Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Mikil óvissa um skattalega stöðu fjármagnsmarkaðar VERULEGA skortir á að til séu skýrar skattareglur sem taka á skattalegri meðferð fjármálafyrir- tækja svo sem verðbréfasjóða og eign- arleigufyrirtækja. Þá eru skattareglur um hagnað og tap af sölu hlutabréfa úreltar og taka ekki á gjörbreyttum viðskiptaháttum og auknum viðskipt- um með hlutabréf frá því núgildandi lög voru sett. Þetta kom fram í er- indi Ólafs Nilssonar, löggilts endur- skoðanda, á ársfundi Verðbréfaþings í síðustu viku. „Um þessar mundir eru aðeins tíu ár síðan viðskipti með hlutabréf hóf- ust hér á landi á markaði," sagði Óiafur. „Á þessum fáu árum hefur markaðurinn verið að þróast og við- skipti stöðugt að aukast. Atvinnulífið hefur tekið stökkbreytingum, sam- keppni hefur aukist og eignaraðild að fyrirtækjum hefur orðið almenn- ari en áður var. Kröfur fjárfesta um arðbæran rekstur fyrirtækja hafa stuðlað að aukinni hagræðingu með endurskipulagningu og breyttum.. stjórnunarháttum í íjöida fyrirtækja. Fullyrða má að þátttaka félaga á hlutabréfamarkaði hafí í flestum til- vikum eflt og styrkt stöðu þeirra og gert þeim kleift að takast á við ný verkefni. í lögum nr. 9 frá 1984 var einstakl- ingum heimilaður frádráttur frá tekj- um að vissu marki vegna fjárfesting- ar í atvinnurekstri, einkum vegna kaupa á hlutabréfum í hlutafélögum sem uppfylltu tiltekin skilyrði. Þessi lög voru tímamótalög því þau voru sett með víðtæku samkomulagi btjómmálaflokka, en um langt skeið hafði ríkt pólitísk togstreita um skattalega stöðu mismunandi félags- forma. I kjölfar lagasetningarinnar skapaðist grundvöllur til aukinnar þátttöku almennings í atvinnulífinu með kaupum á hlutabréfum og hjólin fóru að snúast, að vísu hægt fyrst í stað en síðan með auknum hraða. Ekki leikur vafi á því að lögin höfðu mikil áhrif á þátttöku almennings í hlutabréfakaupum og viðhorfi manna yfirleitt til þátttöku í atvinnulífínu. Á síðustu tíu árum hefur orðið til fjöldi fyrirtækja á sviði íjármálastarfsemi. Þar má nefna verðbréfamiðlun, rekst- ur verðbréfasjóða, eignarleigur o.fl.“ Engar tæknilegar lagfæringar frá 1978 „En hefur skattareglum verið breytt í takt við nýjar atvinnugreinar og breytta viðskiptahætti? spurði Ól- Skattareglum varðandi fj ármagnsmarkaðinn er á ýmsan hátt mjög áfátt þar sem þær hafa ekki þróast í takt við gjörbreytta við- skiptahætti. Ólafur Nilsson, löggiltur endur- skoðandi, ræddi þessi mál í erindi sínu á ársfundi Verðbréfaþings í síðustu viku. afur. „Nei, það hefur því miður ekki gerst. Segja má að verulega skorti á að til séu skýrar skatta- reglur sem taka á skattalegri meðferð flár- málafyrirtækja svo sem verðbréfasjóða og eign- arleigufyrirtækja. Þá eru skattareglur um hagnað og tap af sölu hlutabréfa úreltar og taka ekki á gjörbreytt- um viðskiptaháttum og auknum viðskiptum með hlutabréf frá því núgild- andi lög voru sett. Það má einnig segja að eng- ar tæknilegar lagfæringar eða breyt- ingar hafí í raun orðið á lögum um tekju- og eignarskatt allt frá 1978 að þau grundvallarlög sem nú eru í gildi voru sett. Það er nú svo komið að það ríkir í raun mikil óvissa um fjölmarga þætti er varða skattalega stöðu fjármagnsmarkaðarins, ijár- málafyrirtækja og viðskipti með hlutabréf." Ólafur benti á fjölmörg ákvæði skattalaga sem gætu haft og reyndar hefðu áhrif á viðskipti með hlutabréf. Þannig væru hlutabréf í eigu einstakl- inga utan atvinnurekstrar undanþeg- in