rúm 9% en einnig hækkuðu hluta- bréf talsvert í íslenskum sjávaraf- urðum, Hampiðjunni, Olís og SR- mjöli. Þingvísitala hlutabréfa hækkaði um tæp 0,8% í gær og hefur hún þá hækkað um tæp 18% frá upphafi árs. Seðlabanki Gjaldeyrisstaða Seðlabankans styrktist um 3,4 milljarða króna í febrúar og hefur hún þá styrkst um tæpa 4 milljarða frá áramót- um. Bankinn endurgreiddi hins vegar skammtímalán að fjárhæð 4,9 milljarða króna og því minnk- aði gjaldeyrisforði bankans um 1,5 milljarða. Sænskir dagar Sænska sendiráðið hér á landi hyggst standa fyrir sænskum dög- um í april í samvinnu við íslensk fyrirtæki sem flytja inn og dreifa sænskum vörum hér á landi. Munu dagarnir hefjastþann 17. april og fara fram í Kringlunni og öðrum verslunum í Reykjavík. Reiknað er með að um 40 fyrir- tæki muni taka þátt. SÖLUGENGI DOLLARS «r. Síðustu fjórar vikur 69,00—---------------.......------— 68,50----------------;---------------------- 68,00--------------------------------------- 67,50------------------------------------------- 67,0(k 66,50- 66,00- 65,50- 65,00- 64,50- 66,57 64,001- 7. feb. 14. 21. H-------------1 28. 6. mar. Flugleiðir hf. Ur reikningum 1995 fíekstrarreikningur Mnijómr kmna Rekstraríekjur Rekstrargjöld Rekstrarhagnaður Hreinn Ijármagnsgjöld Hagnaður al reglulegri slarlsemi Hagnaður af sölu eigna Áhrif dótturtélaga Hagnaður ársins 1995/ 1994 Breyt. 15.927 14.904 1.023 761 14.748 13.558 1.190 944 +8% +10% -14% -19% 262 246 +7% 359 59 320 67 | +12% i -12% Efnahagsreikningur 31.DES.:i 1995 » 1994 I Eianir: \ Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir samtals I Skuldir og eigiO fé: Skammtímaskuldir Langtímaskuldir Eigið fé Skuldir og eigið fé samtals Milljónir króna Milljónir króna 4.940 15.051 19.991 5.949 16.174 •17% -7% 3.937 f 10.762 í 5.292 I 22.123 -10% ..l.H.II '.I ' I . I-----1 4.949 I -20% 12.546 | -14% 4.628 t +14% Kennitóiur Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall Handbært fé frá rekstri Millj. króna 1995 26% 1,25 2.113 1994 21% 1,20 1.993 Aðalfundur Eimskips í dag Allir stjórnar- menn íkjöri BÚIST er við að allir stjórnarmenn Eimskips muni gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður í dag. Á aðalfundi Eimskips á síðasta ári var stjórnarkjörinu hagað þann- ig í fyrsta sinn að kosið var um alla stjórnarmennina til eins árs. Áður var kosið um fjögur eða fimm sæti á hverjum aðalfundi til tveggja ára. í fyrra voru endurkjörnir í stjórn- ina Gunnar Ragnars, Kristinn Björnsson, Jón Ingvarsson, Jón H. Bergs, Indriði Pálsson, Garðar Hall- dórsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Benedikt Sveinsson og Baldur Guð- laugsson. Hagnaður Flugleiða um 656 milljónir Tillaga um 250 milljóna hluta- fjáraukningu HEILDARHAGNAÐUR Flugleiða hf. á síðasta ári nam alls 656 millj- ónum króna samanborið við um 624 milljónir árið 1994. Þar af var sölu- hagnaður í fyrra um 359 milljónir en var 320 milljónir árið 1994. Á aðalfundi félagsins nk. fimmtudag þann 14. mars mun stjórn þess Ieggja til að greiddur verði 7% arður og að hlutafé verði aukið um 250 milljónir að nafnvirði. Afkoman á síðasta ári er sú besta frá árinu 1988, að því er segir í frétt. Veltan var rösklega 15,8 millj- arðar króna og jókst um 8%. Flutti félagið 1.132.127 farþega á árinu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Rekstrarhagnaður án fjármagns- liða og skatta var alls 1.023 milljón- ir en var 1.190 milljónir á árinu 1994. Lakari rekstrarafkoma skýr- ist af nokkrum tilflutningi á rekstr- arkostnaði milli liða í rekstrarreikn- ingi vegna sölu og endurleigu tveggja Boeing-véla félagsins sl. tvö ár. Bein rekstrargjöld hækkavegna leigugjalda fyrir vélarnar. Á móti kemur að fjármagnsgjöld og af- skriftir lækka. Hagnaður af reglulegri starf- semi, þ.e. að teknu tilliti til fjár- magnsliða, var alls 262 milljónir í fyrra en 246 milljónir árið áður. Auk söluhagnaðar bætist við 59 milljóna hlutdeild í hagnaði dóttur- félaga en hún nam 67 milljónum árið 1994. Handbært fé frá rekstri var alls 2.113 milljónir á síðasta ári samanborið við 1.993 milljónir árið á undan. Haldið áfram að lækka skuldir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera tiltölulega sáttur við afkomu félagsins á síðasta ári enda þótt heifdarmarkmið varðandi hagnað af rekstrinum hefðu ekki náðst. „Síðasta ár einkenndist af undirbúningi fyrir ýmis framtíð- arverkefni sem hafði í för með sér töluverðan kostnað. Við tókum ákvörðun að leigja viðbótarflugvél, hefja flug til Halifax og Boston og stækka um leið Evrópunetið " Heildarskuldir námu alls 14.699 milljónum en voru 17.495 milljónir í árslok 1994. Þessi lækkun um lið- lega 3 milljarða endurspeglar upp- greiðslu lána í kjölfar sölu flugvéla. Eiginfjárhlutfall var 26% saman- borið við 21% árið 1994. Innra virði hlutafjár var 2,57 í árslok en var 2,25 árið 1994. Arðsemi eigin fjár var 14,2% en var 15,8% 1994. Tillaga um hlutafjáraukningu að nafnvirði 250 milljónir míðar að því að styrkja eiginfjárstöðu félagsins. Miðað við núverandi markaðsgengi bréfanna yrði hér um að ræða a.m.k. 600 milljónir. „Eiginfjárhlutfallið er núna komið í 26% en við teljum æskilegt að styrkja það ennfrekar. Við myndum ráðstafa nýju hlutafé til að halda áfram að lækka skuld- irnar. Á síðasta ári borguðum við niður skuldir um 700 milljónir um- fram lánin sem hvíldu á vélunum. Það hefur hins vegar engin ákvörð- un verið tekin um hvenær ráðist yrði í hlutafjárútboðið." í'« ctð hugsa um að $*&***. Glitnir sérhæfir sig í fjármögnun atvinnutækja. Með Kjörleiðum Glitnis bjóðast þér fjórar ólíkar leiðir til fjárfestingar í atvinnutækjum. Hafðu samband og fáðu upplýsingar um flýtifyrningar, skattfrestun og hvernig þú losnar við að binda iht rekstrarfé í tækjakosti. Glttnlrhf dótturfyrirtæki íslandsbanka Kirkjusandi, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. Út er komið upplýsingarlt um Kjörleiðir Glitnis. Þar er á einfaldan hátt fjallað um ólíkar gerðir fjármögnunar. Hringdu og fáðu eintak eða Kttu inn og spjallaðu við ráðgjafa okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.