eignarskatti innan vissra marka. Þessi fjárhæð væri 1.230 þúsund hjá einstaklingi og tvöfalt hærri fjárhæð hjá honum að því leyti sem eignimar væru umfram skuldir. Arður væri undanþeginn tekjuskatti innan tiltek- inna marka eða 131 þúsund krónur hjá einstaklingi og tvöfalt hærri fjár- hæð hjá hjónum. „Þegar þessi ákvæði komu til um þetta skattfrelsi hluta- bréfa og arðs var markmiðið að jafna nokkuð skattalega stöðu eða meðferð mismunandi spamaðarforma, en bankainnstæður hafa um langt skeið verið undanþegnar eignarskatti hjá einstaklingum og vextir af þeim und- anþegnir tekjuskatti. Skuldir og vaxtagjöld hafa þó áhrif á skattfrelsið. Hins veg- ar hafa ríkisskuidabréf og vextir af þeim verið algjörlega undanþegnir bæði eignarskatti og tekjuskatti óháð raun- vemlegri skuldastöðu einstaklinga. Þrátt fyrir skattfrelsi arðs og hlutabréfa inn- an tiltekinna marka er verulegur munur á skattalegri stöðu hluta- bréfa annars vegar og annarra tiltækra spam- aðarforma hins vegar samkvæmt núgildandi lögum. Heimild einstaklinga til að draga frá tekjum kaup á hlutabréfum í tilteknum félögum jafnar þó nokkuð skattalega stöðu hlutabréfa. Frá- dráttur þessi er nú að hámarki 104 þúsund krónur hjá einstaklingi og helmingi hærri hjá honum en það eru 80% af fjárfestingunni sem fást frádregin. Ég hygg að það megi segja að þessi frádráttur hafi haft úrslitaáhrif á fjárfestingu minni fjár- festa í hlutabréfum á síðustu ámm.“ Margskattlagður arður Varðandi arðinn benti Ólafur á að arður væri frádráttarbær hjá hlutafé- lögum sem næmi allt að 10% af nafn- virði hlutabréfa. Þá væri arður sem gengi á milli félaga frádráttarbær hjá greiðanda en skattskyldur hjá viðtak- anda. „Fari arður fram úr 10%-mark- inu er það sem umfram er ekki frá- dráttarbært og að fullu skattskyldur hjá viðtakanda hvort sem um einstakl- ing eða félag er að ræða. Arðurinn er því tvískattlagður í slíkum tilvikum og getur í raun orðið margskattlagður ef hann gengur oft á milli hlutafélaga og fer fram úr 10% markinu af nafn- virði hiutafjárins. í nágrannalöndum okkar er al- gengt að arðurinn sé ekki frádrátt- Ólafur Nilsson arbær hjá félögunum sem greiða arðinn. Hins vegar hefur svonefnd ígildisaðgerð við skattlagningu arðs rutt sér til rúms en í henni felst að við útreikning á skatti móttakandans er tekið tillit til þess skatts sem félag- ið greiðir. Raunverulega er ekki um tvísköttun að ræða í þessum tilvikum, og engan veginn margsköttun." Úreltar reglur um jöfnunarhlutabréf Þá vék Ólafur jafnframt að útgáfu jöfnunarhlutabréfa og var þungorður um þau lagaákvæði. „Það má segja að útgáfa jöfnunarhlutabréfa í skattalegum tilgangi sé óþekkt fyrir- bæri annars staðar en hér á landi. En þessar reglur sem hér eru notað- ar eru orðnar gjörsamlega úreltar og raunar illframkvæmanlegar. Það er mikil óvissa ríkjandi um nákvæm- ar heimildir fyrirtækja til útgáfu jöfnunarhlutabréfa og fjölmörg matsatriði koma þar til skoðunar. Samkvæmt núgildandi skattalög- um þjónar þessi útgáfa jöfnunar- hlutabréfa mikilvægu hlutverki samt sem áður. Með heimild til útgáfu jöfnunarhlutabréfa er veitt færi á því að verðtryggja nafnverð hluta- fjárins. Nafnverð hlutafjárins er til viðmiðunar við ákvörðun á heimild til útborgunar á frádráttarbærum arði. Nafnverð hlutabréfa að við- bættri ónotaðri heimild til útgáfu jöfnunarhlutabréfa er til viðmiðunar við útreikning á skattskyldum sölu- hagnaði af hlutabréfum.“ Ölafur benti á að útgáfan væri bundin tveimur meginskilyrðum. Út- gáfan verður að vera byggð á raun- verulegu verðmæti hreinnar eignar hlutafélags í lok þess árs sem næst er á undan útgáfuárinu. Útgáfan má ekki vera hærri en svarar til hækkunar á hlutafé félags í sam- ræmi við almennar verðlagsbreyting- ar frá 1. janúar 1979 eða þá innborg- un hlutafjár eftir þennan tíma.“ „Að meta raunverulegt verðmæti hreinnar eignar félaga hefur staðið í mönnum. Á sínum tíma setti ríkis- skattstjóri sér verklagsreglur um matið sem falla ekki Iengur að því sem menn telja raunverulegt verð- mæti eigna. Má þar nefna að fast- eignir hafa verið metnar á bruna- bótaverði, skip á vátryggingarverði, veiðiheimildir eru ekki metnar, hluta- bréfaeign er metin á nafnverði að viðbættum jöfnunarhlutabréfum sem heimilt er að gefa út í viðkomandi félögum burtséð frá markaðsvirði félaganna og svo mætti lengi telja. Þessar matsreglur geta bæði leitt til verulegs ofmats og vanmats." Skattareglur binda hendur stjórnenda um of Ólafur sagði að allar þessar skattareglur hefðu oft tilviljana- kennd áhrif á hlutabréfamarkaðinn og margar þeirra þyrfti að laga að breyttum aðstæðum. „Kjami málsins er sá að atvinnulífið og fyrirtækin í landinu eru of bundin af skattaregl- um á hverjum tíma. Skattareglur binda hendur stjórnenda og eigendur atvinnufyrirtækja um of þegar marka skal stefnu um fjármögnun fjárfestinga eða arðgreiðslu til hlut- hafa. Fyrirtækin þurfa að geta mótað sína eigin stefnu á þessu sviði, t.d. hversu hátt hlutfall af hagnaði skuli greiða hluthöfum jafnframt því sem litið er til markaðsverðs hlutabréfa í félaginu á hveijum tíma. Útborgun á arði ein og sér er hins vegar ekki mælikvarði á arðsemi fjárfestingar í hlutabréfum og þjónar ekki alltaf bestu hagsmunum hluthafa. I þessu sambandi skiptir verðgildi hlutabréf- anna á markaði oft meira máli en því miður er skilningur hluthafa hér enn of lítill á þessu efni. Það er í raun kominn tími til að hverfa algjörlega frá útgáfu jöfnun- arhlutabréfa í skattalegum tilgangi jafnframt þvi sem koma þarf í veg fyrir tvísköttun eða jafnvel marg- sköttun arðs. Hlutafélög þurfa að geta ákveðið arðgreiðslur til hluthafa á grundvelli eigin stefnu og ákvæð- um hlutafélagalaga án tillits til viðm- iðunar við nafnverð hlutabréfa. Hér eru mörg hlutafélög sem hafa full- nýtt heimild til útgáfu jöfnunarhluta- bréfa en eru með verulegt óráðstafað eigið fé umfram nafnverð hlutabréf- anna. Slík félög verða áfram að miða arðgreiðslurnar að því marki sem þær eru frádráttarbærar við nafn- verð bréfanna." Verulegar lagfæringar hjá nefnd um fjármagnsskatt Ólafur vék í lokin að tillögum nefndar sem undirbúið hefur sam- ræmda skattlagningu fjármagns- tekna og sagði að þar örlaði örlítið á birtu. „Þrátt fyrir verulegar lagfæringar sem nefndin leggur til á meðferð á arði og hlutabréfum er gert ráð fyrir að styðjast áfram við skattalegt nafn- verð eða jöfnunarverð hlutabréfa varðandi frádráttarbæmi hans og reyndar áfram varðandi söluhagnað hlutabréfa. Þessa viðmiðun hefði ver- ið æskilegt að mínu mati að fella al- veg niður þannig að arður yrði frá- dráttarbær hjá félögum án takmörk- unar en skattskyldur hjá viðtakanda. Við gildistöku þessara hugmynda ef að lögum verða er staða hlutafélaga mjög mismunandi varðandi hlutfall hlutafjár af eigin fé og heimild til útgáfu jöfnunarhlutabréfa." í FRAMKVÆMDANEFND Framadaga eru f.v. Ýmir Björgvin Arthúrsson, Ingþór Karl Eiríksson, Geir Sigurður Jónsson og Gunnar Freyr Guðmundsson. Kynningarfundur KER um styrki í tengslum við Evrópusamstarf Tugur íslenskra fyrirtækja styrktur í fyrra Dagbók Framadagar íHáskólanum •FRAMADAGAR, atvinnulífsdagar Háskóla íslands, verða haldnir frá 5 til 8. mars í Þjóðarbókhlöðunni. Að þessu sinni mun AIESEC, alþjóð- legt félag viðskipta- og hagfræði- nema á íslandi, annast framkvæmd- ina. Framadagar voru haldnir í fyrsta skipti í mars 1995 að erlendri fyrir- mynd og er ætlað að brúa bilið milli háskóla, stúdenta og atvinnulífsins. Á Framadögum 1996 mæta í Þjóð- arbókhlöðuna föstudaginn 8. mars fulltrúar 42 fyrirtækja í íslensku at- vinnulífi og verða með kynningar- bása þar sem starfsemi sérhvers fyr- irtækis er kynnt nemendum. Þama gefst nemendum kostur á að fræðast um viðskiptalífið og kynna sér starf- semi einstakra fyrirtækja. Markmið- ið er að Háskóli íslands geti þróað kennslu sína með tilliti til þarfa markaðarins og nemendur geti gert markvissari áætlanir um nám sitt. Árið 1995 var áherslan lögð á kynn- ingu fyrir viðskipta- og hagfræði- deild og verkfræðideild Háskóla Is- lands. Nú hafa nemar í lögfræði- og raunvísindadeild bæst í hópinn. Mánudaginn 4. mars var gefin út handbók með ýmsum upplýsingum um fyrirtækin. Þar koma m.a. fram upplýsingar um fjölda starfsrnanna, ýmsar tölulegar upplýsingar um rekstur fyrirtækjanna og framtíðar- markmið þeirra, t.d. í starfsmanna- málum. Handbókin var prentuð í 3.500 eintökum og dreift til háskóla- nema við upphaf framadaga. Þessa dagana standa yfir hádegisfynrlestr- ar í húsakynnum Háskóla íslands um ýmis málefni sem tengjast Há- skólanum, atvinnulífinu og nemend- um. Hádegisverðar- fundurhjá ÍMARKI •ÍMARK efnir til hádegisverðar- fundar í dag, fimmtudag, á veit- ingastaðnum Carpe Diem kl. 12.00 þar sem fjallað verður um markaðs- mál og möguleika á alnetinu. Frum- mælendur verða þeir Stefán Hrafn- kelsson, framkvæmdastjóri Margm- iðlunar hf. og Gest Gestsson, mark- aðsstjóra Margmiðlunar. KYNNINGÁRMIÐSTÖÐ Evrópu- rannsókn,KER, efnir til kynningar- fundar um þá möguleika sem íslensk- um fyrirtækjum stendur til boða í Iðnaðar- og efnistækniáætlun Evr- ópusambandsins þriðjudaginn 12. mars kl. 13 í húsi Iðntæknistofnunar. Tilgangur fundarins, að því er fram kemur í frétt, er að gefa hag- nýt ráð og leiðbeiningar um hvernig staðið er að þátttöku í áætluninni, sem er sú næst stærsta innan 4. rammaáætlunar ESB. Á fundinum mun Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar, m.a^ fjalla um árangurinn af þáttöku íslendinga í þessari áætlun hingað til. Barry Woodrow, starfsmaður Alpan hf. mun einnig segja frá reynsiu fyrir- tækisins af þessu sviði. Þáttöku verð- ur að tilkynna fyrir 11. mars. Um tuttugu íslensk fyrirtæki tóku þátt í umsóknum um styrki vegna samstarfsverkefna hjá fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins á síðasta ári og var helmingur þeirra samþykktur. Flestar þessara um- sókna voru á sviði upplýsingatækni. Að sögn Emils Karlssonar hjá Iðn- tæknistofnun er þó engin ástæða til að ætla að aðrar greinar eigi síður erindi í samstarfíð. StarfsmennKER bjóða nú fyrir- tækjum ókeypis ráðgjöf við að kom- ast í tæknisamstarf við fyrirtæki og rannsóknaraðila í Evrópu. Stjórnend- ur fyrirtækja sem hyggja á samstarf við fyrirtæki innan ESB á sviði rann- sókna og þróunarmála, geta fengið aðstoð og upplýsingar um þá mögu- leika sem standa til boða hjá starfs- mönnum KER á Iðntæknistofnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.